Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Qupperneq 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Qupperneq 24
HEILSA Könnun sem gerð var árið 2017 bendir til þess að lifnaðarhættir Tékkaséu þeir óheilbrigðustu í heimi. Þegar tóbaksnotkun, áfengisdrykkja ogtíðni offitu voru skoðuð reyndist meðaltalið verst í Tékklandi. Næst komu Rússland, Slóvenía, Hvíta-Rússland og Slóvakía. Óhollustan mest hjá Tékkum 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018 Ef marka má nýja rannsókn sem birt var í tímaritinu Nature þá gæti mataræði fólks haft veruleg áhrif á það hvort krabbamein vaxa og ná að dreifa sér um líkamann. Gerð var rannsókn á músum þar sem kom í ljós að ef þær fengu mat sem var laus við amínósýruna asp- aragine þá áttu krabbamein í brjósti erfitt með að vaxa og dreifa sér. Asparagine er að finna í spergli, kjúklingi, sjávarfangi, og ýmsum öðrum matvælum. Rannsóknin var gerð á rann- sóknastofu breska Krabbameins- verndarfélagsins í Cambridge og fór fram á músum sem ræktaðar voru til að hafa mjög ágenga teg- und brjóstakrabbameins. BBC greinir frá að undir venjulegum kringumstæðum hefði krabba- meinið drepið mýsnar á nokkrum vikum, en þegar þeim var gefið fæði með mjög litlu magni af asp- aragine virtist sem vöxtur krabbameinsins stöðvaðist. ai@mbl.is MÚSATILRAUN LOFAR GÓÐU Matur hefur áhrif á út- breiðslu krabbameins Í tilrauninni virtist krabbameinið þurfa amínósýruna asparagine til að vaxa. Hún finnst m.a. í spergli. Thinkstock Breski sjálfshjálparfrömuður-inn Brian Mayne heldurvinnustofu á Íslandi um þessa helgi, og er kominn til landsins til að kenna notkun „Goal Mapping“- aðferðarinnar. Um er að ræða einfalt en vinsælt kerfi sem hefur hjálpað mörgum að ná betri stjórn á því hvert lífið stefnir, sjá hlutina í já- kvæðara ljósi og takast á við krefj- andi langtímamarkmið. Aðferðin sem Brian kennir hjálp- aði honum sjálfum að vinna sig upp úr miklum vandræðum, en óhætt er að segja að lífið hafi ekki veitt hon- um mikinn meðbyr á uppvaxtarár- unum. „Ég fæddist inn í fjölskyldu sígauna og sirkusfólks sem var á stöðugu ferðalagi. Öll æskuárin fluttum við á hverju einasta ári og ég þurfti að skipta um skóla í sífellu. Eins og svo mörg önnur sígauna- börn átti ég erfitt uppdráttar í námi, hætti í skóla 13 ára gamall og gat þá hvorki lesið né skrifað,“ segir Brian. Þrátt fyrir mótlætið hafði Brian óbilandi metnað og 18 ára gamall varð hann yngsti Bretinn til að fá leyfi til skemmtanahalds og áfeng- issölu. Hann var 19 ára þegar hann opnaði skemmtistað sem fljótlega sló í gegn, og 25 ára gamall var Bri- an á toppi tilverunnar og reksturinn í blóma. „En svo breyttust ferða- venjur Breta, og í stað þess að verja sumarfríunum í strandbæjum eins og bænum þar sem ég rak skemmti- staðinn, fóru þeir að ferðast til út- landa. Ég missti reksturinn og sat uppi með himináar skuldir.“ Vísindin á bak við jákvæðnina Í framhaldinu fann Brian sér starf sem sölumaður og var það þar sem hann áttaði sig á mikilvægi jákvæðr- ar hugsunar og markmiðasetningar, og vísindunum sem liggja þar að baki. „Fram að því hafði ég haldið að það væri einfaldlega meðfæddur hæfileiki sem fólk ýmist hefði eða ekki, að geta hugsað jákvætt og markvisst. En raunin er að þessa hæfileika má læra.“ Meðal þess sem Brian tókst að gera með aðferð sinni var að læra að lesa og skrifa upp á eigin spýtur. „Ég hef verið greindur með les- blindu, og það gerist endrum og sinnum að ég á erfitt með lestur og skrift ef ég er þreyttur, en eftir að hafa unnið að því markvisst í eitt ár tókst mér að vinna mig í kringum lesblinduna,“ segir hann. „Les- blinda stafar af því að heilasellurnar eru ekki tengdar eins og þær ættu að vera, en með réttum æfingum og örvun má skapa nýjar tengingar og í mínu tilvik tókst mér að búa til tengingar sem gera mér kleift að lesa og skrifa.“ Myndræn markmið Mikilvægasta verkfærið sem Brian reiðir sig á er „markmiðakortið“ (e. Goal Mapping). Hann leggur áherslu á að áður en fólk byrji að nota markmiðakort þá verði það að fá fræðslu um jákvæða hugsun og sjálfsskilning, en með rétta vega- nestinu geti markmiðakortið varðað leiðina að þeim árangri sem fólk vill ná í einkalífi sínu eða starfi. „Markmiðakortið er m.a. frábrugð- ið hefðbundnum markmiðalistum að því leyti að það blandar saman texta og myndum. Það gerum við til að virkja undirmeðvitundina sem á auð- veldara með að vinna úr myndum en úr rituðu máli,“ útskýrir Brian en með markmiðakortum skrásetur fólk og skipuleggur markmið sín. „Fyrsta skrefið er að láta sig dreyma, og sjá hvað það er sem við viljum áorka. Næsta skref er síðan að hugsa rökrétt og forgangsraða markmiðunum. Í þriðja skrefinu eru markmiðin kortlögð með orðum og einföldum teikningum og í fjórða skrefinu þarf að útlista ástæðurnar fyrir hverju markmiði og þannig skapa tilfinningalega tengingu við markmiðin,“ segir Brian. „Fimmta skrefið felst í því að tímasetja mark- miðin, enda eru markmið sem ekki eru tímasett lítið annað en óskir. Loks þarf að greina í sjöunda skref- inu hvernig leiðin að markmiðinu liggur og búta stóru markmiðin niður í smærri og viðráðanlegri markmið.“ Fólk að njóta lífsins í snjón- um. Öll höfum við alls kyns drauma og markmið en gengur misvel að ná þeim. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Hægt að ná langt með rétta viðhorfinu Brian Mayne ferðast víða um heim og kennir fólki að nota kerfi sem virkjar já- kvæðnina og undirmeðvitundina til að komast þangað sem hugurinn stefnir. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Brian Mayne Pappelina gólfmotta, 70x90 cm Verð 11.500 kr. laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Heilbrigðisyfirvöld á Bretlandi hafa ákveðið að bjóða karl- mönnum undir 45 ára aldri, sem stunda kynlíf með öðrum karl- mönnum, að fá HPV-bólusetn- ingu. Frá árinu 2008 hefur bresk- um stúlkum á aldrinum 11 til 13 ára staðið til boða að vera bólu- settar en veiran, sem smitast við kynmök, getur valdið forstigs- breytingum í leghálsi og í sumum tilvikum leitt til leghálskrabba- meins. BBC segir vera að koma æ bet- ur í ljós að tengsl kunni að vera á milli HPV-smits og krabbameins í munni, endaþarmi og lim hjá körl- um sem stunda kynlíf með öðrum körlum og að bólusetningar sé þörf fyrir þennan hóp. ai@mbl.is Bólusetningin getur dregið úr hættu á vissum gerðum krabbameina. AFP BRETAR STÍGA MIKILVÆGT SKREF Bjóða körlum HPV- bólusetningu

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.