Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Side 27

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Side 27
11.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27 Chanel Augnskuggapallettan úr vor- línu Chanel er á óskalistanum enda ótrúlega falleg. Zara 4.995 kr. Svöl ökklastígvél. Í þessari viku … Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Þrátt fyrir slæma færð undanfarna daga má alveg fara að undirbúa fataskápinn örlítið fyrir vorið enda fara vorlínur tískuhúsanna fljótlega að streyma inn í verslanir. Falke 4.368 kr. 100 den sokka- buxurnar frá FALKE eru endingargóðar og haldast fallegar. Asos.com 1.200 kr. Kögureyrnalokkar hressa upp á dressið. Lindex 4.699 kr. Smart gallapils. H&M 5.495 kr. Þykk og þægileg peysa. Vila 3.390 kr. Töff toppur. Bergþór Bjarnason hefur verið búsettur í Nice íFrakklandi undanfarið sex og hálft ár og bjó áður16 ár í París. Hann hefur unnið með leður og fylgihluti í 14 ár fyrir tískuhús á borð við Chanel, Yves Saint-Laurent, Valentino og Michael Kors. Bergþór hefur verið vegan í rúmt ár og neytir þar af leiðandi ekki dýraafurða. Hann opnaði nýverið vefversl- unina www.vegan-vogue.com sem selur vandaða vegan- fylgihluti en til þess að vörur geti verið vegan þarf að gæta þess að engar dýraafurðir séu notaðar í gerð þeirra. Á vefsíðunni Vegan Vogue má finna úrval fal- legra fylgihluta sem unnir eru úr veganleðri, endur- unnum efnum eins og reiðhjólaslöngum og endurunnu pólýester. Náttúran alltaf nálægt Aðspurður hvernig hann hafi farið úr því að vera sérfræð- ingur í leðri hjá stærstu tísku- húsum heims yfir í að vera vegan svarar Bergþór: „Þetta var langt ferli. Ég er alinn upp við að rækta plöntur og blóm alveg frá blautu barnsbeini í Vestmannaeyjum. Náttúran hefur alltaf verið svolítið ná- lægt og þegar ég var lítill flokkaði mamma til að mynda úrgang og fór með ávexti og grænmeti út í garð og nýtti sem áburð. Þetta var fyrir 30 árum þegar flokkun þekktist varla.“ Þannig segist Berg- þór fyrst hafa orðið meðvitaður um endurnýtingu og úr- gang. Hann segist hafa orðið meðvitaðri um leðurfram- leiðslu í kjölfar umræðu um skuggahliðar framleiðslu á feldi. „Í leðurtöskur er til dæmis oftast notað kýr- og kálfskinn og þá má velta fyrir sér hvað nautgriparæktun kostar plánetuna. Sem dæmi þarf um átta kíló af fóðri í eitt kíló af kjöti.“ Bergþór segir sjálfa leðurframleiðsl- una geta verið hreint út sagt ógnvænlega. „Mörg tísku- hús framleiða til dæmis allt í Kína og oft þegar við vor- um að taka upp sendingar lyktaði leðrið svakalega illa og hreinlega stakk í nefið. Þá fer maður að hugsa um allar frétta- skýringarnar frá Kambódíu, Bangladess og Kína þar sem fólk stendur upp að hnjám í fatalit sem síðan rennur í næstu á þar sem fólk drekkur vatnið og heilu þorpin veikjast,“ útskýrir hann. „Þetta var allsherjar lífsviðhorfsbreyting. Mér fannst ég bara ekki geta verið í þessum bransa lengur.“ Veganleður og -reiðhjólaslöngur Bergþór byrjaði að undirbúa opnun Vegan Vogue í sum- ar og er þegar kominn með þrjú merki inn í verslunina. Kweder er ítalskt merki sem einkennist af litadýrð og rómantík, Jean Louis Mahé er franskt merki sem fram- leiðir vörur úr veganleðri og fóðraðar með endurunnu pólýester og bambusþráðum. Síðan er það merkið FAN- TOME en það framleiðir töskur úr notuðum reiðhjóla- slöngum sem Bergþór segir henta afar vel í íslenska veðráttu þar sem slöngurnar eru mjög slitsterkar og vatnsheldar. Íslendingar fljótari að tileinka sér nýjungar Aðspurður segist hann finna fyrir auknum áhuga fólks almennt á veganisma. „Það er gríðarlegur vöxtur á því. Frakkar eru svolítið meira eftir á í veganisma en Íslend- ingar. Það er mikil umræða um veganisma í Frakklandi og margt í boði en Frakkar eiga samt langt í land miðað við Íslendinga. Fólk á Íslandi er almennt fljótara að til- einka sér nýjungar,“ útskýrir Bergþór og segir Frakka þó hafa mikinn áhuga á málefninu. Bergþór vonast til þess að Íslendingar geti notið góðs af versluninni og segist jafnframt vonast til þess að Vegan Vogue veiti þeim innblástur. „Það getur vel verið að það sé eitthvert hæfileikaríkt fólk í Listaháskólanum eða öðru hönnunarnámi heima á Íslandi sem gæti tekið upp á því að framleiða veganvörur,“ segir hann að lok- um. Vegan Vogue sel- ur vegantöskur og -fylgihluti. Taska úr jurta- leðri, vatns- þéttum bómull- arstriga, frá Jean Louis MAHÉ. Bergþór Bjarnason segir Íslendinga opnari fyrir veganisma. Varð vegan eftir að hafa unnið með leður í 14 ár Eftir að hafa starfað með leður í fylgihlutadeildum stærstu tískuhúsa heims á borð við Chanel og Yves Saint-Laurent sneri Bergþór Bjarnason við blaðinu og varð vegan. Hann hefur nú opnað vefverslun sem selur eingöngu veganfylgihluti. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Snyrtitaska frá merkinu FANTOME sem vinnur tösk- ur úr reiðhjólaslöngum. Taska úr vegan- leðri frá merkinu Jean Louis MAHÉ.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.