Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Side 29
11.2. 2018 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29
Carnac myndi vera aðlaðandi
bær þó að hann hefði ekki upp á
annað að bjóða en lokkandi
strendur og fallegan miðbæ en
til viðbótar er að finna þar
forna steina. Steinaraðirnar eru
eldri en Stonehenge í Bretlandi.
Á svæðinu eru margar forn-
minjar og alls er að finna í
kringum 3.000 af þessum stein-
um sem standa líkt og minn-
ismerki upp úr jörðinni sem eru
frá því á milli 5.000 og 3.500 ár-
um fyrir Krist.
Ekki er vitað hvernig stein-
arnir voru reistir eða af hverju
en það er talið hafa verið gert í
trúarlegum tilgangi. Þyngstu
steinarnir eru í kringum 300
tonn.
Bærinn er við suðurströnd
Bretaníuskaga og er um 32 km
vestur af fallega miðaldabæn-
um Vannes.
GettyImages/iStockphoto
CARNAC
Fornir steinar
og strendur
Borgin Saint-Malo er vinsæll ferðamanna-
staður með sínum þröngu götum innan við
borgarmúrana. Þarna er gaman að labba
um göturnar og líka heimsækja söfn eins og
kastalann í borginni. Kirkja borgarinnar
þykir líka falleg.
Þarna eru margar gamlar byggingar en
það sem kemur á óvart er að stór hluti bæj-
arins hefur verið endurbyggður í upp-
runalegri mynd eftir að hafa eyðilagst í
sprengjuárásum í síðari heimsstyrjöldinni.
Það er hægt að fara með ferju á milli Sa-
int-Malo og Portsmouth í Bretlandi daglega
en líka er hægt að taka hraðlest þangað frá
París, Rennes og fleiri stöðum í Frakklandi.
Á svæðinu er sitthvað að gera fyrir fjöl-
skyldur en til að mynda er í borginni vinsælt
sædýrasafn og líka Le Labyrinthe du Cor-
saire, skemmtigarður með völundarhúsi.
SAINT-MALO
GettyImages/iStockphoto
Innmúruð
hafnarborg
Miðaldabærinn Dinan stendur
við ána Rance. Hann einkennist
af þröngum steinlögðum götum
og bindingsverkshúsum. Stór
hluti múra bæjarins hefur varð-
veist frá þessum tíma.
Í bænum var mikilvæg höfn en
nú er búið að breyta pakkhús-
unum við ána í veitingastaði og
verslanir.
Hægt er að fara með bát í átt
til sjávar til Saint-Malo eða í
hina áttina til að skoða miðalda-
kirkjuna Saint-Magloire.
Annað hvert ár (á sléttum töl-
um) er haldin miðaldahátíðin
Fête des Remparts í bænum. Þá
er bærinn skreyttur og margir
bæjarbúar klæða sig upp í mið-
aldaföt. Hátíðin fer alltaf fram
þriðju helgina í júlí.
Bærinn er vinsæll ferða-
mannastaður á sumrin en á
kvöldin leggst jafnan ró yfir bæ-
inn.
DINAN
GettyImages/iStockphoto
Heillandi
miðaldabær
Stærsta eyjan við Bretaníu-
skaga er hin fagra og rétt-
nefnda Belle Île. Þar eru til að
mynda margar fallegar strend-
ur. Plage de Donnant er vinsæl
strönd hjá brimbrettafólki en
síðan eru strendurnar Plage
d’Herlin og Plage de Balu með
grunnu vatni sem er kjörið fyr-
ir fjölskydur. Plage des Grands
er tveggja kílómetra löng með
gullnum og hvítum sandi og er
einhver sú vinsælasta.
Eyjan er 84 ferkílómetrar að
stærð. Suðvesturströnd hennar
einkennist af bröttum og
háum klettum en norðaust-
urhlutinn er prýddur fallegum
ströndum. Það rignir ekki eins
mikið á eyjunni og á meg-
inlandinu og veturnir eru jafn-
framt mildari.
Skráðir íbúar eyjunnar voru
4.920 árið 2009. Á sumrin fer
hins vegar fjöldi íbúa í 25.000
og jafnvel alveg í 35.000 milli
15. júlí og 15. ágúst. Margir eiga
sumarhús á eyjunni.
Tvær stærstu hafnirnar eru í
þorpunum Le Palais og Sauzon,
sem sést á myndinni hér við
með fallegum bleikum húsum.
Síðarnefndi bærinn er góður
staður fyrir fólk að sækja heim í
sinni fyrstu heimsókn til eyj-
unnar. Höfnin er sérleg falleg.
Það er nóg að gera fyrir úti-
vistarfólk á eyjunni en þarna er
hægt að fara á brimbretti, í
golf, köfun, á kajak, ferðast um
á hjólum og fara í göngu.
Lyrique en Mer/Festival de
Belle Île er stærsta óperuhá-
tíðin í vesturhluta Frakklands.
Hátíðin var stofnuð af banda-
ríska óperusöngvaranum Rich-
ard Cowan árið 1998. Settar
eru upp tvær óperur á sumri.
Eyjan hefur jafnframt laðað að
sér fjölda listamanna í gegnum
tíðina. Meðal annars hefur
Claude Monet málað ströndina
þar. Henri Matisse heimsótti
eyjuna árin 1897 og 1898.
BELLE ÎLE
GettyImages/iStockphoto
Falleg eyja
og vinsæll
sumardval-
arstaður
Ármúli 7, Reykjavík | Sími 568 0708 | www.fako.is
32.500kr
HILLA MEÐ SNÖGUM
24.900kr
GLERBOX
3.600kr
BEKKUR
SÍGILDIR SUNNUDAGAR
Fyrsta flokks
kammertónlist
Sígildir sunnudagar eru klassísk
tónleikaröð þar sem boðið er upp
á fjölbreytt úrval kammertónleika.
Sunnudaga
kl. 17:00 í Hörpu