Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Page 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018 F ólk er orðið háð ýmsu, stundum án þess að taka eftir því. Óvinurinn beið á bak við þil Ekkert er verra en síminn, þetta töfratæki, sem leyst hefur fjölskyldualbúmin af hólmi. Eyðilagt ánægju flestra af því að fara út að borða og hefur ættleitt börnin frá foreldrum sínum án atbeina barnavernd- arnefndar. Síminn hefur tekið við af viskíi og gini, bjór og brennivíni, sem áður stóðu sig best í því að gera sóma- kæra bílstjóra að ábyrgðarlausum bjálfum við stýrið. Þeir sem komast lifandi heim heilsa fyrst upp á þá á fésbókinni og svo þá sem eru innan við heimilis- múrvegginn. Á fésbókinni eru ættmenni manns, frændur og vinir, eins og Bubbi kóngur orðaði það forðum. Vinir Bubba kóngs settu ekki læk við hann. Hann var ekki þannig maður og þeir ekki heldur. Besti vinur Bjartsýns er á fésbók. Sá er með kæk að gefa læk. Fyrir 60 árum fengu börn rauðar stjörnur í stíla- bókina og gengu léttstígari heim. Nú þarf að fá fjörg- andi pillur ef fækkar í læk. Siggbörðum hetjum verð- ur um ef lækið tifar ekki nægjanlega létt um máða sveina. Þá þarf að herða róðurinn. Láta skína í tennur. Flagga fordómum og fá athygli, og aðdáun og þar með læk. Sumir segja að þetta hafi samt breyst minna en virðist. Við séum fá ónæm fyrir áliti annarra og eink- um áliti þeirra á okkur. Jafnvel þeirra sem við höfum hálfgerða skömm á og jafnvel illan bifur. Jörðin er félagsheimili og fá horn eftir þar sem ein- hver fær að vera einn með sjálfum sér, nema að hann hafi verið læknir fimleikasambandsins í Bandaríkj- unum. Þá verður hann ekki truflaður næstu 360 árin. Þeir eru til sem treysta sér alls ekki í þann félags- skap að vera einn um stund. Ráða ekki við hann. Þar eru engin viðbrögð, engin styggð eða viðurkenning- arglampi, jafnvel ekkert læk. Mbl.is birtir stundum fréttir af andláti borgara í þekktari kantinum. Þær fengu fleiri læk en flest annað í fréttum, svo breyta þurfti uppsetningunni. Það er ekki víst að hinir nán- ustu vilji sjá mörg læk þegar tilkynnt er lát síns nán- asta. En lækið þar þýddi: Frétt sem ég las. Ég þekkti eða kannaðist við hann. Hún var gæða kona. Eða eitt- hvað í þeim dúr. Við getum fylgst með öllu í símanum. Og það er svo sannarlega gagnkvæmt. Nú getur síminn fylgst með okkur. Skref fyrir skrif. Það þótti ljóðrænt þegar skrifað var í skýin. En öll okkar SMS eru skrifuð í þau og fara aldrei. Þar verður aldrei skýfall. Og „þeir“ þar vita allt það sem síminn veit. Skyldi ekki símanum leiðast að láta kjafta í sig? Þegar gervigreind símans eykst hlýtur hann að gera athugasemd við það er hve leiðigjarnt er fyrir hann að fylgjast með okkur. Við förum nánast alltaf sömu leið heim. Langoftast á sama tíma og síðast. Áratug- um saman förum við til sama rakarans og sama tann- læknisins. Ef við förum óvænt í kaffi utan húss þá er það oftast með sama fólkinu og jafnvel oftast á sama kaffihúsið. Og eftir nokkra áratugi tökum við ekki sjálfstæða ákvörðun um neitt af þessu. Við gerum það allt af gömlum vana. Síðustu 8 árin hefur bréfritari setið í þessum sama stól, á þessum sama tíma á hverjum föstudegi við að skrifa bréf, opið bréf til þeirra sem vilja lesa og vera sammála sumu, öllu, fáu eða engu. Einhver batt vonir við að þessu myndi linna eftir 17. janúar sl. Það var eitthvað notalegt við að mega valda honum vonbrigðum. Flest af því sem við gerum vanans vegna er sárasak- laust. En það tekur í fái hinn daglegi vani ekki sitt fram. Það segja læknar. Reynið að fara í rúmið á sama tíma segja þeir. Það stuðlar að betri svefni. Og þá er rétt að vakna alltaf á sama tíma. Líka um helgar. Týna tölunni Gömul saga er til um nemanda sem gekk undir munn- legt próf. Þau voru þá opin áheyrendum og eru kannski enn. Þróunin varð þó sú að það þótti tillitssemi að láta ekki reyna meira á þandar taugar prófþola en prófið sjálft gerði. En sagan er úr Menntaskólanum í Reykjavík eða jafnvel úr Lærða skólanum. Þá var enn lenska að einhverjir fylgdust með munnlegum prófum annarra. Nemandi sem sinnt hafði námi sínu vel hafði þann kæk í munnlegum prófum að þegar hann tók að svara spurningu þá greip hann eins og ósjálfrátt um tölu á jakkaboðungnum og nuddaði hana létt á meðan hann svaraði. Eitt árið ákváðu bekkjarbræður hans að gera hon- um saklausan hrekk. Þeir náðu að nálgast prófjakka nemandans og klipptu töluna af jakkanum. Þeir mættu svo fleiri en vant var í munnlega prófið hans. Strax við fyrstu spurninguna leitaði hönd námspilts- ins að tölunni. Þegar hin ósjálfráða hreyfing fann ekki töluna brá honum stórlega. Hann tók að skjálfa og svitna og hvítna á víxl. Kennarinn bauð honum að setjast. En það var eins og hann heyrði það ekki. Fljótlega varð ljóst að þetta rjátlaðist ekki af honum og hann gekk frá prófi. Hrekkjalómunum var auðvitað mjög brugðið og fljótlega heyrðust raddir í hópnum að þeir yrðu að játa brot sitt. Sumir óttuðust afleiðingar þess, áminn- ingu rektors og jafnvel brottvísun úr skóla og þar með hugsanlega endi allra veraldlegra drauma, ekki bara þeirra sjálfra, heldur foreldranna, sem höfðu neitað sér um allt til að tryggja þeim vist í skólanum sem var hið jarðneska gullna hlið að þeim fáu stöðum sem launuð voru með reiðufé í þessu kalda landi. Manndómsniðurstaðan varð ofan á, mild áminning fylgdi og ákvörðun um að pilturinn fengi að end- urtaka prófið þegar hann hefði jafnað sig. Það gerði hann og stóð sig með prýði. Á daginn kom að hann hafði ekkert af þessum kæk sínum vitað og vandi sig með vilja af honum. Þar synda svanir eins og svanir eru vanir Sagt er að manneskjan sé ekkert nema vani og það er sjálfsagt ofsagt, en sterkur er hann. Og margur van- inn verður áður en líður óvani sem ekki er hægt að venja sig af með einföldum lausnum eins og að láta vanann týna tölunni. Sennilega gæti margur maður átt litríkara líf setti hann vana sinn einstaka sinnum í minni pokann. „Ég er nú vanur að hafa þetta þannig,“ segja menn og erf- itt að fá þá til að bregða út af. Enda er það svo að venja er í ýmsum tilvikum gild heimild og hún getur verið hluti af öðrum réttarheim- ildum svo sem fordæmum. Breska stjórnarskráin er ekki skráð. En hún er samt áhrifamikið ósýnilegt skjal sem um aldir hefur markað mikilvægan ramma um stjórnskipunina. Brot á alþjóðlegum (óskráðum) kurteisisvenjum geta leitt til alvarlegra árekstra, jafnvel kostað skær- ur og jafnvel stríð. Siðareglur. Reglur fyrir siðasakir Nú er í tísku að setja siðareglur um hvað eina og binda menn við þær með óljósum afleiðingum þó. Það eru ríkar ástæður til að efast um að slíkar regl- ur hafi nokkurs staðar komið að raunverulegu gagni. Fjölmargar stéttir nota þær með tímanum til að flækja og tefja fyrir þeim sem utan við standa til að ná fram rétti sínum, þvert á hátíðlegan tilgang. Reglurnar verða þvælustig sem gera flókið kerfi enn flóknara. Þeir sem kynntust því persónulega þegar „sið- fræði“ var blandað inn í raunheima eftir hrun og höfðu lítið álit á slíku fyrir losnuðu þá algjörlega við eftirhreyturnar. Þó er ekki hægt að fullyrða að þau fræði séu enn þá götóttari en t.d. kynjafræðin. Um þau má segja, að breyttu breytanda, það sem Jónas, vinur bréfritara, stýrimaður sagði: „Ég veit ekki hvort kynjafræðin séu gagnslaus, en ég vona það.“ Ekki batnaði hún við það Ein versta ríkisstjórn og örugglega sú ómálefnaleg- asta sem hér hefur setið setti sér siðareglur. Og þótt- ist góð. Ráðherrar sem í þeirri stjórn sátu gátu ekki einu sinni fylgt óskráðum, venjubundnum og ófrávíkj- anlegum reglum ríkisstjórnar um að nauðsynlegt væri að ræða í fullri alvöru á þeim fundum það sem síðar yrði kynnt þingflokkum sem tillaga frá ríkisstjórn. Eitt stærsta dæmi síðar tíma stjórnmála, Icesave- málið, fékk fullkomlega óboðlega meðferð í ríkis- stjórn. Þó fór þetta sama fólk í það að stefna forsætis- ráðherranum fyrir að hafa ekki tekið bankamálin upp við ríkisstjórnarborð svo bókað væri. Ríkisstjórnin er ekki fjölskipað stjórnvald. Ef það var slíkur brestur á að þau mál væru tekin upp við ríkisstjórnarborð varð þegar af þeirri ástæðu ekki hægt að færa „sök“ af því á hendur neinum nema ráðherra bankamála. Ríkisstjórnin sem ákærði, sýndi siðferði sitt inn í kviku, en hún sýndi að auki að hún var ekki alveg laus við svarta kímnigáfu, þegar hún fékk Jón Ólafsson á Um kæk og læk, gamlan vana og nýjan Reykjavíkurbréf09.02. 18

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.