Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.02.2018, Page 34
LESBÓK 34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.2. 2018 Leikhópurinn RaTaTam, sem orðinn errétt rúmlega þriggja ára, frumsýndi íTjarnarbíói á föstudaginn, 9. febrúar, annað leikverk sitt sem nefnist Ahhh … og er byggt á völdum textum, smásögum og ljóðum Elísabetar Jökulsdóttur sem fjalla með einum eða öðrum hætti um ástina. Leikhópurinn bjó til hressan, skemmtilegan og einlægan kaba- rett út frá þeim efnivið. Charlotte Bøving leik- stýrir sýningunni og leikarar í henni eru Albert Halldórs- son, Guðmundur Ingi Þor- valdsson, Halldóra Rut Bald- ursdóttir og Laufey Elías- dóttir. Síðasta sýning RaTaTam, Suss!!!, fjallaði um heimilis- ofbeldi og var hún byggð á reynslusögum af slíku of- beldi, sögum þolenda, gerenda og aðstand- enda, og segir í tilkynningu um Ahhh … að leikhópurinn hafi þurft að „heila sig frá of- beldinu og fá inn meiri ást“. Hópurinn hafi líka viljað fjalla um ástina þar sem ofbeldi spretti oft út frá skorti á ást eða hræðslu við að vera ekki elskaður eða elskuð. Frjósamur leikhópur „Það brennur í huga margra fyrirbærið ást og ég held að eftir þrekraun okkar með Suss!!! höfum við komist að því að …“ segir Halldóra og gerir óvænt hlé á símtalinu til að ná andanum. „Fyrirgefðu en ég er ólétt, var að ganga upp stiga og varð bara svo móð!“ segir hún svo og skellihlær. „Það er rosaleg frjósemi í hópnum okkar,“ bætir hún svo við, „tvær gátu ekki verið með í sýningunni af því þær eignuðust barn í æfingaferlinu og svo eru tvær ófrískar í viðbót í hópnum.“ – Það er skemmtilegt og þá sérstaklega þegar litið er til umfjöllunarefnisins sem er ástin. „Já, nákvæmlega, ástin blómstrar alla vega í hópnum,“ segir Halldóra og hlær inni- lega, enn að ná andanum. Hún nær honum og heldur áfram þar sem frá var horfið. „Við vorum búin að vera svo mikið í ofbeldinu og eftir því sem við rannsökuðum það betur og fórum dýpra inn í efnið var það niðurstaða okkar – og er bara satt – að ofbeldi myndast vegna ástleysis. Ef það vantar ást upplifir fólk ótta og óttinn getur brotist út í formi ólíkra tilfinninga, reiði og meðvirkni og þar frameftir götunum,“ segir Halldóra. Leik- hópurinn hafi, eftir alla sína heimildavinnu fyrir Suss!!!, áttað sig á því að bæði gerendur og þolendur upplifa ástleysi og skort á kær- leika. Stórt og fallegt sköpunarverk „Það óx mjög eðlilega frá Suss!!! að fara og finna ástina, leita að henni. Svo var líka skemmtilegt með Elísabetu Jökuls að við skoðuðum verkin hennar og fórum á gjörn- inga með henni þegar við vorum að fjalla um heimilisofbeldi. Hún fjallar vel um það í sín- um textum og þegar við erum svo að velta fyrir okkur ástinni erum við að rannsaka marga möguleika, hvert við getum farið og hvar við getum leitað að efni og nýtt það, ann- ars staðar en frá okkur persónulega og úr heimsóknum. Og þá komu textarnir hennar Elísabetar til okkar því hún fjallar líka mikið um ástina og einmanaleikann,“ segir Hall- dóra. – Þannig að eitt verk leiddi í raun af öðru? „Já og í rauninni alveg óvart því við vorum búin að ákveða að taka fyrir ástina, að það væri fyrirbærið sem við ætluðum að skoða nánar en svo fengum við endanlega staðfest- ingu á því að það væri málið eftir að við byrj- uðum að kafa dýpra í ofbeldið.“ Halldóra segir hópinn hafa sökkt sér í höf- undarverk Elísabetar. „Við erum búin að lesa öll verkin hennar og hvort sem textarnir rata sem slíkir beint inn í sýninguna eða ekki eru þeir alla vega þarna undir niðri. Þetta eru textar úr flestum hennar útgefnu bókum, ljóðabókum og smásagnabókum,“ segir hún. – Það hefur verið mikil vinna að fara yfir þetta allt saman? „Já en æðisleg vinna því textarnir hennar eru frábærir,“ segir Halldóra kímin. „Hún er náttúrlega bara eitt stórt og fallegt sköpunar- verk sjálf og er búin að taka svolítið þátt í þessu með okkur, spjalla við okkur, tala um ástina og ástina út frá henni.“ Stuð og kómík Halldóra er spurð hvernig hópurinn hafi unn- ið verkið út frá þessum textum Elísabetar, hvort hann hafi t.d. spunnið söguþráð utan um þá og svarar hún því til að sýningin sé unnin með „devised“ aðferð. „Það er ekki til neitt gott íslenskt orð yfir „devised“ en við erum búin að vera að vinna sýninguna alveg til dagsins í dag og erum að vinna alveg fram að frumsýningu. Þar af leið- andi erum við búin að vera að púsla henni saman og öllum þessum textum, raða þeim saman eins og okkur þykir réttast, í takt við leikhústöfrana,“ útskýrir hún. Verkið sé brot- inn kabarett. „Við notum kabarettformið, sem styður svolítið vel við þennan frásagnarmáta, að segja sögur og fara með ljóð.“ Til frekari útskýringar á „devised“ aðferð- inni má bæta því við að auk þess að skrifa handritið finnur leikhópurinn lausnir hvað varðar sviðsetningu. Aðferðin er því mjög ná- lægt spuna þar sem lagt er af stað út frá ákveðinni hugmynd eða þema sem hópurinn vinnur með og þróar á æfingatímabilinu. Þannig verður handrit verksins smám saman til og getur verið í mótun allt fram að frumsýn- ingu. – Er þá dansað og sungið? „Já, það er dansað og sungið og það er stuð og kómík. Ég vona alla vega að fólk eigi eftir að hlæja og hafa gaman af, við skemmtum okk- ur alla vega konunglega,“ segir Halldóra kím- in. Litur tilfinninganna Af ljósmyndum að dæma eru búningar leik- aranna ansi skrautlegir og segir Halldóra að búninga- og leikmyndahönnuðurinn, Þórunn María Jónsdóttir, sé algjör snillingur í sínu fagi. „Hún hannaði sviðsmyndina þannig að rauð- ur er einkennandi litur og úr loftinu hanga silkistrangar, fólk hangir í þeim og gerir alls konar fimleika. Ég er ekki að gera það – ég reyndi samt til að byrja með en það virkar ekki lengur,“ segir Halldóra hlæjandi. Slíkar æfing- ar henti ekki óléttum konum og því fái Laufey að sjá um þær. Halldóra segir rauða litinn táknrænan og að Þórunn líti á hann sem tákn fyrir reiðina, ást- ina og aðrar tilfinningar, æðakerfið sem hægt sé að hanga í og fleira í þeim dúr. Svipaðar pælingar eigi við um búningana sem séu tákn- rænir fyrir þá tilfinningu að vera flæktur inn í sjálfan sig. „Axlaböndin halda manni uppi en hefta mann á sama tíma og ef maður misskilur ástina getur hún heft mann í stað þess að gera mann frjálsan. Þar liggur mín túlkun,“ segir hún. Næstu sýningar RaTaTam á Ahhh … verða í Tjarnarbíói 17., 22. og 25. febrúar og segir Halldóra að sýningafjöldi fari eftir aðsókn og viðtökum. Þá sé ekki útilokað að sýningin fari á flakk erlendis, líkt og Suss!!! gerði en sú sýn- ing hlaut mikið lof gagnrýnenda og vakti mikla athygli og lukku, bæði hér á landi og erlendis. Úr sýningunni Ahhh … í Tjarnarbíói. Albert Halldórsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson og Halldóra Rut Bald- ursdóttir leika á hljóðfæri og horfa upp til Laufeyjar Elíasdóttur sem sýnir listir sínar í fagurrauðum silkistranga. Ljósmynd/Saga Sig. Ástin blómstrar í RaTaTam Leikhópurinn RaTaTam tekur ástina fyrir í nýrri sýningu sinni, Ahhh...., í Tjarnarbíói. Hópurinn fjallaði síðast um heimilisofbeldi en vinnur nú með kabarettformið út frá völdum textum rithöfundarins og ljóðskáldsins Elísabetar Jökulsdóttur. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ’ Við erum búin að lesa öllverkin hennar og hvort semtextarnir rata sem slíkir beintinn í sýninguna eða ekki eru þeir alla vega þarna undir niðri. Þetta eru textar úr flestum hennar útgefnu bókum, ljóða- bókum og smásagnabókum. Halldóra Rut Baldursdóttir Leiðsögn með forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra gengur með gestum um Þjóð- minjasafnið á morgun, sunnudag, kl. 14, og veitir leiðsögn undir yfir- skriftinni Galdrar, glæpir og glæfrakvendi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.