Morgunblaðið - 21.03.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.2018, Blaðsíða 10
Arnar Þór Ingólfsson athi@mbl.is „Það er óviðunandi hversu margir farast í umferðinni og verða fyrir al- varlegum skakkaföllum,“ sagði Sig- urður Ingi Jóhannsson, ráðherra samgöngumála, á fundi Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda í Hörpu í gærmorgun. Þar opnaði Sigurður Ingi fyrir aðgang að gagnagrunni EuroRAP, þar sem hægt er að skoða stjörnugjöf vega samkvæmt öryggismat Euro- RAP, sem FÍB tók saman á árunum 2012-2017. Jafnframt má sjá hvaða framkvæmdir EuroRAP leggur til að farið sé í til þess að auka umferðarör- yggi á vegum, hvað þær kosta og hverju þær eru líklegar til að skila þjóðarbúinu sökum minni kostnaðar vegna umferðarslysa. Stærstur hluti íslenska vega- kerfisins, 40,9% þeirra 4.200 kíló- metra sem kortlagðir hafa verið, fá einungis eina stjörnu af fimm í örygg- ismatinu. Aðeins fjórðungur vega- kerfisins fær þrjár stjörnur eða meira, en það ætti að vera markmið Íslendinga samkvæmt þróunarstjóra EuroRAP, James Bradford. Sam- kvæmt reynslu systursamtaka Euro- RAP, AusRAP í Ástralíu, helmingast kostnaður vegna umferðarslysa á hverja þúsund ekna kílómetra ein- staka vegkafla við hverja stjörnu sem vegurinn skorar í öryggismati sam- takanna. Öflugt tól til að meta kostina Steindór Jónsson, formaður FÍB, sagði í samtali við mbl.is í gær að stjórnmálamenn gætu notað gagna- grunninn til þess að sýna fram á hvað verið væri að nota framkvæmdafé til gatnagerðar í og sömuleiðis hefði al- menningur í höndunum öflugt tól til að geta sýnt fram á það með rökum hvaða vegaframkvæmdir ætti að ráð- ast í, þar sem hægt væri að meta hag- kvæmni verkefnanna í kerfinu. Sjálf- ur beitti Steindór sér fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar á sínum tíma og segir hann þá framkvæmd ef til vill besta dæmið um hvernig fram- kvæmdir geti skilað sér til baka í bættu öryggi. „Við skulum átta okkur á því að það hefur ekki orðið banaslys á tvöfaldri Reykjanesbraut í fjórtán ár,“ sagði Steindór. Sem áður segir er gagnagrunn- urinn nú opinn öllum á vefslóðinni www.vida.irap.org, en þar tekur örfá- ar mínútur að skrá sig til þess að ger- ast notandi. Öryggismat vega- kerfisins opið öllum  FÍB hefur kortlagt 4.200 km af þjóðvegakerfi landsins Kort/Vefsíða iRAP Öryggismat Hægt er að skoða vegaöryggi á um 4.200 km vegkafla. citroen.is Verðlaunabíllinn Citroën C3 er hlaðinn þægindum, lofi og búnaði. Með 300 lítra skotti, nýjustu kynslóð sparneytinna véla, undurþýðri sjálfskiptingu sem gerir hann silkimjúkan í akstri ert þú klár í þitt ævintýri. C3 er fáanlegur með Apple Car Play og Mirror Link sem gerir þér kleift að spegla helstu forrit snjallsímans eins og t.d. Google Maps á 7“ snertiskjáinn. Punkturinn yfir i-ið er svo vegmyndavélin ConnectedCam sem þú getur notað til fanga dýrmæt augnablik. KOMDU OGMÁTAÐU CITROËN C3 C3 LIVE BEINSKIPTUR FRÁ 2.090.000KR. C3 FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ 2.520.000 KR. Yfir 25 alþjóðleg verðlaun • Vegmyndavél • Nálægðarskynjarar • Blindpunktsviðvörunarkerfi • Brekkuaðstoð • Hliðarvörn •Breið og þægileg sæti • Isofix festingar • Rúmgott skott • Sparneytinn Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 CITROËN ÞÆGINDI CITROËN C3 Hlaðinn lofi og búnaði Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Jarðvegsframkvæmdir eru hafnar á lóðinni við Keilugranda 1-11 í Vestur- bæ Reykjavíkur. Þarna mun hús- næðissamvinnufélagið Búseti reisa alls 13 hús, stór og smá, með samtals 78 íbúðum. Jarðvegsrannsóknir hafa farið fram og leiddu niðurstöður þeirra í ljós að grundun húsanna þarf að fara fram með niðurrekstri á súlum sem munu mynda undirstöður húsanna. Um er að ræða u.þ.b. 240 forsteyptar súlur sem verða reknar niður að með- altali átta metra niður í klöpp. Búseti hefur samið við fyrirtækið Ístak um framkvæmdina. Samkvæmt verk- áætlun á framkvæmdum að ljúka um mánaðamótin. Fram kemur á heimasíðu Bú- seta að mikil áhersla sé lögð á samráð við íbúa í nálægum húsum. Titrings- mælum hefur verið komið fyrir á hús- um sem næst liggja þeim stað þar sem tækjabúnaður Ístaks er í notk- un. Ístak tryggi að titringur verði undir viðmiðunarmörkum. Gefin er upp vefslóð þar sem hægt er að nálg- ast upplýsingar um titring í raun- tíma. Úttekt var gerð á byggingum í kringum Keilugranda 1-11 áður en niðurrekstur á súlum hófst. Þannig verða skráðar skemmdir og áhrif þess sigs sem þegar hefur átt sér stað á svæðinu ásamt mælingum á yfir- borði, þ.e. núverandi jarðvegshæð. Á lóðinni við Keilugranda, sem er rétt norðan við KR-völlinn, stóð áður vöruskemma SÍF. Sú bygging var rifin í fyrra. Byggingarnar á reitnum verða tveggja, þriggja og fimm hæða og á miðju svæðisins verður svokallaður lýðheilsureitur sem opinn verður öll- um og mun nýtast til æfinga, leikja og upphitunar. Reiturinn verður út- færður í samvinnu við KR. Íbúðirnar í nýju húsunum við Keilugranda verða allt frá stúdíó upp í 5 herbergja. Stefnt er að afhendingu fyrstu íbúðanna árið 2019. Ljósmynd/Guðmundur Árnason Súlur í jörðu Starfsmenn Ístaks vinna nú að því að reka niður forsteyptar súlurnar með stórvirkum vélum. Húsin standa á súlum  Framkvæmdir hafnar við Keilugranda  240 steyptar súlur reknar niður á klöpp  Titringur sýndur í beinni MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 Innlent

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.