Morgunblaðið - 21.03.2018, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.03.2018, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 Sinfóníuhljómsveit Gauta-borgar, stofnuð 1905 ogskv. tónleikaskrá ,þjóðar-hljómsveit Svíþjóðar‘ (hvað nánar í því felst kom ekki fram), varð fyrst erlendra sinfóníusveita til að heimsækja Hörpu haustið 2011 und- ir stjórn Gustavos Dudamel, en hlaut því miður enga gagnrýna umfjöllum á síðum Morgunblaðsins. Hún kom nú hingað í annað sinn undir forystu núverandi aðalstjórn- anda, hins unga finnska Santtu- Matiasar Rouvali (33), nemanda Leifs Segerstam, til að endurgjalda vel heppnaða Gautaborgarferð SÍ s.l. apríl með Tortelier og Víking Heiðar í broddi fylkingar. Eftirvænting hlustenda var því að vonum mikil eins og á aðsókn mátti sjá er stappaði nærri húsfylli. Og frammistaða Svíanna stóð fyllilega undir henni. Alltjent man undirrit- aður ekki í fljótu bragði eftir annarri eins snerpu. Ofursamtaka strengja- hljómurinn var smellandi þéttur í heilsteyptri gæðablöndun við glamp- andi lúðraköll og kliðfagran tréblást- ur. Hið magnaða samspil krafts og mýktar var sannarlega fyrirmynd til eftirbreytni og lýsti norrænum metnaði á heimsmælikvarða. Galdurinn birtist mönnum þegar í fyrsta atriði kvöldsins, Svítu úr Rósariddara R. Strauss, og dró fram orkestrunarsnilld verksins af ein- stæðum tærleika þrátt fyrir oft hnausþykka áferð. Að ekki sé minnzt á lunkna Vínarkammerstemmningu í valsaþáttum, þar sem hljómsveitin gældi ísmeygilega við hlustendur að hætti þokkafullra yngismeyja Dón- árborgar. 4. Píanókonsert Beethovens galt þess e.t.v. að vera í eldfornu uppá- haldi undirritaðs með kostum þess og göllum. Staðarpíanisti Gauta- borgarsinfóníunnar, Hélène Grim- aud, sá um einleikshlutverkið og gerði því í mörgu vel skil, með t.d. ljóðrænni mótun og styrkbrigðum en algengt er. Á hinn bóginn fannst mér hún stundum rása fullmikið á rúbatói. Virtúósu runur slaghörp- unnar hefðu sömuleiðis mátt vera skýrari með minni fetilbeitingu, og „undirleikspartar“ píanósins við hljómsveitina áttu auk þess til að kæfa fiðlurnar. Einnig smullu snörp hlutverka- skipti einleiks og hljómsveitar ekki alltaf nógu hnífjafnt saman á viðeig- andi núllpunkti, og má vera að hefði tekizt betur til með fleiri sam- æfingum í framandi ómvist en kost- ur gafst á. Engu að síður var leik þeirra Hélène tekið með fagnaðar- látum á fæti. 1. Sinfónía Sibeliusar frá 1899 kom til framkvæmda eftir hlé og hef- ur jafnan verið sögð undir sterkum áhrifum frá Tjækovskíj. Eftir langa fjarveru frá hljómkviðunni rann hins vegar upp fyrir manni ljós við frá- bæra meðferð Rouvalis og SG: Tsjæ- kovskíj-hrifin eru ekki nándar nærri eins mikil og frumsérkenni Sibelius- ar sjálfs! Þvert á móti þóttist maður hvað eftir annað kannast við forboða 2. sinfóníu Jeans, með öllum hennar sérkennilegu blæbrigðum af niði finnskra vatnaskóga í tré- og lúðra- blæstri, er skera sig úr tónamáli annarra sinfónista ef nánar er gáð. Þetta var eftirminnileg heimsókn. Þó eyða mætti mörgum orðum í ná- kvæmari útlistun á flutningi Gauta- borgaranna nægir að segja að túlkun þeirra var stórkostleg. Hvílík spila- mennska – og hvílíkir kostagestir! Morgunblaðið/Hari Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikar bbbbm Richard Strauss: Svíta úr Rósariddar- anum. Beethoven: Píanókonsert nr. 4. Sibelius: Sinfónía nr. 1. Einleikari: Hél- ène Grimaud píanó. Stjórnandi: Santtu- Matias Rouvali. Sunnudaginn 18.3. kl. 19.30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Sænskir kostagestir Hyllt Einleikarinn Grimaud og stjórn- andinn Rouvali með hljómsveitinni; „…túlkun þeirra var stórkostleg.“ Víða um lönd er haldið í dag, 21. mars, upp á alþjóðlegan dag ljóðs- ins. Bókmenntaborgin Reykjavík heldur daginn hátíðlegan í fyrsta sinn með því að lyfta fram nýjum ljóðskáldum í borginni en boðið er upp á þrjá viðburði. Leikskólabörn halda upp á dag- inn í Borgarbókasafninu í Grófinni og verður þar ljóðastund í stað sögustundar þar sem börnin velja ólík ljóð til að hlusta á og leika sér í ljóðagerð í framhaldinu. Í hádeginu kl. 12.10 munu nem- endur í ritlist í Háskóla Íslands lesa upp í Bóksölu Stúdenta á Háskóla- torgi. Skáldin Þórdís Helgadóttir, Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir, Þorvaldur Sigurbjörn Helgason, Lára Kristín Sturludóttir, Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir, Hlín Leifs- dóttir og Una Björk Kjerúlf lesa þar frumsamin ljóð fyrir gesti og gangandi. Ljóðabækur fá líka sér- stakt rými í Bóksölunni. Streymt verður frá viðburðinum á facebook- síðum Bókmenntaborgarinnar, Reykjavíkurborgar og Bóksölu stúdenta. Hátíðarhöldum lýkur síðan í Hólavallakirkjugarði þar sem ljóða- gjörningurinn „Áður en áður en“, „The before the before“,verður kl. 18. Erin Honeycutt listfræðingur og skáld hefur fengið til liðs við sig skáld sem yrkja á íslensku og öðr- um tungumálum og munu þau lesa upp ljóð sín í kirkjugarðinum. Höf- undarnir eru allir búsettir í Reykja- vík en koma þó víða að og munu þeir flytja frumsamin ljóð sín sam- tímis á nokkrum stöðum í garð- inum. Gestir geta því gengið á milli skálda og hlýtt á ljóð í bland við fuglasöng og önnur umhverfishljóð á þessu síðdegi sem er daginn eftir vorjafndægur hér á norðurhveli jarðar. Dagskráin hefst við leiði skáldsins Benedikts Gröndal sem er eitt af mörgum skáldum sem hvíla í garðinum. Gröf hans er í elsta hluta garðsins, við Suðurgötu nálægt Skothúsvegi. Viðburðir í Bóksölu Stúdenta og Hólavallakirkjugarði eru öllum opnir og áhugasamir hvattir til að fjölmenna. Haldið upp á alþjóðlegan dag ljóðsins Morgunblaðið/Hanna Hólavallagarður Skáld munu lesa upp ljóð sín víða í garðinum eftir kl. 18 í dag. Rýnir breska blaðsins Sunday Times ber mikið lof á enska þýð- ingu glæpasög- unar Dimmu eft- ir Ragnar Jónasson, sem Victoria Cribb hefur þýtt, segir hana „stórkost- lega“ og að Hulda, aðalpersóna bókarinnar, sé ein af mögnuðustu tragísku kven- söguhetjum samtímaglæpasagna. Þá segir jafnframt í samantekt The Guardian um bestu nýju glæpasögurnar á ensku að Dimma sé „snilldarlega fléttuð og endalok bókarinnar eru rosaleg. Þetta er fyrsta bókin í þríleik um þessa geð- þekku lögreglukonu og það eru góð tíðindi.“ Sagan kom út í liðinni viku hjá hinu virta og kunna forlagi Penguin. Þá er önnur skáldsaga eftir Ragnar, frönsk þýðing Náttblindu, næst mest selda glæpasaga vik- unnar í Frakklandi en sagan kom nýverið út í kilju þar í landi undir heitinu Mörk. Önnur saga Ragnars, Myrknætti, er í 36. sæti franska listans en hún var gefin út inn- bundin á dögunum, og fimm sætum neðar er enn ein sagna hans, Snjó- blinda. Á tveimur árum hafa hátt á þriðja hundrað þúsund eintök af bókum Ragnars selst í Frakklandi. Dimma Ragnars sögð stórkostleg Ragnar Jónasson Ert þú á leið í leikhús? Pantaðu ljúffengar veitingar til að njóta fyrir sýningu eða í hléi á borgarleikhus.is Rocky Horror (Stóra sviðið) Mið 21/3 kl. 20:00 aukas. Sun 15/4 kl. 20:00 9. s Fös 11/5 kl. 20:00 33. s Fim 22/3 kl. 20:00 aukas. Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Lau 12/5 kl. 16:00 34. s Fös 23/3 kl. 20:00 3. s Fim 19/4 kl. 20:00 10. s Þri 15/5 kl. 20:00 aukas. Lau 24/3 kl. 20:00 4. s Fös 20/4 kl. 20:00 11. s Fim 17/5 kl. 20:00 35. s Sun 25/3 kl. 20:00 5. s Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Fös 18/5 kl. 20:00 36. s Þri 27/3 kl. 20:00 aukas. Sun 22/4 kl. 20:00 12. s Lau 19/5 kl. 20:00 37. s Mið 4/4 kl. 20:00 aukas. Fim 26/4 kl. 20:00 13. s Mið 23/5 kl. 20:00 aukas. Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Lau 28/4 kl. 20:00 25. s Fim 24/5 kl. 20:00 aukas. Fös 6/4 kl. 20:00 6. s Mið 2/5 kl. 20:00 26. s Fös 25/5 kl. 20:00 38. s Lau 7/4 kl. 20:00 aukas. Fim 3/5 kl. 20:00 27. s Lau 26/5 kl. 20:00 39. s Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Fös 4/5 kl. 20:00 28. s Sun 27/5 kl. 20:00 40. s Mið 11/4 kl. 20:00 aukas. Lau 5/5 kl. 20:00 29. s Mið 30/5 kl. 20:00 aukas. Fim 12/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 30. s Fim 31/5 kl. 20:00 41. s Fös 13/4 kl. 20:00 aukas. Þri 8/5 kl. 20:00 31. s Fös 1/6 kl. 20:00 46. s Lau 14/4 kl. 20:00 8. s Mið 9/5 kl. 20:00 32. s Lau 2/6 kl. 20:00 47. s Besta partý sem þú munt nokkurn tímann upplifa. Elly (Stóra sviðið) Fös 7/9 kl. 20:00 139. s Mið 12/9 kl. 20:00 141. s Sun 16/9 kl. 20:00 143. s Sun 9/9 kl. 20:00 140. s Fim 13/9 kl. 20:00 142. s Lau 22/9 kl. 20:00 144. s Sýningar haustið 2018 komnar í sölu. Sýningin sem klikkar (Nýja sviðið) Lau 24/3 kl. 20:00 Frums. Sun 8/4 kl. 20:00 7. s Mið 18/4 kl. 20:00 14. s Sun 25/3 kl. 20:00 2. s Þri 10/4 kl. 20:00 8 .s Fim 19/4 kl. 20:00 15. s Þri 27/3 kl. 20:00 3. s Mið 11/4 kl. 20:00 9. s Fös 20/4 kl. 20:00 16. s Mið 4/4 kl. 20:00 4. s Fim 12/4 kl. 20:00 10. s Lau 21/4 kl. 20:00 18. s Fim 5/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/4 kl. 20:00 11. s Sun 22/4 kl. 20:00 19. s Fös 6/4 kl. 20:00 5. s Lau 14/4 kl. 20:00 12. s Fim 26/4 kl. 20:00 20. s Lau 7/4 kl. 20:00 6. s Sun 15/4 kl. 20:00 13. s Fös 27/4 kl. 20:00 21. s Það er alveg öruggt að þetta fer úrskeiðis! Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Fös 13/4 kl. 20:00 Frums. Sun 22/4 kl. 20:00 6. s Fim 3/5 kl. 20:00 aukas. Lau 14/4 kl. 20:00 2. s Mið 25/4 kl. 20:00 7. s Fös 4/5 kl. 20:00 12. s Sun 15/4 kl. 20:00 3. s Fim 26/4 kl. 20:00 8. s Lau 5/5 kl. 20:00 13. s Mið 18/4 kl. 20:00 aukas. Fös 27/4 kl. 20:00 aukas. Sun 6/5 kl. 20:00 14. s Fim 19/4 kl. 20:00 4. s Lau 28/4 kl. 20:00 9. s Mið 9/5 kl. 20:00 15. s Fös 20/4 kl. 20:00 5. s Sun 29/4 kl. 20:00 10. s Fim 10/5 kl. 20:00 aukas. Lau 21/4 kl. 20:00 aukas. Mið 2/5 kl. 20:00 11. s Fös 11/5 kl. 20:00 16. s Komumst við vímulaus af í geggjuðum heimi? Slá í gegn (Stóra sviðið) Fim 22/3 kl. 19:30 Auka Fim 12/4 kl. 19:30 Auka Sun 29/4 kl. 20:00 25.sýn Fös 23/3 kl. 19:30 10.sýn Fös 13/4 kl. 19:30 15.sýn Lau 5/5 kl. 19:30 27.sýn Lau 24/3 kl. 19:30 11.sýn Lau 14/4 kl. 19:30 16.sýn Sun 6/5 kl. 16:00 28.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 12.sýn Sun 15/4 kl. 19:30 Auka Sun 13/5 kl. 19:30 29.sýn Fös 6/4 kl. 19:30 Auka Fös 20/4 kl. 19:30 17.sýn Sun 27/5 kl. 19:30 30.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 13.sýn Lau 21/4 kl. 16:00 18.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 14.sýn Sun 22/4 kl. 19:30 19.sýn Einstaklega litríkt sjónarspil og frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Svartalogn (Stóra sviðið) Fim 26/4 kl. 19:30 Fors Lau 28/4 kl. 19:30 2.sýn Fös 4/5 kl. 19:30 4.sýn Fös 27/4 kl. 19:30 Frum Fim 3/5 kl. 19:30 3.sýn Fös 11/5 kl. 19:30 5.sýn Heillandi verk um höfnun og hindranir. Stríð (Stóra sviðið) Mið 16/5 kl. 19:30 Frums Fim 17/5 kl. 19:30 2.sýn Fös 18/5 kl. 19:30 3.sýn Ragnar og Kjartan hafa tvívegis skapað í sameiningu sviðsverk fyrir Volksbühne-l Efi (Kassinn) Mið 21/3 kl. 19:30 Síðustu Fim 22/3 kl. 19:30 Síðustu Fim 5/4 kl. 19:30 Síðustu Margverðlaunað og spennandi verk ! Faðirinn (Kassinn) Lau 24/3 kl. 19:30 28.sýn Lau 7/4 kl. 19:30 30.sýn Sun 25/3 kl. 19:30 29.sýn Sun 8/4 kl. 19:30 31.sýn Áhrifamikið nýtt verðlaunaverk. Ég get (Kúlan) Sun 25/3 kl. 13:00 Síðasta Ljóðræn leiksýning fyrir yngstu börnin, um það sem er mitt og þitt og okkar Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 21/3 kl. 20:00 Mið 4/4 kl. 20:00 Mið 18/4 kl. 20:00 Fim 22/3 kl. 20:00 Fesival Mið 11/4 kl. 20:00 Mið 25/4 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Oddur og Siggi (Á flakki um landið) Mið 21/3 kl. 11:00 Reykjanes Mið 11/4 kl. 11:00 Höfn Þri 24/4 kl. 11:00 Hveragerði Mán 9/4 kl. 11:00 Vík Mán 16/4 kl. 11:00 Selfoss Þri 15/5 kl. 11:00 Vestm.eyjar Þri 10/4 kl. 11:00 kirkjub.klaustur Þri 17/4 kl. 11:00 Selfoss Skemmtileg, sorgleg og hjartnæm sýning Pörupiltar (Þjóðleikhúskjallarinn) Fim 26/4 kl. 10:00 Fös 27/4 kl. 11:30 Mið 2/5 kl. 10:00 Fim 26/4 kl. 11:30 Mán 30/4 kl. 10:00 Mið 2/5 kl. 11:30 Fös 27/4 kl. 10:00 Mán 30/4 kl. 11:30 Hlátur og skemmtun í bland við eldfimt efni leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200 Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.