Morgunblaðið - 21.03.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 21.03.2018, Qupperneq 18
BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Skipulagsstofnun telur aðbygging nýrrar þjónustu-miðstöðvar í Land-mannalaugum í Friðlandinu að Fjallabaki geti haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skuli framkvæmdin því háð mati á um- hverfisáhrifum. Stofnunin telur að óvissa sé um áhrif framkvæmdanna, en að þær kunni að hafa varanleg áhrif á ásýnd og náttúru svæðisins og verndargildi þess. Því beri að horfa til ákvæðis laga um náttúruvernd þar sem kveðið er á um að beita skuli var- úðarreglunni í því tilviki þegar ekki er nægileg vissa um hvaða áhrif ákvörðun kann að hafa á náttúruna. Í gögnum frá Rangárþingi ytra kemur fram að áhersla sé á að færa meginþunga þjónustu í Landmanna- laugum að Námshrauni og dag- aðstöðu norður fyrir Námskvísl og draga þannig úr álagi við Lauga- hraun þar sem núverandi aðstaða er. Þar kemur fram að Landmanna- laugar séu fjölsóttasti ferðamanna- staður á hálendinu og áætlað að þangað hafi komið yfir 140 þúsund ferðamenn 2016, flestir daggestir að sumarlagi. Fyrirhuguð uppbygging geri ráð fyrir lítilli eða óverulegri fjölgun ferðamanna í Laugum. Einn- ig kemur fram í gögnunum að Ferða- málastofa áætli að árið 2017 hafi 199 þúsund gestir komið í Land- mannalaugar. Uppbygging gæti valdið auknu álagi Í skýrslu Skipulagsstofnunar kemur fram að áformað sé að reisa ýmis mannvirki; byggingar, palla, skýli, stíga, brýr og baðlaug auk tjaldsvæðis og bílastæða. Áformuð heildaruppbygging sé um tvö þúsund fermetrar fyrir utan palla og stíga. Flatarmál svæða sem fari undir ný mannvirki er áætlað um 4.900 fer- metrar og aðrir manngerðir fletir svo sem bílastæði, göngu- og aðkomu- leiðir þeki samtals um 17.000 fer- metra. Rofvarnir eru áætlaðar alls um 1,8 km langar. Þessum mann- virkjum er ætlað að koma í stað nú- verandi mannvirkja í Land- mannalaugum nema skála Ferðafélagsins sem muni standa áfram. Náttúrufræðistofnun benti í um- sögn sinni um tillögu að deiliskipulagi fyrir Landmannalaugar á að þótt að tilgangur með uppbyggingu á nýjum svæðum væri að draga úr álagi á Landmannalaugasvæðið og um leið að skapa bætta þjónustu við ferða- menn kunni uppbyggingin að hafa þveröfug áhrif og valda auknu álagi m.a. vegna aukins gistirýmis. Í skýrslu Skipulagsstofnunar segir að stofnunin geti tekið undir það sem kom fram í umsögn Um- hverfisstofnunar við tillögu að deili- skipulagi Landmannalauga um að fyrirhugaðar framkvæmdir séu spor í rétta átt í þeirri viðleitni að stýra að- gengi og umferð ferðamanna en að frekari umræðu sé þörf um þessa álagsstýringu og fjölda þeirra ferða- manna sem á svæðinu geti dvalið á sama tíma. Jafnframt að þar sem fyrirhug- uð uppbygging kunni að leiða til auk- innar aðsóknar ferðamanna í Land- mannalaugar telur Skipulagsstofnun að fram þurfi að fara nánari greining og mat á áhrifum uppbyggingar þjónustusvæðanna. Una niðurstöðunni um mat Á fundi sveitarstjórnar Rangár- þings ytra í síðustu viku var sam- þykkt samhljóða að una niðurstöðu Skipulagsstofnunar um mat á um- hverfisáhrifum vegna framkvæmda í Landmannalaugum í samræmi við tillögu skipulags- og umferðar- nefndar sveitarfélagsins, en kæru- frestur var til 21. mars. Sveitarstjórn hefur í meðferð málsins svarað ýms- um þeim athugasemdum sem fram hafa komið. Náttúran njóti vafans í Landmannalaugum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Friðland að Fjallabaki Gengið niður að Landmannalaugum. 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eitt af yfir-lýstummark- miðum sam- ræmdu prófanna er að þau eigi að gefa nemendum kost á að sjá hvar þeir standa. Á vef- síðu Menntamálastofnunar segir að meta eigi „hvernig markmiðum aðalnámskrár hefur verið náð og veita end- urgjöf til nemenda, foreldra, kennara og fræðsluyfir- valda“. Þannig fáist „upplýs- ingar um þekkingu og hæfni hvers nemanda“ og nemandi, forráðamenn og kennarar geti „þannig notað niður- stöður prófsins til að ígrunda frekari áherslur í náminu í framhaldinu“. Raunin hefur hins vegar verið allt önnur. Þeir sem þreyta prófin fá einkunn, en engar upplýsingar um hvað gekk vel og hvað gekk illa. Í raun hefur endurgjöfin engin verið. Hulda D. Proppé kenn- ari lýsti stöðunni í viðtali í Sunnudagsblaði Morgun- blaðsins um helgina: „En þar sem við fáum aldrei að sjá prófin er erfitt að undirbúa þau og einnig er erfitt að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda að bæta sig eftir prófið því ég veit ekki hvað það var sem gerði að verkum að ákveðinn nemandi fékk svona eða hinsegin einkunn.“ Í fyrradag birtist á mbl.is frétt um að úr- skurðarnefnd um upplýsingamál hefði í liðinni viku gert Mennta- málastofnun að af- henda föður stúlku, sem þreytti samræmd könnunarpróf í september 2016, aðgang að úrlausnum hennar í íslensku og stærð- fræði ásamt fyrirgjöf fyrir hverja spurningu. Stofnunin hafði neitað að afhenda föðurnum prófið með þeim rökum að ríkir almanna- hagsmunir lægju að baki því að spurningarnar yrðu ekki birtar þar sem íslenska grunnskólakerfið lægi undir. Úrskurðarnefndin sagði í niðurstöðu sinni að foreldrar bæru ábyrgð á námi barna sinni og bæri að fylgjast með námsframvindu. Til að geta rækt það hlutverk þyrftu þeir að geta aflað upplýsinga um námsframvinduna. Samræmdu prófin eru könnunarpróf. Þau veita vissulega upplýsingar um breytingu og framvindu í námi eftir landshlutum og milli ára. Þeim er hins vegar ekki síst ætlað að hjálpa nem- endum að bæta sig þar sem þeir eru veikastir fyrir. Það er hins vegar ekki hægt vegna almannahagsmuna og þar er allt grunnskólakerfið í húfi! Þetta gengur einfald- lega ekki upp. Samræmdu prófin eiga að hjálpa nem- endum að bæta sig en þeir fá ekki upp- lýsingar vegna þjóðarhags} Markmiðið sniðgengið Fréttir berastorðið reglu- lega af rann- sóknum eða ákærum á hendur ráðamönnum ein- stakra ríkja, ým- ist fyrrverandi eða núverandi. Stundum er þetta af pólitísk- um toga, líkt og Íslendingar hafa fengið að kynnast, en stundum eru eðlilegar for- sendur fyrir málunum. Ríkissaksóknari Suður- Afríku hefur tilkynnt að ákveðið hafi verið að ákæra Jacob Zuma, fyrrverandi for- seta landsins, fyrir spillingu. Honum er gert að sök að hafa þegið fúlgur fjár frá franska vopnaframleiðandanum Thales til að greiða fyrir sölu vopna til Suður-Afríku. Þessi niðurstaða kemur svo sem ekki á óvart, þar sem skuggi spillingar hefur elt Zuma um langa hríð og ekki ólíklegt að eðlilegar for- sendur séu fyrir málarekstr- inum. En þó að Zuma hafi verið ákærður mun hann víst eiga einn ás uppi í erm- inni, nefnilega þann að sjálfur ríkissaksóknarinn, Shaun Abrahams, hefur verið settur til hliðar af hæstarétti Suður- Afríku, þar sem sá sem skip- aði hann í embætti, Zuma sjálfur, hafi ekki verið hæfur til verksins. Sá sérkennilegi möguleiki er því í stöðunni að vanhæfi Zuma til þess að skipa Abrahams í embætti muni í það minnsta tefja það að hægt verði að sækja spillingarmálið gegn honum og hugsanlega ónýta það. Óvíst er þó, og jafnvel ólík- legt, að svo fari. Hitt er víst að fylgst verður með því hvort að mál Zuma fær af- greiðslu sem sæmir réttar- ríki. Mál hans verður án efa talið ákveðinn prófsteinn á ástandið í Suður-Afríku. Zuma hefur, líkt og fleiri ráðamenn, sætt rannsókn og nú ákæru saksóknara} Ákært á æðstu stöðum Á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis á Landspítala – háskólasjúkrahúsi geta þau kom- ið sem hafa verið beitt kynferðis- ofbeldi. Á neyðarmóttökunni er veittur stuðningur og ráðgjöf, auk læknisskoð- unar og meðferðar. Þjónustan stendur öllum til boða, jafnt konum sem körlum, og mark- miðið er að tryggja velferð og stöðu þeirra sem þangað leita vegna nauðgunar, tilraunar til nauðgunar eða annars kynferðisofbeldis. Árið 2017 voru komur á neyðarmóttöku fyr- ir þolendur kynferðisofbeldis 187 talsins. Þar af voru 96% konur og 4% karlar. Komur á mót- tökuna hefur fjölgað um 40% á aðeins tveimur árum. Tilgangur með þjónustu neyðarmóttök- unnar er að draga úr eða koma í veg fyrir and- legt og líkamlegt heilsutjón sem oft er afleið- ing kynferðislegs ofbeldis. Einn liður í þeirri þjónustu er sálfræðiaðstoð. Árið 2017 var 80% þeirra sem leituðu til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vísað í sálfræðiþjónustu. Þeir sem ekki fá formlega meðferð fá stuðning eftir þörfum en öðrum er veitt áfallahjálp og sál- fræðiþjónusta. Ef áfallastreituröskun greinist er ein- staklingum boðið upp á sérhæfða áfallamiðaða hugræna atferlismeðferð. Ég hef hitt sálfræðinga sem sinna þjónustu við þol- endur kynferðisofbeldis á Landspítala og fengið innsýn í það góða starf sem fram fer á móttökunni. Auk þess var ég viðstödd formlega opnun nýrrar aðstöðu fyrir neyðarmóttökuna á Landspítala. Veitt er einstaklingsmiðuð sálfræðiþjónusta og áhersla lögð á að þörfum hvers og eins sé mætt. Því er viðtalafjöldi ólíkur auk þess sem þolendum kynferðisofbeldis býðst einnig sál- fræðiaðstoð síðar í ferlinu, til dæmis í tengslum við framlagningu kæru eða meðferð máls fyrir dómi. Bætt aðstaða og fagleg þjónusta við þennan hóp er gríðarlega mikilvæg. Það er ekki bara heilbrigðismál að þolendum kynferðisofbeldis bjóðist viðeigandi þjónusta. Það er nefnilega líka jafnréttismál. Það er jafnréttismál að þol- endum kynferðisofbeldis bjóðist fagleg og vönduð heilbrigðisþjónusta og að langtíma- afleiðingar kynferðisofbeldis séu lágmarkaðar eins og kostur er. Fjölgun þeirra sem koma á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis endur- speglar hugsanlega að fleiri þolendur kynferðisofbeldis treysta sér til þess að segja frá upplifunum sínum af of- beldi og þar hafa byltingar á borð við #metoo vafalaust áhrif. Fyrst og síðast þarf þó að vinna gegn ofbeldi í nánum samböndum, til dæmis með aukinni opinni umræðu um náin sambönd og fræðslu. Það er barátta sem við megum ekki gleyma. Svandís Svavarsdóttir Pistill Mikilvægi neyðarmóttöku Höfundur er heilbrigðisráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Móttökuhús er fyrirhugað á upp- byggðum bakka við Jökulgilskvísl, austan við Námshraun. Húsið verður 338 fermetrar og stór útivistarpallur umhverfis það. Við Námshraun er jafnframt gert ráð fyrir sex gestaskálum með gisti- aðstöðu fyrir 16-20 manns í hverj- um skála, samtals 510 fermetrar, og fjórum starfsmannaskálum með svefnaðstöðu fyrir allt að 28 manns, samtals 340 fermetrar. Verða gistirúm fyrir 120 ferða- menn í skálagistingu í stað 78 í dag. Auk þess er gert ráð fyrir að- stöðu fyrir allt að 28 landverði og aðra starfsmenn. Í greinargerð kemur fram að áhersla verði lögð á samræmt og heildstætt svæði. Byggingar skuli staðsettar þannig að þær trufli útsýni sem minnst en myndi skjól fyrir veðri og vindum. Aðstaða verður fyrir a.m.k. 150 tjöld og 50 húsbíla. Bílastæði verða samtals fyrir 220 ökutæki en í gögnum framkvæmdaraðila kemur fram að eitt síðdegi sum- arið 2016 hafi verið 176 bílar og 12 rútur í Landmannalaugum. Gistiaðstaða og bílastæði MIKIL UPPBYGGING VIÐ NÁMSHRAUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.