Morgunblaðið - 22.03.2018, Side 6

Morgunblaðið - 22.03.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Írland - eyjan græna sp ör eh f. Sumar 6 Eire, eyjan græna Írland, býður upp á svo ótalmargt sem gleður; fallegt landslag, áhugaverða sögu, söngva, sagnir og skemmtilegt kráarlíf. Frá Dublin verður farið m.a. til Connemara skagans, skoðum Moherklettana, tökum ferju yfir Shannonfljótið og komum við í borginni Cork. 5. - 12. júní Fararstjóri: Jón Baldvin Halldórsson Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 182.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Litlu mátti muna að illa færi á heimili Sólveigar Láru Kjærnested fyrir stuttu þegar lítill leikfangabolti í samstarfi við sólina kveikti næstum því í sófanum í stofunni. „Ég kom heim úr vinnunni og settist í sófann. Eftir nokkrar mín- útur verður mér litið til hliðar og þá liggur glær lítill bolti á gólfinu við sófann og það rýkur úr honum. Mér finnst það skrýtið og tek hann upp og þá sé ég að hann er farinn að bræða gat á sófann,“ segir Sólveig Lára. Þetta gerðist í góðviðrinu fyrir tveimur vikum. Sólin skein sterkt inn um stofugluggann á boltann sem endurkastaði sólargeislunum á sóf- ann svo áklæðið var farið að brenna. „Ef ég hefði ekki verið heima á þessari stundu hefði geislinn getað farið inn í fyllinguna og eldur brotist út. Gatið kom á sófann á aðeins nokkrum mínútum og ég reikna með að það hefði getað haldið áfram. Ég er ótrúlega þakklát fyrir að hafa sest í sófann í þann stutta tíma sem ég stoppaði heima,“ segir Sólveig Lára. Börnin hennar áttu boltann sem var glær plastbolti með glimmervökva inni í sér sem hægt var að hrista. „Þessi bolti hefði getað legið hvar sem var, nálægt mikið eldfimari efn- um og þá hefði auðveldlega getað kviknað í á smátíma.“ Sólveig Lára segir það vel þekkt að sólargeislar sem skína á spegla eða gler geti kveikt í en hún hafi ekki áttað sig á að leikfangabolti úr plasti geti valdið sama tjóni. „Eft- ir að þetta gerðist dreg ég gard- ínurnar alltaf fyrir á morgnana áður en ég fer út.“ Er þakklát fyrir að hafa sest í sófann Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldfimt Glæri plastboltinn sem næstum var búinn að kveikja í sófa Sólveigar Láru Kjærnested.  Sólin endurkastaðist af glærum bolta og bræddi gat á sófa Sópun á götum og stígum í Reykjavík er hafin. Ástand gatna og svifryksmengun hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu og víst er að margir munu fagna þessum appelsínugulu, stór- virku götusópum. Þessir tveir voru á ferð í Ár- bænum í gær. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg verður fyrst ráðist í að hreinsa fjölförnustu leið- irnar, það er stofnbrautir og tengigötur auk helstu göngu- og hjólastíga. Þegar því verki er lokið verður farið í hverfi borgarinnar og húsa- götur sópaðar og þvegnar. „Fólk hefur haft samband þar sem það heldur að við séum að gleyma þeirra götu, en svo er ekki. Við munum sópa og þvo húsagöturnar þeg- ar við höfum þrifið fjölförnustu leiðirnar,“ segir Björn Ingvarsson hjá þjónustumiðstöð borgar- landsins. Hægt er að kynna sér verkáætlun vegna götuhreinsunar á vef borgarinnar. Þau hverfi sem síðast voru hreinsuð í fyrra verða hreinsuð fyrst í ár. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Byrjað að sópa götur og stíga í Reykjavík Þau leiðu mistök urðu í frétt Morg- unblaðsins á blaðsíðu sex í gær um viðskipti Íslendinga við danska fyr- irtækið DNAtest.dk undir yf- irskriftinni „DNA-próf vinsæl hjá Íslendingum“ að sagt var að fimm Íslendingar ættu í viðskiptum við fyrirtækið á viku, í þeim tilgangi að láta gera faðernispróf, móðern- ispróf, systkinapróf o.fl. Hið rétta er að fimm Íslendingar eiga í við- skiptum við DNAtest.dk á dag, hvern dag vikunnar, sem er sjö sinnum meira en fram kom í frétt- inni. Leiðréttist það hér með og er beðist velvirðingar á mistökunum. Leiðrétting vegna fréttar um viðskipti Íslendinga vegna DNA-prófa í Danmörku Ríkisstjórnin hef- ur ekki kjark til þess að leiðrétta þá óhæfu sem mikill munur á kjörum alþing- ismanna og for- stöðumanna stofnana ríkisins, skv. ákvörðun kjararáðs, og launafólks hins vegar er. Þetta segir í ályktun sem stjórn Landssambands íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) samþykkti í gær. Þar er mótmælt því sem kallað er sjálftaka launa meðal stjórnenda í fyrirtækjum sem hafi farið af stað þegar kjararáð gaf tóninn. Þar er minnt á að á sama tíma sé haldið að launafólki að vera hófstillt í launakröfum til þess að viðhalda stöðugleika. Stöðugleiki sé hins veg- ar ekki til staðar hjá íslensku launa- fólki sem þurfi á sama tíma að takast á við skerðingar barna- og vaxtabóta og raunlækkun á persónuafslætti sem ekki fylgir launaþróun og hafi ekki gert lengi. „Slík ögrun verður ekki liðin og mun valda upplausn á almennum vinnumarkaði verði ekkert að gert. Stjórn LÍV skorar á stjórnvöld og stjórnir lífeyrissjóða að vinda ofan af þessari þróun aukinnar misskipt- ingar,“ segir í ályktuninni sem allt helsta forystufólk verslunarmanna- félaganna skrifar undir. Segja ögr- un ekki verða liðna  LÍV vill vinna á misskiptingunni Hjólað Nú virðist stefna í hart.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.