Morgunblaðið - 22.03.2018, Side 38

Morgunblaðið - 22.03.2018, Side 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Leikkonan Cynthia Nixon hefur boðið sig fram í for- kosningum demókrata í september vegna ríkis- stjórakosninga í New York í nóvember. Hún hóf kosn- ingabaráttuna í fyrradag með því að ræða við kjósendur úr röðum minnihlutahópa í Brooklyn. Nixon er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Beðmál í borginni (e. Sex and the City) og stefnir að því að verða fyrst kvenna til að gegna ríkisstjóraembættinu í New York. Hún býður sig fram gegn demókratanum Andrew Cuomo sem hefur verið ríkisstjóri í átta ár. AFP Nixon býður sig fram til ríkisstjóra Plastmengunin í heimshöfunum gæti þrefaldast á næsta áratug yrði ekkert að gert. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld í Bretlandi. Plastmengun er aðeins ein ógna sem steðja að höfunum, aðrar eru meðal annars hækkandi sjávarborð, hlýnun sjávar og annars konar mengun, segir í skýrslunni sem ber heitið Foresight Future of the Sea Report. Skýrsluhöfundarnir segja hins vegar að efnahagsleg tækifæri leynist í heimshöfunum. Er því spáð að „hagkerfi hafanna“ tvöfaldist fyr- ir árið 2030. Auka þarf rannsóknir á höfunum Meiri þekkingar á hafinu er þörf að mati skýrsluhöfundanna sem segja að fara þurfi í rannsóknaverk- efni í höfunum af sama eldmóði og geimrannsóknir. Skýrslan var tekin saman af sér- fræðingum til að upplýsa ráðherra bresku stjórnarinnar um stöðu haf- anna til skemmri og lengri tíma litið. Í henni er m.a. hvatt til þess að ráðu- neyti samræmi reglugerðir sem tengjast höfunum. Einn höfundanna, Edward Hill, sérfræðingur Hafrannsóknastofn- unar Bretlands, segir að höfin séu gríðarlega mikilvæg efnahagslegri framtíð mannkynsins. „Níu millj- arðar manna munu horfa til hafs eft- ir mat í náinni framtíð. En samt vit- um við lítið um hvað er þarna niðri.“ Hann segir að miklir fjármunir séu settir í það að rannsaka geiminn, þótt engar lífverur hafi fundist þar. „Hafsbotninn er iðandi af lífi,“ segir hann og bætir við að nauðsynlegt sé að auka rannsóknir á því lífi. Höfundar skýrslunnar segja að það sé til mikils að vinna að halda mengun í hafinu í lágmarki. Hafið sé „matarkista nútíðar og framtíðar“ og líffræðilegur fjölbreytileiki skipti sköpum í þeim efnum. AFP Plasthaugar Grafa notuð til að fjarlægja plastrusl sem safnast hefur upp á baðströnd á vinsælum ferðamannastað á eyjunni Balí í Indónesíu. Plastmengunin gæti þrefaldast  Ógnir og tækifæri í heimshöfunum Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins hyggst hækka skatta á tekjur stórra tæknifyrirtækja, sam- kvæmt tillögum sem birtar voru í gær. Hún vill að tæknifyrirtækin greiði 3% skatt af veltu vegna ýmis- konar þjónustu á netinu og áætlað er að nýju greiðslurnar nemi alls fimm milljörðum evra, jafnvirði rúmra 600 milljarða króna. Skatturinn á að ná til fyrirtækja á borð við Facebook og Google og mið- að er við að árstekjur þeirra í heim- inum nemi meira en 750 milljónum evra og skattskyldar tekjur þeirra í aðildarlöndum ESB nemi meira en 50 milljónum evra. Stóru tæknifyrirtækin hafa verið gagnrýnd fyrir að greiða of lága skatta í Evrópulöndum og flytja hagnað af viðskiptunum til landa á borð Írland þar sem skattarnir eru lægri. Meðalskattgreiðslur netris- anna nema aðeins 9,5% í aðildarlönd- um ESB en skattar annarra fyrir- tækja nema að meðaltali 23,3%, að sögn framkvæmdastjórnarinnar. Stóru tæknifyrirtækin draga þessar tölur í efa og hafa sagt að skatta- tillögurnar séu vanhugsaðar og til marks um „lýðhyggju“. Evrópuþingið og öll ESB-löndin þurfa að samþykkja skattatillögurn- ar til að þær geti orðið að lögum en ágreiningur er um þær meðal að- ildarríkjanna. Írar hafa efasemdir um að þær og önnur lönd telji að nýju skattarnir eigi einnig að ná til smærri tæknifyrirtækja. Skattar netrisa hækki  Framkvæmdastjórn ESB kynnir áform um að hækka skatta á tekjur stórra tæknifyrirtækja af þjónustu á netinu Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, sagði á þingi landsins í gær að stjórnvöld í Kreml hefðu fyrirskipað morðtilræðið við Sergej Skripal, fyrrverandi rússneskan njósnara sem var á mála hjá bresku leyniþjónustunni. Hann telur að meginmarkmiðið hafi verið að senda andstæðingum Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta þau skila- boð að þeir eigi á hættu að verða ráðnir af dögum ef þeir styðji mannréttindi, lýðræði og réttar- ríki. Ráðamennirnir í Kreml hafi valið Bretland til að gera slíka árás vegna þess að Bretar hafi gagnrýnt Rússa fyrir brot á mannréttindum og lýðræðis- reglum. Látið hafi verið til skarar skríða fyrir kosningarnar í Rússlandi til að þjappa þjóðinni saman gegn ímynduðum óvini. Segir Kremlverja bera ábyrgð á árásinni BRETLAND Boris Johnson. Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum eða fyrirtækinu. Ertu að byggja, breyta eða bæta? Endilega kynntu þér málið. Snjalllausnir – nútíma raflögn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.