Morgunblaðið - 22.03.2018, Side 50

Morgunblaðið - 22.03.2018, Side 50
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 Guðrún Selma gudrunselma@mbl.is Hvernig er þinn fatastíll? „Ég myndi segja að hann sé mikið af fínum fötum blandað við smá götu- tísku. Ég fíla mjög mikið „pop of col- or“ hér og þar og svo er ég oftast í kápu eða jakka sem er „statement piece“.“ Hvaða tískutímabil er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Um þessar mundir er 70’s tímabil- ið mikið í uppáhaldi hjá mér en það breytist mjög oft, ég myndi segja að stíllinn minn væri blanda af 70’s og 90’s stíl.“ Uppáhalds verslun? „Uppáhalds verslunin mín er Zara ég versla flest allt þar enda fer ég inn í þá búð minnst tvisvar sinnum í viku og þá annað hvort til að versla mér smá eða bara að skoða úrvalið og fá innblástur. Ég kíki stundum inn í Gallerí 17 og finn mér einhvern gull- mola þar og einnig inn í H&M, ég flakka á milli þessara búða. Svo eru uppáhalds verslanirnar mínar erlendis Zara, Urban Outfitters, Mango og River Island en svo er það mjög mis- jafnt eftir því hvaða árstíð það er þeg- ar ég er erlendis. Svo kaupi ég mér yf- irleitt eitt merkjaveski þegar ég er erlendis og eru þær búðir nokkrar, meðal annars Gucci og YSL.“ Verslar þú mikið á netinu? „Ég versla alltof mikið á netinu, ég er ASOS sjúk. Ég fer inná Asos-appið nokkrum sinnum á dag bara til þess að skoða hvað er nýtt og oftast enda ég á að kaupa mér bunka af fötum. Ég myndi segja gróflega að fataskápurinn minn sé helmingur frá Asos og hinn helmingurinn frá Zara.“ Bestu kaup sem þú hefur gert? „Eins og er er það Neverfull Louis Vuitton taskan mín sem ég nota nán- Er algjör töskuperri Morgunblaðið/Árni Sæberg Gott töskusafn Birgitta Ósk kaupir merkjatöskur þegar hún fer til útlanda. Birgitta Ósk Harðardóttir er 22 ára gömul og hóf nám í fatahönnun í Listaháskóla Ís- lands síðasta haust. Birgitta sem er líka menntaður förðunarfræðingur hefur gríð- arlegan áhuga á öllu sem tengist tísku og hönnun og segist fylgjast vel með tískunni þrátt fyrir að halda alltaf í sinn stíl. Uppáhalds- taskan Neverfull Louis Vuitton- taskan er í uppáhaldi hjá Birgittu. Kaupir á netinu Birgitta segist versla mikið á ASOS og í Zara. Skrautlegir lokkar Eyrnalokkarnir setja punktinn yfir i-ið. Kögrið keyrir upp stemningu Birgitta í flottum jakka með kögri.  SJÁ SÍÐU 52

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.