Morgunblaðið - 22.03.2018, Side 54

Morgunblaðið - 22.03.2018, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MARS 2018 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á lambið Rauðspretta 1 flak Smjör Salt Aðferð: Rauðsprettan er flökuð og skorin í tvennt. Hitið pönnu með olíu. Rauðsprettan er lögð í pönnuna heita, krydduð til með salti og pipar. Þegar rauðsprettan er farin að verða gullin á lit bætið við smjöri og látið það bráðna. Þegar smjörið er bráðnað snúið henni við og ausið með smjör- inu í 30 sek og takið svo af pönnunni. Smælki-kartöflur 4 smælki Aðferð: Smælki-kartöflur soðnar með hýðinu þar til mjúkar. Kældar með köldu vatni og skornar í tvennt, steiktar á pönnu með smjöri og hvít- lauk, smakkaðar til með salti og pip- ar. Íslenskar gulrætur ofnbakaðar 1 poki gulrætur Olía Salt Pipar Aðferð: Gulrætur í ofnskúffu með olíu, salti og pipar. Bakað á 160 í 30 mín. Endinn skorinn af og skornar í hæfilega stærð til að gefa með fisk- inum. Gott að hita gulræturnar með kartöflunum þegar þær eru steiktar. Epla- og möndludressing 1 grænt epli 50 g möndlur heilar 1 shallot laukur 50 g dill 20 g ólívuolía 5 g eplaedik Aðferð: Epli, möndlur, shallot- laukur og dill saxað fínt í ílát. Allt sett saman með olíunni og edikinu. Smakkað til með salti Hollandaise sósa 1 eggjarauða 100 g smjör 1 sítróna Salt Aðferð: Píska eggjarauður yfir hitabaði í 70 gráður. Bræða smjör og hafa það um 60 gráður, blanda smjör- inu varlega útí eggjarauðurnar og hræra stöðugt í blöndunni. Þegar allt smjörið er komið saman við er bara að smakka sósuna til með salti og sítrónusafa. thora@mbl.is Pönnusteikt rauðspretta Sigurjón Bragi Geirsson vakti verðskuldaða athygli á dögunum þegar hann hafnaði í öðru sæti í keppninni Kokkur Íslands 2018 sem fram fór í Hörpu. Þessi afbragðs uppskrift er úr hans smiðju og er í senn ákaflega bragðgóð, holl og mannbætandi. Það er nefnilega fátt betra en að gæða sér á Hollandaise sósu með fiski – sannið til. Meistarakokkur Sigurjón Bragi Geirsson náði öðru sætinu í keppninni Kokkur Íslands 2018 Morgunblaðið/Eggert Einstaklega bragðgott Rauðspretta er í miklu uppáhaldi hjá mörgum enda afbragðshráefni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.