Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 2 9. M A R S 2 0 1 8
Stofnað 1913 75. tölublað 106. árgangur
NÁMSKEIÐ UM
LÍF OG LIST
ÁSMUNDAR SKÁKHNEFALEIKAR
GJÖRNINGA-
HÁTÍÐ Á
SIGLUFIRÐI
ROT EÐA MÁT 16 DÝNAMÍK 30YFIRLITSSÝNING 12
Ný könnun Seðlabanka Íslands
og Gallup sýnir að stjórnendur
stærstu fyrirtækja landsins telja
auknar líkur á því að verðbólga
aukist á komandi mánuðum. Þann-
ig telja þeir að hún verði næstu 12
mánuði í kringum 3% en undir lok
síðasta árs höfðu þeir væntingar
um að hún yrði í kringum 2,5%
næsta árið.
Svipaða sögu er að segja af
markaðsaðilum en þar hafa vænt-
ingarnar einnig færst til verri veg-
ar og telja þeir nú að verðbólgan
verði 2,7% næstu 12 mánuði. Undir
lok síðasta árs höfðu þeir vænt-
ingar um að hún yrði um 2,5%.
Í ViðskiptaMogganum í dag kem-
ur fram að óverðtryggð útlán til
heimilanna í landinu hafa aukist
mjög, bæði hjá bönkum og lífeyr-
issjóðum. Sú staðreynd kann að
benda til aukinna verðbólguvænt-
inga hjá almenningi.
»ViðskiptaMogginn
Telja að verðbólgan
muni láta á sér kræla
Sænsk kona sem
búið hefur á Ís-
landi í átján ár
segir að líkja megi
íslenskum ferm-
ingarveislum við
lítil brúðkaup í
Svíþjóð. „Mun-
urinn á veislunum
hér á Íslandi og
svo í Svíþjóð er
svakalega mikill,“ segir Anna María
Hedman.
„Það var til dæmis áhugavert að
sjá, að þegar ég bauð ættingjum
mínum frá Svíþjóð í veisluna fannst
þeim það litlu skipta hvort þeir
mættu eða ekki. Sumir létu okkur
ekki einu sinni vita að þeir myndu
ekki mæta,“ segir Anna María sem
fannst kostulegt að sjá svipinn á
andlitum ættingja sinna þegar þeir
gerðu sér grein fyrir stærð veisl-
unnar. Hún tekur fram að meira sé
lagt upp úr undirbúningi ferming-
arinnar í Svíþjóð en hér á landi. »14
Hissa á hvað mikið
er lagt í veislurnar
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Þetta eru auðvitað mikil gleðitíð-
indi,“ segir Sunna Elvira Þorkels-
dóttir, sem legið hefur lömuð á Spáni
undanfarna tvo mánuði, en farbanni
hennar frá Spáni hefur nú verið af-
létt. Þetta staðfesti Páll Kristjáns-
son, lögmaður Sunnu, í samtali við
Morgunblaðið, en vonir standa til að
hún komi til landsins 10. apríl nk.
Sunna var sett í farbann í kjölfar
handtöku eiginmanns hennar, Sig-
urðar Kristinssonar, sem talinn var
eiga aðild að fíkniefnainnflutningi.
Sunna segir að úrskurður um aflétt-
ingu farbannsins sé staðfesting á því
sem hún hefur haldið fram frá því að
málið hófst. „Ég hef alltaf sagt að ég
tengist þessu máli ekki á nokkurn
hátt. Ég tel að það hafi verið staðfest
með þessu,“ segir Sunna sem hefur
verið í endurhæfingu á spítala í Se-
villa síðustu vikur.
„Ég hef fengið mjög góða umönn-
un og það hefur verið mikil stígandi í
bataferlinu,“ segir Sunna.
Sunna væntanleg til landsins
Sunna Elvira Ráðgert er að Sunna
komi til landsins á næstunni.
Farbanninu hefur verið aflétt Kemur heim 10. apríl HverfisráðReykjavík-
urborgar eru
tíu talsins.
Meirihluti
borgarstjórnar
kýs í hverf-
isráðin á fjög-
urra ára fresti
þannig að
kosningin er
pólitísk. Fyrir formennsku í hverf-
isráði, sem fundar mánaðarlega,
fást um 105 þúsund krónur, en
aðrir ráðsmenn, fjórir í hverju
ráði, fá helming þeirrar upp-
hæðar. »2
105 þúsund kr. fyrir
einn fund í mánuði
Ráðhús Reykjavíkur
Mikið er um að vera á Ísafirði um páskana að
venju. Skíðavikan var sett á Silfurtorgi í gær.
Hefðbundinn dagskrárliður er sprettgangan í
Hafnarstræti. Dagur Benediktsson sigraði og
var aðeins sjónarmun á undan Sigurði Arnari
Hannessyni. Fjöldi fólks er á skíðum í Seljalands-
dal og Tungudal. Ekki má gleyma tónlistarhátíð-
inni óviðjafnanlegu „Aldrei fór ég suður“ sem
hófst í gær.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Hnífjafnir í mark
í sprettgöngunni
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Samfylkingin er stærsti flokkurinn í
Reykjavík og Sjálfstæðisflokkurinn
næst stærsti. Tvö ný framboð, Við-
reisn og Miðflokkurinn, fá fulltrúa
kjörna. VG og Píratar bæta við sig
fylgi, en Framsóknarflokkurinn,
sem nú hefur tvo borgarfulltrúa,
þurrkast út. Núverandi meirihluti í
borgarstjórn heldur velli.
Þetta eru meginniðurstöður nýrr-
ar skoðanakönnunar sem Félagsvís-
indastofnun Háskóla Íslands gerði
fyrir Morgunblaðið um fylgi fram-
boða við borgarstjórnarkosningarn-
ar í vor. Könnunin fór fram dagana
21. til 27. mars.
Austur og vestur
Fylgi Samfylkingarinnar er nærri
óbreytt frá kosningunum 2014, en
þá vann hún mikinn sigur. Fylgi
Sjálfstæðisflokksins hefur aukist lít-
illega miðað við sömu kosningar.
Athygli vekur mikill munur á fylgi
Samfylkingarinnar annars vegar og
Sjálfstæðisflokksins eftir hverfum
borgarinnar. Í fimm stórum borg-
arhlutum er Sjálfstæðisflokkurinn
með meira fylgi en Samfylkingin.
Fylgið við Sjálfstæðisflokkinn er
mest í úthverfunum en við Samfylk-
inguna í vesturhluta borgarinnar.
Skýrir valkostir
Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri og efsti maður á lista Sam-
fylkingarinnar, skýrir uppsveiflu
flokksins frá síðustu könnunum með
því að skýrir valkostir séu að teikn-
ast upp fyrir kosningarnar. „Sjálf-
stæðisflokkurinn vill hverfa aftur til
gamla tímans og hefur kynnt hug-
myndir um þróun borgarinnar sem
fólk áttar sig betur og betur á að
verði vondar fyrir umferðina, þá
sérstaklega þessar stóru stofn-
brautir,“ segir hann.
Eyþór Laxdal Arnalds, efsti mað-
ur á lista Sjálfstæðisflokksins, bend-
ir einnig á sömu skýru valkosti.
Stór hópur borgarbúa vilji breyt-
ingar og langstærsti minnihluta-
flokkurinn muni því fá góðan stuðn-
ing. „Ég skynja það að þeir sem
segjast styðja meirihlutaflokkana
eru ekki sérstaklega stoltir af verk-
um þeirra. Ég tel að það muni
skipta máli. Fólk velji breytingar,
þegar upp er staðið,“ segir hann.
Meirihlutinn heldur velli
Samfylkingin með mest fylgi í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn stærstur
í fimm stórum hverfum höfuðborgarinnar Tvö ný framboð fá fulltrúa
MMikill munur eftir hverfum »4, 6
B 2,7%
C 7,3%
D 27,4%
F 3,1%
M 5,0%
P 7,7%
S 31,7%
V 12,8%
Aðrir 2,3%
Fylgi flokkanna í Reykjavík
0 2
7
0
2 1
8
3
Fjöldi
borgarfulltrúa
samkvæmt
könnun