Morgunblaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Arndís Jóhannsdóttir ásta créative clothes
Sunna Sigfríðardóttir
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Samfylkingin nýtur mest fylgis fram-
boða við komandi borgarstjórn-
arkosningar í Reykjavík samkvæmt
nýrri skoðanakönnun sem Fé-
lagsvísindastofnun Háskóla Íslands
gerði fyrir Morgunblaðið dagana 21.
til 27. mars.
Athygli vekur mikill munur á fylgi
Samfylkingarinnar annars vegar og
Sjálfstæðisflokksins eftir hverfum
borgarinnar. Í fimm stórum borg-
arhlutum er Sjálfstæðisflokkurinn
með meira fylgi en Samfylkingin.
Meirihlutinn, sem Samfylkingin
leiðir nú í borginni, heldur velli og
styrkist raunar þrátt fyrir að einn
flokkanna, Björt framtíð, sé ekki í
framboði. Fylgi Samfylkingarinnar
er nærri óbreytt frá kosningunum
2014, en þá vann hún mikinn sigur.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur auk-
ist lítillega miðað við sömu kosn-
ingar.
„Turnarnir tveir“
Samkvæmt könnuninni njóta Sam-
fylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn
mests fylgis allra framboða. Tala má
um „turnana tvo“ í því sambandi.
Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú
31,7% sem er nánast hið sama og í
borgarstjórnarkosningunum fyrir
fjórum árum. Þá var fylgið 31,9%.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú
27,4%, en var 25,7% árið 2014.
Samfylkingin fengi 8 borgarfull-
trúa nú og Sjálfstæðisflokkurinn 7.
Hafa ber í huga að borgarfulltrúum
fjölgar nú úr 15 í 23. Til að mynda
meirihluta þarf 12 borgarfulltrúa.
Þriðji stærsti flokkurinn í Reykja-
vík er Vinstrihreyfingin grænt fram-
boð (VG) með 12,8% fylgi. Flokk-
urinn fengi 3 fulltrúa kjörna. Þetta
er umtalsverð fylgisaukning frá
kosningunum 2014 þegar flokkurinn
naut stuðnings 8,3% kjósenda.
Viðreisn fengi 2 fulltrúa
Fylgi Pírata og Viðreisnar, sem nú
býður fram í fyrsta sinn, er mjög
svipað. Fylgi Pírata mælist 7,7% sem
er fylgisaukning frá 2014 þegar
flokkurinn naut 5,9% fylgis. Þetta
gefur tvo borgarfulltrúa. Viðreisn
mælist með 7,3%. Fengi flokkurinn
einnig 2 fulltrúa kjörna. Ekkert ann-
að nýju framboðanna til borg-
arstjórnar í ár nær jafn góðum ár-
angri og Viðreisn. Miðflokkurinn,
sem býður fram til borgarstjórnar í
fyrsta sinn, mælist með 5% fylgi. Það
gefur einn borgarfulltrúa.
Önnur framboð njóta minna fylgis
og fá ekki fulltrúa kjörna, samkvæmt
könnuninni. Framsóknarflokkurinn,
sem hefur nú tvo fulltrúa í borg-
arstjórn, þurrkast út. Hann fær að-
eins 2,7% fylgi. Flokkur fólksins nýt-
ur stuðnings 3,1% kjósenda,
Sósíalistaflokkurinn er með 1,4%, Al-
þýðufylkingin með 0,8% og Frels-
isflokkurinn með 0,3%. Þegar könn-
unin var framkvæmd hafði
Höfuðborgarlistinn ekki tilkynnt
framboð sitt.
Þeir sem sögðust kjósa annan
flokk eða lista en nefndir eru hér að
ofan voru 0,3%. 2,6% sögðust skila
auðu og 9,6% sögðust ekki ætla að
kjósa. Óvissir voru 14% og 2,8% vildu
ekki svara.
Sterkastur í úthverfunum
Í könnuninni var afstaða þátttak-
enda til framboðanna greind eftir bú-
setu í borginni. Þar vekur mesta at-
hygli munur sem er á fylgi
Samfylkingarinnar og Sjálfstæð-
isflokksins í vesturhluta borgarinnar
annars vegar og úthverfunum hins
vegar. Í fimm borgarhverfum af níu
sem afmörkuð voru reyndist Sjálf-
stæðisflokkurinn vera með meira
fylgi en Samfylkingin, Grafarvogi,
Grafarholti með Úlfarsárdal og Kjal-
arnesi, Árbæ, Breiðholti og svo einn-
ig Háaleitis- og Bústaðahverfi.
Í Vesturbænum nýtur Samfylk-
ingin stuðnings 42,6% kjósenda,
39,7% í Hlíðahverfi, 38% í Laugardal
og 36% í Miðborginni. Í Grafarholti,
Úlfarsárdal og Kjalarnesi mælist
stuðningur við flokkinn aðeins 20%
og 22,3% í Grafarvogi. Sjálfstæð-
isflokkurinn sækir aftur á móti mest-
an stuðning til íbúa í Grafarvogi,
42,1% og 37% í Grafarholti, Úlfars-
árdal og Kjalarnesi. Þá er fylgi
flokksins í Árbæ 36% og í Breiðholti
32,6%. Í Vesturbænum ætla fáir að
kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 12,1%, og í
Hlíðahverfi 17,9%.
Háskólafólk kýs Samfylkingu
Þegar fylgi flokkanna í könnuninni
er greint kemur í ljós mikill munur á
afstöðu kynjanna til tveggja flokka,
Sjálfstæðisflokksins og VG. Sjálf-
stæðisflokkurinn nýtur stuðnings
32,7% karla en aðeins 21,6% kvenna.
Þessu er öfugt farið hjá VG. Stuðn-
ingur kvenna við flokkinn mælist
18,8% en karla aðeins 7,3%. Fylgi
Samfylkingarinnar með tilliti til
kynja er mjög svipað.
Hvað aldurshópa varðar er fylgi
Sjálfstæðisflokksins áberandi minnst
hjá fólki á aldrinum 30 til 44 ára. Þar
er fylgið 20,7%, Mest er fylgið í ald-
urshópnum 45 til 59 ára, en þar er
það 32,8%, Athygli vekur einnig að
fylgi VG er mest meðal ungs fólks á
aldrinum 18 til 29 ára, 19,8%.
Talsverður munur er á viðhorfum
kjósenda til flokkanna eftir menntun.
Háskólamenntað fólk er fjölmennasti
stuðningshópur Samfylkingarinnar,
36,5%. Aðeins 19% fólks sem ein-
göngu er með grunnskólapróf styðja
flokkinn. 22,2% kjósenda Sjálfstæð-
isflokksins eru háskólamenntuð, en
36,7% fólks með framhaldsskóla-
menntun ætla að kjósa flokkinn.
Stuðningsmenn Miðflokksins úr röð-
um háskólamenntaðra eru aðeins
2,7%.
Ólík viðhorf eftir tekjum
Þegar litið er á stöðu þátttakenda í
könnuninni á vinnumarkaði kemur á
daginn að stærsti kjósendahópur
Sjálfstæðisflokks er sjálfstætt starf-
andi fólk / atvinnurekendur, 39,9%.
Þessi hópur er aftur á móti fámenn-
astur meðal væntanlegra kjósenda
Samfylkingarinnar og VG. Náms-
menn eru fámennasti stuðnings-
hópur Sjálfstæðisflokksins, 23,1%.
Þegar horft er á heimilistekjur
þátttakenda reynast þeir sem eru
með 1.100 þúsund krónur eða meira í
mánaðarlaun fjölmennastir meðal
kjósenda Sjálfstæðisflokksins, 30%.
Af kjósendum Samfylkingarinnar er
stærsti hópurinn með heimilistekjur
á bilinu 751 til 1.000 þúsund á mán-
uði.
14% sem svöruðu óviss
Tvær spurningar voru notaðar í
könnuninni til að meta hvað svar-
endur hygðust kjósa í borgarstjórn-
arkosningunum 26. maí 2018. Fyrst
var spurt: Ef gengið yrði til borg-
arstjórnarkosninga í dag, hvaða flokk
eða lista myndir þú kjósa? Ef svar-
endur sögðust ekki vita hvaða flokk
eða lista þeir myndu kjósa voru þeir
spurðir: En hvaða flokk eða lista tel-
ur þú líklegast að þú myndir kjósa?
Tvær leiðir voru notaðar til að ná
til kjósenda. Annars vegar var hringt
í 373 manna tilviljunarúrtak úr þjóð-
skrá meðal fólks á aldrinum 18 til 25
ára með lögheimili í Reykjavík. Hins
vegar var send netkönnun til 3089
manna úrtaks úr netpanel Fé-
lagsvísindastofnunar Háskóla Ís-
lands. Heildarúrtakið var því 3462
einstaklingar. Alls fengust 1792 svör
frá svarendum á aldrinum 18-90 ára
og var þátttökuhlutfall 52%.
Niðurstöður skoðanakönnunar fyrir Morgunblaðið um fylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík
Könnunin var gerð dagana 21. til 27. mars 2018.
Einnig var spurt um fylgi Sósíalistaflokksins (1,4%),
Alþýðufylkingarinnar (0,8%) og Frelsisflokksins
(0,3%). Höfuðborgarlistinn hafði ekki tilkynnt
framboð sitt þegar könnunin var gerð. Björt framtíð
býður ekki fram að þessu sinni.
heildarúrtak í könnuninni var 3.462 einstaklingar.
1.792 svöruðu og var þátttökuhlutfall 52%.
Kjörnir verða 23
borgarfulltrúar í vor
í stað þeirra 15 sem
nú eru.
12 fulltrúa þarf til að
mynda meirihluta.Úrslit kosninga 31. maí 2014
Fylgi í % og fjöldi borgarfulltrúa
Könnun 21.-27. mars 2018
Fylgi í % og fjöldi borgarfulltrúa
30%
25%
20%
15%
10%
2,7%
Heimild: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands
2
10,7%
2
7,3%
1
5,9%
2
7,7%
5
31,9%
8
31,7%
1
5,0% 1
8,3% 3
12,8%
4
25,7%
7
27,4%
B Framsóknar-flokkur C Viðreisn D Sjálfstæðis-flokkur F Flokkurfólksins M Miðflokkurinn P Píratar S Samfylkingin V Vinstrihreyfingin– grænt framboð
0 0
3,1%
Mikill munur eftir hverfum
Ný könnun vegna borgarstjórnar Samfylkingin stærst Meirihlutinn heldur Sjálfstæðis-
flokkurinn sterkastur í úthverfunum Viðreisn með 2, Miðflokkurinn 1 Framsókn þurrkast út
Skoða má nánari sundurliðun
á könnuninni á mbl.is
„Maður fær alltaf smá fiðring í mag-
ann þegar það koma tölur,“ segir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
inntur eftir viðbrögðum við könn-
uninni. „En þetta eru skemmtilegar
tölur.“ Fylgi Samfylkingarinnar
mælist 31,7% og er á pari við síðustu
kosningar, en þó töluvert hærra en
mælst hefur í könnunum að und-
anförnu.
„Ég hef ekki séð svona hátt [frá
síðustu kosningum] svo ég muni eft-
ir. Við vorum nú með 13% í haust,“ segir hann og hlær.
Aðspurður hvað skýri uppsveifluna segist Dagur
telja að skýrir valkostir séu að teiknast upp fyrir kosn-
ingarnar. „Sjálfstæðisflokkurinn vill hverfa aftur til
gamla tímans og hefur kynnt hugmyndir um þróun
borgarinnar sem fólk áttar sig betur og betur á að
verði vondar fyrir umferðina, þá sérstaklega þessar
stóru stofnbrautir.“
Dagur segir markmiðið fyrir kosningarnar skýrt: að
sú stefna sem hefur verið rekin fái meirihlutafylgi.
„Mér finnst prósenta til og frá hjá Samfylkingunni ekki
skipta höfuðmáli í þeim efnum.“ alexander@mbl.is
Lykilatriði að sú stefna sem nú
er rekin fái meirihlutastuðning
Dagur B.
Eggertsson
„Það er greinilegt að tveir stórir pól-
ar koma út úr þessu, með 7-8 fulltrúa
hvor, Samfylkingin og Sjálfstæð-
isflokkur. Aðrir flokkar eru mun
minni. Meirihlutaflokkarnir eru að
gefa eftir,“ segir Eyþór Laxdal Arn-
alds, efsti maður á lista Sjálfstæð-
isflokksins við komandi borg-
arstjórnarkosningar.
„Þrátt fyrir að nýir flokkar komi
inn erum við með meira fylgi en við
síðustu kosningar. Ég á von á að við
förum vel yfir 30% í kosningunum. Það er mjög stór
hópur í borginni sem vill breytingar. Ég trúi því að
þegar valkostirnir eru svona skýrir og við langstærsti
minnihlutaflokkurinn, munum við fá góðan stuðning,“
segir Eyþór.
Meirihlutinn virðist halda, samkvæmt þessari könn-
un, en Eyþór telur að flokkarnir sem að honum standa
muni gefa enn meira eftir en þessi könnun gefur til
kynna. „Ég skynja það að þeir sem segjast styðja meiri-
hlutaflokkana eru ekki sérstaklega stoltir af verkum
hans. Ég tel að það muni skipta máli. Fólk velji breyt-
ingar þegar upp er staðið,“ segir Eyþór. helgi@mbl.is
Mjög stór hópur í borginni
vill sjá breytingar
Eyþór Laxdal
Arnalds