Morgunblaðið - 29.03.2018, Side 6

Morgunblaðið - 29.03.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Verð: 199.900 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! sp ör eh f. Fararstjóri: Ólafur Örn Haraldsson Bærinn Seefeld er yndislegur alpabær sem hvílir í fögrum fjallasal milli Wetterstein, Mieminger og Karwendelfjallanna í Austurríki. Farnar verða skipulagðar hjólaferðir í frísku fjallalofti með fararstjóra og innlendum staðarleiðsögumanni sem í sameiningu munu velja hentugar leiðir hvern dag og fræða okkur um staðhætti á leiðinni. 2.- 9. september Hjólað umperlur Tíról Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ég á von á því að fá vegabréfið á allra næstu dögum,“ segir Sunna Elvira Þorkelsdóttir, sem lamaðist eftir fall á Malaga á Spáni fyrir um tveimur mánuðum. Í kjölfarið var hún sett í farbann sökum rannsóknarhagsmuna en farbann- inu hefur nú verið aflétt. Það var gert eftir að áfrýjun Sunnu var tek- in fyrir á hærra dómstigi innan Spánar. Þetta staðfestir Páll Krist- jánsson, lögmaður Sunnu, en ráð- gert er að hún komi til landsins 10. apríl nk. Sunna segir að þrátt fyrir góða umönnun á spítalanum í Sevilla hafi biðin eftir heimför tekið á. „Stundin er loksins runnin upp og farbannið hefur verið fellt niður eftir langa og erfiða bið. Núna er ég bara að bíða eftir að fá vegabréfið afhent og mun svo í framhaldinu bóka flug til Ís- lands 10. apríl,“ segir Sunna. Endurhæfingin gengur vel Hún segir að aflétting farbanns- ins sé staðfesting á því sem hún hefur haldið fram frá því að málið hófst. „Ég hef alltaf sagt að ég tengist máli Sigurðar ekki neitt og það er gott að fá staðfestingu á því,“ segir Sunna, en Sigurður Kristinsson, eiginmaður hennar, er grunaður um aðild að fíkniefnainn- flutningi. Líkt og Morgunblaðið greindi frá 5. mars sl. er Sunna varanlega sköðuð og lömuð fyrir lífstíð. Spurð um endurhæfinguna á spítalanum í Sevilla segir Sunna hana hafa geng- ið mjög vel. „Ég var búin að fá þær fregnir að ég myndi ekki ganga aft- ur. Mér hefur hins vegar farið mik- ið fram. Ég get t.d. klætt mig og sé fram á að geta séð um mig sjálf. Umönnunin sem ég hef fengið hér hefur verið mjög góð en það verður samt mikill léttir að komast aftur heim til Íslands,“ segir Sunna sem bíður enn eftir plássi á endurhæf- ingardeildinni á Grensási. „Ég er ekki enn komin með pláss en það er sökum myglu á spítalanum. Mér hefur þó verið tjáð að ég muni fá pláss, það sé bara spurning hve- nær,“ segir Sunna. Trúði alltaf á sakleysi Sunnu Jón Kristinn Snæhólm, talsmaður Sunnu Elviru, segist himinlifandi yfir fréttum um afléttingu far- bannsins. Hann hafi trúað á sak- leysi Sunnu í málinu frá upphafi. „Þetta eru auðvitað frábærar fréttir og það er vonandi að þessu máli fari nú að ljúka. Ég er ánægður með þessa niðurstöðu enda vissi ég frá upphafi að hún væri saklaus af þessum ásökunum,“ segir Jón Kristinn. Farbanninu aflétt  Á von á að fá vegabréfið sitt á næstunni og mun í kjölfar- ið bóka flug til landsins  Segir niðurstöðuna staðfesta að hún tengist ekki málinu  Bíður eftir endurhæfingarplássi Sunna Elvira Vonir standa til að Sunna komi til landsins 10. apríl nk. „Við ætlum að ná okkur upp í 15 prósentin. Það væri frábær árangur,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, nýkynntur oddviti Við- reisnar í Reykjavík. Síðast þegar fylgi flokkanna í borginni var kannað átti eftir að kynna lista Við- reisnar en mannlaust framboðið naut um 6 prósenta stuðnings. Flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi frá þeirri könnun, fengi 7,3 prósent atkvæða og tvo borg- arfulltrúa. „Við lítum á þetta sem mjög góðar frétt- ir,“ segir Þórdís og bætir við að flokkurinn sé ekki enn byrj- aður í kosningabaráttu og eigi eftir að kynna stefnumálin, sem hún segir mjög breið. „Þetta er fyrsti listi Viðreisnar í Reykjavíkurborg þannig að við erum auðvitað bara rétt að byrja, en við viljum vera bjartsýn en raunsæ. Þetta er gott veganesti.“ alexander@mbl.is Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Markmiðið að ná okkur í 15 prósent „Ég vonaðist eftir að við bættum meiru við okkur frá síðustu könnun. Ég hef fulla trú á því að við í Miðflokknum eigum mikið inni. Ég hef líka verið að minna fólk á að margt eigi eftir að breytast fram að kosningum, mikið flakk er á fylginu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, sem skipar fyrsta sætið á lista Miðflokksins. Hún minnir á að skoð- anakönnun er ekki úrslit kosninga. „Kjör- dagur og það sem kemur þá upp úr kjör- kössunum skiptir mestu máli og það hefur reynst mér vel á mínum pólitíska ferli.“ Vigdís vonast til að það lifni yfir kosningabaráttunni eftir páska. Þá birti flokkarnir stefnumál sín og fólk geti farið að bera þau saman. „Skuldastaða borgarinnar og lagfæringar á rekstrinum eru aðalmál okkar,“ segir Vigdís. helgi@mbl.is Skuldastaða borgarinnar og lagfæringar á henni eru aðalmálin Vigdís Hauksdóttir „Jú, þetta eru vonbrigði. Við hefðum viljað meira. En við höldum áfram að vera dugleg að kynna stefnumál okkar, bjartsýn á að vel gangi. Það er það eina sem dugir. Við leggjum mesta áherslu á menntamálin, við viljum bæta menntun barnanna okkar,“ segir Ingvar Mar Jónsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins sem myndi missa sína tvo fulltrúa í borgarstjórn, sam- kvæmt könnuninni. Ingvar segir að tölurnar í könnuninni séu svipaðar og í mælingum annarra kannana. Það valdi vonbrigðum að Framsóknarflokkurinn hafi ekki náð að bæta við sig. „Við erum bjartsýn á að hækka flugið og stefnum að mjúkri lendingu á kjördag,“ segir Ingvar. helgi@mbl.is Bjartsýn á að hækka flugið og ná mjúkri lendingu á kjördag Ingvar Mar Jónsson „Meirihlutinn heldur. Það eru stóru frétt- irnar og það er ánægjulegt,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í borginni. Fylgi flokksins mælist 12,8 pró- sent og fengi hann þrjá menn í borg- arstjórn. Fylgið er töluvert yfir kjörfylgi flokksins, 8,3 prósentum, en hefur þó dalað í könnunum að undanförnu. „Ég held það sé greinilegt að fylgið hefur eitthvað farið yfir til Samfylkingarinnar,“ segir Líf. Aðspurð segir hún að það væri ánægju- legt ef flokknum tækist að ná fjórða manninum inn. „Það myndi styrkja stöðu okkar töluvert innan meirihlutans og vinstri áherslur yrðu sýnilegri. Við erum að auka fylgi okkar nú, en betra væri að hafa það meira. Vilja það ekki allir?“ alex- ander@mbl.is Greinilegt að fylgið hefur eitthvað fært sig til Samfylkingarinnar Líf Magneudóttir „Við höfum verið að mælast með 2-3 full- trúa. Ég get ekki sagt að þetta komi okkur á óvart, sérstaklega vegna þess að könn- unin var gerð að mestu leyti áður en okkar listi kom fram. Það er allt of langt í kosn- ingar og ekki hægt að spá nokkru um það hvar fólk muni standa fyrr en kosningabar- áttan er farin að hafa áhrif á fólk,“ segir Dóra Björt Guðjónsdóttir sem skipar efsta sætið á lista Pírata. Framboðið fengi 2 full- trúa, samkvæmt könnuninni. Hún segir að meirihlutasamstarfið hafi gengið vel í borginni en segir jafnframt að lengi megi gott bæta. Hún segist ekki hafa umboð frá grasrót Pírata til að segja með hverjum hún myndi vilja starfa. Málið verði skoðað í ljósi þeirra málefna sem Píratar standa fyrir. helgi@mbl.is Langt í kosningar og of snemmt að spá nokkru um úrslit Dóra Björt Guðjónsdóttir Búist er við að kosningabaráttan fyrir komandi borgarstjórn- arkosningar lifni við eftir páska. Þá verða um sjö vikur til kosninga. Þegar talið verður upp úr kjörkössunum kemur í ljós hver fær stærsta bitann og hverjir fá umboð til að stjórna borginni á næsta kjörtímabili. Börnunum sem fóru niður að Reykjavíkurtjörn til að gefa öndunum brauð fannst rétt að þau fengju sinn skerf af veitingunum. Hvað sem gerist á Al- þingi er þó nokkuð ljóst að þau fá ekki kosningarétt nú. Kosningabaráttan að hefjast Morgunblaðið/Eggert Hver fær stærsta bitann?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.