Morgunblaðið - 29.03.2018, Síða 14

Morgunblaðið - 29.03.2018, Síða 14
14 FRÉTTIRFréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16 frá Innovation Living Denmark S V E F N S Ó F A R FRODE kr. 179.800 Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Ættingjar mínir voru alveg orð- lausir þegar þeir komu í ferming- arveislu dóttur minnar,“ segir Anna María Hedman, sænsk kona sem búsett hefur verið á Íslandi undanfarin 18 ár, um muninn á ís- lenskum og sænskum fermingar- veislum. Hún segir að líkja megi ís- lenskum fermingarveislum við lítil brúðkaup í Svíþjóð. „Munurinn á veislunum hér á Íslandi og svo í Svíþjóð er svakalega mikill. Það var t.d. áhugavert að sjá, að þegar ég bauð ættingjum mínum frá Sví- þjóð í veisluna fannst þeim það litlu skipta hvort þeir mættu eða ekki. Sumir létu okkur ekki einu sinni vita að þeir myndu ekki mæta,“ segir Anna María sem fannst kostu- legt að sjá svipinn á andlitum ætt- ingja sinna þegar þeir gerðu sér grein fyrir stærð veislunnar. „Við undirbúning veislunnar sagði ég við mömmu að ég hefði ör- litlar áhyggjur af því að ekki yrði nægur matur á boðstólum. Mamma trúði varla sínum eigin augum þeg- ar hún kom í veisluna og sá veiting- arnar, enda margfalt meira en Sví- ar myndu nokkurn tímann bjóða upp á,“ segir Anna María. Þrátt fyrir lágstemmdari veislur segir Anna María að meira sé lagt upp úr undirbúningi fermingar- innar í Svíþjóð. Þar séu fermingar- börn oft send í sex til átta vikna sumarbúðir þar sem þau fá fræðslu. Íslenskar fermingar hátíðlegri „Menningin er allt önnur í Sví- þjóð. Þar fara börnin yfirleitt í sumarbúðir að eigin vali, en þau geta valið um ýmiskonar námskeið eftir áhugasviði. Með í för er síðan prestur sem fræðir börnin meðan á dvölinni stendur,“ segir Anna Björk og bætir við að gaman sé að rifja upp eigin fermingu og bera saman við dóttur hennar. „Fermingin mín var miklu minni í sniðum. Athöfnin er alltaf mjög svipuð og hefur lítið breyst, en að henni lokinni var haldið heim á leið. Þar var engin veisla heldur borðaði ég góðan mat ásamt mín- um allra nánustu. Það var allt og sumt,“ segir Anna María sem telur íslensku siðina talsvert hátíðlegri. „Íslendingar gera svo miklu meira úr þessu. Það gerir þetta miklu há- tíðlegra og um leið eru krakkarnir spenntari fyrir því að fermast. Þetta hefur auðvitað sína kosti og galla en á heildina litið finnst mér þetta mjög jákvætt,“ segir Anna María. Ferming Fjölskylda Önnu Maríu Hedman í fermingarveislu dótturinnar. Ferming líkt og lít- il sænsk brúðkaup  Íslenskar veislur talsvert veigameiri Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sjávarbyggðafræði heitir ný námsleið á meistarastigi, sem verður í boði fyr- ir nemendur á vegum Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði frá og með næsta hausti. Hugmyndin er að handhafar meistaragráðu í sjávarbyggðafræð- um hafi fram að færa þekkingu, leikni og hæfni til að takast á við leiðandi hlutverk í svæðismiðaðri félags- og hagfræðiþróun á heimsvísu, með sér- stakri áherslu á sjávarbyggðir við Norður-Atlantshaf. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra greindi frá þessu í grein í Morgunblaðinu í gær. Hún segir að fjármögnun hafi verið tryggð og gert sé ráð fyrir að 20 nem- endur innritist í námið árlega. Auglýst eftir fagstjóra Á vef Háskólaseturs Vestfjarða kemur fram að staða fagstjóra þess- arar nýju námsbrautar verði auglýst til umsóknar og er gert ráð fyrir að hann taki til starfa um mitt þetta ár 2018. Fagstjórinn hefur umsjón með meistaranáminu og leggur m.a. til ráðningu nýrra kennara, leiðbein- enda og prófdómara. Sjávarbyggðafræði er skilgreind sem alþjóðlegt þverfaglegt nám. Reiknað er með að námsbakgrunnur nemenda verði fjölbreyttur, allt frá landfræði, hagfræði og félagsvísind- um til opinberrar stjórnsýslu og fjöl- miðlafræði. Meistaranámið er einnig alþjóðlegt að því leyti að nemendur koma víðsvegar að úr heiminum. Kennslan fer fram á ensku. Áhersla verður lögð á að nýta sérstöðu Vest- fjarða m.t.t. nálægðar við hafið og strandbyggðirnar. Námsbrautin er samstarfsverkefni háskólasetursins og Háskólans á Ak- ureyri. Þaðan útskrifast nemendur með MA-gráðu (Master of Arts). Lilja Alfreðsdóttir segir í grein sinni að Háskólasetur Vestfjarða hafi sannað gildi sitt fyrir samfélögin á norðanverðum Vestfjörðum og hafi nemendur og kennarar auðgað sam- félagið með þekkingu sinni, nærveru og rannsóknum. Yfir 100 nemendur hafa útskrifast með meistaragráðu í haf- og strandsvæðastjórnun frá árinu 2008. Það sé mjög gleðilegt að hafa tryggt þennan áfanga og þar með fest Háskólasetur Vestfjarða enn betur í sessi sem öfluga mennta- stofnun. Geti gegnt leiðandi hlutverki að námi loknu  Meistaranám í sjávarbyggðafræðum í boði í fyrsta sinn Morgunblaðið/Kristinn Nýtt nám Kennslan í sjávarbyggðafræðum fer fram á vegum Háskólaseturs Vestfjarða á Ísafirði í samstarfi við HA. Sjávarbyggðafræði » Námið hefst í haust og kennt verður á Ísafirði. » Er á meistarastigi. » Nemendur útskrifast frá Há- skólanum á Akureyri. » Þverfaglegt alþjóðlegt nám, kennt á ensku. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetur fólk til að vera á varðbergi í páskafríinu og láta vita verði það vart við grunsamlegar mannaferð- ir. Fjöldi innbrota hefur verið á höf- uðborgarsvæðinu síðustu mánuði og stendur nú yfir umfangsmikil rannsókn á skipulögðum inn- brotum. Rannsóknin er viðamikil, en á þriggja mánaða tímabili frá desember til febrúar voru tæplega 130 innbrot í heimahús tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæð- inu, þar af um 50 í síðasta mánuði. Nú þegar margir eru á faralds- fæti hvetur lögreglan fólk til að láta vita um grunsamlegar mannaferð- ir, taka ljósmyndir ef slíkt er mögu- legt og skrifa líka hjá sér ef eitt- hvað óvenjulegt á sér stað. Á varðbergi í páskafríi vegna innbrota

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.