Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Recep Tayy-ip Erdog-an Tyrk-
landsforseti ákvað
fyrr í vikunni að
lýsa því yfir að Tyrkir stefndu
enn að því að verða fullgildir
meðlimir Evrópusambands-
ins. Ummælin féllu í aðdrag-
anda viðræðna sem Erdogan
átti við Donald Tusk, forseta
Evrópuráðsins, og Jean-
Claude Juncker, forseta fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, um málefni Tyrk-
lands í Varna í Búlgaríu.
Yfirlýsing Erdogans hljóm-
ar óneitanlega nokkuð sér-
kennilega því að þrettán ár
eru liðin frá því að Tyrkir
sóttu formlega um aðild að
Evrópusambandinu og vitað
var af áhuga þeirra á að ger-
ast aðilar að sambandinu í
mörg ár þar á undan. Engu að
síður hefur raunin verið sú,
sérstaklega síðustu fimm árin
eða svo, að Tyrkir hafa frekar
færst fjær því að uppfylla þau
skilyrði sem krafist er af
verðandi aðildarríkjum. Og
aðild þeirra að sambandinu
hefur raunar allan tímann
verið afar fjarstæðukennd.
Sá virðist hins vegar ekki
vera skilningur Tyrkja, því að
Binali Yildirim, forsætisráð-
herra landsins, ákvað að
greina frá viðræðum Erdog-
ans við forystu sambandsins
með þeim hætti, að þar hefði
ekkert komið fram sem ætti
að hindra að Tyrkland gerðist
aðili. Sagði Yildirim beint út
að Tyrkir hefðu uppfyllt allar
kröfur, en að Evrópusam-
bandið ætlaði sér að láta bar-
áttu landsins gegn „hryðju-
verkamönnum“
standa í veginum.
Vísaði hann þar til
baráttu tyrkneska
hersins gegn
Kúrdum í Sýrlandi.
Er ljóst af orðum þeirra
Yildirims og Erdogans að
Tyrkir ætla ekki að draga að-
ildarumsókn sína til baka að
fyrra bragði, jafnvel þó að
nær engar líkur séu á að hún
verði samþykkt, alltént ekki á
meðan stjórnmálaástandið í
Tyrklandi er eins og það er. Á
sama tíma virtust þeir nánast
mana forystu sambandsins til
þess að stíga fyrsta skrefið til
þess að slíta viðræðunum.
Nánast engar líkur eru þó á
því, þar sem Evrópusam-
bandsríkin eiga umtalsverðra
hagsmuna að gæta þegar
kemur að samskiptunum við
Tyrkland. Fyrir utan þá stað-
reynd, að Tyrkir settu
neyðarhemil á straum sýr-
lenskra flóttamanna gegn um-
talsverðri þóknun, mega
hvorki Evrópusambandið né
Bandaríkin við því í hinu
flókna ástandi sem nú ríkir í
Mið-Austurlöndum, að Erdog-
an halli sér enn frekar upp að
Pútín Rússlandsforseta og Ír-
an.
Engu að síður munu sam-
skiptin við Tyrki áfram verða
stirð, sér í lagi þar sem flest
bendir til þess að Erdogan
muni á næstunni reyna enn
frekar að festa sjálfan sig í
sessi sem alvald Tyrklands.
Hvort það sýður endanlega
upp úr mun velta að mestu
leyti á langlundargeði vestur-
veldanna gagnvart þessum
erfiða bandamanni sínum.
Tyrkir „stefna enn
að aðild“ að ESB}
Þrettán ára
þrautaganga
Michael Sauga,yfirmaður
Berlínarskrifstofu
Der Spiegel, segir
að á meðan þingið í
Katalóníu haldi
aukafund vegna
handtöku Carles Puigdemont,
fyrrverandi forseta Katalóníu,
velti Þjóðverjar því fyrir sér
hvers vegna ríkisstjórn An-
gelu Merkel hafi tekið svo
harða afstöðu með ríkisstjórn-
inni í Madríd.
Svarið blasir við, segir hann.
Hjá Merkel hafi þetta ekki
snúist um að sýna skilyrð-
islausa samstöðu með kollega
sínum Mariano Rajoy, heldur
hafi aðgerðir Þýskalands átt
að vera aðvörun til aðskiln-
aðarsinna í systurflokki henn-
ar flokks, CSU í Bæjaralandi.
Sauga bendir á að áhrifa-
menn í CSU hafi
gert það lýðum
ljóst að þeir hafi
ekki trú á stefnu
kanslarans og að
þeir vilji að Bæj-
araland komi sér
upp eigin landamæragæslu.
Og hann veltir því fyrir sér
hvort Merkel hyggist taka
ákvæði um slíka uppreisnar-
tilburði inn í refsilöggjöf
landsins.
Það er umhugsunarvert að
blaðamaður Der Spiegel skuli
velta upp slíkum spurningum.
En þær eiga rétt á sér. Og það
sem meira er, slíkar vangavelt-
ur geta átt við um fleiri ríki
Evrópusambandsins. Sem
kann að skýra fálæti þessara
ríkja og sambandsins. En það
skýrir ekki fálætið annars
staðar.
Var Puigdemont
handtekinn til að
senda skilaboð
innan Þýskalands?}
Handtaka til heimabrúks
H
vað gera þingmenn eiginlega?
Utan frá virðast þingmenn
bara mæta í ræðustól Alþingis
og segja misgáfulega hluti um
misalvarleg mál. Sitja svo bara
á nefndarfundum allan daginn, vita ekkert
hvernig gengur og gerist með lífið almennt og
fá ofurlaun fyrir endalaus frí? Það sorglega er
að það er sannleikskorn í þessu. Það þarf ekki
nema einn þingmann til þess að „staðfesta“
þessa skoðun, jafnvel ekki nema eitt dæmi um
að einhver einn þingmaður líti út fyrir að vita
ekkert um daglegt líf eða eitt dæmi um
„ranga“ skoðun eða sjálftöku, þá eru allir
þingmenn ómögulegir.
Það er hins vegar ekkert sjálfsagt að vita
né skilja hvert þingmannsstarfið er. Það er
engin kennslustund sem fólk fer í um það.
Stjórnarskráin gerir ráð fyrir því að hver þingmaður sé
sjálfstæður út frá eigin sannfæringu. Frá því sjón-
arhorni getur þingmaður í raun gert hvað sem hann vill,
nema hann sé staðinn að glæp. Flestir vilja hins vegar
gera sitt besta fyrir þjóðina og spurningin er þá hvernig?
Hvert er hlutverk þingmanns?
Hlutverkið skiptist í tvo hluta, að samþykkja lög og að
hafa eftirlit með framkvæmd laga. Til þess að geta sam-
þykkt lög á heiðarlegan hátt samkvæmt sannfæringu
sinni þá þarf þingmaður að fá upplýsingar og álit. Það er
nefnilega ekki gert ráð fyrir því að þingmaður sé sér-
fræðingur í einu eða neinu. Sérstaða þingmannsins er
sannfæring hans, m.ö.o. samviska. Sú sannfæring birtist
í ræðu, álitum og atkvæðagreiðslum á þingi.
Hitt hlutverkið er eftirlitshlutverk. Að mínu
mati er það hlutverk miklu mikilvægara því ef
lögin væru í lagi þá væri það eina hlutverkið
sem þingmaður myndi sinna. Eftirlits-
hlutverkið snýst um að skoða verk ráðherra,
kalla eftir upplýsingum og meta hvort rétt sé
farið með vald. Þess vegna erum við með
stjórnsýslulög, upplýsingalög og lög um ráð-
herraábyrgð. Svo nokkur dæmi séu nefnd.
Lög um hvernig á að vinna, hvað á að vera að-
gengilegt og hver ber ábyrgð.
Þessi tvö hlutverk stíga ákveðinn dans um
samfélagsleg vandamál. Fyrir hvert vanda-
mál, þarf reglur? Hvernig lýsir vandamálið
sér og hvaða áhrif myndu reglur hafa á það?
Þegar reglurnar eru svo settar þá þarf að
fylgjast með að þær skili tilætluðum árangri
og meta hvort einhver beri ábyrgð ef eitthvað fer úr-
skeiðis. Því miður sinna allt of fáir eftirlitshlutverkinu að
mínu mati og úr verður þessi ræðustólakeppni þar sem
ásakanir og strámenn fljúga á milli óháð því hvað er satt
og hvað ekki. Rök víkja fyrir fyrirsögnum og málþóf
verður mikilvægara en málefnið. Það er einfaldlega auð-
veldara að rífast um hugmyndafræði en að sinna gæða-
eftirliti. Það er auðveldara að segja stór orð en að standa
undir þeim. Það er auðveldara að gagnrýna spurninguna
en að svara henni bara heiðarlega.
Björn Leví
Gunnarsson
Pistill
Þið verðið að segja mér satt
Höfundur er þingmaður Pírata
bjornlevi@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Andri Steinn Hilmarsson
ash@mbl.is
Endurskoða þarf nám á há-skólastigi út frá þörfumatvinnulífsins í ljósi þessmisgengis sem hefur orðið
milli háskólanáms og atvinnulífs, þar
sem hópur háskólamenntaðra sem
fær ekki vinnu við hæfi að loknu há-
skólanámi fer vaxandi. Um þetta eru
aðilar vinnumarkaðarins sammála.
Upp úr páskum munu fulltrúar
atvinnulífsins og launafólks eiga fund
með Lilju Alfreðsdóttir mennta-
málaráðherra og óska eftir stuðnigi
ráðuneytisins við fagháskólanám hér
á landi. Skipulag og uppbygging
fagháskólanáms byggist á nánum
tengslum við atvinnulífið og hefur at-
vinnutengd lokamarkmið. Þá er
starfsmenntun eða starfstengd sér-
menntun oft viðurkenndur undirbún-
ingur fyrir fagháskólanám.
Þrátt fyrir ljósa punkta inn á
milli hefur fagháskólanám gengið í
gegnum vissan öldudal á liðnum ár-
um. Hlutfall nemenda í faghá-
skólanámi féll á árunum 2007 til 2014
úr 8,1 prósenti niður í 5,4 prósent af
heildarfjölda nemenda í framhalds-
menntun á Íslandi og er Ísland mikill
eftirbátur nágrannaríkjanna þegar
litið er til fagháskólamenntunar á há-
skólastigi. Á því sviði hafa Finnar
vinninginn en rétt tæplega helmingur
nemenda í finnskum háskólum stund-
ar nám við fagháskóla samanborið við
rúmt prósent hér á landi, samkvæmt
skráningu Hagstofunnar.
Þá gekk samkomulag sem Illugi
Gunnarsson, fyrrv. mennta-
málaráðherra, gerði við aðila vinnu-
markaðarins um fjármögnun til-
raunaverkefna á sviði
fagháskólamenntunar til baka eftir að
Illugi lét af embætti, en um var að
ræða 150 milljóna króna verkefni, þar
sem hið opinbera hugðist koma með
100 milljónir króna á móti 50 millj-
ónum frá vinnumarkaðinum.
Tilraunaverkefnin sem ráðast
átti í voru þrjú; nám ætlað sjúkralið-
um í öldrun, tækninám á háskólastigi
fyrir byggingar-, málm- og bílgreinar
og diplómanám í verslunarstjórnun.
Nýtt nám í verslunarstjórnun
Síðastnefnda verkefnið varð þó
að veruleika þrátt fyrir að til-
raunaverkefnið í samstarfi við ráðu-
neytið hefði ekki gengið eftir. Um
miðjan febrúar sl. fór af stað sérstök
námsleið í samstarfi aðila verslunar-
innar, Háskólans í Reykjavík og Há-
skólans á Bifröst. Um er að ræða 60
ECTS-eininga diplómanám í við-
skiptafræðum og verslunarstjórnun
en þeir 20 nemendur sem eru skráðir
í námið hafa flestir víðtæka reynslu af
verslunarstörfum. Einingarnar í dip-
lómuna má síðar nýta upp í há-
skólagráðu í viðskiptafræði. Stefnt er
á að nám fyrir starfsmenn í stjórn-
sýslunni fari af stað í haust en þar er
um að ræða samstarfsverkefni SFR,
fjármálaráðuneytisins og Háskólans
á Bifröst.
Hefðbundnum skólum fjölgar
Runólfur Ágústsson sem kom að
vinnu verkefnahóps um faghá-
skólanám, sem skilaði af sér skýrslu
árið 2016, segir ávinninginn af faghá-
skólum fyrst og fremst felast í því að
út í atvinnulífið skili sér fólk sem eft-
irspurn er eftir.
Hann segir að á sama tíma og
mikilvægt sé að búa yfir öflugum
rannsóknarháskólum hér á landi sé
það brýnt að bjóða upp á hagnýta
menntun. „Á sama tíma og fjöldi
þeirra nemenda sem innritast í há-
skóla hefur tvöfaldast hefur nem-
endum í starfsnámi fækkað og þeir
skólar á háskólastigi sem áður skil-
greindu sig sem sérskóla hafa runn-
ið saman við stærri hefðbundna skóla
eða fært sig nær slíkri skilgreiningu.
Menntun sem mætir
þörfum atvinnulífs
Morgunblaðið/Eggert
Skóli Aðilar vinnumarkaðarins vilja sjá breyttar áherslur í framhalds-
menntun hér á landi. Ísland er eftirbátur nágrannaríkja í fagmenntun.
Halldór Grönvold, aðstoð-
arframkvæmdastjóri ASÍ, segir
aðila vinnumarkaðarins hafa
leitt vinnuna við aukna fag-
menntun hér á landi en segir
frumkvæðinu ekki hafa verið of
vel tekið hjá menntayfirvöldum.
„Við höfum verið sammála
Samtökum atvinnulífsins um að
það sé mikil þörf fyrir endur-
skoðun náms á háskólastigi út
frá möguleikum einstaklinga og
atvinnulífsins til að skapa fólki
störf og tekjumöguleika,“ segir
Halldór. Hann segir að
endurskoða þurfi
menntakerfið m.t.t.
þess hversu mikil
vöntun er á fólki
með góða verk-
og tækni-
menntun og
endurskoða
þurfi
mennta-
kerfið út frá
þeim for-
sendum.
Brýnt að
mæta þörf
ASÍ VILL BREYTINGAR
Halldór
Grönvold