Morgunblaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.03.2018, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 Nú þegar föstunni er að ljúka og pásk- arnir ganga í garð höf- um við heyrt Skáldið Halldór Kiljan Lax- ness lesa Passíusálm- ana. Lestur hans, eins og annarra þeirra sem hafa lesið Passíusálm- ana á liðnum árum, sem næst óaðfinn- anlegur. Það er alls ekki svo, þegar Skáldið las Passíusálmana, að hann hafi verið að kynnast þeim fyrsta sinni. Þannig hefur Skáldið skrifað grein sem nefnist Inn- gangur að Passíusálmum árið 1930. Greinin er um margt merkileg lesning því sá er ritar hefur kynnt sér guðfræði siðbótarinnar, sem Skáldið er alls ekki sátt við, sem og aldarfar og efnahag þess tíma sem Passíusálmarnir eru ortir á. Munnmælin um sálmaskáldið Í upphafa greinarinnar segir Skáldið um sálmaskáldið: „Munnmælin, sem eru vitrari en sagnameistararnir, hafa gert Hall- grím Pétursson að holdsveikum ölmusumanni. Slík er mynd þjóð- arinnar af skáldinu. Hvernig sem á því stendur, þá eru munnmælin að jafnaði glöggskygnari á eðli við- burðanna en kirkjubókalesarinn og aktaskrifarinn, og oftast í veruleg- um atriðum glöggskygnari á sann- leikann, að minsta kosti þann sann- leika, sem nokkru máli skiftir. Í gervi hins holdsveika ölmusu- manns hefir þjóðin séð Hallgrím Pétursson á föstukvöldum sínum, þannig hefir hún þekt hann og tek- ið undir með honum – og séð sjálfa sig. Það má með sama réttinum segja, að Hallgrímur Pétursson sé í fyrsta og síðasta lagi slíkur, sem þjóðin trúir að hann sé, eins og hitt, að Jesús sé í fyrsta og síðasta lagi það, sem Hallgrímur Pétursson trúði, að hann væri. Að neita mynd þjóðarinnar af Hallgrími er hér um bil jafn-ófrjór verknaður og að neita mynd Hallgríms af Jesú.“ Svo heldur Skáldið áfram og full- komnar myndina af sálmaskáldinu: „Munnmælin hafa enn fremur markað mynd Hallgríms tveimur eftirtektarverðum dráttum. Hinn fyrri er synd hans sem æskumanns, síðar sem heiftþrungins krafta- skálds, sem drepur skepnur með ákvæðum og kallar bölvun yfir menn, – yrkir síðan Pass- íusálmana til að sætt- ast við Drottin. Hinn síðari er fall hans, með óguðlegri konu og síð- ar sambúð hans við hana. Þessi maður, sem elskaði Jesú, sannan guð, heitast af öllum, segir þjóðtrúin, hann elskaði um leið konu, sem var ekki að eins villutrúar, heldur afguðadýrkari, – heiðin og tilbað skurðgoð.“ Skáldið segir einnig hvað sálma- skáldið er ekki: „Hinn efnaði vegsæli höfð- ingjavinur og hástéttarmaður sagnameistaranna, giftur frómri og guðhræddri heiðurskonu, hraustur og mikilsmetinn fram á elliár, – það er ekki Hallgrímur Pétursson.“ En þjóðin á bágt með að greina á milli sálmaskáldsins og Jesú: „að ómögulegt er að gera sér grein fyrir því, hvar takmörkin liggja milli Hallgríms og Jesú í Passíusálmunum, hvar Jesús endar og Hallgrímur byrjar.“ Guðbrandur Hólabiskup Skáldið, sem hafði snúist til kat- ólskrar trúar, er lítt hrifið af Guð- brandi Hólabiskupi og telur að hnignun sé frá siðbótinni og bisk- upnum komin: „Þegar Guðbrandur Hólabiskup tekur sér fyrir hendur með fulltingi prentsmiðjunnar að „knekka, rúí- niera og demóralísera“ bóklega menningu á Íslandi með hinni of- stækisfullu endurskýringu á end- urlausninni (fyrsta sporið er sálma- bókin 1589), þá er erfitt fyrir vora tíma að gera sér hvatir hans sál- fræðilega skiljanlegar, nema utan frá og í samanburði við hliðstæðar aðferðir erlendra drottinstétta, sem þá gerðu víða um lönd kenningu þessa að siðferðisgrundvelli alveld- isstefnu sinnar. Þessi ofstækisinn- blásna binding alþýðunnar á end- urlausnarklafann virðist í frumgerendum sínum tákna vopn það, sem hin ámáttuga valdagræðgi þessarar konunglegu og guðlegu stéttar fann hentast til þess að ná á lýðum landanna heljartaki.“ Brynjólfur biskup og Jón Arason biskup Skáldið nefnir aldarfarið í um- fjöllun sinni þegar Passíusálmarnir eru ortir og nefnir tvo biskupa, hvorn af sínum sið: „Hið svo kallaða veraldlega vald er alt í einu orðið „af guði lifanda“, og í senn æðsta ráð, bæði yfir verzluninni’, endurlausninni og kirkjugóssunum. Þar sem Jón Ara- son lét leiða sig undir öxina, vinnur nú Brynjólfur biskup Sveinsson erfðahyllingareiðinn og sendir kon- ungi Dana dýrustu verðmæti ís- lenzku þjóðarinnar að gjöf, verð- mæti, sem engir peningar geta táknað, – þessi tákn tilveruréttar vors sem þjóðar hér vestur í hafinu. Þetta er siðbótin á Íslandi í hnot- skurn.“ Andstæður Skáldið fjallar um andstæðurnar sem koma fram um eðli Jesú í Passíusálmunum: „En með áhrifamestum hætti er þessum leik andstæðnanna beitt í þeim sálmum, þar sem skáldið leið- ir saman í einn depil hugmyndina um niðurlægingu Jesú og kon- ungdóm, dýrð hans og háðung. Þar gefur önnur andstæðan hinni áherzlu til skiftis eins og sjálfvirkt, konungdómurinn niðurlægingunni, háðungin dýrðinni, unz skáldið hef- ur að lokum upp rödd sína í ein- hverri hátíðlegustu játningu verks- ins. Eftir allan hinn vélabragðafulla listræna undirbúning, sem nær há- marki sínu, þegar Pílatus hefir leitt Jesú út á svalir dómhússins, fram fyrir lýðinn, með orðunum: Sjáið konung yðar: Víst ertu, Jesú, kóngur klár, kóngur dýrðar um eilíf ár, kóngur englanna, kóngur vor, kóngur almættis tignarstór.“ Skáldið um sálmana Í lok greinar Skáldsins, eftir að hafa fjallað um endurlausnarkenn- ingu og greint annan kveðskap af miklu skáldlegu innsæi, kveður skáldið upp sinn dóm um Pass- íusálmana: „Það er vafasamt, að uppistöðu þessarar sögu, Jesúmótífið, hafi í sinni upprunalegu mynd nokkurn tíma verið með farið af dýpri sam- líðan né meiri verklegri snild en í Passíusálmum Hallgríms Péturs- sonar, að guðspjöllunum fráskild- um. Að mínum dómi eru Pass- íusálmarnir hæsti tindurinn á ákveðinni öldu í heimsbókment- unum um leið og ritsnild Íslendinga nær í þeim hámarki sínu í annað sinn. Það er, eins og hér hefir verið skýrt, auðvelt að benda á ýmis skil- greinileg dæmi þess, hvernig tækni Hallgríms er háttað og hvernig áhrifsbrögð hans eru til búin. En það eru aðrar eigindir í skáldskap hans, sem vega enn þyngra en hin meistaralegu vinnubrögð, og þetta eru persónulegir töfrar mannsins sjálfs.“ Skáldinu var Jesúgervingin og þjáningin hugstæð og fjallar end- urtekið um efnið í mörgum verka sinna. Síðar segir Skáldið um Jesú: „Þessi óskilgreinilegi yndisleiki hins fædda snillings er alls staðar nálægur í ljóði hans, – í mynd- unum, í orðavalinu, í áherzlunni, í hrynjandinni, í því, hvernig hann ber tunguna, í því, hvernig hann dregur andann, – hvort heldur hann finnur til með Jesú eða hinni limalösnu ösnu Balaams.“ Skáldið og trúin Skáldið ritaði grein í tímaritið Merki krossins árið 1926. Þar segir Skáldið, í miklum trúarhita: „Eitt faðirvor beðið á næturþeli þegar aðrir sofa, er hinsvegar miklu voldugri atburður en allir sigrar Rómaveldis samanlagðir, og eitt andvarp hreldrar sálar sem þráir Guð sinn, eru miklu stór- fenglegri tíðindi á himnum en bylt- ingin í Rússlandi eða pólitík Breta í Asíu. Því himinn og jörð munu far- ast og alt er blekking nema Guð.“ Sá er ritaði um Passíusálmana hafði þessa trú. Það er vert að minnast þessara andans manna um páskana. Eftir Vilhjálm Bjarnason »… að ómögulegt er að gera sér grein fyrir því, hvar takmörk- in liggja milli Hallgríms og Jesú í Passíusálm- unum, hvar Jesús endar og Hallgrímur byrjar. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur var alþingismaður. Skáld um sálmaskáld Morgunblaðið/Ómar Frá Hallgrímskirkju í Hvalfirði. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Skáldið Halldór Kiljan Laxness Við sem búum í efri byggðum Reykjavíkur og sækjum vinnu ná- lægt miðbænum þekkj- um það vel flest hvern- ig það er að sitja í umferðaröngþveiti. Það veldur gjarnan miklu ergelsi í minni fjölskyldu enda hefur umferðarteppan áhrif á daglegt líf allra borgar- búa, með mismunandi hætti þó, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í mínu tilfelli er það þannig að þeg- ar klukkan slær 15:00 byrja ég mjög gjarnan á því að hugsa með sjálfri mér: Kemst ég af stað á undan öllum öðrum eða næ ég að koma mér heim áður en umferðin fer að þyngjast? Aðstæður eru nefnilega þannig hjá okkar fjölskyldu að ef ég er ekki lögð af stað úr Borgartúni heim til mín í Grafarvog rétt fyrir klukkan fjögur, þá næ ég ekki á leikskólann til að sækja dóttir mína í tæka tíð. Þannig er ég mjög gjarnan allt of sein, á stanslausum hlaupum, í stressi og með hnút í maganum yfir því að vera ekki á undan umferðinni. Við þessar aðstæður byrja afsakanir að fljúga í gegnum hug- ann á mér, afsakanir gagnvart sjálfri mér, starfsfólki leikskólans og auðvitað dóttur minni. Myndi heldur vilja eyða tíma með börnunum Sökum umferðarinnar þarf dóttir mín oftar en ekki að vera klukku- stund lengur á leikskólanum en ég er í vinnunni. Þannig má segja að viku- leg leikskólaviðvera hennar sé góð- um fimm stundum lengri en vinnu- vikan mín. Það eru yfir tveir og hálfur vinnudagur á mánuði, sé reiknað með 7,5 stunda vinnudegi. Ef reiknað er með fjórum vikum í sum- arfrí þá eru þetta samtals rúmlega 29 dagar á ári sem barnið mitt þarf að vera lengur í vistun vegna þess að ég er föst í umferðarsúpu (5x4=20x11=220/7,5=29,3). Þetta eru gæðastundir sem ég held að vel flestir ef ekki allir foreldrar myndu heldur vilja eyða með börnunum sín- um fremur en í umferðinni í Reykja- vík. Nú spyrja sig eflaust margir: Af hverju er hún að mála myndina upp með þessum hætti? Er ekki bara eðli- legt og sjálfsagt að þurfa að aka til og frá vinnu og reikna með tíma í akst- urinn? Svar mitt er: JÁ – vissulega tekur tíma að koma sér til og frá vinnu en við getum gert svo miklu, miklu, miklu betur en þetta. Íbúa- fjöldi Reykjavíkur er ekki nema rúmlega 120.000 sem samsvarar einu hverfi í milljónaborg. Samverustundir sem um- ferðaröngþveitið gleypir Þá er enn fremur rétt að taka fram að samkvæmt mælingum Ólafs Guðmundssonar, tæknistjóra Euro- RAP á Íslandi, ætti eðlilegur ferða- tími fyrir 11 km, á milli Borgartúns- ins og Grafarvogs, að vera 14 mínútur. Ef rétt reyndist ætti ég auka 14 daga á ári með dóttur minni, samverustundir sem umferðaröng- þveitið gleypir frá mér og henni. Þessu viljum við breyta tafar- laust. Og þessu ætlum við að breyta! Við óbreytt ástand verður ekki unað mikið lengur. Tafalaus gatnamót Náum við kjöri verður eitt af okk- ar fyrstu verkum að segja upp samningi við ríkið um framkvæmda- stopp og fara í stórátak í umferðar- málum. Með einföldum lausnum er hægt að ná heilmiklum árangri á stuttum tíma. Ég leyfi mér að nefna eitt augljósasta dæmið sem er að koma ljósastýringu í samt lag en það myndi strax létta á umferðinni. Ljósastýrðum gatnamótum þarf svo að fækka og koma fyrir tafalausum gatnamótum enda eru ljósastýrð gatnamót stórhættuleg. Verði þetta að veruleika mun það hafa stórvægileg keðjuverkandi áhrif á líf allra borgarbúa. Ávinning- urinn felst ekki eingöngu í auknum tíma fyrir þá sem búa í efri byggð- um, heldur minni mengun fyrir alla borgarbúa. Bifreið sem situr föst í umferð mengar yfir 340% meira heldur en bíll sem kemst leiðar sinn- ar óhindrað, samanber mælingar Ólafs. Tafatími kemur okkur öllum við og með því að minnka hann njótum við öll góðs af: Hreinna loft, fleiri samverustundir og álag á börn og þá er sinna þeim fyrir okkur sem vinn- andi erum kemur til með að minnka til muna. Breytum borginni! Umferðarteppan hefur áhrif á daglegt líf allra borgarbúa Eftir Valgerði Sigurðardóttur » Aðstæður eru nefni- lega þannig hjá okk- ar fjölskyldu að ef ég er ekki lögð af stað úr Borgartúni heim til mín í Grafarvog rétt fyrir klukkan fjögur, þá næ ég ekki á leikskólann til að sækja dóttir mína í tæka tíð. ValgerðurSigurðardóttir Höfundur er frambjóðandi í 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.