Morgunblaðið - 29.03.2018, Síða 21
UMRÆÐAN 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018
Optical Studio kynnir nýja
vorlínu frá Cartier.
Cartier á nú
stórglæsilega innkomu á
gleraugnamarkaðinn
eftir nokkurt hlé.
Aðalvandamálið við
þéttingu byggðar er
plássleysið. Uppbygg-
ing verður flókin og
dýr og innviðir yfirfyll-
ast. Hið háa fast-
eignaverð sem þétting-
unni fylgir eykur hins
vegar tekjur borg-
arinnar, sem fyrir vik-
ið hefur fjárhagslegan
hag af því að nýta ein-
okunaraðstöðu sína til að þvinga
óeðlilega þéttingu byggðar.
Í samgöngumálum nýtir síðan
ríkið einokunaraðstöðu sína til að
rukka ökumenn um þrefalt meira fé
en notað er í vegakerfið. Þar af fer
megnið í lítið notaðar framkvæmdir
á landsbyggðinni, sem borga sig
aldrei upp. En meira að segja þó að
fólk í borginni væri reiðubúið til að
borga fyrir að komast hraðar milli
staða, þá fær það það ekki, því það
er enginn annar sem má mæta þörf-
inni.
En hvað er þá til ráða? Það
greinilega bráðvantar samkeppni
bæði í samgöngum og á húsnæð-
ismarkaði. Lausnina gæti verið að
finna í Hvalfirði, þar sem nú er að
ljúka áhugaverðri tilraun sem tókst
vonum framar. Hvalfjarðargöng
voru einkaframkvæmd aðila sem
höfðu mikinn hag af bættum sam-
göngum og fjármögnuðu fram-
kvæmdina á eigin ábyrgð byggt á
væntingum um tekjur af vegtollum.
Niðurstaðan varð ein hagkvæmasta
vegaframkvæmd Íslandssögunnar,
sem gjörbreytti öllu Vesturlandi
með því að færa það nær Reykjavík.
Í Reykjavík eru á margan hátt
mun betri markaðs-
legar aðstæður fyrir
slíkar einkafram-
kvæmdir því þar getur
verðmætaaukning
landsins ein sér oft
auðveldlega fjár-
magnað alla fram-
kvæmdina. En til að
það skili sér þarf að
byggja hverfin hratt.
Slíkri hraðri uppbygg-
ingu fylgir áhætta sem
óæskilegt er að sveit-
arfélög taki á sig.
Hægt væri að minnka þá áhættu
með því að þróunarfélagið tæki
sjálft yfir hluta af skuldbindingum
borgarinnar, gegn niðurfellingu við-
komandi gjalda.
Uppbygging Viðeyjar er dæmi
um verkefni sem gæti reynst afar
hagkvæmt að fara í. Opnast mundi á
víðáttumikið landsvæði á besta stað
og hluti Sundabrautar yrði óþarfur
án þess að skattgreiðendur þyrftu
að borga krónu.
Viðeyjarbyggð
dag eru á Viðey 170 hektarar af
verðlausu landi. Með landtengingu
um göng frá Laugarnesi og upp-
byggingu sem því fylgir mun þetta
land verða gríðarverðmætt. Út-
graftarefnið sem kæmi úr göng-
unum og uppbyggingunni á svæðinu
væri síðan hægt að nýta til að
stækka flatarmál eyjunnar um 10-20
hektara til viðbótar í grynningum
við hana. Hér er um mikið land-
flæmi að ræða, sem til samanburðar
er jafnstórt gömlu Reykjavík innan
gömlu Hringbrautar, að Örfirisey
og Tjörninni undanskilinni.
Ef þróunarfyrirtæki tæki fimm
þúsund krónur á fermetra lands
nægði það fyrir slíkum göngum auk
vegtengingar yfir grynningar til
Gufuness. Þetta er afar lágt verð
miðað við gangverð lóða í dag.
Byggðin í Viðey er þar að auki
mun nær miðbænum en flest þétt-
ingarhverfi sem nú er verið að
byggja. Það tekur t.d. ekki nema um
fjórar mínútur að keyra alla leið að
Hörpu, og því má segja að hér sé í
raun um þéttingu byggðar að ræða.
Munurinn er þó sá að Viðey er mjög
opið og auðbyggjanlegt landsvæði,
með mikla náttúrufegurð og laust
við umferðarmengunina og skark-
alann sem fylgir öðrum þéttingar-
svæðum.
Einn kostur við að einkaaðili fjár-
festi háar upphæðir í rándýrri veg-
tenginu eins og til Viðeyjar er að
það setur pressu á hann að koma
landinu í verð sem fyrst. Fyrir vikið
hentar svæðið vel til að vinna hratt á
núverandi húsnæðisvanda í sam-
keppni við önnur svæði. Annar
meiriháttar kostur er síðan að með
ódýrri landtengingu í Gufunes verð-
ur 1. áfangi Sundabrautar óþarfur,
með tuga milljarða sparnaði fyrir
skattgreiðendur.
Einkaframkvæmdir
eru framtíðin
Þó að Viðey sé líklega lang-
hagkvæmasta framkvæmd sem
hægt er að ráðast í í Reykjavík gætu
margar aðrar framkvæmdir í borg-
inni einnig reynst mjög arðsamar.
T.d. mætti byggja Kollafjarðargöng
með því að framlengja Viðeyjar-
göngin alla leiðina til Brimness.
Tenging við þjóðveg myndi styttast
um 16,5 km og allt Kjalarnes, sem
er helmingurinn af öllu landi
Reykjavíkur, mun opnast fyrir upp-
byggingu. Aðeins níu mínútna akst-
ur um göng mun þá skilja hið nýja
byggingarland frá restinni af
Reykjavík, og því mun lóðaskortur í
Reykjavík líklega heyra sögunni til
fram á næstu öld. Einnig mætti
tengja Þerney, Álfsnes, Geldinganes
og Engey gegnum göng og byggja
Skerjafjarðarbraut. Í öllum tilfellum
er um afar vænlega fjárfestingar-
kosti að ræða, sem myndu ekki
kosta skattgreiðendur krónu.
Húsnæðisokur og ónýtir vegir eru
ekki náttúrulögmál og því löngu orð-
ið tímabært að ríki og borg losi tök-
in og láti af einokun í vegagerð og á
húsnæðismarkaði. Barátta Íslands
gegn einokun hófst einmitt í Viðey,
og því er vart hægt að hugsa sér
betri stað til að byrja byltinguna.
Einkarekin Reykjavík
Eftir Jóhannes
Loftsson » Leyfum einka-
framtakinu að leysa
húsnæðis- og sam-
gönguvandann og
byggjum Viðey.
Jóhannes Loftsson
Höfundur er formaður
Frjálshyggjufélagsins.
lififrelsid@gmail.com
Reykjavík 2030
Eyjaborg byggð
á einkaframtaki
Kollafjörður
Leirvogur
Kjalarnes
Engey
Viðey
Geldinganes
Mosfellsbær
Grafarvogur
Sundabraut
er óþörf
Reykjavík
Þerney
Álfsnes
Brimnes
Verðmat, milljarðar króna
Vegamannvirki Lengd Verðmat
Viðeyjargöng 2,2 km 6
Kollafjarðarleggur 5,6 km 14
Álfsnesleggur 5,0 km 13
Engeyjargöng 2,2 km 6
Einkaframkvæmd alls 39
Kostnaður byggingarlands
Byggingarland þús.kr./m2
Viðey 5
Engey 15
Söluverð ríkis á Skerjafjarðarlandi 25
Gamalt rifið fyrir nýtt
(Vogahverfi, Ártúnshöfði)
50 til
200
9 mín. í miðbæ
16,5 km stytting frá þjóðvegi
4 mín.
í miðbæ
6 mín.
í miðbæ
8 mín.
í miðbæ
15 km stytting
8,5 km stytting
Göng frá Viðey til
Brimness: 5,6 km
Göng til
Viðeyjar:
2,2 km