Morgunblaðið - 29.03.2018, Side 23

Morgunblaðið - 29.03.2018, Side 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til sveitarstjórna sem fram fara 26. maí 2018, hefst við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu laugardaginn 31. mars 2018 kl. 12:00 til 14:00. Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að Hlíðasmára 1 í Kópavogi á opnunartíma embættisins, frá kl. 8:30 til 15:00 á virkum dögum. Einnig er opið á laugardögum og sunnudögum frá kl. 12:00 til kl. 14:00. Lokað er páskadag 1. apríl, annan í páskum 2. apríl, sumardaginn fyrsta 19. apríl, 1. maí, uppstig- ningardag 10. maí og hvítasunnudag 20. maí. Um breytingar sem kunna að verða á opnunartímum má sjá heimasíðu embættisins www.syslumenn.is Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu Þórólfur Halldórsson Tilkynningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996 ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er. Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför BJARNA JÓNS GOTTSKÁLKSSONAR bifreiðastjóra, Gaukshólum 2. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hann á Sólteigi Hrafnistu. Ragnar Bjarnason Gottskálk Jón Bjarnason Arndís Anna Hervinsdóttir Heiða Kristín Þ. Bjarnadóttir Helgi Magnússon Hinrik Daníel Bjarnason Kristín Harðardóttir Jón Erlendsson Anna Ólöf Bjarnadóttir barnabörn og langafabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVERRIS HERMANNSSONAR, fv. ráðherra og bankastjóra. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir kærleiksríka umönnun. Bryndís Sverrisdóttir Guðni A. Jóhannesson Kristján Sverrisson Erna Svala Ragnarsdóttir Margrét K. Sverrisdóttir Pétur S. Hilmarsson Ragnhildur Sverrisdóttir Hanna Katrín Friðriksson Ásthildur Lind Sverrisdóttir Matthías Sveinsson Greta Lind Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, RAGNHILDUR GUNNLAUGSDÓTTIR, lést föstudaginn 9. mars á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Gunnar Skarphéðinsson Gunnlaugur Gunnarsson Sigrún Guðlaugsdóttir Elín Gunnarsdóttir Ari H. Richardsson Kristján Gunnarsson Edda Gunnarsdóttir Garðar Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR PÁLSSON, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði þriðjudaginn 27. mars. Útförin verður auglýst síðar. Kristín Ólafsdóttir Jónas Gunnlaugsson Páll Ólafsson Sonja Óskarsdóttir Jón Ólafsson Lára Jóhannsdóttir og fjölskyldur hvernig mætti byggja upp leik- listarkennslu í unglingadeild, byggt á lokaverkefni mínu í list- kennsludeild. Hann tók einstak- lega vel í hugmyndina, hér í hverfinu væru foreldrar mjög jákvæðir gagnvart listgreinum og hann hefði sérstakan áhuga á því að taka inn leiklistarkennslu, ekki eingöngu námskeið eins og hafði verið boðið upp á hingað til heldur hugsað með uppbygg- ingu og til framtíðar. Guðmund- ur reyndi þetta vor að finna leiðir til að koma leiklistinni að en það gekk ekki svo þar við sat í bili. Í september ári síðar hringir Guðmundur í mig aftur mjög uppveðraður og spyr hvort ég hafi enn áhuga á að koma í Austó að kenna leiklist? Hann hefði nú fundið leið til að láta þetta ganga upp! Þetta kom óvænt og lítill fyrirvari en ég var himinlifandi auðvitað og stökk til. Þegar við ræddum nánari útfærslu fannst honum nauðsynlegt að taka leiklistina inn af fullum krafti, ekki bara sem val heldur námsgrein í boði fyrir alla. Þannig nýttist leik- listin sem best til þroska allra nemenda en svo væri boðið upp á val í síðustu bekkjum ung- lingadeildar fyrir þá sem hefðu sértækan áhuga á leiklist og þá settar upp leiksýningar. Og þannig varð það. Ég starfaði í Austó í fimm ár og kenndi nem- endum á aldrinum 6-15 ára leik- list. Einnig átti ég son í skól- anum sem naut góðs af leiðsögn Guðmundar. Mér finnst mikil- vægt að halda nafni frumkvöðla og hugsjónamanna eins og Guð- mundar á lofti fyrir ákvarðanir eins og þessa. Það er mikið vald í höndum skólastjóra með tilliti til hvaða áherslur eru lagðar í hverjum skóla fyrir sig. Þessi brennandi áhugi Guðmundar og skilningur á mikilvægi allra list- greina í menntun og þroska hvers einstaklings varð til þess að Austurbæjarskóli var meðan ég starfaði þar einn af fáum skólum á Íslandi sem gátu stát- að af því að kenna allar list- greinarnar, leiklist, myndlist, tónlist ásamt hönnun/smíði, textílmennt og heimilisfræðum. Þetta er nokkuð sem ég var, ásamt mörgum, farin að taka sem sjálfsögðum hlut þegar ég áttaði mig á að þetta er alls ekki raunin alls staðar. Hvorki hér á landi né erlendis. Ég vil þakka Guðmundi hjartanlega fyrir samstarfið og hans framlag til menntunar á Íslandi, fyrir það að leggja alla tíð hjarta sitt og hug af framsýni í starf sitt sem kennari og skólastjóri. Fyrir það að vera sá yfirmaður sem hann var, skemmtilegur og allt- af tilbúinn til að hlusta á nýjar hugmyndir og gefa kennurum frelsi til þróunar. Fyrir það að vera sú manneskja sem hann var, „Guðmundur góði“ far vel. Ég votta Gunnhildi og öðrum aðstandendum innilega samúð mína. Þórey Sigþórsdóttir, leikkona og leiklistar- kennari. Það var í matsal Hvals í Hvalfirði árið 1977, þegar ég fór á mína fyrstu vertíð, sem ég sá Guðmund fyrst. Ég sat við eitt langborðið í borðsalnum þegar menn tíndust inn í salinn. Við næsta borð sátu menn og heils- uðust og fögnuðu hver öðrum, því þeir höfðu ekki sést síðan á síðustu vertíð. „Gvendur, þú verður í barbaríinu!“ Sá sem gegndi því nafni sagði að kallinn hefði spurt hann í samtali: „Vilt þú ekki fara í flensingu?“ Gvendur var mjög sáttur við þá stöðu á planinu. Í Hvalstöðinni var hann aldr- ei kallaður annað en Gvendur eða GS brýnið. Kallinn var Magnús D. Ólafsson verkstjóri sem kallaði Guðmund ætíð Gvend. Þegar Gvendur fór um var hann alltaf léttur í spori, fjaðurmagnað göngulag, kvikur í hreyfingum og hljóp við fót þegar á þurfti að halda. Gvend- ur byrjaði í Hvalstöðinni árið 1972, svo MDÓ (kallinn) þekkti hann vel og vissi hvaða mann hann hafði að geyma. Gvendur var hörkuduglegur skurðarmað- ur og þekkti allar stöður mjög vel. Rengisplanið, barbaríið og kjöthúsið; allt var þetta honum kunnugt. Hann var mjög flinkur flensari og útsjónarsamur. Guðmundur var með stórt hjarta, hógvær, kurteis og skipti aldrei skapi. Það var alltaf gam- an að vinna með honum, hvort sem við skárum rengisspik eða í pottajuði. Hann skemmti okkur félögunum með sögum úr Aust- urbæjarskóla eða einhverju skondnu frá fyrri vertíðum. Kaffitímarnir úti á plani voru skemmtilegir og þegar kom að því að fara út að vinna aftur kom frá Gvendi: „Jæja, það bíð- ur hvalur á plani.“ Á frívöktum sat hann oft í eldhúsinu og skemmti eldhús- dömunum og kjötbílstjórum með smellnum athugasemdum um vaktafélaga og þá sem voru hættir í hvalnum. Það kom aðeins fyrir að við vaktarfélagar fengjum okkur í tána. En það var undir sérstök- um kringumstæðum; þegar búið var að ganga úr skugga um að næsta vakt yrði ekki vinnslu- vakt. Þá sátum við oft inni á Mávahlíð, en í því herbergi átti GS brýnið sitt bæli alla tíð með- an hann var í stöðinni. Eitt sinn eftir góða frívakt, og rútan var á leiðinni út á plan á vaktaskipt- um, komu þrír menn hlaupandi inn í rútu með skrímslagrímur á hausnum. Þarna voru komnir Gvendur og herbergisfélagar hans, við sem fyrir sátum í rút- unni hlógum okkur máttlausa yfir uppátækinu. Svo kom hann með víkingahjálm og hliðar- tösku með veigum í. GS átti það svo sannarlega inni að lyfta sér upp, enda fór hann alltaf vel með. Lífið í Hvalnum átti svo sannarlega vel við minn mann. Meira að segja þegar skyldan kallaði í Austurbæjarskólanum, en þar var hann bæði yfirkenn- ari og seinna meir skólastjóri, kom hann um helgar á meðan vertíð stóð yfir. Þær voru margar vertíðirnar sem við áttum saman í Hval- stöðinni. Eftir að sumarvertíð- inni lauk hittumst við Guðmund- ur af og til og fengum okkur að snæða saman. Það voru góðar stundir. Gunnhildi, börnum Guðmund- ar og fjölskyldu sendi ég mína innilegustu samúðarkveðju. Birgir Karlsson. ✝ Hrefna Jóns-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 9. maí 1941. Hún lést í Bandaríkj- unum 9. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Jón Jóns- son vélstjóri, f. á Steig í Mýrdal hinn 20. júlí 1909, d. 30, september 1962, og Halldóra Jónsdóttir saumakona, f. á Siglufirði 2. nóvember 1915, d. 14. desember 1997. Systir Hrefnu er Guðrún, f. 3. júlí 1953. Hrefna giftist aldrei eða eignaðist börn. Hrefna ólst upp í Vest- mannaeyjum og lauk þaðan gagnfræðaprófi og þá tóku við ferðlög um Evrópu með hléum þar til 1968 er hún réð sig sem barnfóstru á heim- ili í New York og í framhaldi af því settist hún að þar. Fyrst vann hún sem barnfóstra en eftir að hún fékk græna kortið vann hún sem skjala- vörður hjá fyr- irtæki í New York, en 1978 flutti hún til lítils þorps, Lam- bertville í New Jersey, og stofn- aði innrömmunarfyrirtæki og síðar gerðist hún listhöndlari undir nafninu Hrefna Jóns- dóttir Gallery og rak það fyr- irtæki í 35 ár. Síðustu árin voru henni erfið því hún hvarf inn í heim gleymskunnar, Að hennar ósk var aska hennar jarðsett hjá móður hennar í Grafarvogs- kirkjugarði 9. mars 2018. Það var í september, haustið 1959, þegar laufin voru farin að falla af trjánum og haustið færð- ist óðum nær, að allt lifnaði á ný í stóra hvíta húsinu við Sólvalla- götuna, þar sem var Húsmæðra- skóli Reykjavíkur. Fjörutíu ung- ar og glaðar stúlkur voru komnar til að auka þekkingu sína á húsmóðurstörfum, mat- reiðslu, næringarfræði, handa- vinnu o.fl. Þær komu úr öllum landshlut- um, og fáar þekktust. Okkur var í skipt niður í hópa (númer) eftir því hverjar áttu að vinna við sömu störf í byrjun. Við fjórar vorum saman í númeri: Ása Baldursdóttir frá Borgarnesi, Kolbrún Zophaníasdóttir frá Blönduósi, Sigurlaug Ólöf úr Reykjavík og loks hún Hrefna Jónsdóttir frá Vestmannaeyjum, vinkona okkar, sem við kveðjum hér í dag. Hrefna var vandvirk í öllu sem hún gerði, og það var gott að vinna með henni. Hún var örlát á það sem hún átti, t.d. fórum við stundum þrjár á ball, allar í kjólum af Hrefnu, en við máttum bara fara á ball einu sinni í mánuði. Þegar við máttum vera úti til kl. 22 á kvöldin voru ótalin spor- in sem við trítluðum yfir Landa- kotstúnið og fengum okkur ís á Hressó, eða kíktum í búðar- glugga. Þetta var frábærlega skemmtilegur vetur. Við vorum ungar og kátar og ekkert að hafa áhyggjur af komandi tím- um. En þegar kom að kveðju- stund um vorið féllu ansi mörg tár því að auðvitað vissum við allar að það væri mjög ótrúlegt að við ættum eftir að hittast aft- ur allar 40. Hrefna fluttist úr landi. En löngu seinna hitti ég hana einu sinni og eftir það skrifuðum við hvor annarri öðru hvoru bréf eða kort. En svo hætti ég að heyra frá henni og það var bara í þessari viku sem við fréttum að hún væri látin. Við þrjár munum ávallt minn- ast Hrefnu sem góðs vinar og fé- laga og þakka allar góðu stund- irnar sem við áttum saman, en sem urðu því miður allt of fáar. Við sendum samúðarkveðjur til Guðrúnar systur hennar og fjölskyldu og biðjum Hrefnu blessunar alla tíð. Ása, Kolbrún og Sigurlaug. Hrefna Jónsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.