Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 Borgartúni 22 og Dugguvogi 4, Reykjavík, S: 588 8000 • Dalshrauni 11, Hafnarfirði, S: 588 8000 Hafnargötu 54, Reykjanesbæ, S: 421 2720 Gleráreyrum 2, Akureyri, S: 461 2760 Opið: 8-18 virka daga og 10-14 laugardaga • slippfelagid.is Litina hennar Sæju færð þú í Slippfélaginu GÆÐIN Ein af ástæðum þess að íslenskir hönnuðir velja Slippfélagið. Votur Volgur Ber Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú færðu stund milli stríða og ættir að nota hana til þess að koma öllu í röð og reglu. Áætlanir sem tengjast frímálum, list- sköpun og börnum ættu að ganga að óskum. 20. apríl - 20. maí  Naut Nú verður ekki lengur undan því vikist að taka ákvörðun varðandi starfsvettvang. En mundu að einbeita þér einungis af því sem þú hefur áhuga á. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þrátt fyrir vinsældirnar skaltu var- ast að bera öll þín vandamál á torg vinátt- unnar. Vertu þakklátur og mundu að sönn vinátta snýst um það að gefa og þiggja. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú vinnur af öllum kröftum að uppá- haldsverkefninu þínu. Gerðu eins og þú vilt og gættu þess að enginn sái fræjum efa- semda innra með þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Gamla reglan um að tala ekki um trúar- brögð og stjórnmál í kurteisissamræðum stendur enn. Láttu allar illdeilur á vinnustað sem vind um eyru þjóta. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Nú væri kjörið að gera framtíðar- áætlun. Gættu þess bara að gleyma ekki hvað skipir raunverulegu máli í lífinu. Nú ríður á að vera vel undirbúinn fyrir verkefni dags- ins. 23. sept. - 22. okt.  Vog Leggðu áherslu á að hitta fólk og taka þátt í umræðum um þau mál sem eru í brennidepli. Njóttu augnabliksins, því allt sem þú snertir verður að töfrum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er af og frá að þú þurfir að vera sammála öllum bara til þess að allt sé slétt og fellt á yfirborðinu. Fólk leggur sig fram við að gera þér til hæfis og öfugt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú leggur þig allan fram í starfi og það vekur almenna hrifningu yfirmanna þinna. Sá sem fer með mannaforráð verður umfram allt að vera sanngjarn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft á öllum þínum innri styrk að halda svo þú skalt leggja þig fram um að varðveita hann. Innsæi þitt leiðir þig ná- kvæmlega þangað sem þú átt að vera. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Varastu að taka fljótfærnislegar ákvarðanir í fjölskyldumálunum í dag. Stund- um er besta ráðið bara að gera ekki neitt og búa sig undir næsta dag. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú getur treyst reglum sem þú setur þér sjálfur. Haltu öllum óþægindum frá þér og einbeittu þér að lífsins björtu hliðum. Ein- hver gæti gefið þér gjöf eða gert þér greiða. Ég vissi ekki hvernig ég átti aðbyrja Vísnahornið á skírdegi, sem „kenndur er við stofnun heil- agrar kvöldmáltíðar“ eins og segir í „Íslenskri orðabók“. Ég kaus að fletta upp í Skáldu Jóhannesar úr Kötlum. 29. apríl 1866 fæddist Emil Petersen og við hann stend- ur þetta vel kveðna erindi eftir hann: Hátt í lofti leika loðin þokuflögð, flaksa, riðlast, reika römm við stormabrögð, ólmast, elta, flýja - en þótt leikur gráni skýst á milli skýja skjannafölur máni. Þessu erindi læt ég fylgja eina af spakmælavísum Jóns á Arnar- vatni þótt skyldleiki sé enginn, hvorki að efni né formi: Orðin eru fyrst á ferð fram til allra gerða, en séð hef eg ástaraugnagerð orðunum fyrri verða. Ég hef alltaf haft gaman af þessari limru Kristjáns Karls- sonar: Sól skín um borð og bekki bjartari en ég þekki. Annars er myrkur manninum styrkur meðan hann lagast ekki. Kristján og Jóhann S. Hann- esson skiptust á limrum fyrir vest- an svo að ég tek hér eina eftir Jó- hann sem ég varð að lesa tvisvar og með sérstökum áherslum og þögnum til að njóta hennar: Það er rétt gott að segja alltaf satt, en satt best, þá finnst mér það pjatt ef satt, rétt og gott eru úr sitt hverjum pott að setja þau undir einn hatt. Munnmælin lýsa skilnaði Natans Ketilssonar og Skáld-Rósu svo, að honum hafi farist illa við hana og drengskaparlaust. Rósa sendi Nat- an mikið ljóðabréf og er sagt að Natan hafi kveðið eftir að hafa lesið það: Allt er þetta amorslega kveðið. Það hefur ruglað seljan seims, sárkvalin af girndum heims. Af einhverjum ástæðum kom Æri-Tobbi upp í hugann: Hér getur enginn komist í kör fyrir kæsisdöllum. Þambara vambara þeysingssköllum, Þórarinn bóndi á Hvítárvöllum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Skjannafölur máni og maðurinn sjálfur „ÉG FALDI ÞJÖL Í KÖKUNNI – ÞAÐ ER, MYND AF HENNI Á MINNISKUBBI MERKT „1001 LEIÐ TIL ÞESS AÐ LÁTA TÍMANN LÍÐA.““ „ÉG ÞOLI EKKI AÐ SJÁ BLÓÐ.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú ferð í galleríið í staðinn fyrir að horfa á fótboltann. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ERTU BÚINN AÐ LESA GREININA UM MIG ÞÁ? ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ KOMAST HJÁ ÞEIM! BÚIÐ YKKUR UNDIR AÐ MÆTA ÓVININUM! MÁ ÉG FÁ GREIÐUNA ÞÍNA LÁNAÐA? Þegar Víkverji var barn vildi hannalltaf að páskaeggið sitt væri sem stærst og mest. Jafnvel þá var þegar ljóst að Nói-Siríus vann flest- ar vinsældakosningar í vinahópnum og þeir allra óheppnustu urðu að gera sér egg frá Mónu, sem brögð- uðust alltaf svo sérkennilega, að góðu. Víkverji lofaði sjálfum sér því, að þegar hann yrði fullorðinn myndi hann kaupa stærsta páskaegg sem hann gæti fundið, gott ef þetta risa- stóra sem var alltaf í Kringlunni var ekki bara á innkaupalistanum. x x x Síðan er mikið vatn runnið til sjáv-ar og Víkverji er kominn á full- orðinsár, að minnsta kosti líkam- lega. Þá vill svo til að hann hefur eiginlega ekki áhuga á því að fá sér páskaegg. Eða ekki það mikinn að hann myndi fara út í búð að kaupa sér það ef vinnan væri ekki svo væn að gefa honum egg. Víkverji er mjög þakklátur fyrir það en finnur að sama skapi að eftir því sem árunum fjölgar er hann æ lengur að klára eggin. x x x Eitt enn: hvað varð eiginlega umbotninn í þessum páskaeggjum? Þegar Víkverji var lítill var botninn alltaf nánast gegnheill. En nú er svo komið að Víkverji telur sig heppinn ef botninn er ekki hreinlega brotinn löngu áður en eggið á að opnast. Var kannski bara allt betra í gamla daga? Víkverja er spurn. x x x Málshættirnir eru síðan það semveldur alltaf mestum kvört- unum hjá fjölskyldu Víkverja. Ann- aðhvort eru málshættirnir í eggj- unum of „normal“, neyðin kennir naktri konu að spinna sko, eða þeir eru einhvers konar samtíningur af einhverju sem óheppnasti starfs- maður súkkulaðiverksmiðjunnar hefur þurft að galdra fram á fimm mínútum. „Sjaldan er ein báran spök“, eða „Vont er að kenna göml- um hundi að sitja reiðhjól“. Það skiptir því engu máli hvaða leið málsháttahöfundarnir fara; þeir sitja alltaf uppi með skömmina. Vík- verji vill því hrósa þeim fyrir að nenna þessu. vikverji@mbl.is Víkverji Því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú. Þetta er ekki ykkur að þakka. Það er Guðs gjöf. (Efesusbréfið 2.8)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.