Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 29.03.2018, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MARS 2018 Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is Allt fyrir raftækni Hljómtæki Cambridge Audio Air 100 - Bluetooth hátalari Verð 59.900 kr. a Auðveldara að þrífa penslana aGufar ekki upp aMá margnota sama löginn aNotendur anda ekki að sér eiturefnum a Bjargar hörðnuðum olíumálningarpenslum aUNDRI brotnar hratt niður í náttúrunn Hágæða umhverfisvæn hreinsivara Fást í betri byggingavöruverslunum og matvöruverslunum Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Árleg gjörningahátíð verður haldin í fimmta sinn á morgun, föstudaginn langa, í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Á undanförnum árum hefur fjöldi gesta lagt leið sína til Siglufjarðar á hátíð- ina að fylgjast með gjörningum mis- þekktra lista- manna á ólíkum aldri en meðal þeirra sem tekið hafa þátt í hátíð- inni má nefna Magnús Pálsson, Örnu Guðnýju Valsdóttur, Arn- ljót Sigurðsson og Gjörninga- klúbbinn. Eins og fyrri ár verður samtímis opnuð ný sýning í Kompunni í Alþýðuhúsinu og stendur hún næstu vikurnar. Að þessu sinni er það sýning Karlottu Blöndal og kallar hún hana „Nýjar teikningar fyrir Alþýðuhúsið“. Dagskráin hefst kl. 14 með opnun sýningar Karlottu. Kl. 15 er gjörn- ingur Magnúsar Loga Kristinssonar, „Homage to 7 Masters“. Magnús, sem er búsettur í Finnlandi, sýndi verkið fyrst á Reina Sofia-safninu kunna í Madrid. Líkami og orð eru sögð umbreytast í hlutgerð form í gjörningnum, þar sem regluleg hrynjandi í upplestri margbreytilegra lista gerir textann bæði að konkret ljóði og tónlist, og á sama tíma er hugmynd um líkamlega nærveru ögrað með nánast algerri kyrrstöðu. Kl. 15.40 verður gjörningur dönsku listamannanna Mads Hvidkjær Binderup, Sonju Ferdinand og Önnu Oline Frieboe Laumark, „REM“. Í samnefndri hljóðmynd er myndmál drauma útgangspunktur skoðunar á ástandinu „draumur“ sem svörun við umheiminum. Áhorfendum er boðið í umvefjandi ferðalag, þar sem brot úr persónulegum draumum umbreytast í sameiginlega upplifun. Eftir kaffihlé lýkur dagskránni með „Blóðsól“, verki Haraldar Jóns- sonar og Ástu Fanneyjar Sigurðar- dóttur. Því er lýst sem tilraun til að varpa ljósi á róf athafna, orða og mynda í tilbúnum aðstæðum. „„Blóð- sól“ lýsir upp síkvikar væntingar mannsins þar sem þátttakendur eru í senn áhorfendur, viðfangsefni og hvorugt,“ segir í tilkynningu og að listamennirnir beiti ýmsum miðlum í listsköpun sinni og eigi það sameig- inlegt að vinna á mörkum myndar og tungu þar sem þau vefa oftar en ekki verk sín úr andrúmslofti staðhátta. Gjörningar sýnilegri Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarkona og staðarhaldari í Al- þýðuhúsinu, hóf að halda gjörn- ingahátíðina á föstudaginn langa fyrir fimm árum, á helgum degi þegar áð- ur fyrr mátti vart hreyfa sig. „Ég hef alltaf haft gaman af því að gera eitthvað sem má ekki gera,“ seg- ir Aðalheiðir og hlær. „Þegar ég byrjaði með gjörninga- hátíðina var ekki mikið um gjörninga fyrir norðan. Síðar byrjaði Listasafn- ið á Akureyri með gjörningahátíðina A, sem er á haustin, svo núna eru tvær gjörningahátíðir á svæðinu. Einstaklingar eins og Anna Rík- harðsdóttir hafa gert gjörninga hér fyrir norðan en mér fannst, þegar ég byrjaði á þessu, að þetta listform mætti vera sýnilegra hér. Og ég vildi búa til vettvang fyrir þá listamenn hér á svæðinu sem fást við gjörninga- formið. En ég hef líka þurft að leita út fyrir svæðið og nú koma fram lista- menn frá Reykjavík, Finnlandi og Danmörku. Maður færir út kvíarn- ar … Ég reyni að setja upp skemmtilega og góða dagskrá,“ segir hún. Fullt hús og gaman Aðalheiður segir að á fyrri gjörn- ingahátíðum hafi verið mikill fögn- uður og gleði í Alþýðuhúsinu. „Föstu- dagurinn langi er tilvalinn til þess að efna til svona andans upplyftingar, enda er fólk yfirleitt að leita að af- þreyingu og einhverju að gera á þess- um degi. Margir leggja leið sína til Siglufjarðar á þessum tíma, sumir á skíði, aðrir eiga hér hús og koma með gesti, og svo kemur fólk úr nær- sveitum sérstaklega á hátíðina; frá Sauðarkróki, Akureyri, og sumir frá Reykjavík. Á hverju ári gera sífellt fleiri sér ferð á hátíðina og það er ánægjulegt – það hefur í raun alltaf verið fullt hús og ægilega gaman. Þegar skapandi fólki er stefnt sam- an með þessum hætti verður oft til ægilega fín dýnamík,“ segir hún. Magnús Logi kemur sérstaklega frá Finnlandi til að koma fram á há- tíðinni og sama má segja um dönsku listamennina; þau hafa nýtekið sín fyrstu skref á þessu sviði og eru að fara á ferð um Norðurlöndin að troða upp með gjörninga. „Það er gaman að listamennirnir skuli vilja leggja leið sína til Siglu- fjarðar til að fremja sína gjörninga. Ég er ótrúlega þakklát fyrir það, og spennt að sjá,“ segir Aðalheiður. Oft ægilega fín dýnamík  Árleg gjörningahátíð í Alþýðuhúsinu á Siglufirði á föstudaginn langa  Íslenskir og danskir listamenn með gjörninga  Sýning á teikningum eftir Karlottu Blöndal einnig opnuð í Kompunni Gjörningahátíð Sýning á teikningum eftir Karlottu Blöndal verður opnuð í Alþýðuhúsinu kl. 14 á morgun. Þá hefst árleg gjörningahátíð, þar sem Ásta Fanney Sigurðardóttir og Haraldur Jónsson koma meðal annars fram. Aðalheiður S. Eysteinsdóttir Á viðamikilli sýningu sem opnuð hefur verið í Van Gogh-safninu í Amsterdam er sjónum beint að því hvað japanskar tréristur höfðu mikil áhrif á listsköpun Vincents Van Gogh (1853-1890). Eins og fræðimenn benda á þá kom lista- maðurinn aldrei til Japan en hafði landið sífellt fyrir augum síðustu árin sem hann lifði, er hann skapaði sín þekktustu málverk í formi jap- anskra grafíkverka. Litríkar japanskar tréristur á handgerðan pappír, svokölluð „Ukiyo-e“ prent, nutu mikilla vin- sælda í Evrópu á seinni hluta 19. aldar og höfðu áhrif á marga lista- menn, til að mynda marga þá þekktustu í hópi impressjónist- anna. Van Gogh sá slík prent í fyrsta skipti árið 1885 og hreifst af; í bréfi lýsti hann þeim sem stórkostlegum og undarlegum í senn. Elstu verkin á sýningunni í Amsterdam eru frá árinu 1886. Þá flutti hann til Theos bróður síns í París og komst að því að þýskur listmunasali átti fullt háaloft af jap- önskum tréristum. Van Gogh keypti af honum 660 ólík prent fyrir slikk. Fljótlega hélt hann á þeim sýningu og vildi hagnast á sölunni en fáir keyptu og þá hélt hann stafl- anum hjá sér; hann festi sumar á veggina þar sem hann bjó og leitaði óspart í myndirnar, að hugmyndum og áhrifum. Um 500 prentanna gengu til fjölskyldu listamannsins er hann lést af völdum voðaskots árið 1890 og eru þau nú varðveitt í Van Gogh-safninu. Á sýningunni í Amsterdam kemur glögglega í ljós hvernig áhrif frá jap- önsku grafíkverkunum seytluðu smám saman inn í málverk Van Gogh, form, skreyti og litir. „Það er erfitt að ímynda sér hvernig list hans hefði þróast án þessarar áhrifa,“ segir einn sýningarstjór- anna í samtali við The New York Times og bætir við að japanski myndheimurinn hafi hjálpað lista- manninum við að finna þann ein- staka stíl sinn sem fólk nú dáir. Sýningin er afar umfangsmikil og á henni eru tugir málverka þar sem vel má sjá Japansáhrifin. Þá eru sýndar um 50 grafíkmyndanna sem Van Gogh nýtti sér við sköpunina. AFP Japönsk áhrif Willem-Alexander Hollandskonugur og sendiherra Japans í Hollandi voru heiðursgestir við opnun sýningarinnar Van Gogh & Japan í Van Gogh-safninu í Amsterdam. Japönsk áhrif sjást í fjölda verka. Japansáhrif Van Gogh  Sýning í Amsterdam hverfist um þau miklu áhrif sem japanskar tréristur höfðu á málverk Vincents Van Gogh

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.