Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 2

Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018FRÉTTIR SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ICEAIR -0,0% 15,95 N1 +3,14% 131,5 S&P 500 NASDAQ +1,11% 7.374,293 +1,11% 2.721,17 +1,50% 7.175,94 FTSE 100 NIKKEI 225 8.9.‘17 8.9.‘177.3.‘18 7.3.‘18 1.700 702.300 2.099,0 2.136,35 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 53,78 65,48+0,34% 21.252,72 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 50 Raforkuverð skapar ekki lengur samkeppnisforskot fyrir íslensk fyrirtæki hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslu frá Samtökum iðn- aðarins sem ber heitið Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnis- hæfnina sem birt verður í dag sam- hliða Iðnþingi. Heildsöluverð á raforku í Norður- Evrópu hefur farið lækkandi á síð- ustu árum. Á sama tíma hafa orku- frekar atvinnugreinar í flestum lönd- um á þessu svæði verið undanþegnar sköttum á raforku. Ekki fylgt erlendri þróun Skýrsluhöfundar segja að verð raf- orku Landsvirkjunar hafi ekki fylgt þeirri þróun en fyrirtækið sé ráðandi á raforkumarkaði hér á landi með yf- ir 70% hlutdeild markaðarins. Það hafi leitt til þess að samkeppn- isforskot Íslands á sviði raforkuverðs hafi tapast. Auk þessa hafi gagnsæi raforku- markaðarins verið að aukast í flest- um löndum Norður-Evrópu. Í skýrslunni segir að hér á landi hafi þróunin hins vegar ekki verið í þá átt. Í strjálbýlu landi vegi kostnaður við raforkuflutning þungt í heildar- orkukostnaði. Haga þurfi viðhaldi og uppbyggingu kerfisins á sem hag- kvæmastan hátt því kostnaður við frekari uppbyggingu skili sér beint í raforkureikning notenda og veiki samkeppnisstöðu Íslands. Uppbygg- ing verðlagningar í flutningi og dreif- ingu raforku hér á landi gerir það síðan enn erfiðara fyrir meðalstór fyrirtæki sem nýta raforku að vera samkeppnishæf, segir í skýrslunni. Steinn í götu í samkeppni Samtök iðnaðarins segja enn- fremur í umsögn til atvinnuvega- nefndar að hagsmunatengsl eigenda og stjórnarmanna Landsnets við helstu viðskiptavini fyrirtækisins hafi áhrif á aðra viðskiptavini og standi í vegi fyrir virkri og heilbrigðri sam- keppni. Fjöldi aðila hafi bent á þann vanda sem skapist við það að eig- endur Landsnets séu jafnframt með- al þeirra stærstu viðskiptavina. Landsvirkjun á 65% hlut í Lands- neti, Rarik á 23%, Orkuveita Reykja- víkur á 7% og Orkubú Vestfjarða 6%. Raforkuverð skapar ekki lengur forskot Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Lengi vel sótti erlend stór- iðja í rafmagn á hagstæðu verði sem var í boði hér á landi. En raforkuverð Landsvirkjunar hefur ekki fylgt alþjóðlegri þróun að mati Samtaka iðnaðarins. Morgunblaðið/RAX Í strjálbýlu landi vegur kostnaður við raforkuflutning þungt. STJÓRNARHÆTTIR Bandaríska eignastýringarfyrir- tækið Eaton Vance Management hef- ur sent bréf til stjórna allra félaga sem sjóðir á þess vegum eiga hlut í og óskað eftir því að komið verði á fót til- nefningarnefnd við val á stjórnum, samkvæmt heimildum Viðskipta- Moggans. Eaton Vance Management er um- svifamesti erlendi fjárfestirinn í Kauphöllinni. Tveir sjóðir á vegum fyrirtækisins, sem bera nafnið Global Macro, eru á meðal 20 stærstu hlut- hafa í ellefu fyrirtækjum af 16 á Aðal- listanum. Þeir eiga meðal annars í Icelandair Group, Símanum og fast- eignafélögunum þremur. Fram kemur í bréfinu, sem Við- skiptaMogginn hefur undir höndum, að góðir stjórnarhættir leiði til aukins virðis fyrir hluthafa til lengri tíma lit- ið. Eitt mikilvægasta atriðið til að tryggja góða stjórnarhætti sé að skipa tilnefningarnefnd. Vakin er at- hygli á því að 95% af skráðum fyrir- tækjum í Svíþjóð hafi yfir að ráða slíkum nefndum. Nefna má að Vodafone og Skelj- ungur nýta tilnefningarnefnd við val á stjórnarmönnum. Á aðalfundi Origo, sem fram fór á föstudaginn, var samþykkt að skipa tilnefningar- nefnd. Eaton Vance hefur lengi fjárfest í íslenskum ríkisskuldabréfum en fyrir næstum þremur árum hóf það að fjárfesta í skráðum hlutabréfum í ís- lensku kauphöllinni, segir í bréfinu. helgivifill@mbl.is Eaton Vance óskar eftir tilnefningarnefndum Morgunblaðið/Ásdís 95% skráðra fyrirtækja í Svíþjóð skipa valnefndir fyrir stjórnir. FJÁRMÁL Gísli Hauksson, annar stofnenda GAMMA og fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins, hefur látið af störfum hjá því. Hann hyggst áfram vera hlut- hafi en hann á 31% hlut í fyrirtækinu. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á vefsíðu GAMMA í gær. Gísli var forstjóri GAMMA frá stofnun fyrirtækisins 2008 og til síð- asta árs, þegar Valdimar Ármann tók við starfinu. Frá árinu 2015 hefur Gísli verið búsettur erlendis og stýrt þaðan uppbyggingu á erlendri starf- semi félagsins. Gísli stofnaði GAMMA ásamt Agn- ari Tómas Möller í júní árið 2008. Félagið hefur vaxið hratt á þessum tíma en í lok síðasta árs var félagið með um 137 milljarða króna í stýr- ingu, m.a. fyrir lífeyrissjóði, trygg- ingafélög, innlendar og erlendar bankastofnanir, fyrirtæki og ein- staklinga. Starfsleyfi félagsins tekur til reksturs verðbréfasjóða og ann- arra sjóða um sameiginlega fjárfest- ingu, fjárfestingarráðgjafar og stýr- ingar á fjármálagerningum. Gísli var forstjóri GAMMA frá stofnun fram til febrúar í fyrra þegar hann tók við starfi stjórnarformanns. Hinn 9. febrúar síðastliðinn kynnti GAMMA svo nýtt skipurit þar sem greint var frá því að Gísli hefði stigið til hliðar sem stjórnarformaður og myndi einbeita sér að erlendri starf- semi félagsins. Haft er eftir Gísla á vef GAMMA að hann hyggist nú einbeita sér að öðrum verkefnum, m.a. eigin fjárfest- ingum og fjölskyldunnar, stjórnar- setu í fyrirtækjum og verkefnum á sviði menningarmála. Hann verði áfram stærsti einstaki hluthafi GAMMA og muni styðja við frekari vöxt og viðgang félagsins. sn@mbl.is Gísli Hauksson hættir hjá GAMMA Morgunblaðið/Styrmir Kári Gísli stofnaði GAMMA ásamt Agnari Tómasi Möller fyrir tæpum 10 árum. Fjöldi einkaleyfa á Íslandi er úr takt við þróun erlendis. Umsóknum sem Einkaleyfastofunni bárust frá íslenskum aðilum vegna tæknilegra uppfinn- inga hefur fækkað um 40% frá árinu 2007 til ársins 2017. Þetta kemur fram í skýrslu Samtaka iðnaðarins Ísland í fremstu röð – eflum samkeppnishæfnina. Þetta er öfugt við alþjóðlega þróun því á sama tímabili sexfaldaðist heild- arfjöldi umsókna, frá erlendum aðilum meðtalið, um einkaleyfi hér á landi. Árið 2017 tók Einkaleyfastofan á móti yfir 1.500 umsóknum um einkaleyfi á Íslandi, en 3,5% þeirra umsókna komu frá íslenskum lögaðilum sem er einnig lágt í sögulegum samanburði, segir í skýrslunni. Einungis tvö einkaleyfi eru í gildi hjá íslenskum aðilum í orkuiðnaði, segir í skýrslu samtakanna, og ekkert í jarðvarmaiðnaði. Samt sem áður hafi Ísland náttúrulegt forskot, þrátt fyrir að háum fjárhæðum hafi verið varið í rannsóknir og þróun í þeim greinum. Í skýrslunni segir að það geti veikt samkeppnisstöðu Íslands til lengri tíma litið. Skýrsluhöfundar vekja athygli á tengdu atriði. Þegar horft er til þess hvaða nám fólk velur sér sést að Ísland var með hlutfallslega fáa skráða í STEM-fögin svokölluðu á árinu 2016 en þau taka til stærðfræði, raunvís- inda, verkfræði og tæknifaga. Hlutfallið er með því lægsta innan OECD, 19% á Íslandi og 26% að meðaltali í OECD. Þessi mælikvarði er oft notaður til að meta tækifæri landa til framþróunar og nýsköpunar og er því nátengd- ur samkeppnishæfni, segir í skýrslunni. Umsóknum Íslendinga um einkaleyfi fer fækkandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.