Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 1

Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 1
MIKILTÆKIFÆRI ÍTÖLVUTÆKNINNI Reiðhjólaljós sem hleður sig með segulkrafti. 4 Unnið í samvinnu við Skapa má meiri verðmæti í sjávarút- vegi með því að búa til „sögu“ sem dýpkar upplifun neytendanna. 6 VIÐSKIPTA Niclas Walter, forstjóri InfoMentor, segir að margir átti sig ekki á þeim gríðarlegu möguleikum sem tæknin skapar til þess að bæta menntun VERÐMÆTFISKISAGA tölvu . 4 FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Þrír milljarðar í viðbótarkostnað Kostnaður tryggingafélaga við öku- tækjatryggingar gæti aukist um 3- 3,5 milljarða á ári ef breytt skaða- bótalög ná fram að ganga. Iðgjöld meðalfjölskyldu með tvo bíla gætu aukist um 30-60 þúsund krónur, samkvæmt útreikningum Samtaka fjármálafyrirtækja. Á meðal breyt- inga á löggjöfinni eru ákvæði um lágmarks- og hámarkstekjur. „Þetta er stórt neytendamál,“ seg- ir Katrín Júlíusdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, í samtali við ViðskiptaMoggann. „Því kostnaðarauki á borð við þennan er líklegur til að hafa áhrif á iðgjöldin.“ Samkvæmt kostnaðargreiningu sem gerð var á frumvarpsdrögum getur kostnaðarauki vegna slysa- tryggingar ökumanns og eiganda verið 26% á meðan kostnaðaraukinn í ábyrgðartryggingum ökutækja er um 16%. Af öllum örorkumatsmálum þá eru 92% allra mála og 75% allra bótagreiðslna vegna slysa þar sem varanleg örorka er metin undir 15%. „Að sjálfsögðu eiga þeir sem verða fyrir varanlegu tjóni að fá það bætt. Aftur á móti má spyrja hvort þeir sem metnir eru með örorku undir 15% eigi að fá tjónabætur sem byggjast á því að þeir geti ekki unnið fullt starf frá slysi og það sem eftir er af starfsævinni. Í dag eru greidd- ar miskabætur og kostnaður er bættur. Okkar aðaltillaga er þó sú að matsferillinn verði endurskoðaður þannig að tryggt sé að samræmi sé í matsferlum, miðlægur aðili líkt og örorkumatsnefnd verði styrkt til þess að gefa út leiðbeiningar, úthluta matsfólki og vera þannig faglegur leiðtogi í ferlinu öllu. Hjá slíkum að- ila safnast þannig þekking og yfirsýn t.d. yfir starfs- og tekjuþróun hjá þessum lágörorkuhóp sem vantar sárlega svo byggja megi ákvarðanir á gögnum og raunverulegum upplýs- ingum í framtíðinni,“ segir Katrín. Að hennar sögn er nauðsynlegt að skoða hvort það sé samfélagslega réttlætanlegt að greiða slíkar bætur þar sem hinn almenni vátrygginga- taki sé með þessu að greiða tjón hjá þeim hópi sem oftar en ekki heldur aflahæfi sínu. „Ákvæði dönsku lag- anna byggjast á því að örorka undir 15% leiði sjaldnast til fjárhagslegs tjóns og beri því að líta á sem miska,“ segir hún. Í umsögn SFF um breytingar á skaðabótalögunum er greint frá dómi Héraðsdóms sem féll í október. Maður sem nýlega var metinn með 30% örorku lenti aftur í slysi skömmu síðar. Í dómnum var tekið undir það að viðkomandi hefði verið búinn að jafna sig á slysinu og aftur dæmdar 30% örorkubætur. „Þessi nýlegi dómur sýnir vel í hvers konar ógöngur kerfið er komið,“ segir í umsögn SFF. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Iðgjöld meðalfjölskyldu með tvo bíla gætu aukist um 30 til 60 þúsund krónur á ári nái breytt skaðabótalög fram að ganga. Morgunblaðið/Hari Aukinn kostnaður vegna skaðabótalaga mun hækka tryggingaiðgjöld. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 8.9.‘17 8.9.‘17 7.3.‘18 7.3.‘18 1.679,69 1.802,34 130 125 120 115 110 127,25 123,55 Vegna hreinnar orku, langtíma raf- orkusamninga, hagkvæmrar raforku og góðs aðgengis að henni er Ísland aðlaðandi kostur fyrir erlend stórfyr- irtæki er kemur að hátæknigagna- vinnslu. Þröskuldurinn er hinsvegar gagnatengingar landsins við útlönd. „Við heyrum að útlendingar hafa mestar áhyggjur af því. Það er því stærsti þröskuldurinn fyrir uppbygg- ingu iðnaðarins,“ segir Þorsteinn G. Gunnarsson, forstjóri Opinna kerfa. Spurður að því hvort að nýr gagna- strengur sé í pípunum, segir Þor- steinn að hann gæti orðið að veru- leika innan 24 mánaða. „Það eru samtöl í gangi, og þeir sem taka þátt í því samtali eru bæði stjórnvöld og aðrir. Þetta yrði þá þriðji strengurinn en hinir tveir eru komnir til ára sinna. Farice-strengurinn er til dæmis að verða 15 ára. Það verður ódýrara með hverju árinu að leggja slík- an streng.“ Strengur stærsti þröskuldurinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorsteinn segir að nýr strengur skapi kjöraðstæður í samkeppninni. Margt er hagfellt hér fyrir hátæknigagnavinnslu, en útlendingar hafa áhyggjur af gagnatengingum. 8 Yfirlýsing forseta Bandaríkj- anna um að „viðskiptastríð eru góð og auðunnin“ ætti að skelfa allt vel upplýst fólk. Allir tapa á vernd- artollum Trumps 10 Þegar Blackstone skilar inn af- komutölum sínum keppast markaðsgreinendur við að reikna út hlut Stev- es Schwarzmans. Hærri skattur meira ríkidæmi? 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.