Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 16
Settu starfsfólkið í fyrsta sæti
WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn
í vélina. Innifalið er hraðferð um borð,máltíð, forfallavernd og sömuleiðis
BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni
til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz
kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða.
WOW Biz
Sumir þurfa einfaldlega
meira WOW en aðrir.
BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
er
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Félag Björgólfs og Róberts gjaldþrota
Hótar að tollleggja innflutta bíla …
„Óendanlega döpur málalok“
Sjö í framboði til stjórnar Icelandair
Verslað á 70 tommu skjá í Lindex
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Hið fornfræga málningarfyrirtæki
Slippfélagið mun í næsta mánuði
flytja höfuðstöðvar sínar úr Duggu-
vogi 4 yfir í gamla Vodafone-húsið í
Skútuvogi 2. Jafnframt verður opn-
uð 800 fm sérverslun með
málningarvörur í húsnæðinu, sem
verður sú stærsta á landinu.
Þröstur Ingvason, sölustjóri fé-
lagsins, segir í samtali við Við-
skiptaMoggann að skipulagning
Vogahverfisins til framtíðar hafi
gert það að verkum að Slippfélagið
ákvað að hugsa sér til hreyfings. Um
eitt og hálft ár er síðan hugmyndin
um að flytja í Skútuvog 2 kom upp.
„Við veltum fyrir okkur að vera
áfram í Dugguvoginum, en ákváðum
á endanum að flytja og munum gera
það í apríl. Við erum búin að vera í
Dugguvogi síðan 1972, en Slipp-
félagið sjálft var stofnað 1902 og er
næstelsta hlutafélag landsins,“ segir
Þröstur.
Hann segir að rekin sé eins konar
heildverslun í Dugguvogi og vörur
afgreiddar af lager. Í Skútuvoginum
verður hins vegar hefðbundin versl-
un. „Svo verðum við með sérstakan
iðnaðarmannainngang.“
Síðustu ár hefur Slippfélagið sótt í
sig veðrið. „Ég tók við árið 2013 og
við höfum verið að herja á mark-
aðinn síðustu ár.“
Í samkeppni við eigendurna
Málningarfyrirtækið Málning hf.
keypti Slippfélagið árið 2010. Þröst-
ur segir rekstur félaganna ótengdan
að öðru leyti en því að Málning sér
um framleiðslu á málningu undir
Slippfélagsmerkinu. „Við erum í
beinni samkeppni við eigendur okk-
ar.“
Starfsmenn hjá Slippfélaginu eru
27 og búðirnar eru fimm, í Duggu-
vogi, á Akureyri, í Keflavík, Borg-
artúni og við Dalveg í Hafnarfirði.
Morgunblaðið/Eggert
Slippfélagið flytur í Skútuvog í næsta mánuði. Húsnæðið er í eigu fasteigna-
félagsins Regins. Núverandi húsnæði félagsins er í eigu Landsbankans.
Slippfélagið í
Vodafone-hús
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Stærsta málningarvöru-
verslun landsins verður
opnuð í Skútuvogi 2 í apríl
þegar Slippfélagið flytur í
húsið.
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Hagstofan gerir ráð fyrir 2,9%hagvexti í ár. Í fyrra er áætlað
að hann hafi verið 3,8%. Gert er ráð
fyrir að hægja muni á fjárfestingu á
næstu árum og það mun meðal ann-
arra þátta valda því að hagvöxtur
verði í kringum 2,5-2,8% á komandi
árum. Verði það raunin er ljóst að
hagkerfið er að ná lendingu eftir
mikinn uppgang síðustu ára.
Og þótt hinar hóflegu tölur Hag-stofunnar líti ekki illa út á
blaði er ljóst að stöðugleikinn sem
þær vitna um er brothættur í meira
lagi. Sterkt gengi krónu samhliða
stökkbreyttum útflutningstekjum af
ferðaþjónustu hefur haldið aftur af
verðbólgu og það eina sem knúið hef-
ur hana áfram er hækkandi húsnæð-
isverð. Í neikvæðri umræðu um þær
hækkanir allar gleymist að minnast
þeirra jákvæðu áhrifa sem þær hafa
á efnahag heimilanna.
Nú þegar gengi krónunnar er afarhátt, svo að reynir verulega á
útflutningsatvinnuvegina, og launa-
hækkanir hafa verið miklar á mark-
aðnum, þarf lítið út af að bera til þess
að hófleg kæling hagkerfisins snúist
upp í annað og verra ástand.
Nú er m.a. hætt við að stjórnvöldþurfi að éta ofan í sig útþanin
loforð um útgjaldaþenslu hins opin-
bera á komandi árum. Hafi þau þor
til þess geta þau stuðlað að hinni hóf-
legu kælingu en ef þau sitja við sinn
keip munu þau taka afleiðingunum af
því. Verst er að það mun ekki aðeins
koma niður á þeim heldur okkur öll-
um.
Er kæling
í kortunum?
Staðan á íslenskum vinnumarkaðihefur sjaldan verið betri. At-
vinnuleysi mælist afar lítið og þrátt
fyrir miklar launahækkanir á al-
mennum og opinberum vinnumark-
aði hafa ytri aðstæður komið í veg
fyrir að verðbólgan hafi látið á sér
kræla. Það veldur því að kaupmáttur
er nú meiri en nokkru sinni fyrr og
hefur vaxið um fjórðung meðal hinna
lægst launuðu frá því að síðasti
kjarasamningur á almennum vinnu-
markaði var undirritaður.
Mitt í þessum aðstæðum þarsem flest bendir til þess að ís-
lenskt hagkerfi hafi náð hápunkti á
löngu uppsveifluskeiði, virðast óveð-
ursskýin hrannast upp á vinnumark-
aði. Á meðan tölurnar tala sínu máli
og vitna um hinn ótvíræða og mik-
ilvæga árangur sem náðst hefur
heyrast sífellt hærri raddir hrópa á
nýtt stéttastríð þar sem markmiðið
virðist það að etja ólíkum samfélags-
hópum hverjum gegn öðrum á þeim
forsendum að forystumenn verka-
lýðshreyfingarinnar hafi gengist
undir láglaunastefnu sem hafi það að
markmiði að arðræna almenning í
landinu.
Þegar í gærmorgun fréttist aðþessar raddir hefðu náð undir-
tökunum í næststærsta stéttarfélagi
landsins, brást markaðurinn fremur
illa við og lækkuðu hlutabréf í verði
og hækkaði ávöxtunarkrafa á flesta
flokka skuldabréfa. Vissulega hjarn-
aði markaðurinn við þegar mesti
hrollurinn var farinn úr mann-
skapnum en viðbragðið undirstrikar
þann ótta að nú verði öllu hleypt í
bál og brand.
Það er afar ósennilegt að árangurí átt til aukins kaupmáttar náist
þegar einn mikilvægasti leikandinn
við samningaborðið heldur því blá-
kalt fram að „stöðugleikinn sé fyrir
auðvaldið“. Nái nýr formaður Efl-
ingar að binda enda á tímabil stöð-
ugleikans mun verðbólgan rjúka
upp, atvinnuleysi mun aukast og
verðmæti glatast í stórum stíl. Það
er vont til þess að hugsa ef formað-
urinn og fylgihnettir hennar telja þá
stöðu sínum umbjóðendum til fram-
dráttar. Staðreyndin er sú að stöð-
ugleikinn stendur helst vörð um
stöðu hinna verst settu. Þegar gefur
á bátinn eiga þeir síst innstæðu til að
bera hönd fyrir höfuð sér og sinna.
Verri horfur
á vinnumarkaði
Drykkjarvörurisinn
Coca-Cola áformar
að framleiða áfengan
drykk í fyrsta sinn í
sögu fyrirtækisins.
Coca-Cola með
áfengisdrykk
1
2
3
4
5