Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 10

Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018FRÉTTIR Alvöru bónstöð þar sem bíllinn er þrifinn að innan sem utan, allt eftir þínum þörfum. Frábær þjónusta – vönduð vinnubrögð. Bæjarlind 2, 201 Kópavogur | SÍMI 577-4700 | bilalindin.is Bónstöð opin virka daga frá 8-19, Alþrif verð frá 14.500,- (lítill fólksbíll) Bónstöð Pantið tíma í síma577 4700 ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Það verður ekki lengur um það deilt að Donald Trump er verndartolla- sinni. Tal hans reyndist meira en orðin tóm. Þetta staðfestist í síðustu viku þegar tilkynnt var að hann myndi undirrita tilskipun í þessari viku um að leggja 25% toll á inn- flutt stál og 10% toll á innflutt ál. Þessir tollar eru ekki svo veiga- miklir út af fyrir sig. En rökstuðn- ingurinn að baki þeim, hversu háir þeir verða og hve lengi þeir munu vara, auk vilja forsetans til að beina spjótum sínum að nánum banda- mönnum og yfirlýsing hans um að „viðskiptastríð eru góð og auð- unnin“, ættu til samans að skelfa allt vel upplýst fólk sem fylgist með. Líklega upphaf að meira Þetta útspil forsetans verður sennilega ekki það síðasta, og mun sennilegra að það sé upphafið á endinum á því reglustýrða fyrir- komulagi milliríkjaviðskipta sem Bandaríkin komu sjálf á. Kannski hljómar þessi spá of svartsýnisleg, en hún er það ekki. Vissulega ná fyrirhugaðir vernd- artollar aðeins yfir rétt rúmlega 2% af öllum innflutningi Bandaríkj- anna. Ef ekki verður gengið lengra mun heimsbyggðin, og alþjóða- hagkerfið, eiga auðvelt með að að- lagast þeim. Þegar jafn ófyrirsjáanlegur ein- staklingur og Trump er við stjórn- völinn, er hugsanlegt að hér verði láti staðar numið. En við getum ekki verið þess fullviss. Ein ástæðan fyrir því að verndar- tollastefna Bandaríkjanna mun lík- lega breiða úr sér er sú, að fyrir- huguð aðgerð, sem greinilega er ætlað að vera langvarandi, felur í sér skattlagningu á alla notendur stáls og áls. Þeirra á meðal eru at- vinnugreinar sem skapa vinnu fyrir mun stærri hóp en þau 81.000 manns sem vinna við stálframleiðslu í Bandaríkjunum. Þessir notendur munu verða fyrir „neikvæðri vernd“. Ein afleiðingin verður sú að innfluttar vörur gerðar úr stáli og áli verða hlutfallslega ódýrari. „Lausnin“ verður þá vafa- laust að leggja tolla á þær vörur líka. Önnur ástæða fyrir því hvers vegna verndaraðgerðirnar munu breiða úr sér er sú að þeir sem finna fyrir neikvæðum afleiðingum þeirra gætu svarað Bandaríkjunum í sömu mynt á öðrum sviðum. Í reynd er samt líklegra að þau reyni að fá málið útkljáð í gegnum kæru- ferla Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar (WTO). Á meðan myndu þau leggja svokallaða öryggisvernd á stál og ál til að koma í veg fyrir að breytt flæði á mörkuðum verði til þess að innflutningsvörur streymi inn á þeirra eigin markað. Á þann hátt mun verndartollastefnan líka breiða úr sér. Öryggisventill misnotaður Enn önnur ástaða fyrir frekari útbreiðslu verndartolla er átylla Bandaríkjanna um þjóðaröryggi í þessu sambandi. Alþjóðaviðskipta- stofnunin leyfir aðildarríkjum vissu- lega að „grípa til hvers kyns að- gerða sem þau telja að þörf sé á til að verja mikilvæga öryggishags- muni … hvort heldur á stríðstímum eða þegar upp kemur neyðarástand í milliríkjasamskiptum.“ En líkt og Chrystia Freeland, utanríkisráðherra Kanada, bendir á: „Það er algjörlega óviðeigandi að líta á viðskipti við Kanada í nokkr- um tilvikum sem ógn við þjóðar- öryggi Bandaríkjanna.“ En fyrst þessi glufa í reglunum er notuð á svona óábyrgan hátt af Bandaríkj- unum af öllum löndum, hvar verða mörkin? Það er mikilvægt að átta sig á því að verndartollarnir snúast ekki um Kína, sem framleiðir minna en 1% af öllu stáli sem Bandaríkin flytja inn. Fórnarlömbin eru einkum vina- þjóðir Bandaríkjanna, eins og Bras- ilía, Kanda, ESB, Japan og Suður- Kórea. Tollarnir eru ekki heldur einhvers konar viðbragð við ósann- gjörnum viðskiptaháttum heldur er hér á ferð hrein og bein verndar- tollastefna sem miðar að því að koma gömlum iðnaði til bjargar. En jafnvel byggð á þeirri ástæðu standast rökin ekki, því stál- og ál- framleiðsla í Bandaríkjunum hefur staðið í stað svo árum skiptir. Ef Trump finnst virkilega vera vit í þessari aðgerð, hvað annað gæti honum þótt ráðlegt? Er reiðubúinn í tollastríð Af öllum framangreindum ástæð- um þá ættum við að vænta fleiri verndaraðgerða af hálfu Bandaríkj- anna, sem og annarra. Og er þá ónefnd enn veigameiri ástæða til að ætla að svo fari. Trump virðist vilja koma af stað verndartollastríði. Hann virðist þess fullviss að stórt land með mikinn viðskiptahalla muni „sigra“. Það sem meira er, þá trúir hann því að viðskiptahallinn sé til marks um að önnur lönd hafi snúið á Bandaríkin. Bæði þessi við- horf eru alveg galin frá sjónarhorni hagfræðinnar. Vissulega gætu Bandaríkin borið minna tjón en önnur lönd af vernd- artollastríði. En allir, og Bandaríkin svo sannarlega meðtalin, myndu skaðast af því að reisa varnargirð- ingar í alþjóðahagkerfinu. Auk þess er það rangt að líta á jákvæðan viðskiptajöfnuð sem jafn- gildan því að reka fyrirtæki með hagnaði, líkt og Trump virðist gera. Innflutningur er einmitt markmiðið með alþjóðlegum viðskiptum. Afgangur af utanríkisviðskiptum er ekki í sjálfu sér endilega kostur. En umfram allt er útspil Banda- ríkjastjórnar réttlætt með þeirri bjargföstu trú að Bandaríkin séu fórnarlamb ráðabruggs annarra þjóða. Eitt atriði sem notað er til að réttlæta þetta viðhorf er sú hug- mynd að Bandaríkin séu „minnst vernduð af öllum stóru hagkerfum heimsins“. Enginn gallalaus mælikvarði er til um umfang tollaverndar. En sú aðferð sem hefur minnsta galla er að nota tolla sem byggjast á vegnu meðaltali. Samkvæmt tölum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar var vegið meðaltal tolla í Japan 2,1% árið 2015, 2,4% í Bandaríkjunum og 3% hjá ESB. Þessi svæði eru því öll á mjög svipuðu reiki. Í Kína er hlutfallið 4,4%, og skýrist einkum af því að landið hefur bara átt aðild að einum stórum alþjóðaviðskipta- samningi, þ.e. þegar landið fékk að- ild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni árið 2001 og var með réttu enn flokkað sem þróunarland. Dugar ekki gegn viðskiptahalla Sumir bandarískir ráðamenn vilja frekar miða við „bundna“ tolla. Ef það er viðmiðið þá mælist vernd Bandaríkjanna hlutfallslega lítil. En einfalt meðaltal af bundnum tollum, sem er það þak land hefur sett á tolla sína, segir ósköp lítið um hve mikil verndunin er í raun. Það sem meira er, þá hafa Banda- ríkin bundið tolla sína við lágt stig til að tryggja sér ívilnun annarra þjóða, og þá ekki síst til að tryggja verndun bandarískra hugverkarétt- inda. Annað umkvörtunarefni er við- skiptahallinn. En hann er þjóð- hagfræðilegt fyrirbæri og ekki bein afleiðing stefnumörkunar í utanrík- isviðskiptum. Trump staðfesti fyrir skemmstu ný lög sem munu auka hallann á rekstri ríkissjóðs töluvert. Að öllu jöfnu má bóka að það muni auka á viðskiptahallann. Það á sérstaklega við ef lægri skattar stuðla að aukinni fjárfest- ingu einkaaðila, líkt og ríkisstjórnin vonast til, samtímis því sem fjár- lagahallinn fer vaxandi. Veit vinstri höndin í stefnumótun fyrir Banda- ríkin hvað hægri höndin er að gera? Svo virðist ekki vera. Gagnrýni Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins á áætlun Trumps er rétt- mæt. Hún mun fela í sér verulegan kostnað, skaða tengsli á milli þjóða, og vafalítið leiða til enn frekari og dýrari verndartolla bæði af hálfu Bandaríkjanna og annarra landa. Stefna Bandaríkjastjórnar er af- leiðing dæmigerðar blöndu af sjálfsvorkunn – heimurinn er vond- ur við okkur – og orðagjálfurs – við getum hæglega knúið aðra til hlýðni. Útkoman verður vænt- anlega að þeir fíngerðu þræðir sem halda alþjóðaviðskiptum gangandi munu trosna enn frekar. Vel gert, Trump. Trump boðar frekari verndarstefnu með tollum Eftir Martin Wolf Innleiðing hárra verndar- tolla á innflutt stál og ál til Bandaríkjanna kann að leiða til þess að hið reglu- stýrða fyrirkomulag milliríkjaviðskipta, sem Bandaríkin komu sjálf á, muni líða undir lok. AFP Greinarhöfundur segir mikilvægt að átta sig á því að verndartollar Trumps snúist ekki um Kína heldur séu fórnarlömbin vinaþjóðir Bandaríkjanna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.