Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018 7SJÁVARÚTVEGUR Sjávarútvegssýningin í Boston, Sea- food Expo North America og Sea- food Processing North America, verður haldin dagana 11.-13. mars. Að vanda taka mörg íslensk fyr- irtæki þátt í sýningunni með liðsinni Íslandsstofu. Eftirfarandi átta fyrirtæki verða á bás #2555 á afurðahluta sýning- arinnar: Arnarlax, Blámar, HB Grandi, Iceland Seafood, Matorka, Menja, Novo Food og Vignir. Á tæknihlutanum, á bás #2065, sýna fimm íslensk fyrirtæki: Cargo Express, Héðinn, Skaginn3X, Valka og Wise. Á þjóðarbás Íslands verður m.a. lögð áhersla á ábyrgar fiskveiðar og vottun undir merkjum Iceland Res- ponsible Fisheries (IRF). Einnig sýna Marel, Eimskip, Ora og Ís- lenska umboðssalan á eigin vegum. Í aðdraganda sýningarinnar, dag- ana 8.-11. mars verður haldin sér- stök kynning á íslenskum afurðum og menningu í Boston, undir merkj- um Iceland Naturally. Boðið verður upp á kvikmynda-, tónlistar- og hönnunarviðburði, framreidd ís- lensk hanastél á Beat Brasserie og íslenskur kokkur mun matreiða rétti af íslenskum matseðli hjá veitinga- staðnum Townsman. ai@mbl.is Stefnan tekin á Boston Morgunblaðið/Hanna Frá fyrri sýningu. Fremst t.v. er Hlynur Guðjónsson viðsk.fulltr. í New York. Íslenskar afurðir og menn- ing kynnt sérstaklega í að- draganda Sjávarútvegs- sýningarinnar í Boston. Væntur EBITDA-hagnaður ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja mun minnka úr 56 milljörðum króna árið 2016 í 37-45 milljarða króna árið 2017. Þetta kemur fram nýrri sjáv- arútvegsskýrslu Deloitte fjármála- ráðgjafar sem unnin var fyrir atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðuneytið. Til samanburðar þá lækkaði EBITDA-afkoman einnig verulega milli áranna 2015 og 2016, eða um 22%, úr 71 milljarði í 56 milljarða króna. Jón Gestur Jónasson, yfirmaður sjávarútvegsteymis Deloitte, segir að í áfangaskýrslu sem félagið vann fyrir ráðuneytið og skilaði af sér í október sl. hafi árið litið betur út en nú. „Afkomuspáin er mun verri nú í þessari lokaskýrslu. Í haust var talið að krónan myndi fara í veikingarfasa sem hún gerði ekki, og menn náðu ekki öllum botnfiskaflanum,“ segir Jónas í samtali við ViðskiptaMogg- ann. Jónas segir aðspurður að Deloitte sé með ársreikninga í höndum sem ná yfir allt að 75% af úthlutuðum aflaheimildum, sem styðji við spá þeirra. Ytri skilyrði óhagstæð Helsta ástæðan fyrir verri EBITDA-hagnaði greinarinnar er að sögn Jónasar samspil af sjó- mannaverkfalli í janúar og febrúar á síðasta ári, styrkingu krónunnar, lækkun olíuverðs á seinni hluta árs- ins, og almennum launahækkunum í landi. „Öll ytri skilyrði hafa verið óhagstæð fyrir sjávarútveginn, og þetta gerist þrátt fyrir að árið 2017 hafi verið mjög gott loðnuár, þar sem aflinn nær tvöfaldaðist. Botn- fiskurinn næst hinsvegar ekki allur, og það er kannski svolítið verkfall- inu að kenna. Það liggja meiri verð- mæti í botnfiskinum en loðnunni.“ Á árinu 2017 var veitt magn um 10% meira en árið 2016. Munar þar mest um auknar veiðar á loðnu sam- anborið við síðasta ár eins og fyrr sagði. Á sama tíma hefur hins vegar veitt magn í nokkrum mikilvægum tegundum dregist saman en þar má nefna þorsk sem dróst saman um 4,4%, makríl sem dróst saman um 3,1%, karfa sem dróst saman um 8% og ýsu sem dróst saman um 6,2%. Í skýrslunni segir að rekstrar- kostnaður félaganna að því marki er hann snýr að sjósókn og aflahlut, hafi lækkað á síðasta ári sökum sjó- mannaverkfalls en á hinn bóginn hafi félögin borið töluverðan kostnað af landvinnslu aflans á meðan á verkfallinu stóð en höfðu litlar sem engar tekjur. Morgunblaðið/Ómar Á árinu 2017 var veitt magn sjávarafurða um 10% meira en árið 2016. Áætla verri afkomu sjávarútvegs 2017 Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Deloitte áætlar að EBITDA-hagnaður sjávarútvegs- fyrirtækja hafi dregist saman milli ára. Heildarafli íslenskra fiskiskipa jókst um 10% á síðasta ári en verðvísitölur sjávarafurða í íslenskum krónum héldu áfram að lækka. Frá 1940 www.velasalan.is Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík Pedrollo VXC Öflugar og traustar brunndælur Pedrollo NGA1 PRO Ryðfríar hringrásar- dælur Pedrollo Dælur F Vatnsdælur, miðflóttaafls frá 1,5-1,8 kW Neysluvatns dælusett með kút Pedrollo CK Olíu- dælur Pedrollo TOP 2 Nettar og meðfærilegar brunndælur Stema kerrurCompair loftpressur Breitt úrval atvinnutækjaBreit úrval atvinnut kja Stema kerrurCompair loftpressur Við græjumþað Til sjós eða lands Opið 8:30 - 17:00 virka daga - Sími: 562 3833 asafl.is HJALLAHRAUNI 2, 220 HAFNARFIRÐI

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.