Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 4

Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018FRÉTTIR Seint á síðasta ári tók Niclas Walter við af Kristínu Pétursdóttur sem forstjóri InfoMentor, en áður hafði hann stýrt dótturfélögum fyrirtæk- isins í Svíþjóð, Þýskalandi og Sviss. Vegna starfsins er Walter á miklum þeytingi og möguleikarnir miklir við að tæknivæða menntun ungs fólks um allan heim. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Upplýsingatækni er ekki enn eins mikilvægur hluti í skólastarfi og í öðrum atvinnugreinum þar sem allir nota tölvur. Því eru margir sem enn átta sig ekki á þeim gríð- arlegu möguleikum sem þar eru til að bæta menntun. Nemendurnir eru nú þegar með góða þekkingu sem hægt er að nýta betur og byggja ofan á. Breytingar á hug- myndafræðinni koma með nýjum kynslóðum, Norðurlöndin eru tölu- vert á undan öðrum Evrópuþjóðum í þessari þróun. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Who moved my cheese? eftir dr. Spencer Johnson er frábær bók sem ég les reglulega og er auðlesin. Frá sjónarhóli vinnunnar var síð- asta bókin sem ég las sem hafði mikil áhrif The 4 Disciplines of Ex- ecution eftir Sean Covey. Í grund- vallaratriðum eru báðar bækurnar um það að þú stjórnar þínum eigin örlögum svo þú þarft að skilja und- irstöðuatriðin. Hver myndi leika þig í kvikmynd um líf þitt og afrek? Benedict Cumberbatch, ég þyki líkjast honum. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Með því að eiga samskipti við Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Ég myndi frekar vilja öðlast frek- ari færni í starfi, sem ekki er endi- lega hægt að læra á skólabekk. Við erum í stanslausri þróun allt lífið og mikilvægt að hafa vilja til að vera betri í því sem maður er að gera. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Of margar hugmyndir. Eins já- kvæðar og skapandi og þær eru þá er oft erfitt að gera þær að veru- leika. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Ég er mjög orkumikill og er því oftar að leita leiða til að slaka á og ég geri það með því að lesa sögu- og fræðibækur. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráður í einn dag? Ég myndi setja lög sem banna hungursneyð. SVIPMYND Niclas Walter, forstjóri InfoMentor Breytt hugmyndafræði kemur með nýjum kynslóðum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon „Nemendurnir eru nú þegar með góða þekkingu sem hægt er að nýta betur og byggja ofan á,“ segir Niclas. GRÆJAN Af myndunum að dæma skapa Arara-reiðhjólaljósin sjónræn áhrif sem minna á farartæki úr Tron-myndunum. Um er að ræða lítil ljós sem fest eru á teinana, fjögur á hvort hjól, og framkalla geislabauga þegar hjólað er. Segir framleiðand- inn að Arara tryggi hjólreiðafólki mun betri sýnileika en hefðbundin reiðhjólaljós. En það sem meira er: Aldrei þarf að skipta um rafhlöðu í Arara. Eigandinn festir segulstál á tiltekinn stað á stellinu og þegar Arara þýtur áfram býr segulkraft- urinn til nægilega hleðslu til að láta peruna skína skært. Slokknar á perunni fljótlega eftir að hjólið hættir að hreyfast og hún byrjar aftur að loga þegar haldið er af stað á ný. Ljósið á að þola óhreinindi, bleytu og kulda, en Arara var þró- að við erfiðustu aðstæður í Síb- eríu. Velja má um sex liti og geta áhugasamir tryggt sér sett af fjór- um ljósum með því að láta 76 dali af hendi rakna til fjáröflunar Arara á Indiegogo. ai@mbl.is Svo hjólið sjáist vel í myrkri ÖKUTÆKIÐ Breski lúxusbílaframleiðandinn Bentley tilkynnti í vikunni að von væri á tengiltvinnútgáfu af Ben- tayga-jeppanum síðar á árinu. Tvinn-Bentayga mun nota leið- sögukerfið til að finna út bestu nýtinguna á rafhlöðunni, með það fyrir augum að koma á áfangastað með enga hleðslu. Þá hefur Bentley smíðað nýja hleðslustöð fyrir heimilið, í sam- vinnu við franska stjörnuhönnuðinn Philippe Starck. Hleðslustöðin er kringlótt, og svo fagurlega hönnuð að fólk mun eflaust vilja velja henni áberandi stað í heimreiðinni frekar en fela hana inni í bílskúr. Merkilegast af öllu er þó að kol- efnislosun þessa rafvædda Ben- tayga, sem verður líka með glæ- nýja sex strokka vél undir húddinu, á ekki að vera nema 75 g/ km í blönduðum akstri. Gæti það þýtt að kominn til Íslands yrði hann 10-15 milljónum króna ódýr- ari en mest mengandi útgáfa Ben- tayga sem er með tólf strokka vél. ai@mbl.is Tvinn-Bentayga með Starck-hleðslustöð Bæði jeppinn og hleðslustöðin líta ákaflega vel út. Baðaðu þig í gæðunum Vandaðar vörur, gott verð og fjölbreytt úrval Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 NÁM: MSc í nytjaeðlisfræði og rafmagnsverkfræði frá Tækni- háskólanum í Linköping, MBA frá IMD í Lausanne. STÖRF: Svæðisstjóri hjá Unisource/Swisscom; stofnandi og framkvæmdastjóri Nexra; stjórnandi fyrirtækjaviðskipta hjá Connectis; yfirmaður vöruþróunar hjá Swisscom; stjórnandi vöruþróunar hjá Connectis; framkvæmdastjóri viðskiptaþjón- ustu og eignastjórnunar hjá Sunrise; forstjóri InfoMentor frá 2017. ÁHUGAMÁL: Lestur sögu- og fræðibóka, tennis. FJÖLSKYLDUHAGIR: Kvæntur og á tvo syni. HIN HLIÐIN fólk, vinna með frábæru starfsfólki. Ef ég skil ekki eitthvað er það undir mér komið að finna út úr því og afla mér þekkingar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.