Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018SJÓNARHÓLL Síðumúli 11 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður 560-8888 • www.vfs.is Þegar þig vantar alvöru hörkutól KRISTINN MAGNÚSSON Orkuskortur er nýtt og alvarlegt vandamál semnú blasir við Íslendingum. Sú tíð er liðin aðríkið sendi nefndir út af örkinni í leit að er- lendum raforkukaupendum til að nýta umframorku í landinu. Ljóst er að eftirspurnin verður meiri en framboðið í náinni framtíð ef ekkert verður að gert. Óbreytt ástand mun hamla atvinnuuppbyggingu í landinu. Markaðir, sem búa við skort, hafa einnig þá tilhneigingu að verð hækkar þannig að sú staða gæti blasað við almennum notendum í landinu innan ekki svo langs tíma. Fyrir ári sagði dr. Guðni A. Jóhannesson orkumála- stjóri í viðtali við mbl.is að komið væri að þolmörkum varðandi raforkukerfið hér á landi og orkuöryggi. Til- efni þessara orða var niðurstöður skýrslu sem þá voru kynntar af Orkustofnun. Skýrslan var unnin af sérfræð- ingum frá háskólastofnunum MIT í Bandaríkjunum og IIT Comillas á Spáni, fyrir Orku- stofnun, Landsvirkjun og Landsnet. Helstu niðurstöður skýrsl- unnar voru þær að sá vöxtur sem er í raforkunotkun hér- lendis kalli fljótlega á frekari raforkuframleiðslu til að mæta þörfinni. Í skýrslunni er því kallað eftir langtímastefnu varðandi virkjanakosti, raforkuframleiðslu og raf- orkuflutning. Mögulegur sæstrengur til Bretlands og áhrif hans á orkuöryggi var einnig til umfjöllunar í skýrslunni. Það kom m.a. fram að slíkur strengur væri það besta sem væri í boði varðandi fullkomið orkuöryggi þar sem þá yrði til aðgangur að raforku frá Evrópu ef skortur verður hér á landi. Sæstrengur kalli hins vegar á 1.000 megavatta raf- orkuframleiðslu til að verða raunhæfur kostur. Þetta þýði að ódýrari lausn sé fólgin í því að byggja upp frekari raforkuframleiðslu hérlendis án sæstrengs. Sæstrengurinn var því ekki talinn góður kostur nema verðið, sem Bretar eða hugsanlega aðrir kaupendur eru tilbúnir til að greiða, væri mjög gott. Skýrsluhöf- undar töldu sig ekki geta svarað því hvort það væri raunhæft. En hverju myndi sæstrengur breyta fyrir íslenska markaðsaðstæður? Sæstrengur myndi rjúfa markaðs- einangrun íslenska raforkumarkaðarins og veita Ís- lendingum aðgang að stóru markaðssvæði. Aðgengi að mörkuðum gerir Íslendingum einnig kleift að fá besta mögulega verð fyrir afurð orkuauðlinda landsins. Ís- lendingar fá auk þess tækifæri til að nýta orkuauð- lindir sínar betur með aukinni hagkvæmni núverandi virkjana, meðal annars með sölu á umframorku sem nú þegar er til staðar í raforkukerfinu. Íslensk raf- orkuvinnsla myndi þar af leiðandi skila meiri arði og innstreymi gjaldeyris myndi aukast. Einn helsti ókostur sæstrengs væri að verð hér inn- anlands myndi hækka, bæði til fyrirtækja og almennra notenda. Þetta kemur einnig heim og saman við reynslu Norðmanna. Hækkað verð gæti meðal annars haft þau áhrif að samkeppnisstaða ís- lenskra fyrirtækja gagnvart er- lendum fyrirtækjum myndi veikj- ast. Á hinn bóginn myndi sá orkuskortur sem blasir við á næstu árum einnig leiða til hækk- aðs verðs og þar með hafa sam- bærileg áhrif á samkeppnisstöð- una. Raforkuverð hér á landi er og hefur verið lágt í alþjóðlegum samanburði. Verðið mætti því e.t.v. hækka eitthvað án þess að það hefði teljandi nei- kvæð áhrif á samkeppnisstöðu innlendra fyrirtækja. Forstjóri Landsvirkjunar, Hörður Arnarson, hefur einnig bent á þann möguleika að ríkið geti komið inn með leiðréttandi aðgerðir gagnvart almennum not- endum, t.d. með skattalækkunum til að vega á móti verðhækkuninni. Stóra spurningin er hvort sæstrengur er þjóðhags- lega hagkvæmur þegar tillit hefur verið tekið til allra þeirra efnahagslegu og markaðslegu áhrifa sem hann myndi hafa. Að auki er nauðsynlegt að sætta nýt- ingar- og verndunarsjónarmiðin á vísindalegum grunni. Það er óumdeilt að þjóðinni er lífsnauðsynlegt að búa við orkuöryggi. Hvort sem það verður gert með sæstreng eða ekki er flókið en verðugt úrlausn- arefni. MARKAÐSMÁL Þorsteinn Þorsteinsson, rekstrarhagfræðingur og framkvæmdastjóri Markaðsrýni Orka og samkeppnishæfni ” Stóra spurningin er hvort sæstrengur er þjóðhagslega hag- kvæmur þegar tillit hefur verið tekið til allra þeirra efnahagslegu og mark- aðslegu áhrifa sem hann myndi hafa. VEFSÍÐAN Allir vita hversu þægilegt það getur verið að nota gps-tæki eða leiðsögu- forrit í snjallsíma til að finna bestu leið- ina á áfangastað. Verst að ferðinni er ekki endilega lokið þegar komið er á þann punkt sem gps-tækið tiltekur heldur getur þá verið eftir að finna rétta búð, rétta kennslustofu eða skrif- stofu í stóru húsi. Þá dugar Garmin- tækið eða Google Maps skammt. Fólkið sem smíðaði Mapwize (map- wize.io) virðist hafa gert sér grein fyrir þessum vanda, en forritið er hannað til að gera innanhússkort á fljótlegan og einfaldan hátt og vísa notendum þang- að sem þeir þurfa að komast. Til að gera innanhússkortið þarf einfaldlega að marka útlínur hússins á venjulegu rafrænu landakorti, draga svo inn grunnteikningu af húsinu og loks merkja inn rými og gönguleiðir. Gera má mismunandi kort fyrir ólíka notendur, þannig að t.d. gestir eða ræstingafólk sjái ekki sömu upp- lýsingar og starfsmenn. Aðstandendur Mapwize segja for- ritið m.a. geta gagnast á stórum vinnu- stöðum, í verslunarmiðstöðvum, á úti- viðburðum og hjá risastórum stofnunum á borð við háskóla og spít- ala þar sem erfitt getur verið að rata. ai@mbl.is Til að rata betur um stór og flókin hús

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.