Morgunblaðið - 10.04.2018, Page 33

Morgunblaðið - 10.04.2018, Page 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018 PÖNTUN AUGLÝSINGA: fyrir mánudaginn 16. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun, hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislumatur, veislusalir og brúðargjafir eru meðal efnis í blaðinu. Brúðkaupsblað fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 20. apríl ICQC 2018-20 »Björk Guðmundsdóttir hélt fyrri tónleika sína af tvennum í Háskólabíói í gærkvöldi sem marka upphaf tónleikaferðar hennar um heiminn. Voru tónleikarnir generalprufa fyrir ferðalagið sem standa mun yfir í tvö til þrjú ár. Tilefnið er útgáfa tíundu sólóplötu Bjarkar, Útópíu. Ljósmyndari mætti fyrir tónleika og myndaði nokkra gesti. Björk flutti Útópíu á tónleikum í Háskólabíói Morgnunblaðið/Valli Sæt saman Anna Guðrún Aradóttir, Helga Birgisdóttir og ÓskarAdolfsson mættu á tónleikana í Háskólabíói. Glæsilegar Hjördís Jóhannsdóttir og Sigríður Auðunsdóttir. Glaðar Lilja Hákonardóttir og Hall- fríður Ólafsdóttir voru ánægðar. Flott Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds. Spennt Helga Ferdinantsdóttir og Gísli Einarsson bíða eftir tónleikunum. Hrollvekjan A Quiet Place, sem frumsýnd var fyrir helgi hér á landi sem víðar, naut mikilla vinsælda í Bandaríkjunum og Kanada yfir helgina og skilaði 50 milljónum dollara í miðasölu en fram- leiðslukostnaður hennar nam 17 milljónum dollara. Í henni segir af skrímslum með einkar næma heyrn sem herja á mannkynið og getur fólk ekki gefið frá sér nokkurt hljóð, vilji það lifa af. Eins og gefur að skilja er myndin þögul að stórum hluta og segir á vef BBC að líklega muni hún draga úr sölu á popp- korni. Fólk sé þegar farið að skammast á samfélagsmiðlum út í poppkornsætur og jafnvel bíógesti sem andi of hátt á sýningum. Uss! Úr hrollvekjunni The Quiet Place sem naut mikilla vinsælda um helgina. Poppkornsát óvinsælt á hrollvekju ASA tríó heldur tónleika á djass- kvöldi Kex hostels í kvöld kl. 20.30. Tríóið skipa Andrés Þór Gunn- laugsson gítarleikari, Agnar Már Magnússon orgelleikari og Scott McLemore trommuleikari. Þeir munu flytja eigin tónlist og útsetn- ingar á verkum annarra. Djassgeggjarar Tríóið Asa á tónleikum, þeir Andrés Þór, Agnar Már og Scott. Asa tríó á djasskvöldi Kex hostels

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.