Morgunblaðið - 10.04.2018, Page 20

Morgunblaðið - 10.04.2018, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018 Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, systir, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA HAFSTEINSDÓTTIR frá Gili, Svartárdal, lést á Landspítalanum að morgni sunnudagsins 8. apríl. Örn Friðriksson Guðríður Erla Friðriksdóttir Hafrún Friðriksdóttir Sigþrúður Friðriksdóttir Björn Grétar Friðriksson Stefán Hafsteinsson tengdabörn, barnabörn og langömmubörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, HELGA SIGFÚSDÓTTIR frá Akri, Hvassaleiti 58, Reykjavík, varð bráðkvödd á Flórída þriðjudaginn 20. mars. Útför fer fram frá Háteigskirkju í Reykjavík föstudaginn 13. apríl klukkan 15. Jarðsett verður í Þingeyraklausturskirkjugarði. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Þingeyraklausturskirkju. Bankanúmer 0307-13-785, kt. 710269-3439. Jón Pálmason Marianne Skovsgård Nielsen Jóhanna Erla Pálmadóttir Gunnar Rúnar Kristjánsson Nína Margrét Pálmadóttir Ómar Ragnarsson Niels Pálmi, Henrik, Anna Elísabet, Helga, Pálmi, Ragnar Darri, Helga Sólveig, María Rut, Unnur Björg, Frímann Haukur og fjölskyldur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir og amma, ANNA ATLADÓTTIR, Fífumóa 7, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi laugardaginn 7. apríl. Útför fer fram frá Selfosskirkju laugardaginn 14. apríl klukkan 11. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Soffía Sveinsdóttir Elmar Viðarsson Knútur Sveinsson Signý Eva Auðunsdóttir Bjarni Sveinsson Sölvi Sveinsson systkini og barnabörn Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, sambýlismaður, bróðir og afi, RAGNAR LÝÐSSON húsasmíðameistari, lést laugardaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugardaginn 14. apríl klukkan 14 og jarðsett verður í Haukadal. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á að styrkja Björgunarsveit Biskupstungna, kennitala 520288-1049 og reikningsnúmer 0151-26-1100. Ólafur Ragnarsson Ragnhildur H. Sigurðardóttir Hilmar Ragnarsson Elfa Björk Kristjánsdóttir Ingi R. Ragnarsson Heiða Sigurðardóttir Ellen Ragnarsdóttir Davíð Örn Friðriksson Sigurlaug Jónsdóttir barnabörn og aðstandendur ✝ VilhjálmurGuðmundsson fæddist 26. febrúar 1930 í Reykjavík og ólst upp við Hofs- vallagötuna í Vest- urbæ Reykjavíkur. Hann lést á Sólvangi í Hafnarfirði eftir langvarandi veik- indi 30. mars 2018. Móðir hans var Guðmunda Vil- hjálmsdóttir, f. 8. október 1907, d. 2. mars 1987, og Guðmundur Kristinn Hlöðver Jósepsson, f. 20. maí 1905, d. 13. september 1969. Foreldrar Vilhjálms bjuggu á Hofsvallagötu til æviloka. Vil- hjálmur eignaðist níu systkini og eru tvö af þeim látin, Ólafur Guð- mundsson og Gísli Guðmundsson. Vilhjálmur bjó í heimahúsum til 18 ára aldurs en þá fór hann að búa með eiginkonu sinni Öldu Guðbjörnsdóttur frá Hákoti Álftanesi. Alda er dóttir hjónanna Guðbjörns Einars- sonar, f. 18. júní 1904, d. 5. apríl 1999, og Ragnhildar Dagbjartar Arngrímsdóttur, f. 2. desember 1908, d. 7. febrúar 1991. Giftust ursteinn, f, 5. júlí 1958, kvæntur Tatjönu Stephanson, og eiga þau tvær dætur. Uppeldissonur Sveinn Svanur, f. 14. janúar 1966, kvæntist Guð- rúnu Pétursdóttur og eiga þau þrjú syni þau slitu samvistum. Sveinn Svanur er núna í sambúð með Kristínu Yngvarsdóttur. Vilhjálmur og Alda hófu bú- skap í Hákoti Álftanesi og þar fæddust fyrstu þrjú börnin, árið 1954 fluttu þau á Óðinsgötuna í Reykjavík og þar fæddust hin börnin. Árið 1967 tóku þau í fóst- ur Svein Svan og var hann alltaf talinn einn af börnum þeirra. Vil- hjálmur lærði húsgagnabólstrun hjá bróður sínum Hlöðveri, og vann við húsgagnabólstrun í nokkur ár. Eftir það fór hann að keyra leigubíl hjá Bæjarleiðum og síðar meir stofnaði hann ásamt konu sinni Öldu fyrstu ullarvöruprjónastofuna, Alís. Þau hjónin ráku Alís til margra ára en eftir að rekstri var hætt fór hann að keyra leigubíl á ný hjá Bif- reiðastöð Hafnarfjarðar. Hann vann eftir það hjá Sveini syni sín- um hja Rainbow við viðgerðir á ryksugum og öðru tilfallandi og var þar til ársins 2014 er hann hætti alveg vinnu. Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms, Alda, býr á Sólvangi í Hafnarfirði. Útför Vilhjálms fer fram frá Garðakirkju í dag, 10. apríl 2018, klukkan 11. þau hinn 8. apríl 1950. Þau eignuðust sex börn og einn fósturson. Börn þeirra eru Ragn- hildur Dagbjört, f. 26. október 1949. Maki Hörður Jóns- son og eiga þau þrjú börn og eitt barna- barn, þau slitu sam- vistum. Óli Björn, f. 17. mars 1951, kvæntur Maríu Sigurðardóttir og eiga þau þrjá drengi, níu barnabörn, misstu eitt barnabarn, og eiga eitt barna- barnbarn, þau slitu samvistum. Óli Björn á son með Sigrúnu Þor- steinsdóttur. Hjördís, f. 5. nóvember 1953, er gift Guðjóni Á. Sigurðssyni, eiga þau þrjú börn og sjö barna- börn. Guðbjörn, f. 12. apríl 1955, kvæntist Elínu Höllu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn, þau slitu samvistum. Gíslína, f. 25. apríl 1957, giftist Ólafi Einarssyni og eiga þau fjög- ur börn og átta barnabörn, þau slitu samvistum. Vilhjálmur Sig- Elsku pabbi. Síðustu orð mín til þín frá mér eru hvíl í friði í sumarlandinu þar sem þú ert búinn að hitta ástvini þína sem eru farnir. Margar stundir höfum við átt síðan í ágúst 2017 þegar þú fórst á Landspítalann í Fossvogi og síðan eftir það á Sólvang í Hafnarfirði. Og enn fleiri góðar minningar eig- um við frá árum áður. Margt var brallaði í gamla daga eins og að fara í berjamó og í heimsókn til ömmu og afa í Kjósina með okkur krakkana og ekki voru ófáar ferð- irnar á Álftanesið í kaffi til ömmu og afa á nesinu. Mikið fannst þér kökur með kaffinu góðar og ekki mátt gleyma sykurmola með kaffinu. Það var líka farið í veiði- túra og ég man eftir einu skipti þar sem við vorum á Snæfellsnesinu að veiða með Gillu og Óla. Þú dast í ána og spriklaðir um og orgaðir og við hlógum eins og vitleysingar á bakkanum því við héldum að þú værir að grínast en þá kom frá þér „á að láta mann drukkna hérna?“ Þetta var þá ekkert grín og vatn hafði lekið inn í vöðlurnar og við komum hlaupandi og hjálpuðum þér á land. Sveitaferðirnar voru margar og þér þótti vænt um Borgarfjörðinn. Þið mamma nutuð þessa að vera þar og áttum við góð- ar minningar þar bæði úr sum- arbústaðnum okkar, hjólhýsinu á Mýrunum og svo frá Stóra-Fjalli í litla dúkkuhúsinu ykkar sem þú varst duglegur að dytta að. Þú varst frekar fámáll maður og naust þess frekar að sitja með góða bók eða horfa á sjónvarpið. Og aldrei á minni ævi hef ég heyrt þig hallmæla öðrum eða tala illa um annað fólk. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta barn varst þú stoltur afi og tókst ástfóstri við Öldu Björgu og þið átt- uð margar góðar stundir saman. Það var því kannski táknrænt að ég var í heimsókn hjá Öldu og börnunum hennar í Amsterdam þegar kom að kveðjustund. Sárt þykir mér að hafa ekki verið með þér á lokasprettinum en ég náði að kveðja þig rétt áður en ég fór og minningin um þig verður alltaf hjá mér meðan ég lifi. Hvíl í friði, elsku pabbi. Þín Hjördís (Hjödda) og Guðjón. Elsku afi minn, orð fá því varla lýst hversu mikið mér þótti vænt um þig og hversu mikil áhrif þú hafðir á mig. Ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman og allar þær góðu minningar sem ég á. Endurminningar um tíma okkar saman hafa verið mér ofar- lega í huga síðustu daga, ég er þakklátust fyrir ferðirnar okkar á aðfangadag öll árin, þær hverfa mér seint úr minni en einnig er ég þakklát fyrir allt hitt sem við bröll- uðum saman. Ég man vel eftir síð- ustu ferðinni okkar þegar þú lást inni á Landakoti og við kíktum saman í gönguferð yfir í Landa- kotskirkju, þú kunnir vel að meta rúntinn en varst orðinn vel kaldur þegar við loksins komum aftur í setustofuna og þú gast fengið þér heitt kaffi. Þú varst alltaf svo glað- ur þegar ég kom að heimsækja þig, þá sérstaklega ef ég tók stelpurnar með og ég veit að Sóley Eva á eftir að muna eftir afa með súkkulaðið. Ég syrgi þig en þakklæti og góðar minningar eru mér ofarlega í huga og eru sorginni yfirsterkari. Takk fyrir gleðina, umhyggjuna og sam- fylgdina í gegnum árin. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt Að tala við hann var svo gaman á þeim stundum sem við eyddum sam- an Hann var svo góður, hann var svo klár æ, hvað þessi söknuður er sár En eitt er þó víst og það á við mig ekki síst að ég sakna hans svo mikið, ég sakna hans svo sárt hann var mér góður afi, það er klárt. Þín Aldís. Elsku afi. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn. En þú ert kominn á betri stað og burt frá þessum veika líkama. Mikið hef ég og krakkarnir mínir verið hepp- in að hafa þig í lífi okkar. Ég bjó frá fæðingu og til tveggja ára aldurs heima hjá ykkur og frá því ég man eftir mér hafið þið amma verið stór hluti af mínu lífi. Ég var heppin hvað þér þótti skemmtilegt að hafa mig með þér, alltaf eins og skuggi þinn fyrstu ár- in mín. Það var svo margt sem við gerðum saman og margt sem þú kenndir mér. Ferðirnar niður að Tjörn að gefa öndunum brauð með þér og Tedda og kaffi á laugardög- um á Hótel Loftleiðum í svo mörg ár. Og auðvitað var ég aðalmynd- efnið því þú varst alltaf með myndavélina eða kvikmyndatöku- vélina við höndina. Svarta leður- taskan sem þú geymdir myndavél- ina og filmurnar mun seint fara úr minni mér. Svo flottur með hana í svarta leðurjakkanum á svarta Bensinum að hlusta á Roger Whittaker og með flottu krullurn- ar. Eftir að ég byrjaði í Langholts- skóla fór ég alltaf upp í Alís eftir skóla. Það fannst mér ekki leiðin- legt. Fékk að hjálpa til við að kemba ullina, setja í þurrkarann og vinduna og enn í dag ef ég finn lyktina af blautri ull fer ég aftur í barnæskuna og á saumastofuna. Þetta voru góðir tímar og þar lærði ég svo margt sem ég bý að í dag. Að sauma eins og amma og vera vinnusöm. Þú áttir alltaf Andrés- blöð á dönsku svo lengi vel hélt ég að Andrés önd væri danskur. Við skoðuðum oft teiknimyndasögur um indíána og kúreka og horfðum á myndir með John Wayne. Ég hélt alltaf með indíánunum og það er kannski þess vegna að það er svona mikill indíáni í mér og ég með þrjú indíánahúðflúr. Það mun bætast eitt í viðbót fyrir þig, elsku afi. Eftir að ég varð eldri þá var ég samt alltaf að fara til þín og ömmu í Heimatúnið. Fannst alltaf gott að vera í kringum ykkur. Svo áttum við líka svo yndislega hefð að fara alltaf, sama hvernig sem á stóð, í kirkjugarðana og sendast út með gjafir á aðfangadag. Held ég hafi verið tveggja ára þegar þú byrjaðir að taka mig með þér og ég vildi alls ekki breyta þeirri hefð okkar þó að ég væri fullorðin. Allt gert til að geta farið í okkar árlegu ferð í kirkjugarðana með kerti. Seinna bættust fleiri við og Júlía mín fór að fara með okkur. Síðasta minning okkar þaðan er fyrir tveimur árum þegar þú varst orðinn ansi slappur líkamlega og í þrjóskukasti dró ég þig með mér í gegnum snjóskafl- ana í gamla garðinum við Suður- götuna. Ég vissi þá að það yrði okk- ar síðasta ferð saman í kirkjugarðinn. Við krakkarnir mín- ir munum halda þessum sið áfram og heimsækja þig ásamt hinum ástvinunum sem eru farnir. Það var erfitt að sjá þig veikjast og sjá líkama og hug gefa sig en þú barðist og varst ekki tilbúinn að fara fyrr en núna. Og mikið er ég glöð að ég kom að heimsækja þig í mars þegar ég var í stuttu stoppi á Íslandi. Þann daginn var heilsan góð, þú sast á kaffistofunni þegar ég kom og brostir út að eyrum þeg- ar ég kom inn. Mundir greinilega eftir mér, það var ekki þannig alla daga að þú myndir eftir fólkinu þínu. Við áttum gott spjall og þú varst glaður þennan dag. Það er gott að eiga minningu frá þessum degi sem var síðasta skiptið sem ég sá þig. En þú verður alltaf í hjarta mér þangað til við hittumst næst. Elska þig, elsku afi, og takk fyrir leiðsögnina og ástina sem þú gafst mér og krökkunum. Alda Björg Guðjónsdóttir og börn. Það er sárt að kveðja, elsku afi minn, vinur minn og ferðafélagi í lífinu. Árin líða og í tæp 35 ár höfum við fylgst að. Ég hef verið svo lánsöm að eiga afa öll þessi ár, notið þeirra forrétt- inda og blessunar að hafa hann sem svo stóran part af mínu lífi al- veg frá fæðingu. Mitt fyrsta heimili var hjá afa og ömmu, ég bjó með foreldrum mínum þar fyrstu mán- uði ævi minnar en í raun má segja að Heimatún hafi frá því verið mitt annað heimili. Ég á því svo ótal margar minningar sem ég ber í hjarta mínu og gæti aldrei komið þeim öllum á blað. Mér eru minnisstæðar allar þær stundir sem ég gisti hjá afa og ömmu, alltaf heimtaði ég að fá að sofa á milli þeirra og var mér ætíð tekið fagnandi, svo þegar ég varð eldri fékk ég rúm við hliðina á þeirra rúmi. Það var ekki bara hlýj- an og umhyggjan sem ég fékk frá þeim sem ég sótti í, að vakna um leið og afi var einstaklega spenn- andi, læðast fram með honum þar sem ég fékk morgunmat á meðan hann eldaði sér hafragraut og ég vissi að oft á eftir yrði mér boðið í bíltúr. Bíltúrarnir með afa voru skemmtilegir og hann hafði alltaf eitthvað nýtt að sýna. Fyrir litla stelpu var ævintýri að keyra um og sjá bæinn, fara í bakarí og fá svo gamalt brauð til þess að fara niður að Tjörn að gefa öndunum. Ferðirnar á BSÍ þar sem afi var meistari í að veiða bangsa í „bangsaspilakössum“, enda átti hann þá ófáa bangsana sem barna- börnin fengu að njóta og leika með í Heimatúninu. Eftirminnilegastur hjá mér var Alf-bangsinn, enda var í algjöru uppáhaldi að sitja með afa og horfa á Alf í sjónvarpinu, það sem við gátum hlegið. Afi var einstakur, fyndinn, skemmtilegur og góður. Meistari í að djúpsteikja fisk og franskar og þeir eru óteljandi skammtarnir sem hafa runnið ljúft í okkur systk- inin gegnum tíðina. Æskuminningarnar með afa eru svo margar, allar sumarbústaða- ferðirnar, keyra út pakkana á að- fangadag, bíltúrarnir að skoða jóla- skrautið svo eitthvað sé nefnt. Í seinni tíð þegar ég fór að eldast eignaðist ég einstakan vin í afa, við gátum spjallað saman um allt milli himins og jarðar. Ég er líka svo lánsöm að afi og Pétur maðurinn minn áttu einstakt vináttusam- band. Pétur þekkti leiðina að hjarta afa, nautasteik og sveppasósu, ég töfraði svo fyrir hann eftirrétti enda var afi sælkeri af guðs náð. Þau voru því ófá matarboðin og ef of langt leið á milli boða hikaði afi ekki við að slá á þráðinn og rukka um næsta boð. Þessar stundir eru dásamleg gjöf, stundir þar sem við fengum að kynnast betur og búa til fleiri minningar. Stundir sem börn- in mín áttu með langafa og lang- ömmu. Gleðin, brosið og faðmurinn sem tók á móti þeim þegar þau hittu langafa sinn ylja og sitja eftir í minningum þeirra. Elsku afi minn, ég er svo þakk- lát fyrir samfylgdina, gæðastund- irnar, umhyggjuna og gleðina. Ég elska þig og ég veit að þú hvílir núna umvafinn gleði og kær- leika Guðs. Ég kveð þig með þeim orðum sem ég hef hvíslað að þér síðustu mánuði. Takk fyrir allt, elsku afi, ég elska þig, Jesús passar upp á þig. Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér. (Bjarni Stefán Konráðsson) Sigrún Ósk Ólafsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Vilhjálmur Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.