Morgunblaðið - 10.04.2018, Page 11

Morgunblaðið - 10.04.2018, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 2018 Ný vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Sími 555 3100 www.donna.is „Veist þúað skilgreining á sótthitabreytist eftir aldri? Thermoscaneyrnahita- mælirinnminnveit það.“ Braun Thermoscan eyrnahitamælar fást í öllum lyfjaverslunum ThermoScan® 7 Síðumúli 11 - 108 Reykjavík | Dalshraun 13 - 220 Hafnarfjörður 560-8888 • www.vfs.is Þegar þig vantar alvöru hörkutól Við erum á facebook Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Kvartbuxur Verð 7.900.- Str. 36-52 Litir: blátt, hvítt, beige „Ljóst er að þörfin er gríðarleg fyr- ir aðstoð á svæðinu og verður um ókomin ár, bæði vegna átaka og einnig uppbyggingar,“ segir Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins á Íslandi. Það sem af er ári hefur Rauði krossinn á Íslandi sent samtals 142,6 milljónir króna til mannúðar- aðstoðar í Sýrlandi og öðrum ríkj- um sem tengjast átökunum þar í landi. Þar af hafa 20 milljónir króna farið til mannúðaraðstoðar Al- þjóðaráðs Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Sýrlandi, með sér- staka áherslu á aðstoð og vernd fyr- ir almenna borgara. Aðrar 20 millj- ónir króna voru sendar í lok janúar en þær átti að nýta í baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi. Þá fóru 20,5 milljónir króna til blóðbanka Rauða krossins í Líbanon sem tryggir örugga blóðgjöf handa sýrlensku flóttafólki sem og berskjölduðu fólki í Líbanon, 32,5 milljónir króna til fjárhagsaðstoðar til einstæðra mæðra í Líbanon, 31 milljón króna hefur farið til Rauða hálfmánans í Jórdaníu og 18,6 milljónir króna hafa farið til Rauða hálfmánans í Tyrklandi. Almenningur getur stutt við starf Rauða krossins í Sýrlandi með því að senda SMS-ið HJALP í 1900 og 2.900 krónur dragast af símreikningi. AFP Sýrland Rauði krossinn á Íslandi hefur það sem af er ári sent um 143 millj- ónir króna út til mannúðaraðstoðar vegna stríðsins í Sýrlandi. 143 milljónir til mannúðaraðstoðar Nýtt 7,6 kílómetra utanvegahlaup frá Jarðböðunum í Mývatnssveit, í gegnum Vogaland og með enda- mark í Dimmuborgum 25. maí verður tengt Mývatnsmaraþoninu daginn eftir. Reiknað er með 30-40 þátttakendum í utanvegahlaupinu, sem kallað er Hraunhlaupið (Lava Run). Þar sem Dimmuborgir eru frið- lýstar sem náttúruvætti þarf sér- stakt leyfi frá Umhverfisstofnun fyrir viðburðinum og hefur það nú verið veitt með ákveðnum skil- yrðum um framkvæmd. Samkvæmt gjaldskrá stofnunarinnar verða inn- heimtar 39.400 krónur vegna vinnslu og afgreiðslu umsókn- arinnar. Fyrirhugað er að kynna Hraunhlaupið á næstunni. Mývatnsmaraþonið hefur hins vegar verið haldið síðan 1995 og er keppt í nokkrum lengdar- og ald- ursflokkum. Soffía Kristín Jóns- dóttir, framkvæmdastjóri Mývatns- stofu, segir að bókanir í maraþonið gangi vel og fjöldinn sé þegar orð- inn meiri en í fyrra, en þá voru þátttakendur 112 talsins og eru bókanir í fullum gangi. Meira en helmingur hlauparanna kemur frá útlöndum, en maraþonið hefur ver- ið haldið frá árinu 1995. Tæplega 40 þúsund krónur fyrir „Hraunhlaupið“ Morgunblaðið/Birkir Fanndal Mývatnsmaraþon Hátt í 200 keppendur voru í hlaupinu vorið 2007. Notendur Hugarafls og Geðheilsu – Eftirfylgdar (GET) hafa boðað til þögulla mótmæla við Velferðar- ráðuneytið í dag kl. 13, skv. frétta- tilkynningu. Nokkur hundruð manns höfðu tilkynnt komu sína á facebook-síðu mótmælanna í gær. Tilefnið sé að slíta eigi 15 ára sam- starfi GET og Hugarafls. Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna, „Réttindi hvers manns til þess að njóta bestu mögulegrar líkamlegrar og and- legrar heilsu“ og skv.„Stefnu og að- gerðaráætlun í geðheilbrigð- ismálum“, sem Alþingi á að vinna eftir , er samvinnu sem þessari lýst sem framtíð geðheilbrigðisþjónustu en nú sé verið að hverfa til fortíðar. Í lok mótmælanna verði afhent áskorun til ráðherra um að axla ábyrgð og tryggja notendum sam- bærilega þjónustu. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í fyrra Mótmæli vegna fjárveitingar. Boðað til þögulla mótmæla í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.