Morgunblaðið - 11.04.2018, Qupperneq 13
Morgunblaðið/Hari
Sköpun Helga Birgisdóttir, eða Gegga, á vinnustofu sinni þar sem hún sinnir myndlistinni. Hún virkjar sköpunarkraft sinn til góðra verka.
að líta á sig sem vanmáttuga synd-
ara. Þegar við trúum að við séum
„syndug“ þá eru meiri líkur á að
við högum okkur þannig, því trú
skapar hegðun. Það þarf að losa
fólk við þessa skömm og sektar-
kennd, annars flýr fólk sjálft sig,
jafnvel í gröfina. Því miður kennum
við börnum þetta ómeðvitað, trúar-
brögðin hafa verið kynnt og notuð
til að halda fólki niðri. Mig langar
að upplifa að ganga inn á kaffihús
þar sem ungt fólk er að spjalla af-
slappað og feimnislaust um þetta
fyrirbæri, Guð. Krakkar geta
hvergi spurt spurninga, frjálslega,
um þetta sem við köllum almætti
eða Guð, hvort sem þau líta á það
sem orku, ósýnilegan stjórnanda á
himnum eða hvað annað sem þeim
dettur í hug. Ég hélt eitt sinn fyr-
irlestur fyrir 100 unglinga, og þeg-
ar ég spurði í lokin: Trúið þið því
að þið séuð eitthvað annað og
meira en hold og blóð, bein og
massi – að þið séuð andi eða sál?
Þá réttu þau nánast öll upp hönd.
Þetta sýnir að þau þurfa að ræða
þetta. Kannski er þarna leið til að
efla sjálfsást þeirra og virðingu. En
því miður leyfum við okkur allt of
sjaldan að tala um aðalspurning-
arnar í lífinu. Ef ég hefði fengið að
ræða þessi mál þegar ég var ung-
lingur, þá hefði líf mitt mögulega
orðið öðruvísi.“
Ekki veikindi að líða illa
Gegga vinnur sem hjúkrunar-
fræðingur á geðsviði Landspítalans
og hún segist spyrja sig daglega að
því hvers vegna kvíði, streita og
þunglyndi sé svo vaxandi í þjóð-
félaginu sem raun ber vitni.
„Finnst okkur eðlilegt að börn
og unglingar séu sett á kvíða- og
þunglyndislyf af því það eru talin
veikindi að líða illa? Við ættum
frekar að ræða hver séu orsök van-
líðunar. Við leitum því miður ekki
að rótum vandans, heldur með-
höndlum einkenni og búum til sjúk-
dóm úr þeim. Ég held að grunn-
urinn að því að ungu fólki líður
svona illa sé meðal annars að því
er ekki kennt að elska sig og virða
skilyrðislaust. Trúarbrögð setja
skilyrði, segja að við séum ekki
fullkomin og því ekki nógu góð.
Fyrirgefning fær ekki nógu mikið
pláss,“ segir Gegga og bætir við að
kirkjan leggi því miður ekki næga
áherslu á allt það uppbyggilega
sem Jesú kenni.
„Kirkjan er of oft að minna á
hitt. Krossinn er til dæmis tákn
þjáningar hans og við gefum börn-
um það tákn til að bera. En ef Jesú
hefði verið tekinn af lífi með byssu,
þætti okkur þá við hæfi að bera
byssu um hálsinn sem tákn um
Jesú? Þjáningunni er ómeðvitað
komið inn hjá okkur sem einhverju
aðdáunarverðu og eftirsóknar-
verðu, því meira sem þú þjáist, því
betri ertu. Að þú þroskist ekki
nema í gegnum þjáninguna. Ég
trúi ekki að Jesús og aðrir sterkir
andlegir leiðtogar hafi verið að
meina það.“
Í framhaldi af því að Gegga
uppgötvaði sinn eigin kraft og
komst að því að hún væri hluti af
almættinu, lífinu, Guði, eða hvaða
nafni sem við köllum það, þá reis
hún upp og fór að gera það sem
hún er að gera í dag. „Með jákvæð-
um huga skapar þú þér betra líf.
Ég skrifa bækur og held fyrirlestra
og námskeið þar sem ég segi mína
persónulegu sögu og flétta saman
læknisfræðilegum vísindum og and-
legum fræðum. Ég hef líka gaman
af að kenna fólki að losa sig við
streituhugsanir með aðferð sem
kallast The Work eftir Byron Ka-
tie,“ segir Gegga sem hannaði líka
grip sem hún kallar Smiler, og
hægt er að nota sem hálsmen og
setja milli munnvika til að brosa.
„Þessi gripur minnir viðkomandi á
að hann er sinn eigin skapari.“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018
www.fi.is
Fræðslukvöld FÍ
Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslukvöldi fyrir ferðafélaga
og útivistarfólk fimmtudaginn 12. apríl í sal FÍ, Mörkinni 6
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Sími 568 2533 | www.fi.is
Þátttaka er ókeypis – allir velkomnir
Boðið er upp á nokkra áhugaverða örfyrirlestra:
• Ólafur Már Björnsson augnlæknir opnar augu fólks fyrir því
hvernig best má njóta fegurðar náttúrunnar með því að huga
vel að augunum og sjóninni í fyrirlestri sem hann nefnir augu
og útivist.
• Rikki í Garmin verður með fyrirlestur um snjóflóðabúnað og
útivistartæki.
• Hjalti Björnsson, fararstjóri hjá FÍ, verður með fræðslu um
öryggisreglur í fjallamennsku.
• Auður Kjartansdóttir, sérfræðingur á ofanflóðasviði Veður-
stofunnar, fjallar um snjóflóðahættu og leiðaval.
• Neyðarlínan kynnir 112 appið.
• Helgi Jóhannesson og Tómas Guðbjartsson fjallaskíðagarpar
renna yfir fjallaskíðaleiðir.
• Að lokum mun Anna í Celcius segja okkur allt um hvað áburð er best að
bera í andlitið út frá sól og birtu, veðri og vindum, hita og kulda.
Í Friðheimum í Reykholti í Bisk-
upstungum búa hjónin Knútur Rafn
Ármann og Helena Hermundardóttir
ásamt fimm börnum sínum. Í Frið-
heimum eru ræktaðir tómatar allan
ársins hring en fjölskyldan rekur
einnig veitingastað inni í gróðurhúsi,
þar sem heimsfrægt fólk frá útland-
inu hefur m.a komið að borða. Í Frið-
heimum er líka stunduð hrossarækt
og ferðamönnum boðið upp á hesta-
sýningu á fjórtán tungumálum. Í Litlu
tómatbúðinni þeirra í anddyri veit-
ingastaðarins fást ýmsar sælkera-
tómatvörur sem þróaðar hafa verið af
meistararkokkinum Jóni K. B. Sigfús-
syni, samstarfsmanni Friðheima-
hjónanna. Og nú er fyrsti tómatbjór-
inn á Íslandi kominn á krana,
bruggaður úr Friðheimatómötum hjá
bruggmeisturunum í handverks-
brugghúsinu í Ægisgarði.
Í tilefni af því ætlar Friðaheima-
gengið að bjóða sveitungum og vel-
unnurum að koma og smakka hann,
fagna vori og eiga góða stund saman
í Friðheimum á morgun, fimmtudag
12. apríl, kl 17 -18:30.
Friðheimatómatbjórinn verður kynntur á morgun
Fyrsta tómatbjórnum á Íslandi
verður fagnað á morgun
Tómatbjór Friðheimahjónin Helena og Knútur ásamt Jóni meistarakokki.
Í kvöld, miðvikudag 11. apríl kl. 20, verður Sagnakaffi í Gerðubergi í Breið-
holti og þar mun Gegga, eða Helga Birgisdóttir, segja sögu sína, hvernig
hún reis upp, virkjaði sköpunarkraft sinn og fann leiðina að hamingjunni,
og þá fyrst fóru ævintýrin að gerast. Í framhaldi af upprisu kvenna er vel
við hæfi að heyra eina upprisusögu frá konu sem breytti lífi sínu með
þrautseigju og vænum skammti af jákvæðni. Gestir kvöldsins fá einnig að
spreyta sig undir stjórn Ólafar Sverrisdóttur leikkonu sem hefur staðið
fyrir námskeiðum í sagnamennsku hjá Borgarbókasafninu. Sagnakaffið
fer fram í kaffihúsinu í Gerðubergi og geta gestir fengið sér kaffi og með
því á meðan á dagskrá stendur.
Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Ókeypis aðgangur.
Að skapa sitt eigið líf
SAGNAKAFFI Í GERÐUBERGI Í KVÖLD