Morgunblaðið - 11.04.2018, Page 17

Morgunblaðið - 11.04.2018, Page 17
Efnavopnastofnunin » Efnavopnastofnunin OPCW var stofnuð í apríl 1997 og hef- ur það hlutverk að fylgjast með eyðingu allra efnavopna. » 192 ríki eru aðilar að stofn- uninni. Sýrlendingar skuld- bundu sig 2013 til að eyða öll- um efnavopnum sínum. Rússar beittu neitunarvaldi sínu í ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi gegn tillögu Bandaríkj- anna um rannsókn á meintri efnavopnaárás Sýrlandshers á bæinn Douma um síðustu helgi. Þetta er í tólfta skipti sem Rússar beita neit- unarvaldi í öryggisráðinu til að hindra aðgerðir gegn einræðisstjórn- inni í Sýrlandi. Öryggisráðið hafnaði síðan álykt- unartillögu Rússa í málinu. Sjö ríki greiddu atkvæði gegn tillögunni en sex lönd studdu hana, þeirra á meðal Kína. Tvö aðildarríkja ráðsins sátu hjá. Hart var tekist á um efnavopna- árásina í öryggisráðinu. Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, hvatti þar ríki ráðsins til þess að grípa til refsiaðgerða gegn Sýrlandi vegna árásarinnar. „Sagan mun skrá þessa stund annaðhvort sem tímapunktinn þar sem öryggisráðið sinnti skyldu sinni eða sýndi fram á algjört mátt- leysi sitt til þess að verja sýrlenska alþýðu.“ Varaði Haley við því að Bandaríkin væru tilbúin til þess að svara árásinni, hvað sem öryggisráð- ið ákvæði. Vassilí Nebenzia, sendiherra Rússlands, sagði hins vegar að þjóð sín hefði varað Bandaríkjamenn við því að beiting valds gegn sýrlenska stjórnarhernum, sem hefur notið mikillar aðstoðar rússneska hersins, gæti haft grafalvarlegar afleiðingar. Ekki yrði liðið að Rússar yrðu settir í lífshættu. Bjóða upp á rannsókn Ríkisfjölmiðlar í Sýrlandi til- kynntu í gær að ríkisstjórn landsins hefði boðið Efnavopnastofnuninni OPCW að heimsækja Douma. Sýr- lenska ríkisútvarpið SANA vitnaði í heimildir innan utanríkisráðuneytis- ins sem sögðu að Sýrland væri tilbúið að veita stofnuninni alla aðstoð sína. Ríkisstjórn Bashars al-Assads Sýrlandsforseta og bakhjarlar henn- ar hafa neitað því að efnavopnum hafi verið beitt í Douma um helgina, en bærinn er síðasta vígi uppreisnar- manna í Austur-Ghouta-héraðinu. Efnavopnastofnunin rekur nú þeg- ar sérstaka sendinefnd í Sýrlandi, sem ætlað er að safna gögnum um meinta efnavopnanotkun í sýrlenska borgarastríðinu. Beittu neitunarvaldi  Rússar hindruðu rannsókn á efnavopnaárás í Sýrlandi  Sýrlendingar bjóða Efnavopnastofnuninni til Douma Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Júlía Skrípal, dóttir rússneska njósn- arans Sergeis Skrípals, fékk að fara í gær af sjúkrahúsinu þar sem hún hef- ur verið síðan taugaeitursárásin í Sal- isbury var framin 4. mars síðastliðinn. Cristine Blanshard, aðstoðar- framkvæmdastjóri sjúkrahússins, sagði að Júlía þyrfti enn á meðferð að halda vegna árásarinnar en þetta væru engu að síður góð tíðindi. Blans- hard tók ennfremur fram að vonast væri til þess að Sergei Skrípal gæti bráðum farið af sjúkrahúsinu en styttra er síðan hann komst til með- vitundar. Færð á öruggan stað Breska ríkisútvarpið BBC greindi frá því að Júlía hefði fengið að yfirgefa sjúkra- húsið síðastliðinn mánudag og að hún hefði þá verið færð á öruggan stað. Boris John- son, utanríkisráð- herra Breta, var glaður að heyra tíðindin og óskaði Júlíu fulls bata sem fyrst. Sendiráð Rússlands í London tók undir þær óskir en kvart- aði yfir því að Skrípal hefði verið flutt á ókunnan stað. „Við þurfum sann- anir þess að það sem gert hefur verið við hana sé í samræmi við hennar eig- in vilja,“ sagði í tilkynningu sendi- ráðsins á samskiptamiðlinum Twit- ter. Þá vakti sendiráðið einnig máls á því að í breskum miðlum hefur því verið velt upp að Skrípal-feðginin muni þurfa að flytja heimili sitt innan Bretlands með leynd. Sagði sendiráð- ið að litið yrði á slíkt sem mannrán eða í það minnsta sem tilraun til þess að einangra Skrípal-feðginin án vilja þeirra. Brugðust vel við meðferðinni Lögreglan í Bretlandi hefur áður sagt að Skrípal-feðginin hafi komist í snertingu við taugaeitrið við útidyra- hurðina á heimili Sergeis. Er þetta í fyrsta sinn sem taugaeitri er beitt í Evrópu frá lokum seinni heimsstyrj- aldar. Blanshard sagði að bæði Sergei og Júlía hefðu brugðist ótrúlega vel við meðferðinni, sem fælist í að reyna að stöðva þann skaða sem taugaeitrið ylli á ensímum líkamans og hjálpa sjúklingunum að yfirvinna hann. Júlía Skrípal laus af sjúkrahúsinu  Faðir hennar enn undir læknishendi en á skjótum batavegi Júlía Skrípal Mótmælendur komu fyrir eitt hundrað pappamyndum í fullri stærð af Mark Zuckerberg, stofnanda samfélags- miðilsins Facebook, í nágrenni bandaríska þinghússins, og vildu þannig vara við „fölsuðum aðgangi“ á síðunni. Zuckerberg átti að mæta síðar um daginn fyrir nefnd fulltrúadeildar þingsins til þess að útskýra hvernig persónuupplýsingar margra milljóna notenda Facebook voru misnotaðar. AFP Hundrað Zuckerbergar úr pappa Mark Zuckerberg mætti aftur fyrir þingnefnd í gær citroen.is Verðlaunabíllinn Citroën C3 er hlaðinn þægindum, lofi og búnaði. Með 300 lítra skotti, nýjustu kynslóð sparneytinna véla, undurþýðri sjálfskiptingu sem gerir hann silkimjúkan í akstri ert þú klár í þitt ævintýri. C3 er fáanlegur með Apple Car Play og Mirror Link sem gerir þér kleift að spegla helstu forrit snjallsímans eins og t.d. Google Maps á 7“ snertiskjáinn. Punkturinn yfir i-ið er svo vegmyndavélin ConnectedCam sem þú getur notað til fanga dýrmæt augnablik. KOMDU OGMÁTAÐU CITROËN C3 C3 LIVE BEINSKIPTUR FRÁ 2.090.000KR. C3 FEEL SJÁLFSKIPTUR FRÁ 2.520.000 KR. Yfir 25 alþjóðleg verðlaun • Vegmyndavél • Nálægðarskynjarar • Blindpunktsviðvörunarkerfi • Brekkuaðstoð • Hliðarvörn •Breið og þægileg sæti • Isofix festingar • Rúmgott skott • Sparneytinn Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 CITROËN ÞÆGINDI CITROËN C3 Hlaðinn lofi og búnaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.