Morgunblaðið - 11.04.2018, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 11.04.2018, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 ✝ Gestur Helga-son fæddist á Akureyri 14. maí 1960. Hann lést 29. mars 2018. For- eldrar hans eru Helgi Hallgrímsson frá Droplaugarstöð- um í Fljótsdal, f. 11.6. 1935, og Ninna Kristbjörg Gests- dóttir frá Múla í Að- aldal, f.,19.10. 1932, d. 1.1. 2008. Systkini Gests eru Björk Þorgrímsdóttir, f. 1953, d. 2013, Hallgrímur Helgason, f. 1958, og Heiðveig Agnes Helga- dóttir, f. 1970. Gestur giftist Hólmfríði I. Ei- ríksdóttur árið 1981, þau skildu árið 1995. Stjúpbörn Gests eru 1) Árný Þóra Ármannsdóttir, f. 1978, gift Herði Flóka Ólafssyni, f. 1978. Börn þeirra eru Elísabet, Sara Ragnheiður, Guðbjörg Hólmfríður og Ólaf- ur Gestur. 2) Allan Haywood Roberts- son, f. 1984. Gestur ólst upp á Akureyri og Vík- urbakka á Árskógs- strönd. Hann gekk í Árskógsskóla og Gagnfræðaskóla Akureyrar. Hann starfaði lengi við Gúmmívinnsluna á Akureyri. Árið 1988 fluttu hann og fjölskylda hans að Fosshóli í Bárðardal. Þar stofnuðu þau ferðaþjónustufyrirtæki sem Gestur byggði upp og rak allt til dauðadags. Gestur starfaði einn- ig við skógrækt og rak jafnframt vefverslun er seldi skógrækt- arvörur. Útför Gests fer fram frá Þor- geirskirkju í dag 11. apríl 2018, klukkan 14. Það var mín gæfa í lífinu er þú gekkst mér í föðurstað þegar ég var ársgömul, þú tókst mér sem þinni eigin og lést ekki blóðbönd breyta því. Þú hafðir þann hæfi- leika að láta mér alltaf líða vel ná- lægt þér, þú gafst af þér algjör- lega áreynslulaust. Það sama má segja um Allan bróður, þú gekkst honum einnig í föðurstað og gafst okkur svo ómælda ást, leiðsögn og einstakt uppeldi. Þín stærsta gjöf var tíminn, þú áttir alltaf nóg af honum handa mér og öðru sam- ferðafólki þínu. Þú varst hlýr, tal- aðir ekki illa um neina manneskju þó að þér væri meinilla við ýmsa annmarka reglugerðarþjóðfélags- ins, í þínum huga voru allir menn jafnir. Þú hafðir alltaf trú á hinu góða í fólki og því að allir væru að gera sitt besta miðað við þær að- stæður sem uppi voru. Þér fannst gaman að ræða trúmál og barst virðingu fyrir þeim öllum. Þegar Vottar Jehóva bönkuðu upp á bauðstu þeim alltaf inn í kaffi og svo voru trúmál rædd í marga klukkutíma, ég man að ég sat gjarnan í fanginu þínu og hlustaði á þar til ég lognaðist útaf. Eitt sinn vorum við fjölskyldan á leið í útilegu og búin að pakka öllu í bíl- inn þegar trúboðarnir mættu. Þá fórum við inn aftur, ferðinni frest- að um stund því þú vildir ekki vísa fólkinu á dyr. Þú vísaðir aldrei neinum á dyr. Það var alltaf gott að leita til þín með vandamál, þú sást alltaf annað sjónarhorn og gast komið með aðra sýn. Eitt sinn ræddum við mistök, ég sagð- ist vera fífl, að gera mistök. Þú sagðir með þinni blíðu röddu „já Adda mín, þú ert fífl“ en allt fólk er fífl, það er í eðli okkar mann- anna, en fífl geta ekki gert mistök og því hefur þú ekki gert neitt rangt. Þegar ég byrjaði í háskóla- námi mínu spurðir þú mig til hvers ég væri að brasa í þessu og ég sagðist vilja verða eitthvað. Þú sagðir mér að ég þyrfti engan skóla til þess, því ég væri bara al- veg nóg. Á þessum tíma bjó ég á Fosshóli og leitaði til þín með fyrsta verkefnið mitt, það fussaði í þér en þú hjálpaðir mér þetta kvöld og mörg kvöld þennan vet- ur. Þú hefðir getað farið í gegnum allt nám ef þú hefðir viljað en þú hafðir engan áhuga á því, sagðist ekki vilja mennta þig í fjötra. Þú varst sjálfmenntaður, enda mjög hrifinn af öllu námi en ekki skól- um, þú hafðir stutta skólagöngu en vissir allt og ef þú vissir það ekki þá lastu þér til og hættir ekki fyrr þú vissir það. Þú fylgdist með afabörnunum þínum og hafðir gaman að því að heyra hvað þau voru að gera. Ég hef aldrei séð þig jafn montinn og þegar ég gaf þér nafna. Ég vona að Ólafur Gestur fái þó ekki nema nokkra af þínum mannkostum. Minningu þinni verður haldið á lofti um ókomin ár, um afa sem var svolítið öðruvísi en aðrir afar. Þann sem kom ekki með innpakkaðar gjafir á jólunum heldur mætti alltaf 23. desember með það allra fallegasta jólatré sem við höfðum séð. Minningarn- ar eru margar og ég er full af þakklæti fyrir tímann, ástina og heillyndið sem þú gafst mér. Þú kenndir mér að fjarlægðin skilur fólk ekki að, því ef þú vilt vera hjá þeim sem þú elskar, þá ertu þegar þar. Árný Þóra. Gesti Helgasyni á Fosshóli var allt mögulegt og fleira til lista lagt en öðru fólki. Hann var t.d. arki- tekt, skógarhöggsmaður, smiður, bóksali, hönnuður og tölvufræð- ingur. Hann var hænsnabóndi, bý- flugnabóndi, skógarbóndi og ferðaþjónustubóndi. Hann var listamaður fram í fingurgóma, hugsuður og heimspekingur. Fjöl- skyldumaður og einsetumaður. Sjálfmenntaður en fullnuma í öllu þessu og mörgu fleiru fór hann aldrei troðnar slóðir heldur lagði sínar eigin. Og nú er komið að leiðarlokum, svo óvænt og allt of fljótt. Fyrir mér var Gestur þó fyrst og fremst vinurinn, félaginn og fóstbróðirinn sem mér áskotnaðist á unglingsárum. Frá upphafi var ég þiggjandinn og Gestur fræðar- inn. Hann byrjaði á því að kenna mér að drekka kaffi. Skömmu síð- ar að reykja Sweet Dublin úr pípu sem hann hjálpaði mér að velja hjá Birnu í Tóbaksbúðinni og saman lærðum við að verða okkur úti um brennivín og gera því skil. Hann gerði mig pólitískan, byltingar- sinnaðan kommúnista að sjálf- sögðu, þótt ég léti hann um að lesa fræðin. Mér nægði að meðtaka boðskapinn frá þeim mæðginum, honum og Kristbjörgu. Ekki síst kenndi Gestur mér á tónlist. Ég á í hausnum skýra mynd af kjallaran- um á Víkurbakka þegar ég heyrði í fyrsta sinn í Leonard Cohen, mynd sem framkallast í hvert sinn sem ég heyri Suzanne eða Bird on the Wire. Og þar voru Dylan og Pink Floyd – nýjasta plata þeirra var The Dark Side of the Moon. Enn leita ég í þessa sömu tónlist. Allt þetta kenndi hann mér sumarið 1975 þegar við vorum fimmtán ára á Árskógsströnd og veturinn þar á eftir á Akureyri og markaði þannig upphafið á ævi- langri, djúprættri vináttu sem krafðist þess ekkert að við værum í stöðugu sambandi. Við tóku ævintýraleg ár þar sem við brölluðum ótalmargt með- an við fullorðnuðumst smám sam- an og stofnuðum hvor sína fjöl- skyldu. Fjarlægðumst hvor annan þó ekki meira en svo að tuttugu og þriggja ára keyptum við ásamt sambýliskonum okkar íbúðina við Spítalaveg á Akureyri, sem við áttum saman þangað til Gestur og Fía keyptu Fosshól og fluttu aust- ur. Eðli málsins samkvæmt urðu samfundir strjálli eftir að heiðin og skarðið skildu okkur að en æði oft brunaði maður austur til að kjafta í nokkra klukkutíma við kaffiþamb í reykjarkófi. Rýndum í heimsmálin og leystum lífsgátuna í hverri törn. Í janúar 2002 fórum við Gestur saman til Kanarí, bara við tveir kallarnir, og töluðum saman fram á nótt í hálfan mánuð. Frjó hugs- un hans og galopin sýn á tilveruna kom mér enn einu sinni á óvart, að ég tali nú ekki um dökkan húm- orinn. Beinlínis heyri hneggið, sé glottið. Ekki fullyrði ég að Gestur hafi gert mig að betri manni þótt ég trúi því en kynni mín af honum gerðu mig sannarlega að öðrum og meiri manni en ég væri hefði áhrifa hans ekki notið við. Vinátt- an við hann mótaði mig í svo mörgu tilliti að ég tala einatt um hann sem mentor minn og mesta áhrifavald. Umfram allt var hann náinn vinur – aufúsugesturinn sem ég mun sakna allt til loka og þakka fyrir allt. Fjölskyldu hans og ástvinum öllum votta ég mína dýpstu sam- úð. Aðalsteinn Svanur Sigfússon. Gestur Helgason  Fleiri minningargreinar um Gest Helgason bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga. ✝ Katrín Hildurfæddist 24. júní 1921 að Hvammi í Skaftártungu. Hún lést á Sólvangi 28. mars 2018. Hún var dóttir hjónanna Sigurðar Gestssonar, f. 12.12. 1884, d. 11.10. 1977, og Sigríðar Sigurðardóttur, f. 17.6. 1894, d. 9.5. 1957. Bræður hennar voru 1) Bárður, f. 13.3. 1918, d. 18.2. 2008, 2) Sigurjón, f. 25.8. 1923, d. 15.7. 2001, og 3) Björn, f. 9.10. 1926, d. 1.5. 1986. Katrín Hildur giftist 18.4. 1946 Olivert Andreas Thor- stensen, f. 27.7. 1918, d. 25.1. 1981, rennismið. Hann var sonur hjónanna Ole Thorstensen, f. 24.10. 1874, d. 7.4. 1951, skó- smiðs, og Anine Thorstensen, f. 26.2. 1880, d. 8.11. 1974, húsfrú- kennari, sambýliskona hans er Hrefna Jónsdóttir, f. 26.10. 1992, aðstoðarleikskólakennari. Dóttir þeirra er Katrín Ebba, f. 14.2. 2017, og c) Egill Björn, f. 28.12. 1987, viðskiptafræðingur, sam- býliskona hans er Þóra Kristín Gunnarsdóttir, 23.10. 1987, pí- anókennari; 2) Anný, f. 28.8. 1949, d. 18.11. 1953; 3) Ágúst, f. 26.5. 1956, matvælafræðingur, kona hans er Helga Linda Gunn- arsdóttir, f. 22.7. 1960, skrif- stofumaður. Synir þeirra eru a) Davíð, f. 22.2. 1982, flugmaður, sambýliskona hans er Erna Jóna Jakobsdóttir, f. 27.7. 1988, flug- freyja, sonur þeirra er drengur, f. 6.4. 2018; b) Daníel, f. 21.2. 1989, sölumaður, sambýliskona hans er María Mikaelsdóttir, f. 2.11. 1989, háskólanemi, börn þeirra eru 1) Díana Líf, f. 2.1. 2014, og 2) Tómas Máni, f. 15.6. 2017, og c) Adam, f. 25.8. 2002; 4) Rikard, f. 15.10. 1957, sérfræð- ingur, eiginkona hans er Sigríð- ur Steinunn Sigurðardóttir, f. 9.3. 1964, bókari, börn þeirra eru a) Hildur Kristín, f. 25.10. 1992, b) Sigurður Þór, f. 3.7. 1995, og c) Anína Marín, f. 3.3. 2003; 5) Öl- ver, f. 15.2. 1962, bifvélavirki, eiginkona hans er Kristín Egg- ertsdóttir, f. 20.9. 1963, hjúkrunarfræðingur, barn þeirra er Olivert Andreas, f. 24.12. 1998. Fyrir átti Ölver Guð- rúnu Hildi, f. 5.5. 1985, barns- móðir er Signý Einarsdóttir, f. 3.4. 1965, eiginmaður Guðrúnar Hildar er Jón Skjöldur Níelsson, f. 21.1. 1982. Synir þeirra eru 1) Samúel Einar, f. 22.9. 2013, og 2) Ágúst Pálmi, f. 13.2. 2016. Fyrir átti Kristín Hrafnhildi Ýr Þrastardóttur, f. 20.7. 1983, eig- inmaður hennar er Svavar Sig- urðsson, f. 17.8. 1984. Börn þeirra eru 1) Mímir Örn, f. 15.10. 2003, 2) Janetta Lind, f. 14.1. 2005, 3) Amíra Lind, f. 15.9. 2009, og 4) Adrían Örn, f. 10.3. 2012. Katrín Hildur lauk barnaskólaprófi og stundaði nám við Húsmæðraskóla Laugarvatns 1943-44. Hún var mestan hluta ævinnar húsmóðir í Granaskjóli 9 en eftir fráfall eignmanns síns árið 1981 vann hún m.a. í KR- heimilinu við Frostaskjól. Hún stundaði hestamennsku til margra ára. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju í dag, 11. apríl 2018, klukkan 13. ar. Bræður Oliverts voru 1) Vilmar, f. 26.9. 1913, d. 25.5. 1992, 2) Trygve D., f. 11.10. 1914, d. 25.11. 1986, 3) Ek- hardt, f. 15.3. 1922, d. 13.11. 1996. Börn Katrínar Hildar og Oliverts Andreasar eru 1) Örn, f. 29.7. 1947, læknir, kona hans er Guðbjörg Grétarsdóttir, f. 12.5. 1948, kennari. Börn þeirra eru a) Anný Berglind, f. 29.12. 1971, viðskiptafræðingur og hjúkr- unarfræðingur, eiginmaður hennar er Halldór Ásgrímur Elv- arsson, f. 9.9. 1968, grafískur hönnuður. Synir þeirra eru 1) Andreas Hilmir, f. 23.11. 1993, 2) Nökkvi Freyr, f. 27.7. 1999, 3) Elvar Örn, f. 17.3. 2002, og 4) Fjölnir Logi, f. 23.4. 2009; b) Bergþór Olivert, f. 8.8. 1979, Börnin mín hafa ekki bara misst ömmu, heldur einnig ynd- islegan vin. Þú varst alltaf til staðar og aldrei stóð á því að þú gætir ekki litið eftir barnabörn- unum mínum þegar þannig stóð á. Þau munu minnast þín með söknuði og kærleika. Þau geta sagt sögur af þér og komið þeim áfram til næstu kynslóðar. Það voru forréttindi að kynnast þér og fá að njóta þín. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar. Guð veri með þér, elsku tengdamamma, og ég veit að þú vakir yfir okkur. Þín tengdadóttir Steinunn Sigurðardóttir. Nú titra tregastrengir og tárin falla af brá því kveðjustund er komin sem hver einn reyna má. En ég veit að þú varst sátt við að þinn tími væri kominn. Minningarnar hrannast upp er ég hugsa til baka og það var dásamlegt að fá að hafa þig hjá okkur. Margar ferðir höfum við farið saman, og ég tala nú ekki um allar ferðirnar í sumar- bústaðinn sem þið tengdapabbi reistuð á sínum tíma og við dvöld- um saman í skemmri og lengri tíma með börnunum okkar Rikka. Alltaf var tekið með nesti og borðað úti í guðsgrænni nátt- úrunni. Þú bakaðir pönnukökur og smurðir nesti og passaðir allt- af upp á að það væri nóg handa öllum. Einnig minnumst við þess er þú komst í mat til okkar um helgar og dvaldir hjá okkur yfir hátíðir. Katrín Hildur S. Thorstensen  Fleiri minningargreinar um Katrínu Hildi Thorstensen bíða birtingar og munu birt- ast í blaðinu næstu daga. Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt HÆTTUM MEÐ GÖTUSKÓ - AÐEINS EITT VERÐ 7.990,- Laugavegi 178, sími 551 2070. Opið mán. - fös. kl. 10–18, Laugardaga kl. 10 - 14 Bílaþjónusta GÆÐABÓN Stofnað 1986 • Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-16. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Húsviðhald Hreinsa þakrennur, laga ryð á þökum og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com smið? Þú finnur allt á FINNA.IS Vantar þig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.