Morgunblaðið - 11.04.2018, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018
eldu á milli fimm girnilegra tegunda
f Snack Pot frá Knorr. Réttirnir eru
ægilegir, ljúffengir og fljótlegir.
ynntu þér úrvaIið á KNORR.IS
V
a
þ
Framundan eru spennandi tímar. Ég og konan mín, Inga RutÓlafsdóttir, eigum von á okkar fyrsta barni í næsta mánuði ogþað verður gaman að takast á við foreldrahlutverkið. Sjálfum
finnst mér ég vera gæfumaður því þau verkefni sem ég hef með hönd-
um eru einkar áhugaverð og veita mér gleði,“ segir Baldur Rafnsson
tónlistarkennari sem er 39 ára í dag.
Heimaslóðir Baldurs eru í Mosfellsbæ en þangað sneri hann aftur
fyrir hálfu þriðja ári eftir að hafa búið tíu ár í Grundarfirði. Hann
starfar þar raunar enn, er fyrir vestan tvo daga í viku og kennir á
blásturshljóðfæri og slagverk, jafnhliða því sem hann stjórnar stór-
sveit og skólahljómsveit. Í annan tíma er Baldur rútubílstjóri hjá
Kynnisferðum og keyrir þá meðal annars flugrútuna.
„Mér finnst gaman að blanda ólíkum störfum saman, það skapar
fjölbreytni. Annars hef ég alltaf verið mikið í félagsmálum. Fyrir
vestan sá ég lengi um bæjarhátíðina Á góðri stundu, rak pylsuvagn-
inn, var í karlakórnum Kára og fleira og hér fyrir sunnan er ég í
stuðningsmannasveit Vals; er á trommunum og slæ taktinn á leikjum,
hef séð um kótelettukvöldin og ýmis önnur fjáröflunarverkefni. Ég
trúi því staðfastlega að ef hlúð er að sprotunum og fólk virkjað með
jákvæðni megi gera skemmtilega hluti sem skipta miklu fyrir sam-
félagið allt,“ segir Baldur sem verður með fjölskyldunni í kvöld og
væntir þess að fá kjöt í karrí í matinn. sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Gæfumaður „Gaman að takast á við foreldrahlutverkið,“ segir Baldur.
Rútubílstjórinn
sem slær taktinn
Baldur Rafnsson er 39 ára í dag
T
orfi fæddist í Reykjavík
11.4. 1958 og ólst þar upp
fyrstu tvö árin: „Eftir það
bjó fjölskyldan erlendis,
nánast öll mín uppvaxt-
arár, en faðir minn var í framhalds-
námi í Þýskalandi og í Bandaríkjunum
og starfaði síðar í Frakklandi. Við vor-
um einn vetur í Færeyjum, annan í
Þýskalandi og fimm ár í Texas og New
York fylki í Bandaríkjunum, Við áttum
síðan heima í Reykjavík þegar ég var
níu til ellefu ára, vorum síðan í Frakk-
landi, en komum heim er ég hóf
menntaskólanám við MH. Ég talaði
því með Texashreim í barnaskóla og
síðan frönskum hreim í menntaskóla.“
Torfi lauk stúdentsprófi frá MH
1976 og var næstu árin við nám og
störf, jöfnum höndum, á Íslandi og í
Frakklandi. Hann var leiðsögumaður
erlendra ferðamanna hér á landi, eink-
um Frakka, í tjald- og gönguferðum,
öll sumur, 1979-88.
Torfi lauk B.Ed.-prófi frá KHÍ 1982
og BA-prófi í frönsku og íslensku við
HÍ 1983, lauk meistaraprófi í frönsk-
um miðaldabókmenntum við háskól-
ann í Lyon 1985 og doktorsprófi í nor-
rænum miðaldabókmenntum við
Sorbonne í París 1992.
Torfi varð lektor í frönsku við HÍ
1989, dósent þar í frönsku 1992, pró-
fessor í frönskum miðaldabók-
menntum við HÍ 2002 og hefur verið
prófessor í íslenskum miðaldafræðum
við HÍ frá 2008: „Starf mitt síðast lið-
inn áratug hefur einkum snúist um að
stýra og byggja upp við HÍ, ásamt
Haraldi Bernharðssyni, alþjóðlegt
meistaranám í svo kallaðri víkinga- og
norrænni miðaldafræði sem starfrækt
er í samvinnu við háskólana í Árósum,
Kaupmannahöfn og í Osló.
Þetta hefur verið afskaplega spenn-
andi verkefni. Við fáum u.þ.b. hundrað
námsumsóknir á ári, tökum inn um 60
Torfi H. Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum – 60 ára
Skemmtileg fjölskyldumynd Torfi og Gugga með syni og dóttur, tengdadóttur og tengdasyni og Kasper litla Leo.
Vaxandi áhugi á nor-
rænni miðaldafræði
Á söguslóðum Torfi og Gugga við Orkahaug á Orkneyjum (Maes Howe),
grafhýsi sem var reist fyrir um 5000 árum. Getið er um það í Orkneyjasögu.
Reykjavík Benjamín Hugi fæddist
28. janúar sl., kl. 00:55. Hann vó
3.718 grömm og var 53 cm langur.
Foreldrar hans eru Þorbjörn Smári
Ívarsson og Kolbrún Sjöfn Jóns-
dóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is