Morgunblaðið - 11.04.2018, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.04.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. APRÍL 2018 bestalambid.isBeztu uppskriftirnar okkar Enn einn dagur í Paradís Bez t á allt NÝTT HEAL VISIBLE SIGNS OF TIME LYFT IR , MÝK IR , GEFUR L JÓMA Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 AFSLÁTTUR AF BIOTHERM DÖMU OG HERRAVÖRUM20% GLÆSILEGUR KAUPAUKI FYLGIR ÞEGAR KEYPTAR ERU BIOTHERM VÖRUR FYRIR 7.800 KR EÐA MEIRA Á MEÐAN BIRGÐIR ENDAST. BIOTHERM KYNNING MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS NÝTT Í BLUE THERAPY LÍNUNNI Líffræðingar Biotherm hafa fangað lífskraft dýrmæts rauðs sjávarþörungs í einstaka formúlu. Eftir því sem við eldumst fækkar collagen og elastin þráðum húðarinnar verulega. BLUE THERAPY RED ALGAE UPLIFT hefur sjáanleg yngjandi og styrkjandi áhrif á húðina: Útlínur andlitsins verða skýrari, húðin mýkri, stinnari og með meiri ljóma. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Í tilefni af 100 ára fullveldisafmæli Íslands í ár hafa Samtök sunn- lenskra sveitarfélaga (SASS) ákveð- ið að fara í sameiginlegt sunnlenskt átak í almennri tiltekt og umhverf- isþrifum. Verkefnið ber heitið Um- hverfis Suðurland og er það vilji SASS að Suðurland verði leiðandi í umhverfismálum á landsvísu. Verk- efnið snýst að hluta um fræðslu til íbúa og að virkja þá til þátttöku í ýmsum viðburðum tengdum um- hverfismálum. Hvert sveitarfélag á Suðurlandi hefur einn tengilið í verkefninu. Þórður Freyr Sigurðsson, sviðs- stjóri þróunarsviðs SASS, segir að þessi hugmynd hafi komið fram á ársþingi SASS í haust og í framhaldi verið mótuð sem eitt af áhersluverk- efnum Sóknaráætlunar Suðurlands 2018. „Það er búið að móta ákveðna dagskrá yfir árið. Þar er lögð áhersla á ýmis atriði eins og strand- hreinsun, að draga úr plastnotkun og almenna tiltekt. Við ætlum að tengja verkefnið við helstu daga sem tengjast umhverfismálum yfir árið,“ segir Þórður Freyr. Hafist verður handa í næsta mánuði með hreinsun strandlengjunnar á Suðurlandi. Ætla að gera enn betur „Markmiðið með þessu er bæði að vekja athygli á umhverfismálum og að fegra sveitir landsins. Suðurland á að fara í sparifötin á fullveld- isárinu. Á sama tíma spilar þetta með okkar stefnumörkun fyrir svæðið. Tvær af megináherslum Sóknaráætlunar Suðurlands eru annars vegar að skapa jákvæða ímynd af Suðurlandi sem byggist á gæðum og hreinleika og hinsvegar að vinna að umhverfisvakningu með sjálfbærni að leiðarljósi. Við höfum verið að vinna að umhverfismálum og héldum t.d. ráðstefnu í fyrra sér- staklega um útgangsmál.“ Þórður Freyr segir það ekki eitt umfram annað sem þurfi að bæta í umhverfismálum á Suðurlandi, svæðið sé fallegt ásýndar en mark- miðið með átakinu Umhverfis Suð- urland sé að gera enn betur. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Reynisfjara Sveitarfélög á Suðurlandi ætla í sameiginlegt átak í umhverfis- málum. Hafist verður handa í maí með hreinsun strandlengjunnar. Í sparifötin á full- veldisafmælinu „Þetta er komið í höfn og maður er auðvitað enn alveg í skýjunum með það, enda ótrúlega góð tilfinning að hafa náð þessum árangri,“ segir Bragi Þorfinnsson í samtali við Morgunblaðið, en hann var um helgina formlega útnefndur stór- meistari í skák á fundi Alþjóða- skáksambandsins (FIDE). Er Bragi fjórtándi íslenski stórmeistarinn. Lokaáfanganum náði hann á móti í Noregi í febrúar síðast- liðnum, en áður hafði hann náð áföngum á Íslandsmóti skákfélaga og í keppni skákfélaga á Bretlandi. Hefur hann einnig uppfyllt það skil- yrði að hafa náð 2.500 skákstigum. „Ég setti mér snemma það mark- mið að ná þessum árangri, en það má kannski segja að ég sé búinn að stefna að þessu af fullri alvöru í um 10 til 15 ár,“ segir hann og bætir við að með titlinum rætist gamall æskudraumur. „Ungur sagðist ég ætla að verða heimsmeistari. Mað- ur sýndi því snemma mikinn metn- að,“ segir hann og hlær við. „Ég sætti mig við það að vera stórmeist- ari – maður er orðinn raunsærri nú en þegar maður var yngri.“ Bragi kennir íslensku í Folda- skóla í Reykjavík. Spurður hvað taki nú við segist hann vonast til þess að geta sinnt skákinni enn bet- ur. „Ég sé fyrir mér að starfa sem kennari í hálfu starfi og kenna síð- an og stúdera skák,“ segir hann og bendir á að mikil vinna sé fram- undan við að viðhalda og bæta skákfærnina. „Framundan er Ís- landsmót í byrjun júní og það held- ur mér við efnið.“ khj@mbl.is Stefndi snemma á titilinn Morgunblaðið/Ómar Stórmeistari Bragi segist nú ætla að einbeita sér enn frekar að skákinni.  Bragi Þorfinnsson er 14. íslenski stórmeistarinn í skák Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsinga- fulltrúi Wow air, segir að verkfall flugvallarstarfsmanna í Frankfurt hafi ekki haft áhrif á flug Wow í gær því flogið hafi verið á tíma til Frank- furt og aftur heim. Þýska flugfélagið Lufthansa hefur þurft að aflýsa yfir 800 flugferðum sínum vegna verkfalls flugvall- arstarfsmanna í Frankfurt, m.a. flugi frá Frankfurt til Íslands og flugi frá Íslandi til Frankfurt. „Við flugum á tíma til Frankfurt í dag og verkfallið hafði ekki áhrif á okkur,“ sagði Svanhvít í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það sem við höfum boðið farþegum okkar síðustu daga er að þeir geti annars vegar hætt við flug sitt með okkur og fengið miðann að fullu endurgreiddan eða breytt miðanum yfir í aðrar dagsetn- ingar vegna óvissunnar í tengslum við verkfallið og það hafa nokkrir far- þega okkar nýtt sér þessi boð.“ Svanhvít segir að Vow hafi ekki orðið vart við aukningu í sölu frá Frankfurt frá því að verkfall flugvall- arstarfsmannanna hófst og ekki sé búið að gefa út frekari tímasetningar um verkfallið. Hún segir að áhrifanna gæti einungis í flugi til og frá Frank- furt, Vow flýgur einnig til og frá Berl- ín en þar séu engar verkfallsaðgerðir í gangi. Guðjón Arngrímsson, upplýsinga- fulltrúi Icelandair, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að enn sem kom- ið væri hefði verkfall flugvallarstarfs- manna í Frankfurt ekki haft nein áhrif á flug Icelandair, hvorki til né frá Frankfurt. Nokkrir hafa breytt bókunum  Lufthansa aflýsir yfir 800 flugferðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.