Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.04.2018, Qupperneq 1
PLASTMENGUN Í HAFINU ER VÁKEPPNI Í FRUMKVÆÐI Rimowa ferðatöskur í anda götutísku Supreme. 4 Unnið í samvinnu við Í Junior Achievement keppninni fær ungt fólk tækifæri til þess að sjá hvað það útheimtir að vera frumkvöðull. 14 Hildur Petersen rekur nú fyrirtækið Vistvæn framtíð og vill vekja almenning til umhugsunar um þá vá sem plastmengun í hafi nu er orðin. VIÐSKIPTA 4 FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Orðnar jafn stórar landbúnaði Velta bílaleigufyrirtækja hér á landi nam um 51 milljarði króna á síðasta ári en það er jafn há upphæð og land- búnaðurinn íslenski velti á nýliðnu ári skv. nýjum bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Hefur gjörbreyt- ing orðið á stöðu atvinnuveganna síð- asta áratuginn. Þannig hefur land- búnaðurinn vaxið úr 31,6 milljörðum árið 2008 í ríflega 51 milljarð á síðasta ári (á verðlagi hvors árs fyrir sig) og nemur raunvöxtur greinarinnar um 12,2%. Á sama tíma hafa umsvif bíla- leiganna vaxið úr 7,6 milljörðum árið 2008 í um 51 milljarð á síðasta ári (á verðlagi hvors árs fyrir sig). Að raun- gildi nemur vöxturinn hins vegar 370% yfir tímabilið. Í nýrri skýrslu Íslandsbanka um stöðu ferðaþjónustunnar kemur fram að floti bílaleigufyrirtækjanna hafi fimmfaldast frá árinu 2007 og að þeg- ar mest lét síðastliðið sumar hafi bílar á þeirra vegum á götunum verið 25 þúsund talsins. Svipað verði uppi á teningnum nú í sumar. Elvar Orri Hreinsson, sem kom að ritun fyrrnefndrar skýrslu, segir vöxtinn gríðarlegan en að nú sé kom- ið að ákveðnum tímamótum í grein- inni. „Reksturinn hefur gengið vel og hagnaðarhlutfallið á svipuðum slóð- um og hjá flestum öðrum greinum ferðaþjónustunnar en almennar kostnaðarhækkanir ásamt launa- hækkunum og styrkingu krónunnar hafa þrengt að framlegðarhlutföllum í greininni. Og nú þegar hægir á fjölg- un ferðamanna held ég að það skapist ákveðið svigrúm til að fara ofan í reksturinn með það fyrir augum að viðhalda eða auka framlegð.“ Hann bendir á að bílaleigurnar hafi, líkt og flest önnur ferðaþjónustufyrirtæki, haft fangið fullt og þurft að bregðast sífellt við gríðarlegum vexti fram til þessa. „Sú staða sem nú er komin upp kann að leiða af sér almenna hagræð- ingu í rekstri en einnig gætu átt sér stað sameiningar fyrirtækja.“ Í fyrrnefndri skýrslu Íslandsbanka er bent á að fjöldi bílaleiga með 50 bíla eða fleiri á sínum snærum hafi verið 42 í fyrra og hafi vaxið úr 36. Hins vegar séu 10 stærstu leigurnar með 75% flotans á sinni hendi. Elvar bendir á að EBITDA-hlutfall bílaleig- anna sé afar hátt í samanburði við flestar aðrar greinar ferðaþjónust- unnar. Það skýrist m.a. af því að rekstur bílaleiga er í eðli sínu fjár- festingafrekur og fyrirtækin afskrifa bílana fremur hratt í bókum sínum. „Skuldsetning bílaleiga er hærri en hjá öðrum greinum innan ferðaþjón- ustunnar. Það á sér eðlilegar skýr- ingar, m.a. vegna þess að í fyrirtækj- unum hefur verið nokkurt dulið eigið fé því þeim hefur tekist á síðustu ár- um að selja bílana frá sér á hærra verði en bókfært virði þeirra gefur til kynna. Þá gerir há framlegð bílaleiga þeim einnig kleift að bera hærri skuldsetningu en aðrar greinar ferða- þjónustunnar alla jafna.“ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Umsvif bílaleiga hérlendis eru orðin jafn mikil og land- búnaðarins í heild. Sér- fræðingur segir hagræð- ingu í kortunum í greininni. 51,1 31,6 7,6 51,0*** Velta bílaleiga og landbúnaðarins 2008-2017 50 40 30 20 10 0 milljarðar kr. 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 *Leiga á bifreiðum og léttum vélknúnum ökutækjum. **Ræktun nytjajurta, búfjárrækt og tengd þjónustustarfsemi. ***Nóv. 2016-okt. 2017. Heimild: Hagstofa Íslands. Bílaleigur* Landbúnaður** Á verðlagi hvers árs Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 12.10.‘17 12.10.‘17 11.4.‘18 11.4.‘18 1.730,05 1.761,19 130 125 120 115 110 124,1 121,65 „Í okkar huga er Ísland land í vexti og því erum við að skoða hvernig við getum vaxið enn frekar,“ segir Dag Rasmussen, forstjóri Lagardère Travel Retail, sem er stærsta fyrir- tæki heims í rekstri ferðamanna- verslunar. Lagardère rekur nú veit- ingasölu á Keflavíkurflugvelli. „Við vonumst til þess að hlutdeild okkar á flugvellinum muni aukast og þá ekki einungis í veitingaþjónustu. Þó svo að fríhöfnin hér á landi sé vel rekin myndum við gjarnan vilja vaxa inn á þann markað ef slíkt tækifæri myndi gefast einhvern daginn. Við myndum einnig vilja bæta við okkur á sviði ferðavarnings ef sá möguleiki myndi opnast. Þá erum við einnig að skoða tækifæri utan flugvallarins. Í ferðamannalandi eins og hér geta ýmis önnur tækifæri gefist sem við vonum að við getum gripið þegar þar að kemur,“ segir Rasmussen í viðtali í miðopnu í dag. Lagardère vill meiri umsvif hér Morgunblaðið/Eggert Rasmussen (t.h.) ásamt Sigurði Skagfjörð hjá Lagardère á Íslandi. Stærsta fyrirtæki heims á sviði ferðamannaverslunar skoðar tækifæri hér á landi. 8 Deutsche Bank hefur rekið forstjórann og skipað nýjan en ekki eru allir sannfærðir um að það muni leysa vanda bankans. Nýir tímar en sama stefnan 10 Hlutabréfaverð hjá Callaway og móðurfélagi Titelist hafa hækkað um allt að 50% síðasta árið eftir tiltektir í rekstrinum. Lex: Er búið að laga slæsið? 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.