Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 5FRÉTTIR
VANDAÐ
PRENTVERK FYRIR
VANDAÐ INNIHALD
Í 75 ÁR
Í 75ár hefurOddi verið í fararbroddi
þegar kemur að prentun og frá-
gangi. Reynsla okkar og þekking
tryggir að þitt verkefni fær þá
meðhöndlun sem það á skilið. Við
veitum þér fyrsta flokks ráðgjöf og
aðstoðum þig við að finna bestu og
hagkvæmustu lausnir varðandi útlit
og frágang á prentverki. Hafðu
samband og kynntu þérmálið.
Ráðgjöf
Prentað efni er oft á tíðum andlit
fyrirtækisins út á við og því skiptir
útlit og vandaður frágangur höfuð-
máli, hvort sem um er að ræða
útgáfu, kynningarefni eða skrifstofu-
gögn.Hjá okkur færðuörugga, skjóta
og skilvirka þjónustu, sem er
lykilatriði þegar kemur að prentverki,
hvort sem verkefnið er flókið eða
einfalt ogupplagið stórt eða smátt.
Prentun
Við erum þínir ráðgjafar í prentun
www.oddi.is5155000
Á
R
N
A
S
Y
N
IR
STOFUSTÁSSIÐ
Rafmagnspíanó eru agalega skemmtileg hljóðfæri,
og verða bara betri með hverju árinu. Verst hvað þau
geta verið ljót, eða a.m.k. sjaldan að þeim prýði á fal-
lega innréttuðum heimilum. Grípa sumir til þess ráðs
að fela rafmagnspíanóið inni í skáp þegar það er ekki í
notkun, eða hreinlega kaupa almennilegt lóðrétt píanó,
ellegar flygil ef pláss og staðan á bankareikningnum
leyfir.
En nú er hljómborðaframleiðandinn Roland kominn
með vöru handa smekklega fólkinu. Kiyola-rafmagns-
píanóið lítur út eins og það hafi verið hannað af skand-
inavískum innanhúsarkitekt og fallega gyllt japönsk
eik er notuð í smíðina.
Undir húddinu er hljómborðið búið nýjustu tækni,
með kröftugum hátölurum og blátannartengingu.
Hljóðfæraverslunin Rín flytur inn píanóin frá Rol-
and og þar myndi Kiyola kosta rösklega hálfa milljón
króna kr, en þarf að panta sérstaklega ai@mbl.is
Rafmagnspíanó sem þarf ekki að fela
Hljómur og viðnám á að vera til fyrirmyndar.
Það mætti halda að Arne Jacobsen eða
Hans Wegner hefðu hannað Kiyola.
GRÆJAN
Enginn veit hvenær löngunin í
góðan kokkteil getur skyndilega
blossað upp. Er þá hætt við að
langt sé í næsta hanastélsbar, með
öllum tilheyrandi áhöldum, og lítið
hægt að blanda þó svo að ekki
vanti hráefnið.
Þeir sem vilja vera við öllu bún-
ir ættu að skoða þetta bráðsnið-
uga áhaldasett fyrir barþjóna,
Rabbit Bar Tool Set hefur að
geyma síu, sítrónuflysjara, mæli-
glas (lokið) og barhníf, og hafa
áhöldin verið hönnuð þannig þau
leggjast saman eins og spil í
stokki og rúmast í litlum hólki. Er
því hægt að hafa þau innan seil-
ingar hvar og hvenær sem er, s.s.
í hanskahólfi bílsins eða ofan í
skúffu á skrifborðinu.
Settið fæst á Amazon og kostar
rösklega 20 dali. ai@mbl.is
Settið rúmast allt í litlum stokk.
Klár í hana-
stél hvar
sem er
Fleira á ekki að þurfa til að gera
hanastél eins og fagmaður.