Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018 7SJÁVARÚTVEGUR
Vélasalan rekur viðurkennt þjónustu-
verkstæði fyrir Cummins á Íslandi
Varahlutir í allar gerðir
Cumminsvéla.
Snögg og áreiðanleg þjónusta.
Verkstæðið er opið 8-17 virka daga
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
Margar stærðir og gerðir
af land og sjó rafstöðvum
án eða í húsi frá
Cummins.
RAFSTÖÐVAR BÁTAVÉLAR
Umhverfisvottaðar vélar í hæsta gæðaflokki
Cummins – KRAFTUR – ENDING – ÁREIÐANLEIKI
Versluniner opin
8-18virka daga
Eigum nmargar stærðir og
gerðir af bátavélum frá
Cummins.
Sparneytinn og áhugaverður
valkostur
Sími 520 0000
Verðið kemur á óvart, leitið tilboða.
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Tæknifyrirtæki í sjávarútvegi uxu
um 10-12% í fyrra, sem er í takt við
vöxtinn undangengin ár. Þau vaxa
hraðast fyrirtækja sem tilheyra
sjávarklasanum. Almennt hafa
stærri tæknifyrirtæki aukið hraðar
við tekjur sínar
en hin minni því
þau eru betur í
stakk búin til að
keppa alþjóðlega.
Sum minni fyr-
irtækjanna hafa
vaxið um mörg
hundruð prósent
á meðan stór
hópur stendur í
stað. Þetta kemur fram í greiningu
Sjávarklasans.
„Það er samt sem áður mikill
uppgangur hjá sprotafyrirtækjum
og þau eiga mikið inni. Við sjáum
mikil tækifæri fólgin í samvinnu og
samrunum minni fyrirtækja,“ segir
Berta Daníelsdóttir, framkvæmda-
stjóri Sjávarklasans, í samtali við
ViðskiptaMoggann
Tæknifyrirtækin eru í fjölþættri
starfsemi. Sum hafa vaxið hratt í
tækni fyrir fiskeldi, önnur í heild-
stæðum lausnum fyrir landvinnslu í
hvít- eða uppsjávarfiski eða skip-
um. Enn önnur bjóða sérhæfðar
lausnir í upplýsingatækni, vöktun,
kælingu og fleira.
Stærstu fyrirtækin í tæknigeir-
anum eru Marel, Hampiðjan og
Skaginn3X. Á eftir þeim koma
Curio og Valka sem eru hratt vax-
andi.
Samkvæmt athugun Sjávarklas-
ans er velta þessara fimm fyrir-
tækja tæplega 40 milljarðar króna
sé aðeins horft til starfsemi þeirra
er lýtur að sjávartengdum grein-
um. Berta bendir á að þessi fyrir-
tæki velti nú svipuðum fjárhæðum
og öll 60 tæknifyrirtæki sjávarklas-
ans veltu í upphafi áratugarins.
65 tæknifyrirtæki
Fram kemur í skýrslu Sjávar-
klasans að um 65 íslensk tækni-
fyrirtæki sem sinni sjávarútvegi og
bjóði tækni sem þróuð sé af fyrir-
tækjunum sjálfum. Þau 60 fyrir-
tæki sem koma á eftir téðum fimm
stærstu velta samanlagt um 30
milljörðum.
Berta segir að til þess að inn-
lendur sjávarútvegur geti aukið
verulega við tekjur sínar án þess að
auka kvóta þurfi að fjárfesta í betri
tækjum. „Tækninni hefur fleygt
fram. Íslenskar vinnslur nýta nú
þegar betur aflann en þekkist er-
lendis. Tæknin er orðin feikilega
öflug og vatnsskurðarvélar, svo
dæmi sé tekið, eru orðnar hárná-
kvæmar, sem mun styðja við það
að útflutningsverðmæti sjávar-
útvegs á að geta tvöfaldað veltu
fyrirtækja er afar gott. Það dregur
væntanlega úr löngun margra
starfsmanna til þess að stofna eigið
fyrirtæki. Það er af hinu góða að
hér á landi eru stór og öflug tækni-
fyrirtæki. Innan veggja stórra
fyrirtækja sér stað mikil nýsköpun
og vöruþróun. Þau leggja ákveðið
hlutfall af tekjum, sem eru miklar
hjá stærri fyrirtækjum, í rann-
sóknir og þróun, og eru með sér-
hæft starfsfólk sem sinnir þeirri
vinnu.
Stærri tæknifyrirtæki eru sömu-
leiðis með djúpar rætur í sjávar-
útvegi og eiga í ríkulegum sam-
skiptum við markaðinn. Enda eru
þau eru stöðugt að leita eftir því
hvernig þjónusta megi viðskiptavini
betur. Í ljósi langra viðskipta-
sambanda eru þau með betra að-
gengi að fiskvinnslum og útgerðum
en einyrki sem er að leggja af stað
með sitt fyrirtæki.
Að þessu sögðu má ekki líta fram
hjá því að fyrrverandi starfsmenn
burðugra tæknifyrirtækja eiga það
til að stofna eigin fyrirtæki, “ segir
Berta og bætir við hún vilji þó
áfram sjá ný fyrirtæki verða til
sem geta hrist upp í geiranum og
eflt samkeppni.
Breytt samkeppni
Að hennar sögn hefur samkeppni
tæknifyrirtækja breyst. Ekki sé
langt síðan algengt var að íslensku
tæknifyrirtækin stunduðu harða
samkeppni á erlendum mörkuðum,
undirboð voru algeng og álagning
lítil. Þá voru erlendar eftirlíkingar
algengar. „Með aukinni hátækni í
vinnslu hefur reynst erfiðara fyrir
fyrirtæki að búa til eftirlíkingar af
tækni annarra. Aukin hátækni og
hagræðing sem af henni hlaust er
einnig helsta ástæða fyrir því að
álagning jókst og afkoman batn-
aði,“ segir Berta.
Fari fram úr þorskflökum
Sjávarklasinn hefur spáð því um
nokkurt skeið að þess verði ekki
langt að bíða að útflutningur tækni-
búnaðar, þekkingar og annarra
afurða í sjávarútvegi verði meiri en
útflutningur á þorskflökum. Fram
kemur í skýrslunni að ef fram held-
ur sem horfir sé líklegt að enn
skemmri tíma taki fyrir tækni-
fyrirtækin að búa til meiri verð-
mæti úr tækniþekkingu Íslendinga
en úr þorskflökum.
Tæknifyrirtækin vaxa um 10-12%
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Tæknifyrirtæki í sjávar-
útvegi vaxa hraðar en önn-
ur sem tilheyra klasanum.
Minna er um stofnun
tæknifyrirtækja en áður,
samkvæmt greiningu
Sjávarklasans.
„Vatnsskurðarvélar, svo dæmi sé tekið, eru orðnar hárnákvæmar, sem mun styðja við það að útflutningsverðmæti
sjávarútvegs á að geta tvöfaldað veltu sína á tíu árum með aukinni tækniþróun,“ segir Berta Daníelsdóttir.
sína á tíu árum með aukinni
tækniþróun. Það er himinn og haf á
milli þess hve nákvæm manns-
höndin sé að snyrta fisk og vatns-
skurðarvélar.“
Færri tæknifyritæki stofnuð
Fram kemur í skýrslunni að mun
minna sé um stofnun nýrra tækni-
fyrirtækja en áður. „Skýringuna
má eflaust rekja til þess að stærri
fyrirtækin bjóða fleiri og betri
atvinnutækifæri fyrir tæknifólk,“
segir Berta. „Starfsmennirnir hefðu
ugglaust sett á laggirnar sín eigin
fyrirtæki ef áhugaverð tækifæri
væru ekki fyrir hendi í starfandi
fyrirtækjum í iðnaðinum.
Starfsumhverfi stærri tækni-
Berta Daníelsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Sjávarklasans, tel-
ur að tæknifyrirtækjum sem þjón-
usta sjávarútveg muni fækka á
komandi árum. Samkvæmt
athugun Sjávarklasans eru fyrir-
tækin um 65 tæknifyrirtæki.
„Það eru tækifæri til aukinnar
samþjöppunnar á markaðnum.
Einkum og sér í lagi ef stærri
tæknifyrirtæki taka frumkvöðla
upp á sína arma, fjárfesta í hug-
myndum þeirra og ráða þá til
vinna áfram að hugmyndinni,
meðal annars til að breikka vöru-
línu viðkomandi fyrirtækis og
samtvinna hana betur að þeirra
tækni.
Frumkvöðlar og stærri fyritæki
hafa hag að því. “
Tæknifyrirtækjum mun
fækka á komandi árum
Berta
Daníelsdóttir
Allt um sjávarútveg