Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 8

Morgunblaðið - 12.04.2018, Síða 8
hér er framúrskarandi að mínu mati. Þetta er íslenskt félag með rætur hér, sem sækist eftir að bjóða upp á íslenskar vörur.“ Lagardère leggur áherslu á að sérkenni hvers lands haldi sér í verslunum og veit- ingastöðum fyrirtækisins, að sögn Rasmus- sens. „Við viljum gera hlutina með sérstökum hætti á hverjum stað. Við viljum ekki að veit- ingastaðirnir á Keflavíkurflugvelli séu ná- kvæmlega þeir sömu og eru í París, London eða annars staðar. Við bjóðum upp á alþjóðleg vörumerki en auk þess erum við með sérhönn- uð vörumerki sem við erum mjög stolt af og eru algerlega innlend.“ Lagardère hefur mikla reynslu af útboðum víða um heim og segir Rasmussen að í útboði fari flugvellir fram á að bjóðandi komi með til- lögu að skipulagi. „Hann mun spyrja hvaða vörumerki þú hyggist koma með og hvers kon- ar mat þú ætlar að bjóða upp á, ef um er að ræða veitingaþjónustu. Svo þú þarft að sann- færa kaupandann um gæði þíns tilboðs. Náist samningar þarf að greiða leigu sem yfirleitt er ákveðin prósentutala af sölu auk lágmarks- tryggingar, sem gæti verið tiltekin fjárhæð eða í hlutfalli af farþegafjölda. Því ræðst þetta bæði af því hver býður hæstu leiguna og bestu veitingastaðina.“ Njóta góðs af tengiflugi Mikill vöxtur hefur verið í alþjóðlegu far- þegaflugi á undanförnum árum með sífellt lægri flugfargjöldum. Fyrirtæki sem byggir afkomu sína á aðgengi að flugfarþegum hlýtur að njóta góðs af miklum vexti lággjaldaflug- félaganna, eða hvað? Dag Rasmussen segir svarið við því vera bæði já og nei. „Já, vegna þessa að lággjaldaflugfélögin leiða til meiri gegnumstreymis farþega. En nei, vegna þess að farþegar þeirra eyða minna en aðrir.“ Hann segir þó að hér á landi njóti félagið vissulega Dag Inge Rasmussen er forstjóri Lagardère Travel Retail, ferðamannaverslunararms Lagardère-samstæðunnar frönsku sem stend- ur meðal annars að bak við fjölmiðlarekstur, bóka- og tímaritaútgáfu, viðburðastjórnun og rekstur íþróttamannvirkja. Ferðamannaversl- un fyrirtækisins er sú stærsta í heimi á sínu sviði og nam veltan í fyrra yfir 4,5 milljörðum evra, jafngildi um 550 milljarða króna, á flug- völlum og lestarstöðvum víða um heim. Fyr- irtækið er með starfsemi á 240 flugvöllum í 34 löndum, auk 750 lestastöðva, og eru starfs- menn yfir 18.000 talsins. Með ferðamannaverslun (e. travel retail) er átt við sölu á hvers kyns varningi og þjónustu fyrir ferðalanga. Lagardère Travel Retail er skipt upp í þrjár einingar þar sem sem tæplega helmingur heildartekna fyrirtækisins kemur frá ferðavarningi (e. travel essentials), minja- gripum og tæknivörum sem seldar eru á flug- og lestarstöðvum undir verslunarheitinu Relay. Um 40% sölutekna koma frá fríhöfnum og fataverslunum á flugvöllum og um 13% teknanna eru vegna veitingasölu. Það er ein- mitt á því sviði sem Lagardère hefur markað sér sess hér á landi en félagið varð ásamt fleiri aðilum hlutskarpast í útboði vegna veitingasölu í Leifsstöð árið 2014 og hóf þar rekstur árið eft- ir. Nú er svo komið að Lagardère er fjórði stærsti veitingasalinn á Íslandi. Innlend þekking og alþjóðleg kunnátta Lagardère á Íslandi er að meirihluta í eigu franska móðurfélagsins á móti íslenskum hlut- höfum og er undir stjórn Íslendinga. „Við nýt- um okkur dreifða stjórnun og vinnum með staðbundnum stjórnendum,“ segir Rasmussen. „Yfirleitt er innlendum aðilum að miklu leyti falinn rekstur og ábyrgð innan hvers lands. Hér á landi eigum við 60% hlut í íslenska félag- inu á móti 40% hlut innlendra aðila. Við teljum þetta æskilega blöndu innlendrar þekkingar og alþjóðlegrar sérþekkingar okkar.“ Rasmussen segir að slík eignaskipting sé þó ekki algild hjá Lagardère. „Víðast hvar eigum við félögin að fullu, en í nýjum löndum viljum við helst fara í samstarf með fólki sem þekkir umhverfið. Við þekktum ekki til Íslands nema sem ferðamenn, og ekki á faglegan hátt. Við töldum því vænlegast að starfa með íslenskum aðilum til þess að ná samningum, og þá ekki síður til að starfrækja reksturinn í samræmi við gerðan samning. Þetta höfum við gert í nokkrum öðrum löndum með góðum árangri.“ Hann metur það því svo að þetta hafi átt sinn þátt í að Lagardère varð fyrir valinu í útboði Isavia um rekstur veitingaþjónustu í Leifsstöð árið 2014, sem hann tekur fram að hafi verið mjög faglega framkvæmt. „Þetta var mjög gegnsætt ferli. Á þeim tíma sýndu ekki mörg alþjóðleg fyrirtæki Íslandi áhuga. Við höfðum hins vegar áhuga eftir að hafa kynnt okkur málin. Auk þess er ég sjálfur Norðmaður og hjarta mitt sækir norður, og þar af leiðandi lagði ég persónulega kannski enn meiri áherslu á þetta. Við hófum reksturinn árið 2015 og höf- um séð hraðan vöxt síðan þá. Fyrirtækið okkar góðs af nýjum flugfélögum. „Vöxturinn hér hefur verið góður í ljósi hentugrar staðsetn- ingar Keflavíkurflugvallar, þar sem tekist hef- ur að skapa tengistöð á Íslandi. Það er því ekki einungis aðdráttarafl Íslands sem laðar að, heldur hefur tekist að draga hingað fjölda nýrra flugfélaga sem hafa gert Keflavík- urflugvöll að tengistöð. Þannig að vöxturinn er bæði í ferðaþjónustunni hér á landi, en einnig í lággjaldaflugfélögum og hefðbundnum flug- félögum sem nota Keflavíkurflugvöll sem teng- ingu. Við höfum vissulega notið töluverðs vaxt- ar af þeim sökum.“ En hröðum vexti fylgja jafnframt vaxt- arverkir, eins og Rasmussen bendir á. „Þar sem flugvöllurinn er ennþá fremur lítill þurfum við að vera mjög skilvirk til þess að ná að þjón- usta viðskiptavini hratt. Að öðrum kosti mun salan hjá okkur ekki aukast. Flugvöllurinn stendur frammi fyrir afar viðamiklu verkefni í að stækka og auka plássið. Það er nauðsynlegt. Keflavík er margverðlaunaður flugvöllur sem er þekktur fyrir gæði víða um heim. En hann glímir við það vandamál að ná að stækka nógu hratt, því umferðin fer sífellt vaxandi og nær væntanlega 10 milljónum farþega á þessu ári. Það þarf að auka rými fyrir farþega og versl- anir.“ Í hröðum vexti á ört vax Sigurður Nordal sn@mbl.is Lagardère hóf starfsemi með bókasölu á lestarstöð í Frakklandi um miðja 19. öld en er nú al- þjóðleg fyrirtækjasamsteypa sem meðal annars rekur verslanir og þjónustu í 240 flugstöðvum víða um heim, þar með talið í Leifsstöð. Forstjóri Lagardère Travel Retail segir mikil sóknarfæri í alþjóðlegri ferðamannaverslun og hann sér jafnframt tækifæri fyrir ferkari vöxt hér á landi, en félagið er þegar einn stærsti veitingasali landsins. 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018VIÐTAL Það er ekki algengt að forstjórar fyrirtækja í Frakklandi beri erlend nöfn, hvað þá nor- rænt nafn á borð við Dag Inge Rasmussen. „Það er vissulega óvenjulegt. Við lítum reyndar ekki á okkur sem franskt fyrirtæki með alþjóðlega starfsemi, heldur sem al- þjóðlegt fyrirtæki með höfuðstöðvar í Frakklandi. Svo við erum fyrst og fremst al- þjóðleg. Hvað mig sjálfan snertir þá er ég norskur en fæddist í Svíþjóð. Foreldrar mínir fluttu til Frakklands þegar ég var mjög lítill svo ég tala í raun betri frönsku en norsku, þótt ég tali vissulega móðurmálið við fjölskylduna. Ég lít ekki á mig sem Frakka þar sem ég er með norskt vegabréf, en ég er Parísarbúi svo mér finnst ég hvorki vera útlendingur né innfæddur. Þetta er svolítið sérstök staða, sem ég er reyndar mjög sáttur við.“ Leið Rasmussen lá í gegnum franskt skólakerfi, auk doktorsnáms við Wharton- viðskiptaháskólann í Pennsilvaníu í Banda- ríkjunum. Hann hóf starfsferil sinn í fyrirtæki sem annaðist fjarskipti fyrir flugfélög en lengst af ferilsins hefur hann verið hjá Lagardère. „Ég hef nú stýrt Lagardère Travel Retail í sjö ár og á þeim tíma hefur sala þessa hluta fyrirtækisins meira en tvö- faldast. Þegar ég tók við kom tveir þriðju hlutar hagnaðar frá blaða- og tímaritadreif- ingu en nú erum við alveg hætt í því og erum einungis í ferðamannaverslun. Það hefur því verið heillandi að fylgjast með og taka þátt í umbreytingu fyrirtækisins.“ Hann segir Lagardère trútt því að vera al- þjóðlegt fyrirtæki og Arnaud Lagardère, for- stjóri samstæðunnar, leggi enga sérstaka áherslu á að skipa Frakka í stjórnendastöð- ur. „Mér finnst gaman að ferðast og fylgjast með starfseminni á hverjum stað, skiptast á hugmyndum og fara yfir málin. Ég hef ánægju af því að fá hugmyndir frá einum markaði og miðla þeim áfram til annarra landa.“ Norðmaður og Parísarbúi yfir alþjóðlegu fyrirtæki „Hjá flugvöllum, þar sem stærsti hluti sölu okkar fer fram, er mikill vöxtur í fjölda farþega. Þeir eru um 4 milljarðar nú og er talið að fjöldi þeirra muni tvöfald- ast fram til ársins 2030,“ segir Dag Rasmussen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.