Morgunblaðið - 12.04.2018, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. APRÍL 2018FRÉTTIR
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Paul Achleitner, stjórnarformaður
Deutsche Bank, lofar hvorki meira
né minna en „nýjum tímum“ hjá
bankanum undir stjórn Christian
Sewing, nýskipaðs bankastjóra.
Achleitner neitar því þó að bankinn
þurfi að marka sér nýja stefnu.
„Við ættum ekki að tala svo mikið
um stefnumörkun, heldur frekar
framkvæmd,“ sagði Achleitner í við-
tali við þýska dagblaðið Frankfurter
Allgemeine Zeitung á mánudag. En
margir markaðsgreinendur, fjár-
festar og keppinautar bankans eru
efins um að þeir „nýju stjórnunar-
hættir“ sem Achleitner hefur lofað
muni duga til að snúa við rekstr-
inum hjá stærsta banka Þýskalands.
„Brottrekstur John Cryan leysir
ekki grundvallarvandann í rekstr-
arstefnu Deutsche,“ sagði einn af
stærstu hluthöfum Deutche í viðtali
við Financial Times. Að mati Hans-
Christoph Hirt hjá Hermes EOS,
sem veitir ráðgjöf og er fulltrúi hlut-
hafa sem eiga 0,5% atkvæðisréttar í
bankanum, þá „blasir ekki beinlínis
við hvernig nýr bankastjóri getur
komið Deutsche Bank aftur á þá
braut að skapa aukið virði“.
Viðurkennir gloppur í stefnu
Í orðsendingu sem hann sendi
starfsmönnum bankans á mánudag,
aðeins nokkrum tímum eftir að hafa
verið valinn bankastjóri á fjögurra
stunda löngum fundi rekstrarráðs
bankans á sunnudag, viðurkenndi
Sewing óbeint að gloppur væru í
stefnumörkun bankans, þegar hann
ritaði: „Eðlilega munuð þið hafa
spurningar um hver stefna okkar
verður í framhaldinu.“
Á meðan hann lagði áherslu á að
„stórar áskoranir eru framundan“,
og gaf í skyn að ráðist yrði í frekari
niðurskurð í fjárfestingarbanka-
starfsemi Deutsche, þá var skeytið
efnisrýrt að öðru leyti.
Ein af stærstu spurningunum
sem er ósvarð er framtíð fjárfest-
ingarbankastarfsemi Deutsche í
Norður-Ameríku. Starfsemi bank-
ans í Vesturheimi myndar um þriðj-
ung af fjárfestingarbankatekjum
Deutsche en bankinn hefur verið að
dragast aftur úr bandarískum
keppinautum sínum.
„Fjárfestingarbankinn stendur
illa að vígi bæði hvað varðar mark-
aðssvæði, viðskiptavinahóp og vöru-
framboð,“ skrifuðu markaðs-
greinendur Citi í minnisblaði til
viðskiptavina sinna og bentu á
hversu lítinn markaðsskerf bankinn
hefur í Bandaríkjunum, hversu háð-
ur hann er stofnanafjárfestum frek-
ar en fyrirtækjum, og einnig háður
skuldabréfa-, gjaldmiðla- og hrá-
vöruviðskiptum.
Neyðarfundur um helgina
Einstaklingur sem þekkir til mál-
anna hefur greint FT frá að á neyð-
arfundinum á sunnudag hafi rekstr-
arráð bankans fjallað um hvaða nýju
stefnu hann gæti mögulega tekið í
framtíðinni, án þess að tekin væri
nokkur ákvörðun þar að lútandi.
Einn möguleikinn er að minnka
verulega markaðsviðskipti bankans
í Bandaríkjunum og bjóða aðeins
upp á þá fyrirtækjaþjónustu og
-ráðgjöf sem þýskir viðskiptavinir
Deutsche þurfi í raun á að halda.
Hinn valkosturinn væri straumlínu-
laga starfsemina í Bandaríkjunum
með áframhaldandi markaðs-
viðskiptaþjónustu sem við-
skiptavinir á borð við vogunarsjóði
og eignastýrendur nýta sér. „Vandi
bankans felst í því að sum þessara
viðskipta eru mjög arðbær,“ sagði
sami heimildarmaður.
Það eykur á vandamál Deutsche
að ef skorið verður niður í fjárfest-
ingarbankahliðinni þá mun það
væntanlega daga úr hagnaði bank-
ans í fyrstu. „Gallinn við mjög rót-
tækt „plan B“ er að það er nær
öruggt að tekjurnar myndu dragast
saman á undan útgjöldunum,“ segir
hátt settur stjórnandi hjá Deutsche.
„Það þarf að fara varlega til að ekki
hljótist tjón af, og engir einfaldir
valkostir í stöðunni.“
Uppsöfnuð þörf á nýrri stefni
Þó svo að Deutsche vænti þess að
útgjöld vegna fjárfestingarbanka-
starfseminnar haldist óbreytt fyrir
árið 2018 þá hefur þörfin á að
breyta um stefnu orðið æ greinilegri
á undanförnum mánuðum.
Mikil togstreita á milli fyrir-
tækjaráðgjafasviðs fjárfesting-
arbankans, sem stýrt er af Marcus
Schenck í Frankfurt, og markaðs-
viðskiptasviðsins sem Garth Ritchie
stýrir í London, hefur gert stefnu-
mótunarvanda bankans enn erfiðari.
„Garth og Marcus hafa bitist um
hvaða stefnu fjárfestingarbankinn
ætti að taka,“ segir stjórnarmaður í
Deutsche, og bætir við að með
brotthvarfi Schenck og með því að
gera Ritchie einan að yfirmanni
fjárfestingarbankasviðsins, þá „virð-
ist sem Garth hafi unnið slaginn, að
svo stöddu.“
Sú staðreynd að Cryan gerði lítið
ef nokkuð til að stöðva þessi innan-
hússátök var ein helsta ástæðan
fyrir því að hann var látinn fara, að
sögn margra innanbúðarmanna hjá
bankanum. „Hann lét eins og málið
kæmi honum ekki við og tók ekki í
taumana,“ segir einn þeirra.
Stirt samband við formanninn
Sú gjá sem myndaðist milli
bankastjórans og stjórnarformanns
Deutsche á rætur sínar að rekja til
ummæla Cryan fyrir ári þegar hann
sagðist geta hugsað sér að vera
áfram í starfinu eftir árið 2020 þeg-
ar fimm ára samningi hans lýkur.
„Það var alltaf ljóst að hann var ein-
göngu ráðinn til að stokka upp í
rekstri bankans,“ segir heimild-
armaður sem þekkir vel til skoðana
Achleitners. Sú staðreynd að Cryan
hefði, upp á eigin spýtur, hafið
vangaveltur um hver tæki við kefl-
inu áður en tekist hafði að leysa úr
vanda bankans kom stjórnarfor-
manninum spánskt fyrir sjónir.
Samband þeirra versnaði enn
frekar í desember þegar Cryan kom
stjórnarformanninum í opna skjöldu
með því að ákveða, á síðustu stundu,
að stækka bónuspott bankans um
einn milljarð evra. Þegar upplýst
var að ekki tækist að ná niðurskurð-
armarkmiðum ársins 2018 um sem
nam sömu fjárhæð, og að frammi-
staða fjárfestingarbankasviðsins
væri verri en búist var við, varð það
til þess að Achleither fór að missa
trúna á að Cryan gæti staðið sig
eins og til var ætlast.
Það að hlutabréfaverð bankans
hafi lækkað um 60% þau þrjú ár
sem hann var við stjórnvölinn, og sá
ósiður hans að tjá sig opinberlega
með meinlegum hætti um ofmann-
aðar deildir bankans, veikti stöðu
Cryan enn frekar.
Kom ýmsum umbótum í verk
En sumir hafa bent á að banka-
stjórinn, sem nú hefur verið vísað á
dyr, eigi hrós skilið. „Honum tókst
raunar að leysa sum erfiðustu verk-
efnin af hendi,“ segir Kian Abouho-
ussein hjá JPMorgan, og bætir því
við að fráfarandi bankastjóri hafi
skorið niður útgjöld, innleitt nýja
upplýsingatækni, og skilað „umbót-
um sem við sjáum líklega ekki mjög
greinilega núna, en ættum að geta
séð á næstu árum.“
Cryan afrekaði það líka að greiða
úr gömlum lagalegum vandræðum
bankans, afla meira en 8 milljarða
evra af nýju hlutafé, og koma minni-
hlutaeign Deutsche í eignastýringa-
fyrirtækinu DWS á hlutabréfa-
markað í erfiðu árferði.
Núna hvílir það á herðum Sewing
að koma rekstrinum í betra horf, en
þeir sem til þekkja segja að það eitt
að fylgja eftir stefnu forvera hans í
starfi verði ekki vel séð.
„Stóra spurningin er hvort að
Sewing hafi umboð rekstrarráðs
bankans til að ráðast í róttækan nið-
urskurð eða sölu fjárfestinga-
bankasviðsins,“ segir hátt settur
starfsmaður hjá keppinaut
Deutsche í Frankfurt. „Að gera
bara meira af því sama, en gera það
betur, á ekki eftir að renna vel
niður.“
Deutsche lofar „nýjum tímum“ en sömu stefnu
Eftir Olaf Storbeck í Frankfurt
Ekki ber öllum saman um
hvort sú ákvörðun að
skipta um bankastjóra hjá
Deutsche Bank muni duga
til þess að koma freigát-
unni á siglingu á ný.
AFP
Christian Sewing, nýskipaðs bankastjóra Deusche Bank, bíður það erfiða verkefni að koma rekstri bankans í við-
unandi horf. Ljóst er að það eitt að fylgja eftir stefnu John Cryan, forvera hans í starfi, mun ekki verða vel séð.
Er ferðavagninn rafmagnslaus?
TUDOR TUDOR
Bíldshöfða 12 • 110 Rvk • 577 1515 • skorri.is
Mikið úrval - Traust og fagleg þjónusta
Veldu
örugg
t
start
með
TUDO
R
Frístunda rafgeymar
í miklu úrvali,
AGM þurr rafgeymar
eða lokaðir
sýrurafgeymar.