Morgunblaðið - 25.04.2018, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018
Af hverju þetta lag? Ótrúlega fallegur texti
og mikil tilfinning sem skilar sér.
Muntu syngja til einhvers í salnum? Nei.
Uppáhaldslag til að syngja í sturtu?
Hlusta oftast á playlistann þannig að ég syng
bara alveg nokkur! Erfitt að velja, haha.
Palli (Páll Óskar) eða Bubbi (Bubbi
Morthens)? Palli sæti!!
Fullkomið stefnumót? Pizza eða bragðaref-
ur og tónlist í bíl við sjóinn!
Tinder vs Hot or not? Tinder.
Draumastarf? Opna minn eigin söngskóla!
Lýstu þér í þremur orðum. Hvatvís, tjúlluð
og hreinskilin,
Uppáhaldslag með Beyoncé? I care eða
Hello … get ekki valið
Hvert er þitt átrúnaðargoð? Öööööö hvað
er það
Uppáhaldssnappari? Ég horfi ekki mikið á
snapstorys en ef ég ætti að velja eitthvern
svona „go to“ þá er það aronmola.
Besti leikurinn á leikjanet.is? Bubbles
Ertu góð í að syngja? Já, ég held það sko.
Hvert er planið eftir menntó? Úff, það er
nú spurning … njóta???
iOS vs android? iOS.
Hefur löggan stoppað þig? Nei.
Síðasta lygi sem þú sagðir? Sagðist ætla
vera jákvæð út árið …
Skrítnasti matur sem þú hefur borðað?
Borðaði einu sinni grasís á indverskum stað í
London. Viðbjóður.
Hver er þinn helsti ótti? Jarðskjálftar og
fluguhljóð.
Ef þú gætir eytt einum degi með
einhverjum frægum, hver væri það og
hvað mynduð þið gera? Jessie J! Væri til í
karókí með henni.
Furðuleg staðreynd um þig? Er með stál í
bringunni.
Hvaða fræga einstakling myndirðu vilja
festast í lyftu með? Jessie J!!!!
Ef þú værir föst í sjónvarpsþætti í viku,
hvaða þáttur myndirðu vilja að það væri?
Greys!
Ertu í sokkum? Jáb!
Vandræðalegasta móment lífs þíns? Hef
oft dottið niður stiga í kringum fjölda fólks, en
er annars minnst vandræðalega týpan.
Coke vs. Pepsi? Coke!
Hlölli eða Subway? Hlölli.
Hundar eða kisur? Hundar.
Pönnsur eða vöfflur? Vöfflur.
Ertu femínisti? Já.
Á hvernig tónlist hlustar þú? Hlusta á
allt!!
Hvers gætir þú ekki lifað án? Tónlistar,
vina minna og fjölskyldunnar.
Hvað borðarðu á morgnana? Oftast bara
morgunkorn.
Uppáhaldsorð? Föstudagur … nei hef ekki
hugmynd.
Bláir eða svartir pennar? Svartir.
Snap eða insta? Insta!
Ertu með opið instagram eða snapchat?
Bæði.
Friends eða How I met your mother?
HIMYM.
Langar að opna eigin söngskóla
Melkorka Rós Hjartardóttir keppir fyrir Fjölbrautaskólann í Breiðholti.
Hún er 22 ára og syngur lagið Sandcastles eftir Beyoncé.
Af hverju það lag? Ég valdi lagið vegna þess
að það er hresst, skemmtilegt og hægt er að
dilla sér við það.
Uppáhaldslag til að syngja í sturtu? Ég
syng skringilega lítið í sturtu en ætli það væri
ekki Song for you eða Mrs Jones með Michael
Buble.
Palli (Páll Óskar) eða Bubbi (Bubbi Mort-
hens)? Klárlega Páll Óskar!!! Þetta ætti ekki
að vera spurning!!
Fullkomið stefnumót? Hið fullkomna deit
fyrir mér er uppáhaldsdeitið sem ég hef farið
á. Við fórum út að borða og ákváðum síðan að
hjóla frá honum til mín. Það endaði með því að
setjast á steina í höfninni í Hafnarfirði og þar
horfðum við á skipin sigla inn, sólina síga niður
og sáum loks glitta í stjörnurnar. Væmið, ég
veit, en mig langaði helst að vera þarna alla
nóttina en veðrið bauð nú ekki alveg upp á það
þar sem þetta var jú á Íslandi.
Tinder vs. Hot or not? Tinder, fékk æðislegt
deit eitt sinn úr því. Fórum í göngutúr um
Hafnarfjörðinn en það merkilega/besta við
deitið var að gæinn tók regnhlíf með til örygg-
is … það fannst mér mjög krúttlegt
Draumastarf? Æhh, þau eru svo mörg: Flug-
maður/kona, lýtalæknir, leikkona …
Lýstu þér í þremur orðum Hamingjusöm,
hress og lífsglöð.
Uppáhaldslag með Beyoncé? Love on top,
You’re the one I love, you’re the one I need!!!!
Uppáhaldssnappari? Vargurinn.
Besti leikurinn á leikjanet.is? Úffff, má ég
bara velja einn?
Ertu góð í að syngja? Sennilega … Söngfer-
ill minn hóst nú eiginlega á mínu fyrsta ári í
Kvennó þar sem ég fór í prufur fyrir leikritið
Þrek og tár. Þar fékk ég aðalhlutverk þar sem
ég átti að syngja 5 lög af 10. Það kom mér á
óvart þar sem mér fannst ég ekkert sér-
staklega góð að syngja. Þaðan varð ekki aftur
snúið og eftir það vann ég söngkeppni skólans
tvisvar og fékk sönghlutverk í leikritunum mín
næstu ár.
Hvert er planið eftir menntó? Hvað sem ég
geri þá mun ég fara í eitthvert nám, kannski til
Bandaríkjanna eða vera heima í tölvunarfræði
eða einhverju öðru.
iOS vs android? iOS
Hefur löggan stoppað þig? Jebbs, fyrir of
hraðan akstur, var orðin of sein á leiklistaræf-
ingu :/ Ekki afsökun en hehehe.
Ef þú gætir eytt einum degi með ein-
hverjum frægum, hver væri það og hvað
mynduð þið gera? Ellen DeGeneres, hún er
svo skemmtileg að hún myndi plana æðislegan
dag fyrir okkur.
Furðuleg staðreynd um þig? Mér líður ekk-
ert sérstaklega vel ef ég nota ekki eyrnapinna
eftir sturtu, bað eða sund.
Með hvaða fræga einstaklingi myndirðu
vilja festast í lyftu? Ellen DeGeneres, ég
myndi hlæja og skemmta mér svo mikið. Eða
einhverjum með marga lífverði því mér yrði
bjargað svo fljótt.
Ef þú værir föst í sjónvarpsþætti í viku,
hvaða þáttur myndirðu vilja að það væri?
Nína Margrét Daðadóttir er 19 ára og keppir fyrir Kvennaskólann í Reykjavík.
Hún hefur valið að flytja lagið Valerie með Amy Winehouse.
Myndi vilja eyða degi með Ellen DeGeneres
Ég veit í hvaða þætti ég myndi ekki vilja vera,
Bachelorette!!
Vandræðalegasta móment lífs þíns?
Úffff, ég var í tívolígarði í Svíþjóð. Ég var
nýbúin á klósettinu og fór í röð til að fara í
rússíbana, eftir litla stund var fólk farið að
flissa og benda á mig … ég skildi ekkert og var
að leita að einhverju á mér en sá ekkert. Loks
kom stelpa að mér og sagði mér að það héngi
klósettpappír úr buxunum mínum. Þetta var
mjög vandræðalegt!!
Sykurskert kókómjólk eða bara kókó-
mjólk? UUUU kókómjólk.
Coke vs. Pepsi? COKE!!!
Hlölli eða Subway? HLÖLLI!
Hundar eða kisur? Hundar! Kisur gera ekki
neitt.
Pönnsur eða vöfflur? Verð að segja vöfflur.
Ertu femínisti? Auðvitað.
Á hvernig tónlist hlustar þú? EKKI
RAPP!! All time favorites eru Michael Buble,
Zara Larsson og Frank Ocean.
Hvers gætir þú ekki lifað án? Mömmu og
pabba! Þau vekja mig á morgnana, elda, sjá
um mig og kenna mér alltaf eitthvað nýtt!!
Hvað borðarðu á morgnana? Mjög mis-
jafnt: ristað brauð, boost, hafragraut eða skyr.
Uppáhaldsorð? Ekki orð heldur orðtakið:
Það kom babb í bátinn.
Bláir eða svartir pennar? Svartir, classic.
Snap eða insta? Hvorugt, orðin svolítið
þreytt á að skoða þetta. En ef ég þyrfti að velja
þá væri það Snapchat því þar spjallar maður
við vinina.
Ertu með opið instagram eða snapchat?
nina_margret á hvoru tveggja ;)
Friends eða How I met your mother? Fri-
ends.