Morgunblaðið - 25.04.2018, Síða 15

Morgunblaðið - 25.04.2018, Síða 15
Við styðjum okkar keppendur MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 2018 MORGUNBLAÐIÐ 15 Af hverju það lag? Okkur fannst lagið fal- legt og henta okkar röddum vel. Einnig finnst okkur boðskapur textans góður. Munuð þið syngja til einhvers í salnum? Auk þess sem við syngjum til allra þeirra sem hafa staðið við bakið á okkur er flutn- ingurinn einnig tileinkaður mömmu Rakel- ar, Arndísi Höllu, sem lést eftir 6 ára bar- áttu við brjóstakrabbamein núna í febrúar. Uppáhaldslag til að syngja í sturtu? Eigum það báðar til að syngja bara það sem okkur dettur í hug. Eigum því ekkert uppá- halds „sturtulag“. Palli (Páll Óskar) eða Bubbi (Bubbi Morthens)? Palli að sjálfsögðu. Fullkomið stefnumót? Dinner og kósí- kvöld heima í kjölfarið. Tinder vs. Hot or not? Eigum báðar kær- asta, þannig að ætli það sé ekki bara best að sleppa því að fara þangað hahahha. Draumastarf? Draumastarfið væri að sjálfsögðu að vinna við að koma fram. Lýsið ykkur í þremur orðum. Til að lýsa okkur saman í þremur orðum þyrfti þau að vera: Hressar, skessur og opnar. Uppáhaldslag með Beyoncé? Mörg mjö- ööög góð, en uppáhalds þyrfti að vera 7/11. Hvert er ykkar átrúnaðargoð? Nashville- stjörnurnar Lennon & Maisy Stella. Uppáhaldssnappari? Hrefna Líf Fabjú- löss án efa. Besti leikurinn á leikjanet.is? Bubble Struggle og þá sérstaklega 2 player. Eruð þið góðar í að syngja? Neibb, alveg hræðilegar. (En svona öllu gríni sleppt er- um við svo sem alveg skítsæmilegar). Hvert er planið eftir menntó? Rakel: Ég á von á kríli núna í október, en stefni á að klára menntaskólann á 4 árum og í fram- haldi af því skella mér í lækninn. María: Er ekki föst á neinu en langar að fara í leikarann eða eitthvað á því sviði. iOS vs. android? iOS allan daginn. Hefur löggan stoppað ykkur? Nei, sem betur fer. Síðasta lygi sem þið sögðuð? Þær hafa greinilega ekki verið nægilega merkilegar til að muna. Skrítnasti matur sem þið hafið borðað? María: Hrútspungar. Rakel: Bláskel. Hver er ykkar helsti ótti? Köngulær og allt lítið sem flýgur. Ef þið gætuð eytt einum degi með ein- hverjum frægum, hver væri það og hvað mynduð þið gera? Lennon and Maisy. Myndum semja lag og fá okkur að borða. Furðuleg staðreynd um ykkur? María: Get ekki sagt nein orð þar sem ð og r eru hlið við hlið (t.d. fiðrlidi …) Rakel: Ég borða svona nánast eina sítrónu á dag. Eins og appelsínu. Með hvaða fræga einstaklingi mynduð þið vilja festast í lyftu? Ellen DeGeneres klárlega. Ef þið væruð fastar í sjónvarpsþætti í viku, hvaða þáttur mynduð þið vilja að það væri? Friends. Ertu í sokkum? Neibb, hvorug okkar. Sykurskert kókómjólk eða bara kókó- mjólk? Sykurskert allan daginn, Rakelar megin allavega. María HATAR kókómjólk. Coke vs. Pepsi? Coke. Hlölli eða Subway? Subway. Hundar eða kisur? Hundar. Eruð þið A- eða B-manneskjur? B- manneskjur báðar. Allan daginn. Pönnsur eða vöfflur? Pönnsur. Eruð þið femínistar? Óbeint. Myndum frekar skilgreina okkur sem jafnréttissinna. Á hvernig tónlist hlustið þið? Allskonar. Hvers gætuð þið ekki lifað án? Rakel: Sítróna. María: Kjötfarsbolla. Hvað borðið þið á morgnana? María: Ekki neitt. Rakel: Súrmjólk er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Uppáhaldsorð? Sameiginlegt uppáhalds- orð myndi vera: lúffa. Bláir eða svartir pennar? Bláir. Snap eða insta? Snap. Eruð þið með opið instagram eða snapchat? Já, erum með snap, instagram og facebook-síðu, @rakelmariamusic. Friends eða How I met your mother? Friends. Rakel Eyjólfsdóttir og María Einarsdóttir eru 17 ára og keppa fyrir Fjölbrautaskóla Vesturlands Akranesi (FVA). Þær ætla að syngja lagið Emmylou eftir First Aid Kit. Lagið tileinkað mömmu Af hverju það lag? Það er geggjað lag sem er gaman að syngja og hentar röddinni minni vel. Lýstu þér í þremur orðum. King shit only. Hvert er planið eftir menntó? Veit ekki, örugglega meira tónlistarnám bara. Ef þú gætir eytt einum degi með einhverjum frægum, hver væri það og hvað mynduð þið gera? Flóni - tala saman. Furðuleg staðreynd um þig? Er með bráðaofnæmi fyrir hnetum :( Hlölli eða Subway? Bæjarins bestu. Pönnsur eða vöfflur? Súkkulaðikaka. Ertu femínisti? Já væntanlega maður Hvers gætir þú ekki lifað án? Fjöllunnar minnar. Hvað borðarðu á morgnana? Dominos og bragðaref. Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir 17 ára keppir fyrir Menntaskólann í Reykjavík. Hún syngur lagið Cry me a river eftir Arthur Hamilton. Meira tónlistarnám eftir menntó

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.