Morgunblaðið - 08.05.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
Nánari upplýsingar áwww.geosilica.is
Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is
Unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísil og
mangan í hreinu íslensku vatni.
Repair er sérstaklega hannað og þróað fyrir
uppbyggingu beina og styrkingu bandvefjar þ.m.t.
liðbönd, liðþófar og krossbönd.
Við tökum út og þjónustum
kæli- og loftræstikerfi
Stangarhyl 1A • 110 Reykjavík • Sími 587 8890 • rafstjorn.is
Sagt er að bestu rauðvínin batnimeð aldrinum séu þau geymd
vel og snúið reglulega.
Upp á síðkastiðhefur af ýms-
um tilefnum verið
leitað til manna sem
eru vel heima, hvort
sem horft er fram
eða aftur. Warren
Buffett sagði sitt
fyrirtæki geta ráðið
við viðskiptagern-
ing upp á 100 millj-
arða dollara ef sér
þætti hann álit-
legur.
Samningur varð-andi þróun kjarnorku undir
handarjaðri Íransstjórnar er í upp-
námi. Fjölmiðar leituðu til George
P. Schulz, fyrrum utanríkis-
ráðherra, (sem á allmörg íslensk
málverk) um hvernig best væri að
halda á málinu. Ekki vantaði upp á
að Schultz hefði málefnalegar
lausnir á takteinum.
Sagt var frá því í fréttum aðTrump forseti hefði leitað ráða
hjá Henry Kissinger varðandi þró-
un mála á Kóreuskaga. Ekki var
þar farið í geitarhús að leita ullar.
Skömmu síðar sótti Kissinger
veislu með þeim Trump og Macron
forseta Frakklands í Hvíta húsinu.
Það er svo aukaatriði að Buffettverður 88 ára í sumar. George
P. Schultz verður 98 ára seint á
þessu ári og Henry Kissinger verð-
ur 95 ára 27. þessa mánaðar.
Kissinger kom til Íslands 1973með Nixon forseta. Schultz
kom 1986 með Reagan forseta en
Buffett hefur ekki komið hingað
enn, enda sagður flughræddur og
líka hræddur við hlutabréf í flug-
félögum.
Henry Kissinger
Sérlega góðir
árgangar
STAKSTEINAR
George P.
Schultz
Veður víða um heim 7.5., kl. 18.00
Reykjavík 6 rigning
Bolungarvík 4 súld
Akureyri 8 alskýjað
Nuuk -3 heiðskírt
Þórshöfn 9 léttskýjað
Ósló 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn 20 heiðskírt
Stokkhólmur 22 heiðskírt
Helsinki 20 léttskýjað
Lúxemborg 25 heiðskírt
Brussel 25 heiðskírt
Dublin 19 skýjað
Glasgow 18 heiðskírt
London 26 heiðskírt
París 25 heiðskírt
Amsterdam 23 heiðskírt
Hamborg 23 heiðskírt
Berlín 23 heiðskírt
Vín 24 heiðskírt
Moskva 20 heiðskírt
Algarve 22 léttskýjað
Madríd 21 léttskýjað
Barcelona 21 léttskýjað
Mallorca 18 léttskýjað
Róm 18 þrumuveður
Aþena 21 skýjað
Winnipeg 24 léttskýjað
Montreal 9 léttskýjað
New York 19 heiðskírt
Chicago 19 heiðskírt
Orlando 28 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. maí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:36 22:14
ÍSAFJÖRÐUR 4:20 22:39
SIGLUFJÖRÐUR 4:03 22:23
DJÚPIVOGUR 4:00 21:48
Björn Björnsson
bgbb@simnet.is
Um síðustu helgi var haldin stór og
glæsileg atvinnulífssýning í Íþrótta-
húsinu á Sauðárkróki. Hefð hefur
um það skapast að halda sýningar
sem þessa á nokkurra ára fresti, og
var þetta sú þriðja.
Það var Ásta Pálmadóttir sveitar-
stjóri sem setti sýninguna og rakti í
stórum dráttum það sem á döfinni er
í sveitarfélaginu svo og tilurð sýning-
arinnar.
Við upphaf sýningar undirrituðu
menntamálaráðherra, Lilja Alfreðs-
dóttir, og formaður Byggðaráðs
Skagafjarðar, Stefán Vagn Stef-
ánsson, viljayfirlýsingu um byggingu
Menningarhúss á Sauðárkróki. Upp-
haf þess máls var að í tíð þáverandi
menntamálaráðherra, Þorgerðar
Katrínar Gunnarsdóttur, var gert
samkomulag um byggingu slíks
húss, en að beiðni stjórnvalda var
framkvæmdum frestað. Það var síð-
an í ráðherratíð Illuga Gunnarssonar
að ákvörðunin var endurnýjuð og nú
var komið að núverandi ráðherra að
undirrita samkomulagið.
Þá undirrituðu formaður Atvinnu-,
menningar- og kynningarnefndar,
Gunnsteinn Björnsson, Þórólfur
Gíslason kaupfélagsstjóri og Krist-
inn Friðriksson, fulltrúi Nýsköp-
unarmiðstöðvar, samkomulag um
frumkvöðlakeppni í Skagafirði, sem
kynnt verður og auglýst á næstunni.
Veitt verða þriggja milljóna króna
verðlaun fyrir bestu hugmyndina,
sem unnin verður áfram til fram-
kvæmdar, en ætla má að margar álit-
legar hugmyndir berist, sem leitt
gætu til áframhaldandi vinnslu.
Gunnsteinn sagði þetta mjög
ánægjulegan áfanga og raunar góða
leið til að hvetja alla til að koma á
framfæri fullmótuðum eða minna
mótuðum, nýjum og ferskum hug-
myndum, sem ef til vill hefðu legið
lengi í gerjun.
Fjöldi sýningarbása var á svæðinu
og höfðu margir á orði að þeir hefðu
ekki haft um það hugmynd, hversu
fjölbreytt framleiðslu- og atvinnulíf
væri á svæðinu.
Fjölmörg skemmtiatriði voru á
sviði báða sýningardagana og sagði
Sigfús Sigfússon, verkefnisstjóri at-
vinnumála, að aðsókn að sýningunni
væri mjög góð, engin tök væru á að
öðlast vitneskju um fjölda gesta en
ætla mætti að hann væru allnokkur
þúsund.
Ljósmynd/Páll Friðriksson
Skagafjörður Lilja Alfreðsdóttir og Stefán Vagn Stefánsson handsala sam-
komulag um menningarhúsið, með Karlakórinn Heimi að baki sér.
Samið um nýtt
menningarhús
Stór atvinnulífssýning á Sauðárkróki
Allt um sjávarútveg