Morgunblaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018 BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 NýrDacia Sandero Dacia bílar hafa fyrir löngu sannað ágæti sitt með framúrskarandi endingu og hagstæðu verði. Nýr Dacia Sandero er rúmgóður millistærðarbíll á verði smábíls. Verið velkomin í reynsluakstur! E N N E M M / S ÍA / N M 8 8 0 8 1 Stór bíll, lágt verð! 1.990.000kr. www.dacia.is Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is „Ég hef ekki orðið var við að þetta sé vandamál. En vissulega er æskilegt að innan sveitarstjórna séu alltaf einhverjir sem geta miðlað af reynslu sinni til nýrra fulltrúa,“ sagði Karl Björnsson, fram- kvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfé- laga, þegar leitað var álits hans á rannsókn sem sýnir að allt að 60% sveitar- stjórnarfólks snúa ekki aftur að loknu kjörtímabili. Í frásögn Morgunblaðsins í gær af rannsókninni, sem Eva Marín Hlynsdóttir stjórnmálafræðingur framkvæmdi, kom fram að fulltrúar í sveitarstjórnum í minni sveitarfélög- um og konur væru líklegri en aðrir til að hætta eftir skamma setu. Mikið álag vegna fleiri og flóknari verkefna væri áhrifaþáttur í þessu sambandi. Fram kom að skoða þyrfti vinnuum- hverfi sveitarstjórnarfólks betur ef snúa ætti þessari þróun við. „Það þarf að skoða starfsumhverfi sveit- arfélaga, bæði sveitarstjórnina, sam- band hennar við bæjar- eða sveitar- stjóra og stjórnsýsluna,“ var haft eftir Evu Marín. Karl hefur góða yfirsýn yfir þróun mála á sveitarstjórnarstigi eftir að hafa varið nær öllum starfsferli sín- um á þeim vettvangi. Hann var bæj- arstjóri á Selfossi og Árborg í 16 ár áður en hann kom til starfa hjá Sam- bandinu árið 2002. Oft sama fólkið lengi Karl segir að menn hafi vissulega veitt því athygli að mikil endurnýjun hafi orðið í sveitarstjórnum í tvenn- um síðustu kosningum, 2010 og 2014. Hann telur að hún hafi verið í kring- um 50%. „En hér hjá Sambandinu höfum við engar sérstakar skýringar á þessu,“ segir hann, enda væri það frekar verkefni háskólasamfélagsins að kanna slíka hluti eins og rannsókn Evu Marínar væri dæmi um.Hann segir að gæta beri þess að endurnýj- unin sé mjög mismunandi eftir sveit- arfélögum og á milli kosninga. „Svo sjáum við það líka að í mjög mörgum sveitarfélögum er sama fólkið í framboði í mörgum kosning- um. Skýringar á því af hverju fólki hættir eða af hverju það heldur áfram eru mjög mismunandi. Það eru líka skiptar skoðanir á því hve mikil endurnýjun er æskileg,“ segir Karl. Sjálfur segist hann telja að sú endurnýjun sem orðið hafi á undan- förnum árum sé alveg hæfileg. Kjörnir fulltrúar séu yfirleitt mjög fljótir að setja sig inn í málin. „Þetta er yfirleitt mjög hæft fólk,“ segir hann. Hann bendir á að talsverð end- urnýjun hafi einnig orðið á Alþingi í undanförnum kosningum. „Þessari endurnýjun fylgja bæði kostir og gallar. Það er nauðsynlegt að hafa hald í ákveðinni reynslu og svo virðist alltaf vera í flestum sveit- arfélögum,“ segir Karl. Dæmi séu um algera endurnýjun sveitar- stjórna í kosningum, en hitt sé ekki óalgengt að litlar breytingar verði á skipan sveitarstjórna á milli kosn- inga. Misöflug stjórnsýsla Karl telur ekki ástæðu til að ætla að verkefni sveitarfélaga séu orðin of stór og flókin fyrir þau. Vissulega sé munur á því hve stjórnsýsla sé öflug í einstökum sveitarfélögum, í litlum sveitarfélögum séu starfsmenn afar fáir en fjölmargir í hinum stærri. „Enda eru verkefni hinna stærri um- fangsmeiri og flóknari,“ segir hann. Hann segir þá skoðun heyrast að æskilegt sé að sveitarfélög verði færri og öflugri vegna þess hve verk- efnin sé flókin og viðkvæm, en um þetta sé skiptar skoðanir meðal sveitarstjórnarmanna. Sumir vilji breytingar, aðrir telji þær óþarfar. Endurnýjunin alveg hæfileg  Æskilegt að innan sveitarstjórna séu alltaf einhverjir fulltrúar sem geta miðlað af reynslu sinni  Mikilli endurnýjun sveitarstjórnarmanna í undanförnum kosningum fylgja bæði kostir og gallar Morgunblaðið/Eggert Sveitarstjórnir Fulltrúar sveitarfélaga og Sambands sveitarfélaga á fjár- málaráðstefnu. Í mörg horn er að líta í rekstri sveitarfélaganna og mála- flokkarnir margir sem kjörnir fulltrúar þurfa að setja sig inn í. Karl Björnsson Sú þjónusta sem sveitarfélögin inna af hendi er annars vegar lög- bundin og hins vegar hafa sveitar- félög töluvert svigrúm til að veita íbúum sínum ólögbundna þjón- ustu, enda sé um að ræða verkefni sem varðar íbúa þeirra og það ekki falið öðrum til úrlausnar lögum samkvæmt. Hver sveitarstjórn get- ur mótað sér stefnu um það hvaða ólögbundnu þjónustu hún veitir. Lögbundin verkefni sveitarfélag- anna eru margbreytileg og hafa aukist á síðustu árum. Þeim má í grófum dráttum skipta í þrennt: Stjórnsýslu, sem felst m.a. í því að annast heilbrigðis- og bygging- areftirlit og veita ýmiskonar leyfi til atvinnustarfsemi og athafna. Velferðarþjónustu við ein- staklinga, eða afmarkaða hópa þeirra, svo sem félagsþjónustu, rekstur grunnskóla, leikskóla og tónlistarskóla, æskulýðs-, íþrótta- og tómstundastarfsemi. Tækni- lega þjónustu, sem íbúarnir njóta almennt séð, svo sem gatnagerð, veituþjónustu, brunavarnir o. fl. Stærsta einstaka verkefni sveit- arfélaganna er fræðslu- og uppeld- ismál en til þess málaflokks verja sveitarfélögin um helmingi út- gjalda sinna. Þar á eftir kemur fé- lagsþjónustan með um 13% út- gjaldanna og 12% renna til æskulýðs- og íþróttamála. Fræðsla og uppeldi eru stærst VERKEFNI SVEITARFÉLAGA ERU FJÖLMÖRG OG HAFA AUKIST SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR 2018

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.