Morgunblaðið - 08.05.2018, Page 22

Morgunblaðið - 08.05.2018, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018 Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Matthildur Bjarnadóttir, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Hversu oft höfum við ekki, skólasystur útskriftarárgangs 1971 frá Fóstruskóla Íslands, dásamað þessa konu, dr. Þuríði J. Krist- jánsdóttur? Dásamað og þakkað okkar á milli fyrir að hafa fengið hana sem áhrifavald á ómótaða hugi okkar veturinn 1968-1969, en þá tók hún að sér að stýra skól- anum í eitt ár. Fallegt, bjart brosið og hlý, notaleg framkoman, auk áhugans á því sem hún miðlaði okkur, yljaði okkur frá fyrsta degi og minningin um samveruna við hana þennan vetur og kennslustundirnar hjá henni yljar okkur enn. Hún fyllti hug okkar áhuga á undrum sál- fræðinnar sem við höfðum þá aldr- ei heyrt neitt um auk þess sem hún var hvetjandi og metnaðarfull fyrir okkar hönd þegar hún fór með okkur gegnum víðerni upp- eldisfræðinnar. Það voru svo margar gáttir að opnast okkur á þessum árum og samfélagið var líka á miklu umbreytingaskeiði. Það var því ómetanlegt að njóta hæfileika hennar til að hrífa okkur með sér, fá okkur til að grunda dóma og hvetja til umburðalyndis. Við kveðjum dr. Þuríði með þakklæti. Hún var mikill áhrifa- valdur í lífi okkar allra. Fyrir hönd útskriftarárgangs Fóstruskóla Íslands 1971, Hulda Ólafsdóttir. Dr. Þuríður J. Kristjánsdóttir var merk kona og brautryðjandi í menntamálum á Íslandi. Sjálf gekk hún menntaveginn á tímum þegar það var óalgengt að konur færu í langskólanám. Eftir nám í Héraðsskólanum í Reykholti tók hún kennarapróf frá KÍ. Hún stundaði nám í Danmörku, Bret- landi og Bandaríkjunum og lauk meistaranámi og doktorsprófi í menntasálarfræði. Þuríður kenndi á öllum stigum í skólakerfinu og stundaði menntarannsóknir. Hún var skipuð fyrsti prófessor ný- stofnaðs Kennaraháskóla og varð jafnframt fyrsta konan sem gegndi prófessorsembætti í sálar- fræði við íslenskan háskóla. Þur- íður var einnig formaður skóla- nefndar Fóstruskólans og konrektor Kennaraháskóla Ís- Þuríður Jóhanna Kristjánsdóttir ✝ Dr. Þuríður Jó-hanna Krist- jánsdóttir fæddist 28. apríl 1927. Hún lést 18. apríl 2018. Þuríður var jarð- sungin 2. maí 2018. lands um nokkurra ára bil. Hún byggði upp frá grunni kennsluréttindanám fyrir þá sem stund- uðu kennslu án kennsluréttinda en höfðu lokið ýmsu námi, eins og til dæmis háskólanámi, iðnmenntun eða list- námi. Þuríður tók árið 1975 þátt í stofnun Delta Kappa Gamma, félags kvenna í fræðslu- störfum á Íslandi, en hún var einn af átján stofnfélögum. DKG-sam- tökin eru alþjóðleg en eiga upp- runa sinn að rekja til Bandaríkj- anna. Alþjóðasamtökin Delta Kappa Gamma stuðla að auknum fræðilegum og persónulegum þroska kvenna í fræðslustörfum og gæðum í menntun og uppeld- isstörfum Þuríður var félagskona í Alfa- deildinni og einnig formaður hennar um tíma. Alfadeildin var fyrsta deildin sem stofnuð var á Íslandi, en nú eru deildirnar þrett- án um allt land. Þuríður var mjög virk í starfinu og áhugasöm um það alla tíð. Hún kom á fundi þangað til undir það síðasta að heilsu hennar hrakaði. Þuríður var fyrsti forseti lands- sambands Delta Kappa Gamma á Íslandi á árunum 1977-79. Hún var annar af tveimur ritstjórum að sögu samtakanna, Félag kvenna í fræðslustörfum 20 ára. Hún sagði frá því í grein í afmælisritinu að finna hefði þurft starfinu þann far- veg sem íslenskum konum myndi henta. Umfangsmikill hluti af starfi hennar var því að kynnast alþjóðastarfinu og flytja þá þekk- ingu og reynslu inn í deildirnar á Íslandi. Hún var heiðruð af DKG árið 2007 fyrir framlag sitt til fé- lagsins og menntamála í landinu. Það er ómetanlegt fyrir konur á öllum aldri, sem starfa við fræðslu og menntamál á öllum stigum skólakerfisins og utan þess, að skiptast á reynslu og þekkingu. Þuríður var einstök kona sem helgaði líf sitt menntamálum. Hún var þekkingarbrunnur bæði um menntamál og sögu DKG-samtak- anna og deildi þeirri þekkingu sinni fúslega. Okkur félagskonum í Alfadeildinni fannst við vera sér- staklega heppnar að eiga Þuríði að félaga og geta notið þekkingar hennar og visku. Þuríður var ein- staklega hlý og ljúf í allri fram- göngu og fasi. Við félagskonur í Alfadeildinni þökkum Þuríði fyrir samfylgdina og söknum sárlega góðrar vin- konu og félaga. Við sendum fjöl- skyldu og vinum Þuríðar innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þuríðar J. Kristjánsdótt- ur. Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, formaður Alfadeildar DKG. Kveðja frá Zontaklúbbi Reykjavíkur Með Þuríði Kristjánsdóttur er gengin merk kona, sem vann að framþróun til heilla víða, þar sem hún lagði hönd á plóg. Hún gekk til liðs við Zonta- klúbb Reykjavíkur árið 1972 og sinnti þar trúnaðarstörfum sem henni voru falin vegna mannkosta, þekkingar og atorku. Zontahreyfingin er alþjóðleg hreyfing kvenna sem hefur á stefnuskrá sinni nú að styrkja stöðu kvenna um heim allan. Zontaklúbbar á Íslandi eru nú í umdæmi með Noregi, Danmörku og Litháen og eru umdæmisfundir í þessum löndum. Af því leiðir að milli þeirra er mikil samvinna og fundir á víxl. Í þessum samskipt- um var Þuríður lengi í fararbroddi og sómdi sér vel. Hún kom fram af öryggi menntakonunnar. Eitt meginverkefni kvennanna í Zontaklúbbi Reykjavíkur til margra ára var að styðja við bakið á heyrnarskertum. Hér höfðu ekki orðið framfarir í málefnum heyrn- arskertra sem á hinum Norður- löndunum. Merk tímamót urðu því í sögu Zontaklúbbs Reykjavík- ur árið 1980, er Heyrnar- og tal- meinastöð Íslands var opnuð. Þur- íður var þá formaður klúbbsins, en klúbburinn hafði lengi vel unnið að því hugsjónamáli. Það var gert með fjársöfnum, kaupum á tækja- búnaði og þjálfun sérfræðinga. Þuríður fylgdi þessu máli eftir af röggsemi fyrir hönd klúbbsins. Þeir er eiga erindi á Heyrnar- og talmeinastöðina, geta lesið rit sem liggur þar frammi með upplýsing- um um hvern þátt Zontaklúbbur Reykjavíkur átti í að koma á fót þessari merku stofnun. Ég var svo lánsöm að sitja í stjórn með Þuríði seinna kjör- tímabil hennar sem formanns Zontaklúbbs Reykjavíkur. Lær- dómsríkt var fyrir okkur yngri stjórnarkonur að fylgjast með vinnubrögðum hennar sem ein- kenndust af samviskusemi og fundvísi á kjarna sérhvers máls. Fundirnir voru haldnir á fögru menningarheimili hennar, þar sem bækur huldu veggi. Þar sveif yfir andi þekkingar og gestrisni. Maður fór jafnan af hennar fundi betri og fróðari en áður. Þuríður var gjarnan leiðsögu- maður okkar er við ferðuðumst um landið. Þar var ekki komið að tómum kofunum enda var hún með eindæmum fróð, ekki síst um sínar heimaslóðir í Borgarfirði. Fastir liðir í starfi okkar hafa verið fjáröflunar- og skemmti- kvöld með gestum okkar. Hefur spurningakeppni jafnan verið á dagskrá. Eftirsótt var að vera í liði Þuríðar því öruggt mátti telja að hennar lið ynni og hreppti vinn- inginn. Við fráfall Þuríðar er skarð höggvið í hóp Zontakvenna sem erfitt verður að fylla í. Við söknum vinar í stað og minnumst með hlý- hug vináttu hennar og mann- gæsku. Sigríður Dagbjartsdóttir. Ég kynntist Þuríði J. Kristjáns- dóttur fyrst haustið 1972 þegar ég, ásamt sjö öðrum áhugasömum kennurum, hóf nám í námskrár- gerð og námsmati við framhalds- deild nýstofnaðs Kennaraháskóla Íslands. Þuríður vakti strax at- hygli okkar sem afburðakennari og mikil fyrirmynd. Þessi fyrstu kynni okkar Þuríður urðu afdrifa- rík fyrir minn náms- og starfsferil. Námið í framhaldsdeildinni, og þó einkum kennsla Þuríðar, varð til þess að ég ákvað að taka mig upp frá kennslustörfum í Hafnarfirði og halda til Bandaríkjanna til að halda áfram námi um námsmat og mat á skólastarfi við University of Illinois – sama háskóla og að hluta til hjá sömu kennurum og Þuríð- ur. Þaðan lauk ég svo doktorsnámi tíu árum á eftir henni. Það skaðaði ekki við komuna til University of Illinois að hafa með- mæli frá Þuríði J. Kristjánsdóttur. Ég komst fljótlega að því að í deildinni í uppeldissálarfræði var Þuríðar minnst sem afburðanem- anda bæði í meistara- og doktors- námi. Við fjölskyldan minnumst þess með ánægju og gleði þegar Þuríður kom í heimsókn í gömlu háskóladeildina sína í rannsóknar- leyfi á vormisseri 1980. Þá varð ég beinlínis vitni að þeirri virðingu sem hún naut meðal prófessora við deildina. Leiðir okkar Þuríðar lágu svo enn saman þegar ég kom til starfa við Kennaraháskóla Íslands 1983. Hún hafði átt afar farsælan feril við kennslu, m.a. við Kennara- skóla Íslands og önnur mikilvæg störf tengd fræðslumálum þegar hún var skipuð fyrsti prófessor við Kennaraháskólann árið 1973. Gamla Kennaraskólanum hafði verið breytt formlega í háskóla með lögum frá Alþingi 1971 og varð hann þannig annar háskólinn hér á landi á eftir Háskóla Íslands. Fyrstu áratugirnir í starfi Kennaraháskóla Íslands voru tími umbreytinga sem m.a. voru fólgn- ar í því að byggja upp rannsókn- arstarf á sviði uppeldis- og kennsluvísinda og efla fræðilegar og faglegar stoðir kennaramennt- unar í landinu. Að öðrum ólöstuð- um átti Þuríður býsna drjúgan þátt í því uppbyggingarstarfi. Hún vann náið með dr. Brodda Jó- hannessyni rektor Kennarahá- skólans fyrstu árin og var aðstoð- arrektor skólans fyrstu fjögur árin í rektorstíð Jónasar Pálsson- ar. Þuríður var frumkvöðull á mörgum sviðum í starfi Kenn- araháskólans og leiddi fjölmörg brautryðjendaverkefni á vegum skólans, svo sem framhaldsnám og réttindanám fyrir starfandi kennara. Þessar námsbrautir voru meira og minna reknar sem fjarnám, sem var nýjung í há- skólanámi hér á landi. Þetta starf þróaðist svo á þann veg að Kennaraháskólinn rak um árabil dreift og sveigjanlegt kennara- nám fyrir bæði leik- og grunn- skólakennara. Slíkt nám þjónaði ekki síst skólastarfi í dreifbýli og lyfti Grettistaki við mönnun rétt- indakennara víðs vegar um landið. Þuríður lagði metnað sinn og alúð í þessi verkefni eins og reyndar allt sem hún gerði. Þuríður J. Kristjánsdóttir markaði djúp spor í þróun kenn- aramenntunar hér á landi. Megi minning hennar lengi lifa. Ólafur Proppé, fv. rektor Kennaraháskóla Íslands. Kveðja frá Menntavísinda- sviði Háskóla Íslands Þuríður Jóhanna Kristjáns- dóttir, menntafrömuður og mann- vinur, er látin. Þuríður var pró- fessor emerítus við Kennarahá- skóla Íslands og fyrsti prófessor sem skipaður var við þann skóla, árið 1973. Skóli var starfsvett- vangur Þuríðar alla tíð. Hún var m.a. kennari við Hagaskóla, Há- skóla Íslands og Fósturskólann. Lengst starfaði Þuríður samfellt við Kennaraháskóla Íslands sem kennari, prófessor og aðstoðar- rektor. Hún var kjörin heiðurs- doktor við skólann árið 2008. Þrátt fyrir fádæma lítillæti og hógværð hafði Þuríður mikil áhrif á íslenskt menntakerfi. Auk kennslustarfa var hún formaður skólanefndar Fósturskólans um árabil, hún byggði upp réttinda- nám fyrir kennara sem kennt höfðu réttindalausir og mótaði fjarnám við Kennaraháskólann. Auk þess sem hún vann að stefnu- mótun fyrir Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur og skólarannsóknar- deild menntamálaráðuneytisins. Þuríðar J. Kristjánsdóttur verður minnst sem afburðamann- eskju og vandaðs fræðimanns. Hún ruddi braut fyrir menntavís- indi sem fræðigrein og fyrir konur sem fræðimenn. Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísinda- sviðs HÍ. Látin er fjölhæf og framsýn menntakona, Þuríður J. Krist- jánsdóttir. Við kynntumst haustið 1964 er ég hóf starf í Hagaskóla. Báðar kenndum við í Verslunar- deildinni og hún bauð mér með þeim í skólaferðalag vorið 1966. Þuríður var einstakur hagyrðing- ur og hver einasta stúlka fékk sína sérstöku vísu sem hitti vel í mark á hlýjan hátt. Vísurnar eru hreinn fjársjóður. Kynnin efldust á áttunda ára- tugnum bæði í félagsstarfi og við kennslu mína innan náms sem hún stjórnaði við hinn nýstofnaða KHÍ. Árið 1976 bað hún mig að sækja um starf við skólann. Ekki vildi ég þá verða við ósk hennar en gerði það fjórum árum síðar. Þur- íður var þá tekin við umsjón með rannsóknastarfi við skólann, sem var þá reyndar á frumstigi. Mikið skorti á að farið væri eftir áætlun dr. Brodda Jóhannessonar, fyrr- verandi rektors, um að starfs- menn KHÍ stunduðu rannsóknir varðandi nám í þeim greinum sem þeir kenndu. Lipurð Þuríðar þok- aði málum mildilega áfram og yf- irsýn hennar á skólamálum al- mennt var mikil. Er ungir kennarar kvarta í dag og benda réttilega á að verulega skorti í náminu á vandaðan und- irbúning fyrir sjálft kennarastarf- ið hefur mér oft komið Þuríður í hug: þekking hennar, skilningur og sú næmni sem þarf til að und- irbúa kennaranema vel fyrir kom- andi starf. Hún kunni vel að búa fræðslu í þann búning sem reynst gæti gagnlegt veganesti fyrir kennaranema og kennara í við- bótarnámi. En þótt Þuríður byggi að festu varðandi áherslu á að nemendur fengjust við verðug viðfangsefni, vandað lesefni og þroskandi um- ræður var hún ekki einstrengings- leg. Þetta kom m.a. fram í námi „réttindalausra kennara“. Þar skorti á formlegt nám manna, sem bjuggu þó ýmsir að góðri þekk- ingu, voru fjöllesnir og jafnvel menn framfara innan skóla sinna. Þarna er mér minnisstætt er hún kom til mín um miðjan níunda ára- tuginn til að ræða um einn þessara manna og sagði: „Hann þarf ekki að lesa meira, hann er svo vel les- inn. En hann þarf að skrifa og þá um eitthvað sem honum þykir verðugt. Anna mín, viltu ekki taka að þér að leiðbeina honum þar?“ Bóninni varð ég að sjálfsögðu við og maðurinn, Pétur Þorsteins- son skólastjóri á Kópaskeri, skrif- aði svo í samráði við mig úrvals- ritgerð um möguleika forritunarmálsins LOGO í marg- víslegu námi barna. Hann haslaði sér síðar völl á öðru mikilvægu sviði og minntist þá e.t.v. þess að hafa þegar verið treyst til vand- aðra verka. Í orðum mínum reyni ég að beina sjónum að persónunni Þur- íði J Kristjánsdóttur og mikilvæg- um eiginleikum hennar. Að sjálf- sögðu hlaut hún víða lof og viðurkenningar á opinberum vett- vangi, en það munu væntanlega margir aðrir draga fram. Ég kveð Þuríði með angurværð og rifja upp minningar þar sem hún kemur á móti mér með þetta hlýja og glettnislega bros á vörum. Oftar en ekki er hún búin að finna verkefni sem henni finnst ég eiga að taka að mér. Hver stenst slíkt? Um leið og ég læt í ljós þakk- læti fyrir samvistir við Þuríði um áratuga skeið veit ég að hún mun brosa lengi í heimi minninga minna. Anna Kristjánsdóttir. Lolla mín, eins og hún var oftast köll- uð, var mikill gleði- gjafi en því miður var lífið hennar ekki alltaf dans á rósum. 11 ára greindist hún með genatengda sykursýki sem var henni erfið allt hennar líf. Árið 1988, þá aðeins 18 ára, kynntist hún Ingólfi Sveinssyni og hófu þau búskap. Árið 2003 eignuðust Lovísa Vattnes Sólveigardóttir ✝ Lovísa VattnesSólveigardóttir fæddist í Reykjavík 15. júlí 1970. Hún lést á Spáni 26. mars 2018 Útförin fór fram í kyrrþey. þau yndislega tví- buradrengi, þá Kristján og Svein. Þau slitu samvistum árið 2007. Þarna voru veikindin farin að segja mikið til sín og var hún löngum stundum inni á spít- ala. Ingólfur er drengjunum yndis- legur faðir og er ein- stakur maður. Árið 2010 fer Lolla í kviðskilun sem varði í eitt og hálft ár. Þann 2. nóvember 2012 kom kallið frá Gautaborg að kom- ið væri nýra og bris sem björg- uðu lífi hennar næstu fimm árin, 2012-2018. Lolla var mjög listræn og mik- ill kokkur, allt lék í höndum hennar. Veikindi hennar tóku stóran toll og þau drógu mikið úr hennar krafti. Lolla var mikill húmoristi og sá alltaf spaugilegu hliðina á öllu. Hláturmild og mjög svo skemmtileg. Elsku Lolla mín, það er erfitt að hugsa til þess að þú sért nú komin í sumarlandið, en ég hugga mig við það að nú ertu komin til nöfnu þinnar, ömmu Lovísu, og Kristjáns afa. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir) Þín mamma. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vin- samlega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einn- ig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðju- degi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.