Morgunblaðið - 08.05.2018, Síða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
✝ Stefán Valdi-marsson fædd-
ist 11. apríl 1928 í
Króki, Hraungerð-
ishreppi. Hann lést
25. apríl 2018 á
Hrafnistu í Reykja-
vík.
Foreldrar hans
voru Sigrún Sigur-
jónsdóttir, f. 1901,
d. 1973, og Valdi-
mar Stefánsson, f.
1893, d. 1990.
Systkini Stefáns eru: 1) Gyða
Valdimarsdóttir, f. 1931, maki
Ólafur Þór Haraldsson f. 1938, d.
2014. 2) Kolbrún Valdimars-
dóttir, f. 1933, fyrrverandi maki
Leifur Einarsson, f. 1933, d.
Fannar Haraldur f. 1994, sam-
býliskona Sædís Sif, f. 1995. Stef-
anía Ásta, f. 1997, sambýlis-
maður Egill Þór, f. 1997. Jónína
Gunnarsdóttir, f. 1980, sambýlis-
maður Loftur Ámundason f.
1977. 2) Auðbjörg Stefánsdóttir,
f. 1965, til heimilis að Skálatúni í
Mosfellsbæ. Fyrir átti Elsa son-
inn Unnar Harald, f. 1953, d.
1958.
Stefán vann á sínum yngri ár-
um á þungavinnuvélum, síðustu
starfsárin var hann bílstjóri og
netagerðamaður.
Stefán og Elsa bjuggu allan
sinn búskap í Þorlákshöfn.
Útför Stefáns fer fram frá
Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í
dag, 8. maí 2018, klukkan 14.
2014. 3) Guðjón
Baldur Valdimars-
son, f 1936, d. 2003,
maki Vilborg
Magnúsdóttir, f.
1942. 4) Hörður
Hansson, f. 1942,
maki Svanlaug Ei-
ríksdóttir, f. 1950.
Árið jóladag 1958
giftist Stefán Elsu
Auðbjörgu Unnars-
dóttur, f. 1934.
Börn þeirra eru: 1) Valgerður
Stefánsdóttir, f. 1958, maki
Gunnar Þorsteinsson, f. 1957.
Dætur þeirra eru: Elsa Gunn-
arsdóttir f. 1975, maki Davíð
Halldórsson f. 1972. Börn þeirra
Gunnar Stefán, f. 1992, d. 1993.
Elsku afi.
Það er með miklum trega sem
við systur setjumst niður til að
skrifa minningarorð til þín.
Það er nú bara þannig að við
viljum hafa fólkið okkar hjá okk-
ur sem allra lengst og erfitt að
setjast niður og skrifa nokkur orð
á blað þar sem minningarnar
streyma fram. Litla fjölskyldan
okkar sem er svo náin, það er
stórt skarð höggvið í fjölskyld-
una, elsku afi.
Snemma á miðvikudagsmorg-
un þann 25. apríl á afmælisdegi
ömmu vorum við vaktar við þær
fréttir að þú hefðir kvatt þennan
heim.
Þú hafðir verið á Hrafnistu í
Reykjavík rétt um tvo mánuði,
það var erfitt fyrir þig að hugsa
til þess að þú myndir ekki fara
aftur heim og vera hjá ömmu,
sem var búin að vera þín stoð og
stytta í þínum veikindum.
Þú gerðir aldrei miklar kröfur
til fjölskyldu þinnar, elsku afi, en
alltaf varstu að hugsa um okkur
og vildir allt fyrir okkur gera.
Sem litlar skottur vorum við
systur mikið með þér, þá bæði á
græna vörubílnum þegar þú
varst að keyra fisk og alltaf var
eitthvert góðgæti í bílnum sem
þú gaukaðir að okkur.
Sem og um helgar, þá eyddum
við systur þeim hjá ykkur ömmu
á Oddabrautinni. Auðvitað rif-
umst við um það hvor okkar ætti
að fá að koma til ykkar, þannig að
þið amma settuð bara upp kerfi
að við værum hjá ykkur aðra
hverja helgi.
Þessar minningar um ykkur
ömmu eru okkur svo dýrmætar
og munu ylja okkur um hjarta-
rætur um ókomna tíð.
Einnig ferðuðumst við mikið
með ykkur á sumrin og alltaf
varstu að hugsa um að okkur liði
sem best og að við hefðum nóg
fyrir stafni. Ófáar minningar
streyma fram þegar við vorum
með ykkur í tjaldvagninum, þetta
eru ómetanlegar minningar sem
við eigum og forréttindi að fá að
eyða svona miklum tíma með þér,
elsku afi.
Ferðin til Tenerife í tilefni af
80 ára afmæli þínu kemur upp í
hugann, þú varst svo ánægður að
við værum öll saman.
Þegar langafabörnin (Gunnar
Stefán, Fannar Haraldur og Stef-
anía Ásta) fæddust þá varstu svo
stoltur og kíktir oft í heimsókn til
að kíkja á þau og fylgjast með að
allt færi nú örugglega vel fram.
Þú varst svo barngóður og
endalaust þolinmóður og varst
stoltur af þínu fólki og vildir vita
hvernig allir hefðu það. Fylgdist
alltaf með okkur og það voru
ómetanlegar stundir sem við átt-
um með þér, elsku afi.
Við munum minnast þín með
brosi á vör og trega í hjarta að
þurfa að kveðja þig, en við vitum
að þú ert kominn á betri stað og
fylgist með okkur þaðan og pass-
ar að allt fari nú vel fram. Nú
gengurðu um uppréttur, heyrir
og sérð.
Elsku afi, hvíl í friði og við
munum passa elsku ömmu.
Drottinn er minn hirðir,
mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum
lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum
mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég langa ævi.
(23. Davíðssálmur)
Elsa og Jónína.
Elsku afi lang, takk fyrir allt.
Passaðu Gunnar Stefán okkar.
Mér finnst ég varla heill, né hálfur
maður,
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja
eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að
segja
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur hjá blómunum,
er rökkvar, ráðið stjörnumál,
gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niðrað strönd.
Fundið stað,
sameinað
beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin,
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Því eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn.
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar,
ég reyndar sé þig alls staðar,
þá napurt er.
Það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Fannar Haraldur og
Stefanía Ásta.
Stefán Valdimarsson
Þakklætiskveðja til frænda.
Svo þakklát því betur ég fékk þér að kynnast,
frændi minn, síðustu árin.
Á spjalli við þig betur sjálfa mig sá
og skildi mörg hjartasárin.
Þau áður við kvöddum og okkur tíðrætt varð um
nú leiða þig inn á hin miðin.
Hinn himneski faðmur þar tekur í mót
þar sem þú finnur nú friðinn.
Þó samtöl okkar verði ei fleiri um sinn
ávallt geymi í sálu og sinni.
Góða ferð inn í ljósið og skilaðu nú
þakklætiskveðju minni.
Þín
Helga frænka.
Kristjón Grétarsson
✝ Kristjón Grétarsson fæddist 21. júlí 1963. Hann lést 21. apríl2018. Kristjón var jarðsunginn 4. maí 2018.
Elsku frænka,
mikið þykir mér erf-
itt að kveðja þig
svona snemma.
Manni finnst alltaf eins og þær
manneskjur sem maður elskar
muni vera hjá manni alla manns
ævi, og ég hugsa hvað lífið leikur
okkur grátt að taka þig frá okkur
svona snemma. En þá hugsa ég
líka hversu heppin við vorum að
Steinunn
Marinósdóttir
✝ Steinunn Mar-inósdóttir
fæddist 16. júní
1948. Hún lést 5.
apríl 2018.
Útför Stein-
unnar fór fram 13.
apríl 2018.
þekkja manneskju
eins og þig. Þú varst
góðhjörtuð, elskuleg,
barngóð, hlý, gjaf-
mild og fyndin. Þú
varst fyrst til að gera
grín að þér sjálfri og
fyrst til að hlæja líka.
Það má segja að það
hafi alltaf verið stutt
í hláturinn þegar þú
varst nálægt og ég
tel það engar ýkjur.
Frænka, þú tókst lífinu með bros á
vör, jafnvel þó að á móti blési og
lést ekkert halda aftur af þér.
Hvíldu í friði, frænka mín, og megi
minning þín vera ljós í myrkri fyr-
ir okkur sem eftir sitjum.
Kristján Andri Einarsson.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi,
langafi og langalangafi,
ÞÓRHALLUR GÍSLASON,
fv. skipstjóri og hafnarvörður,
frá Setbergi, Sandgerði,
lést á Hrafnistu Hlévangi, miðvikudaginn
25. apríl. Útförin fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði
föstudaginn 11. maí klukkan 13.
Þóra Þórhallsdóttir Sigurbjörn Björnsson
Benóný Þórhallsson Svava Jónsdóttir
Sigurður Sveinsson
Jónas Karl Þórhallsson Dröfn Vilmundardóttir
Gísli Þór Þórhallsson Helga Bylgja Gísladóttir
og fjölskyldur
Ástkær eiginmaður minn,
EYVINDUR ÁRNASON SCHEVING,
er látinn.
Útför hans mun fara fram í Flórída, BNA,
laugardaginn 12. maí.
Fyrir hönd fjölskyldu hans,
Ann Burfete Scheving
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÁSLAUGAR ZOËGA,
Sólheimum 23, Reykjavík.
Geir Gunnlaugsson Jónína Einarsdóttir
Páll Gunnlaugsson Hrafnhildur Óttarsdóttir
Helgi Gunnlaugsson Kristín Hildur Ólafsdóttir
Hólmfríður Gunnlaugsdóttir Pálmar Hallgrímsson
og fjölskyldur
Elskulegur maðurinn minn, faðir okkar og
bróðir,
HJÖRTUR KRISTMUNDSSON,
lést á Landspítalanum, Fossvogi, að morgni
föstudagsins 27. apríl. Hann verður
jarðsunginn frá Fáskrúðsfjarðarkirkju
12. maí klukkan 14 og jarðsettur að Kolfreyjustað.
Aðalheiður Jóna Sigurðardóttir
Brynjar Andri Hjartarson
Kjartan Svanur Hjartarson
systkin og uppeldissystkin
Okkar elskulegi eiginmaður, faðir,
tengdafaðir, afi, langafi og bróðir,
GUÐMUNDUR ALBERT GUÐJÓNSSON,
lést á líknardeildinni föstudaginn 27. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Hvíl í friði.
Ásrún Sigurbjartsdóttir
Sigurbjörg E. Guðmundsd.
Sigurbjartur Á. Guðmunds. Katrín Baldvinsdóttir
Guðjón Guðmundsson Anna M. Guðmundsdóttir
Aldís Guðmundsdóttir Pétur Þ. Brynjarsson
Hanna A. Guðmundsdóttir
barnabörn og langafabörn
Sigríður S. Guðjónsdóttir, Guðlaug Guðjónsdóttir
Inga Rósa Guðjónsdóttir
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
HULDA STEINUNN VALTÝSDÓTTIR,
er látin.
Kristín Gunnarsdóttir
Helga Gunnarsdóttir Michael Dal
Hildigunnur Gunnarsdóttir Ásgeir Haraldsson
Með sorg í
hjarta kveðjum við
í dag yndislegan
vin, félaga og ná-
granna, Björn Júl-
íusson. Þegar við fjölskyldan
fluttumst við hlið hans 2006
tókst með okkur góð og einstök
vinátta sem með árunum varð
svo miklu meira. Aldrei varð það
svo, þegar ég steikti kleinur eða
bakaði jólasmákökur, sem ég
færði honum, að hann væri ekki
hrærður og þakklátur fyrir það.
Björn var ekki mikið fyrir að
koma óboðinn í kaffi til okkar,
hann vildi ekki vera að trufla
okkur eins og hann sagði. Það
var svo sem í lagi með það, en
hann slapp ekki við kaffiboðið
því að annaðhvort ég eða mað-
urinn minn sóttum hann bara og
buðum honum til okkar. Oft
Björn Júlíusson
✝ Björn Júlíussonfæddist 29.
september 1924.
Hann lést 16. apríl
2018.
Útför Björns fór
fram 27. apríl 2018.
sagði ég við hann í
gríni: „Æ, Bjössi
minn, nú hundleið-
ist mér, má ekki
bjóða þér í kaffi?“
Þá hló hann dátt og
alltaf þáði hann
boðið fullur af
þakklæti. Þá voru
kvöldin fljót að líða.
Björn var mikill
fróðleiksmaður og
hafði frá miklu að
segja, talaði mikið um sveitina
sína Gilsfjörð og bæinn sinn
Garpsdal, um landið sem hann
var búinn að skoða og taka mik-
ið af myndum af og um rafmagn.
Það verður tómlegt í sumar að
sjá ekki Bjössa sitja út í garði,
nú verður ekki meira grín og
glens hjá okkur og Erlu dóttur
hans, sem hugsaði ætíð svo vel
um föður sinn. Að leiðarlokum
kveðjum við, það var ómetanlegt
að fá að kynnast þér
Minning um góðan vin lifir.
Hugur okkar er hjá þér, Erla
mín, á þessum erfiða tíma.
Guðlaugur A., Elín og
Eydís Eva.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru
vinsamlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi lið-
ur, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar