Morgunblaðið - 08.05.2018, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2018
ICQC 2018-20
Undanfarið hafa komið útmerkilega margar ís-lenskar kvikmyndir semeiga það sameiginlegt að
vera fyrsta verk höfundar í fullri
lengd. Þetta eru myndir á borð við
Andið eðlilega eftir Ísold Uggadótt-
ur, Svanurinn eftir Ásu Helgu Hjör-
leifsdóttur og Adam eftir Maríu Sól-
rúnu. Vargur bætist í þennan fríða
flokk, hún er fyrsta mynd Barkar
Sigþórssonar sem bæði leikstýrir
handritinu og skrifar það.
Vargur segir frá bræðrunum Erik
og Atla. Þeir eru á afar ólíkum stað í
lífinu, Erik er viðskiptamaður en Atli
er á vergangi og nýsloppinn úr fang-
elsi. Þeir eiga það þó sameiginlegt að
vera í miklum fjárhagsvandræðum.
Atli er á flótta undan mönnum sem
hann skuldar peninga og Erik hefur
dregið sér fé úr fasteignaviðskiptum
sem hann stendur í. Það er mikið í
húfi, ef Atli borgar glæponunum ekki
á hann von á að týna lífinu og ef Erik
skilar ekki peningunum fer orðspor
hans í vaskinn og fasteignaverkefnið
með. Bræðurnir ákveða að smygla
eiturlyfjum til landsins til að redda
peningamálunum.
Þeir fá hina pólsku Zofiu til þess að
vera burðardýr fyrir sig. Atli fær það
hlutverk að fylgja henni í fluginu,
koma henni í skjól í Reykjavík og
bíða þess að efnin skili sér. Þegar í
stað er ljóst að það er ekki allt með
felldu, Zofia er mjög illa haldin strax
um borð í vélinni og það skánar ekk-
ert þegar hún og Atli eru komin í bæ-
inn.
Meðan á þessu stendur byrjar lög-
reglan að rannsaka málið og þar fer
serbneska lögreglukonan Lena
fremst í flokki. Rannsókn Lenu mið-
ar nokkuð vel, sem eru vondar fréttir
fyrir bræðurna, og varla var á það
bætandi þar sem smátt og smátt er
allt að fara til fjandans.
Vargur er hefðbundin spennu-
mynd en það er samt brugðið út af
formúlunni með ýmsum hætti. Í byrj-
un myndar er brugðið á leik með frá-
sagnaraðferð, áhorfandi veit eig-
inlega ekkert hvaðan á sig stendur
veðrið og fær á tilfinninguna að hann
hafi misst af einhverju. Hægt og bít-
andi verða aðstæður skýrari, ólíkum
tímalínum er púslað saman þannig að
heildarmyndin birtist loks. Svona til-
raunir geta verið áhættusamar en
þetta er skemmtilega gert og skapar
spennu.
Önnur og stærri áhætta sem Börk-
ur tekur er að skrifa mynd sem hefur
enga aðalpersónu sem áhorfendur
hafa samkennd með. Bæði Atli og
Erik eru skúrkar, þótt það komi á
daginn að Atli sé illskárri. Þeir teljast
báðir vera vondir karlar, Erik er al-
gjörlega siðblindur og Atli er aumur
glæpon sem hefur vanrækt son sinn
og allar sínar skyldur og á sér því
engar málsbætur þótt hann sé ekki
alveg jafn siðblindur og Erik. Tilfellið
er að þeir eru ekki bara ábyrgir fyrir
smá dópsmygli, þetta er spurning um
líf og dauða þar sem þeir hafa líf
burðardýrsins Zofiu í höndum sér.
Zofia er brjóstumkennanlegasta per-
sónan í myndinni en hún er ekki aðal-
persónan. Það er vel þekkt að aðal-
persónur séu breyskar og gallaðar,
jafnvel vondar, og teljast þá vera ein-
hverskonar andhetjur. Það er þó
óvenjulegt að svo langt sé gengið í því
að einblína á sögu tveggja persóna
sem er ómögulegt að „halda með“.
Á furðulegan hátt gengur þetta
samt nokkurn veginn upp í samhengi
myndarinnar af því að myndin fjallar
um að veröldin sé grimm og ósann-
gjörn. Titillinn er vísun í 45. erindi
Völuspár sem lýsir ragnarökum, þar
sem kemur fram að: „Bræður munu
berjast / og að bönum verðast“ þegar
það ríkir „vindöld, vargöld / áður en
veröld steypist.“ Í heimi Vargs er
ekkert fallegt og gott, eymdin ræður
ríkjum, eftir nóttina kemur ekki nýr
dagur því það er endalaus nótt í þess-
ari kaldranalegu myrkraveröld.
Fléttan er vel heppnuð og gengur
upp. Endrum og sinnum verður þráð-
urinn ofurlítið tilviljanakenndur, sér-
staklega í tilfelli lögreglukonunnar
Lenu, sem er stundum einstaklega
heppin þegar hún hnýtur um vís-
bendingar. Á nokkrum stöðum í
myndinni gefur líka að líta draum-
kenndar senur þar sem Erik er í
faðmlögum við dularfulla konu, sem
mér fannst eiga lítið erindi í myndina
og draga spennuna niður. Að öðru
leyti er spennan fremur þétt og end-
irinn kemur á óvart, sem hlýtur að
vera æðsta markmið allra spennu-
mynda.
Leikararnir í myndinni standa sig
ágætlega en það vekur helst athygli
hversu vel er valið í hlutverk. Gísli og
Baltasar Breki leika bræðurna og
þótt þeir séu kannski ekkert sér-
staklega áþekkir passa þeir samt vel í
sínar rullur, Gísli sem hvítflibbinn og
Baltasar sem krimminn. Þá smell-
passar Didda í hlutverk móður pöru-
piltanna. Anna Próchniak gerir burð-
ardýrinu Zofiu góð skil og á líklega
sterkustu frammistöðuna í myndinni.
Kvikmyndataka lætur lítið fyrir
sér fara og útlit mynd myndarinnar
sækir innblástur í breskar og skand-
inavískar spennumyndir, sem hentar
viðfangsefninu. Tónlist Bens Frost er
reglulega fín, líkt og endranær, en
hann er að gera virkilega góða hluti í
kvikmyndatónlist um þessar mundir.
Vargur er mjög frambærilegur
frumburður. Berki hefur hér tekist
að skapa þétta og spennandi glæpa-
mynd sem er unnin af meðvitund um
hefðir greinarinnar en kemur líka á
óvart.
Vindöld, vargöld
Frambærilegur „Vargur er mjög frambærilegur frumburður. Berki hefur hér tekist að skapa þétta og spennandi
glæpamynd sem er unnin af meðvitund um hefðir greinarinnar en kemur líka á óvart,“ segir í kvikmyndadómi.
Laugarásbíó, Smárabíó, Há-
skólabíó og Borgarbíó Akureyri
Vargur bbbmn
Leikstjórn og handrit: Börkur Sigþórs-
son. Kvikmyndataka: Bergsteinn Björg-
úlfsson. Klipping: Elísabet Ronalds-
dóttir. Tónlist: Ben Frost. Aðalhlutverk:
Baltasar Breki Samper, Gísli Örn Garð-
arsson, Anna Próchniak, Marijana
Jankovic, Rúnar Freyr Gíslason, Sig-
urlaug Jónsdóttir (Didda). 90 mín. Ís-
land, 2018.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Í Gerðubergi hefur verið opnuð sýn-
ing á ljósmyndum eftir Annie Ling
en þær fjalla um líf hælisleitenda hér
á landi.
Annie Ling er fædd 1984 í Tapei
og alin upp í Kanada. Hún er heim-
ildaljósmyndari og listamaður með
aðsetur í New York borg. Hún hefur
á undanförnum misserum dvalið
með hléum á Íslandi.
Í tilkynningu um sýninguna segir
að ár hvert þrefaldast íbúafjöldinn á
Íslandi þegar ferðalangar víðs vegar
að úr heiminum komi til landsins í
leit að hrífandi landslagi og pakk-
aðri dagskrá af framandlegum
hraunbreiðum, jöklum og fossum.
Sífellt fleiri flóttamenn sækja um
hæli á Íslandi, en meirihluti þeirra
kemur eftir að hafa fengið neitun
um hæli í Bandaríkjunum eða Bret-
landi. Sumir fá að dvelja á gistiheim-
ilum innan um ferðafólk en flestir
dvelja í mikilli einangrun. Annie
Ling veltir fyrir sér hvernig hæl-
isleitendur upplifa Ísland í slíkri að-
stöðu og hvernig þeim gangi að að-
lagast og skapa sér heimili hér á
landi.
Árið 2016 var sýningin Sjálf-
stæðar mæður með verkum Ling
sett upp í Þjóðminjasafni Íslands og í
fyrrasumar var sýning hennar, Opið
hús, sett upp í gömlu síldarverk-
smiðjunni í Djúpavík á Ströndum.
Ljósmynd/Annie Ling
Í Reykjavík Verk á sýningunni.
Ljósmyndir
um líf hælis-
leitenda
Ofurhetjumyndin Avengers: Infi-
nity War, var sú sem mestum miða-
sölutekjum skilaði í kvikmynda-
húsum landsins um helgina. Alls
sáu myndina hátt í níu þúsund
manns sem skilaði ríflega tólf millj-
ónum íslenskra króna í kassann.
Í öðru sæti listans er spennumyndin
Vargur , fyrsta kvikmynd leikstjór-
ans Barkar Sigþórssonar í fullri
lengd, en hana sáu tæplega 1.200
manns. Fjölskyldumyndina Víti í
Vestmannaeyjum sáu tæplega 900
manns, en á síðustu sjö vikum hafa
samtals ríflega 32 þúsund áhorf-
endur séð myndina.
Bíóaðsókn helgarinnar
Ofurhetjur alltaf vinsælar
Rússíbanareið Síðasta myndin úr
smiðju Marvel þykir vel heppnuð.
Avengers – Infinity War 1 2
Vargur Ný Ný
Víti í Vestmannaeyjum 2 7
Peter Rabbit 3 6
Duck Duck Goose / Önd önd gæs 4 3
Rampage 5 4
7 Days in Entebbe Ný Ný
A Quiet Place 6 5
Lói – þú flýgur aldrei einn 8 14
Blockers 7 5
Bíólistinn 4.–6. maí 2018
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10