Morgunblaðið - 08.05.2018, Síða 36

Morgunblaðið - 08.05.2018, Síða 36
 Skuggakvartett saxófónleikarans og tónskáldsins Sigurðar Flosasonar kemur fram á djasskvöldi Kex hostels við Skúla- götu í kvöld kl. 20.30. Með honum leika Þórir Baldursson á Hammond-orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Einar Scheving á tromm- ur. Bláir tónar Sigurðar Flosasonar og félaga ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 128. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Nauðgaði stúlku og kveikti í henni 2. Klopp óánægður með háttalag Salah 3. Ferðamaður hreiðraði um sig í torfkofa 4. Fantaflott afmæli Sævars Þórs »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM Verur og brynjur á sýningu Steinunnar  Sýning á verkum Steinunnar Þór- arinsdóttur myndhöggvara verður opnuð á morgun í Fort Tryon-garði á Manhattan, við Cloisters-safnið sem er deild frá Metropolitan-safninu. Sýndar eru þrjár verur í fullri líkams- stærð, eins og Steinunn er þekkt fyr- ir, og standa þær með þremur brynju- klæddum verum. Brynjurnar voru mótaðar eftir þrívíddarmyndum sem teknar voru af völdum brynjum í eigu Metropolitan-safnsins. Á miðvikudag Norðaustan 10-15 m/s norðvestantil á landinu, annars hægari vindur. Rigning með köflum, en yfirleitt þurrt vestanlands. Hiti 2 til 10 stig, kaldast á Vestfjörðum. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 3-10 m/s og rigning með köflum, einkum á Suðausturlandi, en úrkomulítið norðan heiða. Vaxandi norðaustanátt á Vestfjörðum í kvöld. Hiti 3 til 10 stig. VEÐUR Breiðablik sendi andstæð- ingum sínum í Pepsideild- inni í knattspyrnu karla skýr skilaboð í gær þegar liðið sótti FH heim í Kaplakrika og vann öruggan sigur, 3:1, eftir að hafa skorað þrjú fyrstu mörk leiksins. Ís- landsmeistarar Vals máttu gera sér að góðu marka- laust jafntefli í heimsókn til Víkinga og Grindavík vann sannfærandi sigur á Kefla- vík, 2:0, í Keflavík. »2 Blikar sóttu þrjú stig í Kaplakrika Var ekki eins fljótur að skora og Þórarinn „Forráðamenn Sola höfðu skilning á að ég vildi rifta samningnum þegar það lá fyrir að liðið féll úr norsku úr- valsdeildinni. Ég vil leika í úrvals- deildarliði,“ sagði landsliðs- markvörðurinn í handknattleik, Hafdís Lilja Renötudóttir, við Morg- unblaðið í gær eftir að óvænt var til- kynnt um komu hennar til sænska úr- valsdeildarliðsins Boden. »1 Flytur ekki til Noregs eins og til stóð ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta leggst ótrúlega vel í mig,“ segir Ari Ólafsson, fulltrúi Íslands í Eurovision, sem stígur á svið í Portúgal í kvöld, þegar fram fer fyrri undanúrslitakeppni ársins, og flytur lagið „Our Choice“ eftir Þórunni Ernu Clausen. Keppnin hefst kl. 19 og er Ari annar á svið. Alls keppa 19 lög í kvöld og 18 á fimmtudag þegar seinni undanúrslitakeppnin fer fram. Tíu lög komast áfram hvort kvöld og keppa, ásamt sex öðrum lögum, til úrslita á laugardag kl. 19, en sýnt er beint frá öllum þremur kvöldum á RÚV. Þegar Morgunblaðið náði tali af Ara í gær var hann að undirbúa sig fyrir dómararennsli, þar sem dómnefndir keppnislandanna gefa stig, en í kvöld er komið að áhorf- endum heima í stofu að kjósa. „Ég vissi að umfang keppninnar væri mikið en þetta reyndist samt meira en ég bjóst við – og mun skemmtilegra en ég átti von á,“ segir Ari og tekur fram að það gefi sér mikið að fá falleg skilaboð frá aðdá- endum sem heillast af hugljúfum og mikilvægum boðskap lagsins. Markmiðið er að vinna „Á núverandi tímapunkti er ég bara að fókusa á að gera mitt vel í dag [mánudag] og á morgun með það að markmiði að komast upp úr þess- um riðli,“ segir Ari og tekur fram að það nýtist honum vel að hafa á síð- ustu vikum sungið víða um heim fyr- ir 5-30 þúsund manns á hverjum stað, en ráðgert er að um 10 þúsund áhorfendur verði á keppnisstaðnum í kvöld. „Markmiðið er að vinna, en það er ekkert launungar- mál að fyrri riðillinn þykir einn sá sterkasti í árarað- ir,“ segir Ari. Undir þetta tekur Þór- unn Erna Clausen, höf- undur lagsins „Our Choice“. „Það er altalað að þetta sé erfiðasti riðillinn í sögu Eurovision- keppninnar. Við því er ekkert að gera annað en að einbeita sér að því að gera eins vel og við getum,“ segir Þórunn og tekur fram að Ari hafi vakið góða athygli úti þar sem hann þyki afar sjarmerandi. „Það hefur eðlilega líka vakið at- hygli hvað Ari er með þroskaða rödd og mikið raddsvið miðað við aldur,“ segir Þórunn og bendir á að Ari sé yngsti karlkyns keppandinn í ár, en yngsti keppandinn er aðeins örfáum mánuðum yngri. Þórunn bendir á að í sögu keppninnar sé meðalaldur karla 34 ár, en kvenna 25 ár. „Keppnin í ár er mjög óútreiknanleg enda enginn augljós sigurvegari. Þannig að þetta er mjög spennandi og allt opið.“ „Leggst ótrúlega vel í mig“  Stóra stundin runnin upp hjá Ara Ólafssyni Ljósmynd/Andres Putting Tilhlökkun Þórunn Erna Clausen, höfundur lags og texta, faðmar Ara Ólafsson að loknu vel heppnuðu rennsli. „Ef Ari kemst áfram þá er það fyrst og fremst hópnum og hans gríðarlegu hæfileikum að þakka. Ari er með svo stóra og fallega gjöf, þessa söngrödd sem hann hefur, að ég held að þessi Eurovision- keppni sé bara upphitun fyrir glæsilegan feril sem sér ekki fyrir endann á,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson um möguleika Ara Ólafssonar á að komast áfram úr undanúrslitunum í kvöld. Veð- bankar hafa ekki verið hliðhollir íslenska laginu í ár, Our Choice, og hafa Ísland enn í neðstu sæt- um. Ari er í sterkum riðli, m.a. með Ísrael, Eistlandi, Kýpur, Tékklandi og Búlgaríu, allt lönd sem spáð er góðu gengi í Lissabon í ár. Stig dómnefnda hafa helmings- vægi á móti símakosningunni í kvöld. Upphitun fyrir glæsilegan feril VEÐBANKAR EKKI HLIÐHOLLIR FRAMLAGI ÍSLANDS Í ÁR Páll Óskar Hjálmtýsson MTelja Ara geta … »30  En tíminn skundaði burt … er heiti sýningar um Guðrúnu Lár- usdóttur, rithöf- und, bæjarfullrúa og alþingismann, sem verður opnuð í Þjóðarbókhlöð- unni á morgun, miðvikudag, kl. 16. Guðrún var afar fjölhæf og virk en hún drukknaði í Tungufljóti ásamt tveimur dætrum árið 1938. Sýning um Guðrúnu Lárusdóttur opnuð Það tók Ágúst Leó Björnsson aðeins tvær mínútur að skora sitt fyrsta mark í efstu deild á sunnudaginn þegar ÍBV tók á móti Fjölni í Pepsi- deild karla í knattspyrnu. Með mark- inu gegn Fjölni lék Ágúst Leó sama leik og nafni hans, Fjölnismaðurinn Ágúst Örn Arnarson, gerði fyrir fjór- um árum, í júlí 2014. Hvorugur komst þó nærri afreki Keflvíkingsins Þór- arins Kristjánssonar í lokaumferð deildarinnar árið 1996. »4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.